Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 23 Bandarískur hermaður sést hér ganga framhjá loftvarnabyssu, sem komið hafði verið fyrir í grennd við vöruhús nærri Port Salines-flugvelli. Fimm vöruhús hafa fundizt á Grenada full af vopnum og skotfærum. r , r (AP. símamynd.) Reagan 1 sjonvarpsræðu: Kúbumenn ætl- uðu að her- nema Grenada KEAGAN Bandaríkjaforseti sakaði Sovétríkin í gærkvöldi um að hvetja til ofbeldis bæði í I.íbanon og Gren- ada. Ssagði forsetinn ennfremur, að það væri Ijóst, að Kúbumenn hefðu verið búnir að áforma að hernema Grenada. Innrás Bandaríkjamanna í eyjuna hefði verið nauðsynleg sökum þess að „martröðin, sem átti sér staö vegna bandarísku gíslanna í íran má aldrei endurtaka sig“. Þá lagði for- setinn ennfremur á það þunga áherzlu, að þeir, sem ábyrgð bæru á dauða 225 hermanna og sjóliða í Beir- út „yrðu að hljóta makleg mála- gjöld“. Forsetinn sagði þetta í ræðu, sem sjónvarpað var um gjörvöll Bandaríkin. Hann tók það fram, að „þótt heimshöf aðskilji Líbanon og Grenada, þá eru náin tengsl á milli þeirra atburða, sem þar hafa gerzt. Stjórnvöld í Moskvu hafa ekki bara hvatt til ofbeldis í báðum þessum löndum, heldur veitt til þess beinan stuðning með atbeina hryðju- verkamanna". Stuðningsmenn Reagans forseta heima fyrir hafa yfirleitt tekið sjónvarpsræðu hans vel. Andstæð- ingar hans á Bandaríkjaþingi hafa hins vegar dregið í efa réttmæti ummæla hans. Þannig sagði Theo- dore Weiss frá New York, sem sæti á í fulltrúadeildinni, að landgangan á Grenada væri „stefna, sem byggðist á lögleysu". Sovézka fréttastofan TASS sagði í dag, að ræða Reagans forseta hefði verið byggð á „frámunalegum andkommúnisma, grófri valdbeit- ingu og auknum hernaðarafskipt- um Bandaríkjanna". Bréf land- stjórans birt Bridgetown, 28. október. AP. Tom Adams forsætisráðherra Barbados birti í dag bréf lands- tjórans á Grenada, Sir Paul Scoon, þar sem ríkjum í samtök- um Austur- Karíbahafsríkja og öðrum er boðið að senda lið til Grenada til að koma þar á : röð og reglu. Af hálfu for- sætisráðuneyt- isins var sagt j að Sir Paul hefði afhent bréfið Rudyard Lewis stórfylk- ishöfðingja, yfirmanni innrás- arliðsins, eftir að bandarískir landgönguliðar björguðu hon- um úr bústað landstjórans. Lewis afhenti bréfið síðan Adams. í bréfi sínu segir Sir Paul að Adams sé kunnugt það tóma- rými, sem gætti í stjórn Gren- ada í kjölfar morðsins á forsæt- isráðherra og þeirra mannrétt- indabrota og þess blóðbaðs sem á eftir hefði fylgt. „Ég hef miklar áhyggjur af því öryggisleysi sem hér ríkir og óska þess vegna að þér að- stoðið mig í því að koma málum til betri vegar. Það er ósk mín að sett verði á laggirnar friðar- gæzlulið til þess að auðvelda að friður komist hér fljótt á að nýju og að lýðræði verði endur- vakið. í þessu sambandi fer ég einnig fram á aðstoð Banda- ríkjanna, Jamaíku og ríkja í samtöku Austur-Karíbahafs- ríkja," sagði m.a. í bréfi Sir Paul Scoon. Ráðstefnan um þjóðarsátt í Líbanon: Vonir um góðan árangur Beirut. Genf, 28. október. AP. LEITARMENN, sem grafa enn í rústum að- alstööva bandaríska gæsluliösins í Beirut, koraust í dag niöur í kjallara hússins og létu þaö ekki á sig fá þótt kúlunum rigndi yfir þá frá leyniskyttum. 225 Bandaríkjamenn eru Enn er unnið að því að ryðja rústir aðalstöðva bandaríska gæsluliðsins í Beirut þótt fullvíst sé talið, að þar sé ekki fleiri lík að finna. 225 Bandaríkjamenn eru látnir að sögn Pentagon og kann sú tala enn að hækka þar sem tvísýnt er enn um líf nokk- urra manna, sem slösuðust al- varlega. Leyniskyttur láta enn til sin taka en bandarísku gæslulið- arnir hafa ekki svarað skothríð þeirra. Mörg hundruð kvenna, með 15 ára gamla dóttur Gem- ayels forseta í fararbroddi, í Genf nú látnir af völdum sprengingarinnar. W alid Jumblatt, leiðtogi drúsa, og Rashid Karami, leiötogi múhameðstrúarmanna af trúflokki súnníta, komu í dag til Genfar en nk. mánu- dag á að hefjast þar ráðstefna um þjóðarsátt í Líbanon. til að taka þátt í slíku „góðverki" síðar. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, og Rashid Karami, leiðtogi súnn- íta, komu í dag til Genfar til að taka þátt í ráðstefnunni um þjóð- arsátt í Líbanon. Við komuna kvaðst Jumblatt vona, að ráð- stefnan leiddi til friðar í Líbanon og sagði Karami, að það and- rúmsloft friðar og vináttu, sem hann fyndi fyrir í Sviss, myndi vafalaust hafa góð áhrif á ráð- stefnuna. Búist er við öðrum full- trúum síðar í dag. gengu í gær fylktu liði að aðsetri franska og bandaríska sendi- herrans, lýstu yfir hryggð sinni með mannfallið og sögðu gæslu- liðana „hetjur friðarins". Enn leikur grunur á að íranir hafi verið í vitorði með hryðju- verkamönnunum þótt írans- stjórn sverji það af sér. Hussein Musawi, leiðtogi shíta, sem styðjast við írani, neitaði í gær allri aðild að manndrápunum en sagði þau vera „gott verk“ og kvaðst vonast til að fá tækifæri LJOSINILAGI? Aukið öryggið._______ Búið bílinn undir að birtu fer að bregða. Vandið valið. Veljið aðeins viðurkennd merki. HELLA WAGNER OSRAM Ljósabúnaður Ljosasamlokur Allargerðir Rafmagnsvörur Blikkarar afperum Utsölustaðir: Helstu rafmagnsvöru- og bifreiðavarahlutaverslanir um allt land. Heildsölubirgðir JÓH. ÓLAFSSON & CO. h/f 43 SUNDABORG -104 REYKJAVÍK - S 82644

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.