Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 47
Hvar leikur Ragnar í sumar?
Skrifaði undir
samning en fer
ekki til liðsins
„JÚ, ÉG skrifaöi aö vísu undir
samning viö Örgryte um daginn,
en ég fer samt sem áöur ekki til
félagsins," sagöi Ragnar Mar-
geirsson, knattspyrnumaöur úr
Keflavík, í samtali viö Morgun-
blaðiö í gær.
Eins og Morgunblaðiö sagöi frá
á dögunum benti allt til þess aö
Ragnar léki meö Örgryte í sænsku
knattspyrnunni næsta keppnis-
tímabil, enda haföi hann skrifað
undir samning viö félagiö. „Viö fór-
um svo aö skoöa samninginn bet-
ur þegar ég kom heim og hann var
ekki nógu góöur. Svo var hann
hvort sem var kolólöglegur þar
sem ekkert vitni var á staðnum
þegar ég skrifaöi undir," sagöi
Ragnar.
Þess má einnig geta aö samn-
ingurinn var ekki geröur í sam-
vinnu viö fþróttabandalag Kefla-
víkur og voru forráöamenn banda-
lagsins alls ekki ánægöir meö þaö.
Vildu aö Örgryte snéri sér beint til
sín í þessu máli.
Ragnar sagöi þaö öruggt aö
hann léki hér á landi næsta sumar,
nema eitthvert erlent félag sýndi
honum áhuga. Hann heföi fullan
hug á aö leika erlendis ef honum
bærist gott tilboö. Hann sagöist
hafa heyrt aö Glasgow Rangers
heföi áhuga á honum, en forráöa-
menn félagsins heföu ekki haft
samband viö hann. Þaö gæti svo
sem verið aö ekkert væri til í þeirri
frétt.
„Þaö er ekki ákveöiö meö hvaöa
liöi ég leik næsta sumar veröi ég
hér á landi,“ sagöi Ragnar, aö-
spuröur hvort hann yrði áfram meö
ÍBK. Sagöi hann aö KR kæmi fast-
lega til greina ef hann yröi ekki
meö Keflvíkingum.
— SH.
Morgunblaöið/Krittjén Einaraaon.
• Ragnar Margeirsson, knattspyrnumaðurinn snjalli úr Keflavík, leik-
ur að öllum líkindum hér á landi næsta sumar, nema eitthvert erlent
lið komi inn í myndina. Hann fer a.m.k. ekki til Örgryte í Svíþjóö.
AP — Belgrad.
Sænski skíöakappinn Ingemar
Stenmark fær ekki aö keppa á
Vetrar-Ólympíuleikunum í Sara-
jevo í Júgóslavíu í febrúar, aö
sögn forseta alþjóðaskíöa-
sambandsins Serge Lang. Inge-
mar Stenmark er atvinnumaöur í
íþrótt sinni og hann fær miklar
peningagreiðslur fyrir aö auglýsa
skíöi og ýmsan annan varning,
sagði Lang. Stenmark vissi vel aö
þegar hann fékk svokallaö
B-keppnisleyfi sem gerir honum
kleift aö fá greiðslur fyrir aö
keppa (þó svo aö þær fari í gegn
um sænska skíöasambandiö) aö
þar meö myndi hann veröa úti-
lokaöur frá Ólympíuleikunum
sagöi Lang.
Ummæli Lang vöktu mikla at-
hygli í gær og talið er víst aö
sænska skíöasambandiö muni
mótmæla þeim harölega. Margir
telja aö ef Stenmark veröi úti-
lokaður frá Vetrar-Ólympíuleikun-
um kunni þaö aö draga dilk á eftir
sér og skapa mikil vandræöi, ekki
aöeins í skíöaíþróttinni heldur líka
í öörum íþróttagreinum. Þaö er
nefnilega opinbert leyndarmál aö
allir fremstu íþróttamenn heims fá
himinháar greiðslur fyrir auglýs-
ingar og fyrir aö keppa á stórmót-
um.
ÍSÍ með fund í dag
Ferðakostnaöur íþróttafólks
innanlands vegna þátttöku í hin-
um ýmsu landsmótum í íþróttum
hefur aukist verulega á síöustu
árum. Jafnvel svo aö heilu liðin
hafa hætt þátttöku í mótum
vegna mikils kostnaöar. í dag
veröur umræöufundur á Hótel
Loftleiðum þar sem fjallaö veröur
um þetta stóra vandamál íþrótta-
hreyfingarinnar.
Björn Vilmundarson, fram-
kvæmdastjóri ÍSÍ, sagöi í spjalli viö
Morgunblaöiö að mjög nauösyn-
legt væri aö halda svona ráöstefnu
til þess aö finna tillögur um frekari
hagræöingu á mótum og jafnframt
að ræöa vandamál landsbyggðar-
innar, sem er oft illa sett varöandi
þann mikla kostnaö sem er í sam-
bandi við feröalög og uppihald á
leikmönnum keppnisliöa. Og nú
þegar kreppir að í landinu er meiri
þörf en nokkru sinni fyrr að reyna
aö finna góöa lausn á þessum mál-
um, sagöi Björn.
Umræöufundurinn í dag hefst kl.
14.00. Alfreö Þorsteinsson ritari
ÍSI mun fjalla um samninga um
ferðamál og Knútur Ottersted og
Pétur Sveinbjarnarson munu fjalla
um feröakostnaö innanlands.
— ÞR.
Jón Sigurðsson var
rekinn út úr húsinu
ÞAÐ var svo sannarlega líf og fjör
í tuskunum þegar lió UMFN vann
öruggan sigur á liöi KR í úrvals-
deildinni í Njarövík í gærkvöldi.
UMFN sigraði með 10 stiga mun
79—69, en þegar sjö mínútur voru
til leiksloka þá hafði liö Njarövík-
ur náö 27 stiga forskoti 68—41.
Þá var varaliðið sett inná og lék
það af miklu kæruleysi og því
náöu KR-ingar að minnka mun-
inn. Jón Sígurösson KR var vikið
af leikvelli með fimm villur og fór
það svo í skapiö á honum aö
hann kastaði boltanum framan í
einn leikmann Njarövíkur og var
við þaó vikið út úr húsinu. Þá
kvartaði liðsstjóri KR-inga, Birgir
Guöbjörnsson, við dómara leiks-
ins í hálfleik yfir áhorfendum. Bar
hann því viö aö þeir hrópuöu um
of á móti Jóni Sig, furðuleg kvört-
un það.
Njarövíkurliöið haföi mikla yfir-
buröi í leiknum og var sigur liðsins
aldrei i neinni hættu. En þegar
munurinn var oröinn 27 stig þá
hvíldu allir bestu menn liðsins eins
og áöur sagöi og aörir tóku viö.
Þrátt fyrir þaö þá vannst 10 stiga
sigur. Langbesti maöur vallarins
var Valur Ingimundarson og skor-
aöi hann 27 stig. Valur er mjög
vaxandi leikmaöur jafnt í vörn sem
sókn. Þá lék Sturla líka vel og
skoraði hann 16 stig. I liöi KR-inga
var Kolbeinn stigahæstur meö 17
stig og spilaöi vel svo og Guöni
Guðnason sem skoraöi 16 stig.
Nánar verður greint frá leik liðanna
í íþróttablaöi Morgunblaösins
næstkomandi þriöjudag. ÓT/ÞR.
10 marka
sigur Gróttu
Grótta vann öruggan og stóran 10
marka sigur 22—12, á liði HK í 2.
deild íslandsmótsins í hand-
knattleik í gærkvöldi. — ÞR.
Sigurður
Valsara
STJÓRN knattspyrnudeildar Vals
hefur ákveöið að ráöa Sigurð
Dagsson sem þjálfara fyrir meist-
araflokk félagsins næsta keppn-
istímabil. Sígurður tók viö þjálfun
á meistaraflokki Vals síöastliöió
sumar þegar v-þýski þjálfarinn,
Klaus Peter, var látinn hætta
störfum.
Siguröur Dagsson hefur ekki
þjálfaö 1. deildar-liö í knattspyrnu
áöur heilt keppnistímabil en
Valsmenn telja mikinn feng í þvi aö
fá Sigurð til starfa. Sigurö er óþarft
aö kynna, hann er löngu lands-
þekktur fyrir frammistööu sina á
knattspyrnuvellinum sem einn
besti markvörður sem komiö hefur
fram hér á landi. — ÞR
• Sigurður Dagsson var um ára-
bil markvörður Vals og landsliös-
ins. Hér er hann í fullum Vals-
skrúöa fyrir nokkrum árum.
þjálfar
Spurs
sektað
Frá Bob Hennesay, fréttamanni
Morgunblaósins í Englandi.
ENSKA knattspyrnusambandiö
hefur sektað Tottenham um
10.000 sterlingspund (um
417.000 ísl. kr.) fyrir skattfrjálsar
greiöslur félagsins til Arg-
entínumannanna Osvaldo Ardil-
es og Ricardo Villa, sem nú leik-
ur reyndar meö Fort Lauderdale
Strikers í Bandaríkjunum.
Greiðslur þessar voru að vísu
ekki ólöglegar, en ekki var til-
kynnt um þær til Knattspyrnu-
sambandsins. Ardiles mun hafa
fengiö um 63.000 pund á ári í
þessum greiðslum síöan hann
kom til félagsins, og Villa 45.000
pund. Félagið fór þannig að, að
það fjárfesti í ýmsum fyrirtækjum
á Ermarsundseyjunum, sem eru
fríhafnir, og síðan greiddu fyrir-
tækin leikmönnum þessar fjár-
hæðir.
Vitaö er aö Glenn Hoddle fær
slíkar greiðslur frá Tottenham nú.
Fyrirtæki eitt á einni Ermasunds-
eyjunni greiðir honum dálaglega
upphæö fyrir alls kyns auglýs-
ingavinnu fyrir það: en í rauninni
er fyrirtækið aðeins milliliður fyrir
Tottenham, þar sem féð er
skattfrjálst komi þaö frá þessari
eyju.
Toshack rekinn?
Miklar líkur eru á þvi aö John
Toshack, framkvæmdastjóri
Swansea, veröi látinn fara frá félag-
inu. Ákvöröun félagsins um hvort
hann veröur áfram eöa ekkl, verður
birt í dag.
Doug Sharp, stjórnarformaður
félagsins, neitaöi því hvorki nó ját-
aöi í gær aö félagið myndi greiöa
honum andvirði launa hans þá átján
mánuöi sem eftir eru af samningi
hans. Þaö yrðu 65.000 sterlings-
pund (rúmar 2,7 milljónir Isl. kr.)
Þess má geta aö felagið skuldar nu
2.000.000 sterlingspunda (83,4
milljónir ísl. kr.) og allir leikmenn
þess eru til sölu. Útlitiö er þvi allt
annað en glæsilegt hjá Swansea
City.
Blair til Wolves
Andy Blair, sem Aston Villa
keypti frá Coventry fyrir tveimur
árum á 300.000 pund, var í gær
lánaöur i einn mánuð til Wolves,
og leikur hann sinn fyrsta leik
fyrir félagiö í dag gegn Manchest-
er United á Old Trafford. „Ég vil
sýna hvað ég get hjá Wolves —
ég hef ekki fengiö mörg tækifæri
til þess hjá Villa,” sagöi Blair í
gær.
Beattie rekinn
Kevin Beattie, fyrrum leikmað-
ur Ipswich og enska landsliðsins,
hefur veriö rekinn frá Middles-
brough þar sem hann lék síöast.
Hann hefur staöiö i flutningum
með fjölskyldu sína noröur til
Middlesbrough — og misst af
æfingum þrívegis undanfarið.
Þaö líkaði Malcolm Allisson,
stjóra Boro ekki, og rak hann frá
félaginul!
Daly á sölulista
Gerry Daly, írski landsliösmað-
urinn hjá Coventry, fór fram á
það í fyrrakvöld að verða settur á
sölulista hjá félaginu. Hann hefur
mjög lítiö spilaö með liðinu í vet-
ur. Hann var keyptur á 350.000
pund fyrir þremur árum frá
Derby. i lok keppnistímabilsins í
fyrra var hann lánaöur til Leicest-
er, og iék hann þá alla leiki liðsins
í lokabaráttu 2. deildar, er liðið
tryggöi sér fyrstudeildarsæti.
Portúgal
sigraði
PORTÚGAL sigraði Pólland í
gærkvöldi i Evrópukeppni lands-
liða, t—0. Leikur liðanna fór fram
í Wroclaw, að viöstöddum aöeins
15 þúsund áhorfendum. Það var
Carlos Anuel sem skoraöi mark
Portúgal á 31. mínútu.