Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 Ása og Inger opna sýningu í Listmunahúsinu ÁSA ÓLAFSDÓITIR og Inger Carlsson opna sýningu í Listmuna- húsinu, Lækjargötu 2, laugardaginn 29. cktóber kl. 14.00. Á sýningunni sýna þær myndvef, textilcollage, teikningar og pappírs- collage. Verkin á sýningunni eru um 60 talsins. Ása er fædd 1945 í Keflavík. Hún stundaði nám við Myndlista- þrisvar sinnum hlotið opnbera styrki. Inger Carlsson er fædd 1948 í Skövde í Svíþjóð, en hefur verið búsett í Aþenu á Grikklandi frá 1978 þar sem hún hefur unnið við myndlist. Inger stundaði nám við Konst- industriskolan í Gautaborg 1968—1973. f Svíþjóð vann hún Ása Ólafsdóttir og Inger Carlsson. Þær sýna myndvef, teikningar, textil- og pappírscollage. og handíðaskólann í Reykjavík 1969—1973 og við Konstindustri- skolan í Gautaborg 1976—1978. Hún hefur verið búsett í Svíþjóð síðan og unnið við myndlist og kennslu en á næsta ári flytur hún heim til íslands á ný með fjöl- skyldu sína. Ása hefur haldið tvær einkasýn- ingar: 1981 á Kjarvalsstöðum og 1983 í Norðurlandahúsinu í Þórs- höfn í Færeyjum. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga og hópsýninga á íslandi, í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Hún hefur um 6 ára skeið við búninga- og leikmyndagerð við ýmis leikhús. Hún hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga í Svíþjóð og Grikklandi og var þátttakandi í Norræna text- iltrienalnum sem m.a. var sýndur á Kjarvalsstöðum í janúar síðast- liðnum. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10:00—18:00, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14:00—18:00. Lokað mánudaga. Sýningin stendur til 13. nóv- ember. Höfn: Frumsýnir Gosa LEIKFÉLAG Hornafjarðar frumsýnir í Sindrabæ í dag, laugardag, kl. 15.00, barnaleik- ritið Gosa. Leikritið er byggt á sögunni um Gosa eftir C. Collodi í leikgerð Brynju Benediktsdótt- ur. Tónlist er eftir Sigurð Rúnar Jónsson og söngtextar eftir Þór- arin Eldjárn. Leikstjóri er Ingunn Jens- dóttir og hefur hún einnig samið dansana. Þetta er í þriðja sinn sem Leikfélag Hornafjarðar setur upp barnaleikrit. Hin eru „Kardimommubærinn" eftir Thorbjorn Egner og „Rauð- hetta" eftir Jewgeni Schwarz. Leikendur í Gosa eru 19 og með helstu hlutverk fara: Halldór Kári Ævarsson, Kári H. Sölmundarson, Gísli Ara- son, Guðlaug Hestnes, Ólöf G. Helgadóttir, Guðlaugur Vil- hjálmsson, Haraldur Sigurðs- son, Hannes Halldórsson og Ragnheiður Gordon. „Myndirnar eru allar raálaðar á árinu og hafa aldrei veriö sýndar áður. Þær eru mjög ólíkar en eiga það sameiginlegt að hafa manninn að yrkisefni.“ F.v. Vignir Jóhannsson, Gunnar Öm Gunnarsson og Jónas Axel Björnsson vinna að uppsetningu sýningar sinnar. Listasafn ASÍ: Með manninn að yrkisefni Vignir Jóhannsson, Gunnar Örn Gunnarsson og Jón Axel Björnsson opna sýningu á akrílmyndum Myndlistarmennirnir Vignir Jó- hannsson, Jón Axel Björnsson og Gunnar Örn Gunnarsson opna sýn- ingu á 24 akrílmyndum í Listasafni ASÍ Grensásvegi 16, laugardaginn 29. október. Vignir Jóhannsson er fæddur 1952. Hann stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og í Rhoad Island School of Design í Bandaríkjunum, þar sem hann lauk námi 1981. Vignir hefur haldið tvær einkasýningar hérlendis, á Loftinu 1978 og í Listmunahúsinu 1982 og sýndi teikningar í bæði skiptin. í sumar tók hann þátt í samsýn- ingu í New York og í ágúst hélt hann einkasýningu í Los Angel- es. Jón Axel Björnsson er fæddur 1956. Hann stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla fs- lands og útskrifaðist þaðan 1979. Hann hélt sýna fyrstu einkasýn- ingu í Ásmundarsal 1982, og hef- ur auk þess tekið þátt í nokkrum samsýningum. Gunnar Örn Gunnarsson er fæddur 1946. Hann er sjálf- menntaður, og hefur frá 1970 haldið 14 einkasýningar á verk- um sýnum, auk þess tekið þátt í samsýningum hérlendis og víðs- vegar um Evrópu. Sýning þeirra verður opnuð, sem fyrr segir, klukkan tvö á laugardag. Hún verður opin daglega frá klukkan 14.00 til 20.00. Laugardaga og sunnudaga frá 14.00 til 22.00. Sýningu lýkur 13.nóvember. Sýna leikþætti úr Brúðubflnum LAUGARDAGINN 29. okt., og næstu laugardaga, verða brúðuleik- þættirnir „Leikið með liti“ og „Á sjó“ sýndir á Fríkirkjuvegi 11. Sýn- ingarnar eru kl. 15.00. Miöasala hefst klukkan 13.00. Þessir þættir voru í Brúðubíln- um í vor, en eins og allir vita sýnir „Brúðubíllinn" á leikvöllum borg- arinnar. Nú gefst yngstu borgur- unum tækifæri til að sjá þessa brúðuþætti á Fríkirkjuvegi 11. Helga Steffensen og Sigríður Hannesdóttir standa að þessari sýningu en þær hafa séð um brúðubílinn undanfarin 5 sumur. Einnig hafa þær ferðast út á land- ið með sýningar úr bílnum, og nú síðast í sumar um Snæfellsnesið og fleiri staði. Leikþættirnir eru skrifaðir af þeim Helgu og Sigríði, en Sigríður semur allar vísurnar sem sungnar eru, og það er mikið sungið í þess- ari leiksýningu. Helga býr til brúðurnar og margar þeirra eru orðnar góðir vinir barnanna. Þær Helga og Sigríður stjórna brúðun- um og ljá þeim raddir sínar ásamt Þórhalli Sigurðssyni leikara. Nikulás Róbertsson sér um tón- listina. Upptakan er gerð í Koti. Hellnakirkja: Messa í tilefni 100 ára afmælis HELLNAKIRKJA á Snæfellsnesi er 100 ára um þessar mundir. Af því tilefni verður hátíöamessa í kirkj- unni á sunnudaginn kl. 2 e.h. og mun þar biskupinn yfir íslandi, hr. Pétur Sigurgeirsson, prédika. Að lokinni messu býður sóknar- nefndin öllum kirkjugestum til kaffidrykkju að Gíslabæ á Helln- um. Velunnarar kirkjunnar eru velkomnir. Erindi um olíurétt FR/EÐAFUNDUR í Hinu íslenska sjóréttarfélagi verður haldinn laug- ardaginn 29. október 1983 kl. 14.00 í stofu 103 í Lögbergi, húsi Laga- deildar Háskóla Islands. Hans Jakob Bull, deildarstjóri olíuréttardeildar við Nordisk Institutt for sjorett í Osló, held- ur erindi um olíurétt og olíu- flutningarétt. í upphafi fundar- ins kynnir hann einnig deild þá, er hann stýrir. Erindi þetta er hin fyrsta kynning, sem fram fer hér á landi á olíurétti (þ.e. réttarregl- um um olíuvinnslu á hafsbotni o.þ.h. sem mörg lögfræðileg vandamál eru tengd). Tengsl þessarar nýju greinar á meiði lögfræðinnar við sjórétt eru margvísleg, t.d. varðandi olíu- flutninga og mengun. Fyrirlesarinn mun flytja er- indi sitt á norsku. Á fundinum er gert ráð fyrir fyrirspurnum og almennum umræðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.