Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 Yfirlitskort af Sundunum. Slysié varð þar sem krossinn er milli Engeyjar og Vióeyjar. Sandey var síðan dregin á hvolfi upp á Engeyjarrif. Fjöldi skipa og manna tók þátt í björgun- araðgerðum TILKYNNING um slysið barst Slysavarnafélagi íslands klukkan 9.02. Gísli Johnsen, bátur Slysavarnafélagsins, var þegar sjósettur og hélt á staðinn og haft var samband við Landhelgisgæsluna og hún beðin um að senda þyrlu sína á vettvang, þar sem frést hafði af mönnum á botni Sandeyjar. Fyrstur á staðinn hins vegar varð olíubáturinn Héðinn Valdi- marsson, sem staddur var við Laugarnes. Var annar maðurinn þá í sjónum og aðstoðuðu skipverjar af Héðni við að koma manninum upp á botn prammans. Þeir voru síðan báðir fluttir í land með lóðsbát. Annar fékk strax að fara heim, en hinn var fluttur á Landakotsspítala. Þegar komið var að Sandey maraði hún í hálfu kafi og þóttust menn heyra hljóðmerki í gegnum botn hennar, en hugsanlegt er að hljóðin hafi stafað af einhverju lauslegu, sem slóst til innan í skip- inu. Ekki þótti þorandi að opna botn skipsins á þeim stað sem það var á, sökum þess að óttast var að það sykki. Því var sú ákvörðun tekin að draga prammann upp á Engeyjarrif og láta hann stranda þar. Jafnframt fóru kafarar undir skipið og um 11-leytið fundu þeir einn skipverja, sem fluttur var með þyrlu á Borgarspítalann, en var úrskurðaður látinn, er þangað kom. Er skipið hafði strandað var opnað gat á botn þess með logsuð- utækjum, jafnframt því sem læknir af Borgarspítalanum var fenginn til að vera viðstaddur. Kafarar fóru niður í skipið, en að- stæður voru mjög erfiðar og reyndist leit árangurslaus. Leit var haldið áfram af sjó og þyrla flaug með ströndum fram, fram í myrkur, en leitin bar ekki árang- ur. Leit hefst að nýju klukkan 14.00 í dag. Fjöldi skipa, hafnsögubáta og gúmmíbáta tók þátt í björgunar- aðgerðum og menn frá Slysa- varnafélaginu, björgunarsveitum, lögreglunni og kafarar og fleiri unnu að björguninni. Könnun hf. hefur tekið að sér að reyna að snúa prammanum við hið fyrsta og björgunarskipið Goðinn var á vakt við Sandey í nótt. Hvað olli slysinu? ENN ER ekki vitað hvað raunverulega olli því, að Sandey II hvolfdi skyndilega á Viðeyjarsundi í gærmorg- un. Sigurður R. Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar hf., sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gærkvöld, að menn gætu sér þess helst til, að sogrör skipsins hafi festst eða það stífiast. „Þetta er 25 metra langt rör og 18 tommur í þvermál," sagði Sigurður. „Ef það hefur verið stíflað og því hefur verið lyft alla leið upp á borðstokk, þá gæti það hafa snúið skipinu. Ef það hefur verið fast og eitthvað verið tekið á því, þá gæti það einnig hafa valdið veltunni. En þetta eru aðeins tilgátur og í rauninni ekkert um þetta vitað ennþá. Þeir voru að ljúka dæl- ingu og skipið orðið fullt." Öllum ber saman um að Sandey II hafi átt að vera ein- staklega stöðugt skip. Það er um 640 brúttólestir, upphaflega smíftað sem lendingarprammi fyrir bandaríska herinn. Sand- ey II var endurbyggð hjá Stál- smiðjunni í Keykjavík 1976 og hefur verið notað hér síðan. Skipið fór þrjár og fjórar ferðir daglega út til að sækja sand og Tveir flotkran- ar verða notað- ir við björgunina TILRAUNIR til að koma Sandey II á réttan kjöl eíga að hefjast um leið og hægt verður í dag. Líklegast þótti í gærkvöldi að það myndi verða um eða upp úr hádegi. Eigandi skipsins, Björg- un hf. og Tryggingamiðstöðin hf. hafa falið Könnun hf., Björgunarfélaginu hf. og starfsmönnum Björgunar að gera ráðstafanir til að snúa Sandey. Þórir Konráðsson, framkvæmda- stjóri Könnunar, sagði í gærkvöldi að verið væri að kanna alla möguleika á að snúa skipinu á sem skemmstum tíma og sem allra fyrst. „Við fáum tvo flotkrana, annan frá Reykjavíkur- höfn og hinn frá Köfunarstöðinni, sem notaðir verða við björgunina," sagði Þórir. „En annar flotkraninn er í Hafnarfirði og menn treysta sér ekki til að flytja hann á milli nema í björtu og stilltu veðri. Það tekur hálf- an fjórða tíma að draga kranann frá Hafnarfirði að Engey, svo það verður í fyrsta lagi um hádegið, sem hægt er að byrja. En það er mjög erfitt að segja nokkuð ákveðið um þetta á þessari stundu, það verður ekki fyrr en í birtingu sem málin skýrast. Þetta mun fara talsvert eftir veðri," sagði Þórir. Samkvæmt upplýsingum Veður- stofunnar í gærkvöldi er gert ráð fyrir stinningskalda af SV og skúrum framan af degi, en að síðar í dag muni hvessa og rigna. möl. I gærmorgun var það að snúa til baka úr fyrstu ferð dagsins þegar slysið varð, hafði farið út um kl. sex um morgun- inn en það var í notkun 18 tíma á sólarhring, að sögn Kristins Guðbrandssonar, forstjóra Björgunar hf. Hann sagði að slysið væri sér gjörsamlega óskiljanlegt eins og fleirum. Sandey II á siglingu. Skipið er 640 brúttórúmlestir. Sogrörid líklega fast eða stíflaö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.