Morgunblaðið - 15.11.1983, Side 14

Morgunblaðið - 15.11.1983, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 „Þegar ríkið er spillt- ast eru lögin flóknust" - eftir Jón Steinar Gunnlaugsson Svo er að sjá sem bændasam- tökin í landinu hafi menn á laun- um, eins konar málaliða, til að vera varðhundar fyrir ímyndaða hagsmuni bændastéttarinnar. Að undanförnu hafa þeir skrifað í biöð langar greinar um svokallað eggjasölumál og sagt þar margt. Flest af því hefur gengið á svig við þau efnisatriði málsins, sem máli skipta. Raunar hefur þeim tekizt að skrifa langhunda sína án þess að víkja einu orði að grundvallar- atriðinu, atvinnufrelsinu. Það er því e.t.v. þess virði að reyna að skýra þetta mikla „prinsipp“-mál fyrir þeim sem um það vilja fræð- ast, þar sem einhliða lestur greina málaliðanna veitir svona áiíka góða fræðslu um málið og útskýr- ingar íransks trúarleiðtoga um efni alþjóðlegra mannréttinda- sáttmála. Öðrum óheimilt f lögum Framleiðsluráðs land- búnaðarins er svofellt ákvæði: „Framleiðsluráði er heimilt að viðurkenna Sölufélag garðyrkju- manna sem sölufélag ylræktar- bænda svo og Samband eggja- framleiðenda sem sölufélag eggjaframleiðenda, enda starfi þessi félög á samvinnugrundvelii og hafi fengið samþykktir sínar viðurkenndar af Framleiðslu- ráði. Nú hefur Framleiðsluráð við- urkennt framangreinda aðila samkvæmt fyrri málsgrein þess- arar greinar, og er þá öðrum að- ðilum óheimilt (leturbr. mín) að afhenda vörur þær, sem hér um ræðir, til smásöluverzlana, nema með leyfi Framleiðsluráðs." Þann 17. marz 1983 veitti svo Framleiðsluráð landbúnaðarins Sambandi eggjaframleiðenda við- urkenningu sína skv. 36. gr. lag- anna. Er í samþykktinni gert ráð fyrir að einkaleyfi Sambandsins taki gildi þegar „fuilkominn pökk- unar- og heildsöludreifingarstöð", „Auðvitaö er kjarnfóö- urskatturinn að stærstum hluta greiddur af stóru framleiðendunum. Þeir eru því skattlagðir til að styrkja beint þá framleið- endur sem ekki hafa getað keppt við þá á markað- num. Og ekki nóg með það, skattinum er varið til að unnt sé að svifta þá frelsinu til að reka at- vinnu sína sjálfir." sem fái fjárhagslegan stuðning, hefji starfsemi. Fyrir liggur í málinu að nokkrir stærstu eggjaframleiðendur í landinu eru andvígir stofnun dreifingarstöðvarinnar. Þetta eru þeir framleiðendur, sem hafa til- einkað sér fullkomnari fram- leiðsluhætti en hinir, reka sjálfir sitt dreifingarkerfi og annast sjálfir gæðaeftirlit, hver á sínu búi. Þeir hafa getað boðið eggin til sölu á lægra verði, þegar markað- urinn hefur krafizt þess. Þeir eru hins vegar í minnihluta í sam- vinnufélaginu Sambandi eggja- framleiðenda, þar sem hver fram- leiðandi hefur eitt atkvæði án til- lits til bústærðar. Hæg eru hcimatökin Minni framleiðendur eiga auð- vitað ekki sjálfir fé til að reisa þessa umtöluðu dreifingarstöð. Þá eru hins vegar hæg heimatökin hjá Framleiðsluráði. Ráðið (í formlegu umboði landbúnaðar- ráðherra) ræður nefniiega svo- köliuðum Kjarnfóðursjóði. Fé úr sjóðnum er deilt út með styrkjum. Akveðið hefur verið að veita 5,4 milljónum króna úr sjóðnum til stöðvarinnar. Auðvitað er kjarn- fóðurskatturinn að stærstum hluta greiddur af stóru framleið- endunum. Þeir eru þvf skattlagðir til að styrkja beint þá framleiðendur sem ekki hafa getað keppt við þá á markaðnum. Og ekki nóg með það, skattinum er verið til að unnt sé að svifta þá frelsinu til að reka atvinnu sína sjálfir. Þetta er mjög alvarlegt mál fyrir þessa þjóð. Fyrst og fremst vegna þess að það er einfaldasta og gleggsta dæmið nú um hríð um vitfirrta ofstjórnun I atvinnumál- um og hvert hún leiðir. Reyndar verður ekki séð, hvernig þessi að- för stenzt ákvæði 69. gr. stjórn- arskrárinnar, þar sem tekið er fram að engin bönd megi leggja á atvinnufrelsi manna, nema al- menningsheill krefji. Sennilega treysta þeir einokunarmenn á að allt sé í lagi með aðförina þó að hún brjóti gegn stjórnarskránni. Framleiðendurnir, sem hún bein- ist að, muni aldrei ná fram rétti sínum fyrir dómstólunum. Dóm- stólar hafi alltaf í slíkum málum einhver ráð með að þynna út stjórnarskrárvernd mannréttind- anna og gera hana einskis virði. Ekki skal ég segja um hvort það sé rétt. Voanandi verður látið á það reyna Eining á landsfundi gegn einokun Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins á dögunum flutti ég ásamt nokkrum öðrum fulltrúUm tillögu, sem m.a. fól í sér hörð mótmæli gegn fyrirætlunum um stofnun eggjadreifingarstöðvar. Einn málaliðanna taldi í grein hér í blaði að tillögu þessari hefði verið vísað frá. Það er rangt, eins og svo margt annað sem frá þessum mönnum kemur. Ágreiningur varð á fundinum um önnur efnisatriði tillögunnar, þ.e. um að leggja strax niður kjarnfóðurskattinn og afnema hið staðnaða verðmyndun- arkerfi landbúnaðarins. Úr þeim ágreiningi var leyst með því að við flutningsmenn tókum upp í tillögu okkar texta um þessi efni sem bændurnir sjálfir, andmælendur okkar, höfðu samið. Gekk sá texti verulega í átt við okkar sjónarmið. Hins vegar kom aldrei fram neinn ágreiningur um kröfuna um að Jón Steinar Gunnlaugsson hindra eggjaeinokunina. Um þá kröfu voru allir sammála og af hálfu ráðherra flokksins var því skorinort lýst yfir að þeir myndu hindra þessi áform. Eftir að málið lá svona fyrir og allir voru orðnir sammála, var af hálfu flutnings- manna fallizt á að tillagan fengi sömu meðferð og allar aðrar til- lögur fundarins, þ.e. kæmi ekki til atkvæða á fundinum sjálfum, heldur yrði vísað til miðstjórnar. Enginn fundarmanna var hins vegar í vafa um eindreginn vilja fundarins í þessu efni. „Þegar ríkið er spilltast eru lögin flóknust" Vera má að þeir starfsemenn bændasamtakanna, sem harðast berjast fyrir stofnun eggjaeinok- unarinnar sjái ekkert athugavert við hana. Með henni sé aðeins ver- ið að víkka út kerfi sem þeir þekkja vel og eru orðnir vanir, þ.e.a.s. ofstjórnunarkerfi Fram- leiðsluráðs I landbúnaði. Og víst þykir þeim gaman að sitja í nefnd- um og ráðskast með málefni ann- arra. Tacitus, rómverskur sagna- ritari, sem var uppi skömmu eftir Krist sagði einhverju sinni: „Þeg- ar ríkið er spilltast eru lögin flóknust.“ Ef Tacitus ætti kost á að skyggnast inn í hið íslenska ríki nútímans og fengi að lesa framleiðsluráðslögin, er hætt við að hann teldi okkur hafa ratað rækilega af vegi dyggðanna. Jón Steinar Gunnlaugsson er starf- andi hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. Vetraráætlun Arnarflugs gengin í gildi: Flognar verða 37 ferðir í viku innanlands Vetraráa tlun Arnarflugs í milli- landaflugi gekk í gildi 1. nóvember sl. Flognar eru tvær ferðir í viku milli Keflavíkur og Amsterdam eins og sl. vetur, segir í frétt frá Arnarflugi. Við gerð vetraráætlunar var sérstaklega tekið tillit til þeirra sem þurfa að taka framhalds- flug. Er flogið á þriðjudögum og föstudögum til Amsterdam og lent á Schiphol kl. 12.05, nógu tímanlega til þess að ná tengi- flugi um alla Evrópu og jafnvel til annarra heimsálfa og ljúka samt ferðinni samdægurs, enda hefur Schiphol-flugvöllur marg- oft verið valinn besti skiptiflug- völlur heims. Til að gera flug til íslands jafn auðvelt er lagt af stað frá Schiphol síðdegis kl. 18.00 á mánudögum og fimmtu- dögum. Til flugsins er notuð þota af gerðinni Boeing 737-200 ÁDV og er um svonefnda Combi-gerð að ræða. Þessi vélarkostur gerir kleift að breyta stærð vöru- og farþegarýmis eftir flutningsþörf- inni hverju sinni, hafa t.d. 130,82 eða 65 farþegasæti og þá rými fyrir 2—7 lestir af vörum. Vetraráætlun innanlandsflugs gekk í gildi um miðjan síðasta mánuð. Samkvæmt henni er flog- ið 37 sinnum í viku til nfu staða á Vestur- og Norðurlandi. Flognar eru sex ferðir í viku til níu staða á Vestur- og Norðurlandi. Flogn- ar eru sex ferðir í viku til Stykk- ishólms og Rifs, fimm ferðir til Blönduóss og Siglufjarðar, fjórar ferðir til Flateyrar og Suðureyr- ar, þrjár til Bíldudals og tvær ferðir í viku til Hólmavíkur og Gjögurs. Þá er að auki flogið reglubundið leiguflug til Fá- skrúðsfjarðar þrisvar í viku í samvinnu við heimamenn þar. Til flugsins notar Arnarflug flugvélar af gerðinni Twin Otter (19 sæta), Cessna 402C (9 sæta) og Piper Cheyenne II (7 sæta). Þeir ætla að klffa hæsta fjall í Vesturálfu þessir fjórir, Snjófjallið, á landamærum Argentínu og Chile. Frá vinstri: Þorsteinn Guðjónsson, Pétur Ásbjörnsson, William Gregory og Hermann Valsson. William bendir í staðsetningu fjallsins á korti af Suður-Ameríku. Morgunblaðift/Kristján Einarsaon Fjórir félagar ur íslenska Alpaklúbbnum: Hyggjast leggja hæsta fjall Vesturálfu að fótum sér FJÓRIR fjallgöngumenn úr ís- lenska Alpaklúbbnum hyggjast leggja til atlögu við hæsta fjall í Vesturálfu í janúar nk., hið 7 þús- und metra háa Aconcaqua, eða Snjófjallið, á landamærum Argen- tínu og Chile. Enginn íslenskur fjallgöngumaður hefur hingað til reynt að klífa svo hátt fjall. Þess má geta að hæsta fjall í heimi, Mount Everest í llimalaja, er 8874 metra hátt. Fjórmenningarnir eru Willi- am Gregory, 28 ára tónlistar- maður, Pétur Ásbjörnsson, 26 Tindur fjallsins Aconcaqua. ára starfsmaður Orkustofnunar, Hermann Valsson, 27 ára skrifstofumaður og Þorsteinn Guðjónsson, 22 ára verkamaður. Allt reyndir fjallgöngumenn, sem hafa m.a. allir klifið Mount Blanc, hæsta fjall Evrópu (4807 metrar). „Fjallgangan sjálf mun vænt- anlega taka um þrjár vikur,“ sögðu þeir félagar, „og við reikn- um með að komast á tindinn 18. janúar. Við munum setja upp fernar tjaldbúðir á leiðinni, sem er nauðsynlegt til að við náum að aðlaga okkur aðstæðum. Þeg- ar komið er yfir 5 þúsund metra hæð fer verulega að skorta á súr- efni í andrúmsloftinu og því er mikilvægt að fara ekki of geyst. Þetta er engan veginn áhættu- laus ferð. Fjallið tekur á sig gíf- urlegt veður, stormar skella á mjög skyndilega og kuldinn get- ur verið mikill, allt niður í 40 gráða frost. En á þessum vanda- málum tökum við þegar þar að kemur, eins og er höfum við mestar áhyggjur af fjármögnun ferðarinnar. Það má búast við að ferðin kosti, þegar allt er talið, tæpa hálfa milljón króna. Við verðum líklega að standa straum af þessum kostnaöi að mestu leyti sjálfir, en höfum þó skrifað fyrirtækjum bréf þar sem við heitum á stuðning þeirra til þessarar farar. Alpaklúbburinn var stofnaður árið 1976 og eru skráðir félags- menn á fjórða hundrað. Að sögn fjórmenninganna er þó aðeins hluti þessa hóps virkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.