Morgunblaðið - 15.11.1983, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.11.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 15 Hundamálin í Reykjavík - eftir Rebekku Bjarnadóttur í umræðum um hundahald í Reykjavík að undanförnu hefur lítið farið fyrir sjónarmiðum þeirra sem eru að hljóta dóma, sakamenn trana sér ekki fram, en einhverntíma verður allt fyrst. í þau 30 ár sem ég hef átt heima hér í borg hafa oftast verið hundar í nágrenninu og man ég ekki eftir neinum vandræðum í því sam- bandi og aldrei minnist ég lög- regluaðgerða, voru brot þesi þó oft augljós hverjum sem sjá vildi. Þá hef ég kannast við fólk hér og þar í bænum sem haft hefur hunda um lengri eða skemmri tíma. Ég bjóst því ekki við neinum aðgerðum af hálfu hins opinbera þótt sonur minn væri svo heimskur að eyða aleigunni í að kaupa hvolp. Ekki var samt nein ánægja með það til- tæki, en auðvitað varð litla dýrið mesta uppáhald, óx hér upp og er hér enn. Nú sex árum seinna erum við dæmd glæponar. Einnig hefur það vafalaust mótað skoðanir okkar að ýmsir æðstu menn hér í bæ hafa haft hund og hafa sumir enn. Ekki er verið að áfellast þessa aðila, síður er svo, þetta sýnir aðeins hve steindauð hunda- bannlögin hafa verið í augum flestra. Draugar eru viðsjárverðir ef marka má sögur, afturgengin lög eru það líka, það er hæpið að vekja þau upp frá dauðum eftir áratuga hvíld, margfalda bara sektina, ákæra og dæma með hörku. Ákær- andi, dómari og sakborningur hafa jafnvel allir sama glæp á samviskunni og svo endar sektarfé þeirra dæmdu auðvitað í kassa Al- berts fjármálaráðherra, „sniðugt". Þó að í okkar tilfelli hafi hundur- inn verið skrifaður upp innilokað- ur í bíl virðist lögreglan sem aðrir eitthvað margátta í þessu máli. Við seppi sendum öllum þeim löggum sem svo oft hafa séð hann, látið í friði, jafnvel átt pinullitið bros eða klapp í pokahorninu, kærar kveðjur. Engu að síður er mjög einkennilegt þetta handa- hófsval lögreglunnar. Er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort hann kærir brot eða ekki — og er það alger tilviljun að viss hópur hundaeigenda virðist alveg sleppa? Er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort hann kærir brot eða ekki — og er það alger tilviljun að viss hópur hundaeigenda virðist al- veg sleppa?“ Svolítið finnst mér bera á því að reynt sé að læða því inn hjá fólki að hundurinn geti verið hættu- legur og eðlilegt að börn og full- orðnir séu hræddir við hann. Slag- ur eins og Framnesvegarstríðið í sumar er fjöldi vopnaðra lögreglu- þjóna barðist við tvö hrædd hundgrey er fábjánalegt í augum gamallar sveitakonu, sem oft hef- ur séð tugi hunda í einni þvögu, en sem betur fer veit Matthías hvað þarf að hafa algeran forgang og er því alltaf til nál og endi, viðeig- andi bóluefni og sprauta á slysó (þó litlir séu aurarnir) þegar svona voðaatburð ber að höndum. Á meðan lögreglan hrufluð og bitin stóð i sjúkraflutningum á sjáifri sér, hvörfluðu augu mín til vors æðsta hundalagabrjóts, hvað skyldi hann aðhafast nú, lét sá verkin tala eins og ævinlega, tívolí og ferðalög skal vera vort hobbý, en stórkostlegast er þó að fá gervi- grasinnflutning tollfrjálsan, grunninn að framtíðartilverunni. Er ekki rétt að fara að huga að róbótum í dýralíki handa þeim sérvitringum sem ekki duga myndbönd og spilakassar? Ekki sakar að betur sé staðið að því máli en hundamálinu nú, einnig hvað tæknihlið varðar því trúað gæti ég því að sú kynslóð sem í æ stærra mæli hlýtur uppeldi sitt af Tomma og Jenna, Dallas og fleiru í þeim dúr sjái lögreglu ekki fyrir verðugri verkefnum en að liggja með útflatt nefið á bíldruslum boginbaka (alþýðufólks) né heldur verði hægt að senda allt liðið á einn stað ef innvolsið í einhverri dýrabrúðunni klikkar. En áður en þeir, sem nú leggjast á eitt um að útrýma öllu lífi í Reykjavík nema sjálfum sér, ná marki sínu vonast ég þó til að verða löngu komin undir tollfría gervigrasmottu. Rebekka lijarnadóttir er húsmóðir í Reykjavík. isviss MINL EIN4 8ÍNN4 SKÍmiANDI Sviss er fyrir skíðafólk það sem skíðin eru fyrir skíðaskóna: Rétti staðurinn að vera á. Og áfangastaður skíðaferða Arnarflugs til Sviss er engu líkur. Wallis-dalur- inn er gjarnan nefndur Kalifornía Svisslendinga vegna einstakrar veðursæld- ar, og Anzére er skíðabær sem skíðasnillingarnir svissnesku sækja sjálfir óspart í. Ibúðir farþega Arnarflugs eru nýjar og glæsilegar og í Anzére hefur verið hugsað fyrir öllum hugsanlegum þægindum til handa gestunum - skíða- brekkurnar eru rétt við dyrnar og engar biðraðir við lyfturnar. Þar eru skíðaskólar fyrir byrjendur og lengra komna, barnapössun, glæsileg heilsu- rækt, sundlaugar - og ótal veitingahús og fjörugir næturklúbbar. VERD FRÍ KR.16.599 (miðað við 4 í stúdíóíbúð) Innifalið: Flug þriðjudagsmorgna frá Keflavík til Genfar um Amsterdam, rútuferð til Anzére, íbúðagisting í 13 nætur, þrif á íbúð, fararstjórn og ferðin heim aftur. SKELUJM OKKLRÍ „SVISSNESKtf’ SKÉDkUlÓPINN »9 Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Leitið til söluskrifstofu Arnarflugs, umboðsmanna eða ferðaskrifstofanna. Lágmúla 7, sími 84477 16..N0V. 83 BILDSHOFÐANUM ------- OPIÐ HVERN DtAG KL. 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.