Morgunblaðið - 15.11.1983, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983
Norrœnar fegurðardísir
Sfmamynd AP
Stúlkurnar, sem keppa fyrir hönd Norðurlanda um titilinn „Ungfrú Alheimur“, settust saman litla stund sl. sunnudag á Grosvernor-hótelinu í London
og þá var þessi mynd tekin af þeim. Yst til vinstri er íslenska fegurðardrottningin, Unnur Steinsson, þá sú norska, Karen Dobloug, sú danska, Tina
Jörgensen, Ungfrú Finnland, Marita Sanna Pekkala, og loks sænska stúlkan, Lisa Eva Tornquist. Keppnin fer fram í Albert Hall á fimmtudag, 17.
nóvember.
Meira en 325.000 mótmæltu
kjarnorkuvopnum í Rúmeníu
Sovétmenn sagðir beita þarlend yfirvöld þrýstingi
Erkibiskupinn
í San Salvador:
Kirkjan
ofsótt frá
hægri og
vinstri
Mexíkóborg, 14. nóvember. AP.
TVÖ HUNDRUÐ og tuttugu
manns létust í óöldinni í E1
Salvador í síðustu viku að því
er talsmenn kaþólsku kirkj-
unnar í landinu segja. Utan-
ríkisráðherrar ýmissa ríkja í
Rómönsku Ameríku, sem
beitt hafa sér fyrir friði í
Mið-Ameríku, eru nú á fundi
í Washington.
Erkibiskupinn í San Salvador,
Arturo Rivera y Damas, sagði við
messu sl. sunnudag, að 178 manns
hefðu fallið í átökum milli skæru-
liða og stjórnarhersins í síðustu
viku og dauðasveitir hægrimanna
hefðu myrt 34. Átta menn aðrir
hefðu fallið en ekki nefndi hann
með hvaða hætti. Sagði Damas,
að „tilviljanakennt ofbeldi"
ógnaði kirkjunnar mönnum í
Guatemala og E1 Salvador og að í
Nicaragua stæðu stjórnvöld fyrir
ofsóknum á hendur þeim.
„Kirkjan er og verður ofsótt svo
lengi sem hún sættir sig ekki við
duttlunga alræðisstjórna, hvort
sem þær eru til hægri eða
vinstri," sagði Damas.
Utanríkisráðherra Mexíkó,
Bernardo Sepulveda, sagði í dag,
að tilraunum Mið-Ameríkuríkja
til að koma á friði miðaði vel og
kvaðst hann búast við að fá skrif-
legar tillögur frá hverju ríkjanna
um sig á fundinum í Washington.
Samtök Ameríkuríkja og Conta-
dora-ríkin svokölluðu, Mexíkó,
Panama, Venezuela og Kólombía,
munu halda fund í vikunni og
verður fundarefnið hjá hvorum-
tveggja friður í Mið-Ameríku.
Kúkarest, 14. nóvember. AP.
MEIKA en 30.000 ungmenni efndu á
laugardag til mótmælagöngu gegn
kjarnorkuvopnum í höfuðborg Rúm-
eníu á sama tíma og fregnir berast af
því að Sovétmenn beiti Kúmena mikl-
um þrýstingi til þess að fá þá til að
samþykkja staðsetningu SS 20-flauga
í landinu.
Mótmælaaðgerðirnar á laugar-
dag voru víða um landið, en þær
fjölmennustu í Búkarest. Vitað er
um sambærilegar aðgerðir í 28
borgum landsins og er álitið að um
325.000 manns hafi tekið þátt í
þeim. í ræðu, sem flutt var í göngu-
lok í Búkarest, voru stórveldin
hvött til þess að hætta við þá
ákvörðun sína að koma meðaldræg-
um flaugum fyrir í Evrópu.
Samkvæmt upplýsingum AP-
-fréttastofunnar mun Viktor G.
Kulikov, yfirmaður herafla Var-
sjárbandaiagsríkjanna, fyrst hafa
reynt að beita áhrifum sínum á
rúmensk stjórnvöld fyrir tveimur
mánuðum er hann var þar í heim-
sókn. Yfirvöld í Rúmeníu vilja
hvorki staðfesta frásögn fréttastof-
unnar né bera hana til baka. Til
þessa hafa aðeins A-Þjóðverjar og
Tékkar viljað taka við flaugunum.
Heimsókn Kulikov til Rúmeníu
fór mjög leynt og ekki var greint
frá henni í þarlendum fjölmiðlum.
Ekki er með vissu vitað um við-
brögð rúmenskra stjórnvalda við
beiðni Kulikov, en Ceaucescu, Rúm-
eníuforseti, hefur löngum þótt
ákveðinn og virst friðarsinni.
Kogalin, eða Edda, eins og það hét þegar það var í förum hér í sumar.
Svíþjóð:
Tuttugu flýðu af
„Eddunni“ pólsku
Stokkbólmi, 14. nóvember. AP.
TUTTUGU Pólverjar, farþegar um
borð í pólska farþegaskipinu „Kog-
alin“, létu sig vanta þegar skipið fór
frá Svíþjóð um helgina og hafa nú
flestir þeirra beðið um hæli þar í
landi.
Þegar Rogalin (Eddan, sem var
í förum hér í sumar) lét úr höfn í
Nynáshamn fyrir austan Stokk-
hólm um helgina vantaði 20 far-
þega af nærri 220 um borð og
höfðu þeir látið sig hverfa í skoð-
unarferð um nágrennið nokkru
áður. Þrettán þeirra hafa nú gef-
ið sig fram við sænsku lögregluna
og beðið um pólitískt hæli i Sví-
þjóð en ekkert hefur enn spurst
til hinna sjö.
I viðtali við sænska blaðið Dag-
ens Nyheter sagði einn embættis-
maður innflytjendaskrifstofunn-
ar, að það væri „ekki næg ástæða
til að fá vist í Svíþjóð að vera
óánægður með ástandið í Pól-
landi". Innflytjendaráðið mun
brátt ákveða hvort Pólverjarnir
fá hæli eða verða sendir aftur til
Póllands.
Oryggisráðstafanir í
Greenham Common
I.undúnum og (ireenham ('ommon,
14. nóvember. AP.
FLUTNINGAVÉL frá Bandaríkjahcr
lenti í morgun á flugvelli herstöðvar
Bandaríkjamanna í Greenham Comm-
on. Þegar farmurinn var tekinn út úr
vélinni bar Ijósmyndurum og frétta-
mönnum saman um, að þar virtust vera
komnar fyrstu meðaldrægu flaugarnar,
sem koma á fyrir í Bretlandi áður en
nýja árið gengur í garð.
Miklar öryggisráðstafanir voru
við komu vélarinnar. Sveimuðu þyrl-
ur yfir báðum endum flugbrautar-
innar eftir að vélin var lent og í stað
þess að staðnæmast á flugbrautinni
eins og aðrar vélar, sem komið hafa
á undanförnum vikum, var henni
rakleiðis beint að samstæðu flug-
skýla, þar sem hún var affermd.
Michael Heseltine, varnarmála-
ráðherra, hætti í morgun við fyrir-
hugaða stutta heimsókn til herstöðv-
ar í suðurhluta landsins, en hélt þess
í stað rakleiðis á fund Margaret
Thatcher, forsætisráðherra. Hugðist
Heseltine ávarpa þingið síðar í datr
Bruce Kent, forvígismaður þeirra
Breta sem berjast fyrir kjarnorku-
afvopnun, sagði komu vélarinnar
marka tímamót og vera „meiriháttar
harmleik fyrir mannkynið". Hann
sagði ennfremur, að friðarsinnar
myndu gera allt, sem í þeirra valdi
stæði, til þess að koma í veg fyrir að
flytja mætti flaugarnar á ákvörðun-
arstað.
Lögreglan handtók um helgina 137
mótmælendur gegn kjarnorkuvopn-
um í Bretlandi og Astralíu. Megin-
þorri þessa fólks, 111, þar af 109 kon-
ur, var handtekinn við fjarskipta-
stöð Bandaríkjamanna og Ástrala í
Alice Springs. Kröfðust þeir þess að
stöðinni yrði lokað.
í Lundúnum settu mótmælendur á
svið „dauðsföll" í miðri minningar-
guðsþjónustu um fallna breska her-
menn. Á meðal gesta við athöfnina
voru Karl Bretaprins og Margaret
Thatcher.
Tuttugu manns efndu til mótmæl-
astöðu við ráðhúsið í Leipzig í
Austur-Þýskalandi á laugardags-
Nýju I)elhí, 14. nóvember. AP.
Af) MINNSTA kosti 21 lét lífid og 17
slösuðust þegar hraðlest ók á fullri
ferð í gegnum hóp pílagríma í Uttar
Pradesh-héraði á sunnudagsmorgun.
Slysið vildi þannig til, að lest, sem
flutti pílagrimana, nam staðar á
rauðu ljósi við gatnamót skammt frá
ákvörðunarstað pílagrímanna.
Margir þeirra stigu út úr lestinni og
ætluðu að ganga síðasta spölinn, en
f
kvöld. Kveikti fólkið á kertum og
vildi með þvf leggja áherslu á að það
léti frið í heiminum sig einhverju
skipta.
Erkibiskupinn af Kantaraborg
lýsti því hins vegar yfir í dag, að
a-þýskir fjölmiðlar hefðu þagað
þunnu hljóði um ræðu, sem hann
flutti í dómkirkjunni í Dresden í
gær. Fjallaði ræða hans m.a. um
heimsfriðinn. Hann sagði, að hann
hefði trú á, að inntak ræðu hans
bærist til almennings í A-Þýska-
landi i gegnum kirkjuna þótt þar-
lendir fjölmiðlar hefðu þagað ræðu
hans í hel.
uggðu ekki að sér er þeir gengu yfir
brautarteina, sem lágu þvert á leið
þeirra.
Skipti engum togum að hraðlestin
kom brunandi á miðjan hópinn með
fyrrgreindum afleiðingum. Ekki var
fyllilega bjart af degi er slysið varð
og var lestin ekki með nein ökuljós.
Lestarstjórinn hefur verið handtek-
inn, sakaður um gáleysi f starfi.
21 pflagrímur fórst á Indlandi:
Uggðu ekki að sér
og urðu fyrir lest