Morgunblaðið - 15.11.1983, Side 20

Morgunblaðið - 15.11.1983, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 29 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Engin íslandssaga Islandssaga er ekki lengur sjálfstæð náms- grein í grunnskólum. Hún hefur, ásamt fleiri svoköll- uðum „lesgreinum", verið felld inn í námsgrein sem nefnd er samfélagsfræði.. Á þennan veg hófst grein hér í blaðinu á sunnudag um umritun íslandssögunnar. Þar kemur jafnframt fram að skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins stendur þannig að undirbún- ingi námsefnis í íslands- sögu, að nemendur í grunn- skólum fá ekki nema tak- markaða fræðslu um sögu þjóðarinnar. Námsefnið er takmarkað við tímabilin 870-930, 1700-1720 og 1840—1880, eða 120 ár. Um það hvort æskilegt sé að stytta íslandssöguna með þessum hætti segir Erla Kristjánsdóttir, námsstjóri í samfélagsfræði, meðal ann- ars: „Nú, í samfélagsfræð- inni er við það miðað að nemendur séu í fyrsta sæti, en í hefðbundinni sögu- kennslu hefur sagan sjálf skipað það sæti. Aðaltil- gangur sögunnar er að hjálpa fólki að skilja nú- tímann betur." Það kemur á óvart að í kyrrþey skuli hafa verið ákveðið að hætta að kenna íslandssögu í grunnskólum og hefja í hennar stað kennslu í samfélagsfræði sem spannar yfir átthaga- fræði, íslandssögu, mann- kynssögu, landafræði og fé- lagsfræði, tengist einnig mannfræði, sálarfræði, hag- fræði, stjórnmálafræði, þjóðháttafræði og vistfræði og er þar fyrir utan ætlað að fræða um umferðarmál, fé- lagsstörf, bindindi, kynferð- ismál, jafnréttismál, um- hverfismál og starfsval með þeim hætti „að nemendur séu í fyrsta sæti“. Af þessari upptalningu er ljóst að búin hefur verið til námsgrein í grunnskólum sem spannar yfir allt það sem hæst ber í „umræðunni" hverju sinni og vekur undrun að náms- stjórinn skuli ekki tíunda friðarmálin sem hluta sam- félagsfræðinnar. Skólarannsóknadeild er hluti af menntamálaráðu- neytinu og lýtur því póli- tískri forsjá. Undir verndar- væng menntamálaráðherra sitja menn við að semja skólabækur. Er sú skipan í sjálfu sér furðuleg, að innan ráðuneytis skuli slík vinna innt af hendi, en hitt þó enn furðulegra að niðurfelling íslandssögunnar á vegum menntamálaráðuneytisins skuli hafa komist til fram- kvæmda þegjandi og hljóða- laust án þess að valda deil- um í okkar íhaldssama þjóð- félagi. Upphaflegu tillöguna um samfélagsfræðina má rekja til ársins 1971, en um mitt sumar það ár urðu stjórnarskipti, dr. Gylfi Þ. Gíslason lét af menntamála- ráðherrastörfum en Magnús Torfi Ólafsson tók við emb- ættinu. Hingað til hefur það verið viðtekin skoðun að tilveru íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar mætti rekja til tung- unnar og sögunnar. Nú ligg- ur sem sé fyrir að deild inn- an menntamálaráðuneytis- ins við Hverfisgötu hefur ákveðið að í grunnskólum á íslandi skuli hætt að kenna sögu þjóðarinnar. Hvenær kemur röðin að tungunni? „Brennheitar talnasúpur“ Fátt er mikilvægara þeg- ar miklir erfiðleikar steðja að í þjóðarbúskapnum en að stjórnmálamenn haldi sig við aðalatriði og drukkni ekki í aukaatriðum. Með skýrum og markvissum hætti þurfa þeir að segja þjóðinni hvað framundan er og hvað nauðsynlegt sé að gera til að sigrast á vandan- um. Dr. Þráinn Eggertsson, forseti viðskiptadeildar Há- skóla íslands, vék að þeirri áráttu íslenskra stjórnmála- manna að rugla saman auka- og aðalatriðum með þessum hætti í viðtali við Þóri Kr. Þórðarson prófess- or í Lesbók Morgunblaðsins á laugardaginn: „En ég má til með að geta um séríslenskt fyrirbæri, en það eru þessar brennheitu talnasúpur, sem íslenskir stjórnmálamenn hella yfir þjóðina. Ávörp þeirra um efnahagsmál eru ótrúlegar langlokur. Ég hef hvergi í nálægum löndum séð stjórn- málaforingja hvolfa drasl- inu af skrifborði þjóðhags- stjóra og seðlabankastjóra yfir þjóðina." Janúar — september: Ullarútflutningur dróst saman um 5% Verðmætasamdrátturinn mestur á Vestur-Evrópu-markaði Ullarvöruútflutningur íslenzkra fvrirta'kja dróst saman um 5%, í raagni talið, fyrstu níu mánuði árs- ins, þegar út voru flutt samtals 997,2 tonn, borið saman við 1.049,0 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukn- ingin mílli ára er ura 93%, eða 499,3 miíljónir króna á móti tæplega 259 milljónum króna á sama tíma í fyrra. í þessu sambandi má geta þess, að meðalgengi dollars hækkaði á sama tímabili um tæplega 113%, eða nokkru meira, en verðmætaaukning- unni nemur. Ef einstakir vöruflokkar eru skoðaðir kemur í ljós, að um 7% aukning hefur orðið á útflutningi á fatnaði úr ull. Hins vegar hefur orðið tilfærsla milli markaðs- svæða. Um 14% aukning hefur orðið á útflutningi til Norður- Ameríku, en hins vegar um 24% samdráttur til Vestur-Evrópu. Til Comecon-landa hefur orðið um 84% aukning. Verðmætaaukning- in á Norður-Ameríku er um 142%, um 41% á Vestur-Evrópu og um 182% til Comecon-landa. Ef dæmið er skoðað með ullar- lopa og band, sem vegur þyngst, þá varð samtals um 18% sam- dráttur á útflutningi. Samdráttur- inn varð um 8% á Norður-Amer- íku, en um 22% á Vestur-Evrópu. Verðmætaaukningin á Norður- Ameríku er um 91%, en um 45% á Evrópu. Um 2% aukning varð á útflutn- ingi ullarteppa, en þar varð um 2% samdráttur til Norður-Amer- íku, um 7% samdráttur á Vestur- Evrópu, en hins vega rúm 5% aukning til Comecon-landanna, en þangað fór 3/4 hlutar útflutnings- ins. Verðmætaaukningin til Norður-Ameríku várð um 144%, um 65% á Vestur-Evrópu og um 105% til Comecon-landa. Af framansögðu er ljóst, að samdráttur í ullarútflutningi hef- ur aðallega komið fram á Vestur- Evrópumarkaði. Hins vegar er verðmætasamdrátturinn þar enn meiri en útflutningssamdráttur- inn, aðallega vegna þróunar Evr- ópugjaldmiðla. Frá fundinum sl. laugardag. Morttunblaðið/ÓI.K.Mat; Ákvörðun um eggja- dreifingarstöð frestað NIÐURSTAÐA um það hvort Sam- band eggjaframleiðenda skyldi hefja undirbúning að stofnun eggjadreif- ingarstöðvar í samræmi við sam- þykkt félagsfundar í febrúar sl. náð- ist ekki á fundi þeim, sem haldinn var á Hótel Sögu sl. laugardag. Á fundinum bar formaður sambands- ins, Kinar Eiríksson í Miklaholts- helli, fram tillögu um að stofn- unartillögu framkvæmdanefndar um dreifingarmiðstöðina yrði vísað frá, og kvað þá sem að frávísunartillög- unni stóðu, 25 manns, ætla að ganga úr sambandinu yrði stofnunartillag- an samþykkt. Á fundi þessum voru í kringum sjötíu og fimm eggjafram- leiðendur, en að sögn Gunnars Jó- hannssonar á Ásmundarstöðum eiga 25-menningarnir sem stóðu að frá- vísunartillögunni um 170 þúsund þeirra 270 þúsund hænsnfugla sem eru í landinu. Eftir miklar umræður var ákveðið að fresta ákvörðun um hvort Samband eggjaframleið- enda stofnaði eggjadreifingar- miðstöð til aðalfundar sambands- ins sem haldinn verður á næst- unni. { umræðum á fundinum á Hótel Sögu kom fram að yfirleitt eru eggjaframleiðendur ekki frá- hverfir því að komið verði á fót dreifingarstöð, en hins vegar ríkir mikill ágreiningur um sölufyrir- komulag á eggjum, en samstaða er þó um að verðlagning á eggjum skuli áfram vera í höndum eggja- framleiðenda og ekki sexmanna- nefndar. Fyrsti háhyrningurinn kominn i laug Sædýrasafnsins í gærkvöldi. MorgunblaðiÖ/KEE. Fyrsti háhyrningur- inn kominn í laugina Sýningarhæfur um næstu helgi FYRSTI háhyrningurinn í ár er kominn í laug Sædýrasafnsins í llafnarfirði. Náðist hann um borð í Guðrúnu GK um helgina og er nú að jafna sig eftir flutninginn og endurheimta matarlystina, að sögn Helga Jónassonar, fræðslustjóra Reykjanesumdæmis. Hann er formaður stjórnar félagsins, er stendur að veiðunum. Verður háhyrningurinn væntanlega „sýningarhæfur" um næstu helgi. Það er félagsskapurinn Fauna, sem er handhafi leyfis sjávarút- vegsráðuneytisins til að veiða fimm háhyrninga á vertíðinni. Það er sjálfseignarfélag áhuga- manna um náttúruvernd, sem hef- ur það að einu meginmarkmiði sínu að kynna ungu fólki náttúru- og dýralíf. Hagnaður af háhyrn- ingaveiðunum verður notaður til að styrkja fyrirtæki og stofnanir á þessu sviði, þ.á m. Sædýrasafnið. „Sædýrasafnið á ekki aðild að fé- laginu en við leigjum af safninu hvalalaugina, sem nýtist því ekki þar sem safnið fékk ekki áfram- haldandi leyfi til háhyrningaveið- anna,“ sagði Helgi Jónasson í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Hann kvað fyrirhugað að selja háhyrningana úr landi en ekki hefði verið gengið frá samningum þar að lútandi enn. Söluverð dýr- anna er einnig óljóst, en síðustu dýr sem seld voru héðan, kostuðu kaupendur um 90 þúsund Banda- ríkjadali, eða sem svarar liðlega 2,5 milljónum ísl. króna. Formaður stjórnar sjálfseignar- félagsins Fauna er Helgi Jónas- son. Aðrir stjórnarmenn eru Rún- ar Brynjólfsson og Tryggvi Harðarson. Stofnendur og félagar eru einstaklingar, að sögn Helga. Kosningar í sameinuðum Mýrdalshreppi: Umbótasinnar fengu flest atkvæði — 120 LISTI umbótasinna fékk flest at- kvæði í kosningum til hreppsnefnd- ar í sameinuðum Mýrdalshreppi sem fóru fram á sunnudaginn, eða 120 atkvæði og þrjá menn kjörna. B-listi Framsóknarflokksins hlaut 109 atkvæði og tvo menn kjörna og D-listi Sjálfstæðisflokksins hlaut 108 atkvæði og tvo menn kjörna. Z-listi umbótasinna hlaut 142 at- kvæði og einn mann kjörinn í sýslunefnd, B-listinn fékk 106 at- kvæði og einn mann kjörinn og D-listinn 92 atkvæði og engan mann kjörinn. Um áramót samein- ast Dyrhólahreppur og Víkurhrepp- ur í eitt sveitarfélag, Mýrdals- hrepp. „Það eru atvinnumálin, sem voru efst á baugi hjá öllum list- um fyrir þessar kosningar," sagði Þórir Kjartansson í Vík, en hann var kjörinn í sýslunefnd af Z-listanum, sem nú bauð fram í annað sinn. „Að okkar lista stóð fólk úr öllum flokkum, til og með flokksbundið fólk úr öllum flokk- um,“ sagði Þórir. „Það eru mörg mál í litlum sveitarfélögum, sem ekki fara eftir pólitískum línum." Hann sagðist telja að mikil- vægasta mál hins nýja hrepps, sem verður endanlega sameinað- ur um næstu áramót, sé áfram- haldandi jarðhitaleit — þótt ýmsir starfsmenn Orkustofnun- ar teldu það vonlítið verk. „Hitunarkostnaður meðalhúss hér í hreppunum er nú 4000—5000 krónur á mánuði, svo fátt kæmi að meiri notum en árangur af jarðhitaleitinni. Sannast sagna er nánast óbyggi- legt hér vegna þessa mikla hitunarkostnaðar," sagði Þórir. f hreppsnefndinni, sem tekur við um áramót, eiga sæti Vigfús Guðmundsson, Sigríður Magn- úsdóttir og Einar Hjörleifur Ólafsson af lista umbótasinna, Finnur Bjarnason og Sigríður Tómasdóttir af lista Sjálfstæðis- flokksins og Eyjólfur Sigurjóns- son og Símon Gunnarsson af lista Framsóknarflokksins. Eng- ar þreifingar um myndun meiri- hluta í hreppsnefnd hafa enn farið fram, að sögn Þóris Kjart- anssonar. Víðtæk leit að rjúpnaskyttu í Borgarfirði: Fannst látinn í Síðufjalli Borgarnesi, 14. nóvember. UMFANGSMIKIL leit var gerd síð- astliðna nótt og í dag á Síðufjalli, sem er á milli Stafholtstungna og Hvítársíðu í Borgarfirði, að manni sem þar hafði verið við rjúpnaveiðar en ekki komið fram. Maðurinn fannst í dag fyrir ofan bæinn Þór- gautsstaði í Hvítácjýðu og var hann látinn. Hann hét Ragnar Pétursson, framkvæmdastjóri, Greniteigi 24, Keflavík. Ragnar fór ásamt þremur félög- um sínum til rjúpnaveiða á Síðu- fjalli. Fóru þeir upp frá eyðibýlinu Selhaga í Stafholtstungum um há- degisbilið á sunnudag. Skildu þeir fyrir ofan Selhaga um kl. 13 en höfðu þá ákveðið að hittast við bíl sinn að Selhaga klukkan 17. Fé- lagar Ragnars komu þangað á til- settum tíma. Biðu þeir um stund en þegar hann var ekki kominn fram um kl. 19 fóru þeir heim á nálægan bæ, þar sem þeir þekktu til, þaðan sem grennslast var fyrir um Ragnar á næstu bæjum. Fljót- lega var leitað aðstoðar björg- unarsveitarinnar á svæðinu. Leit var hafin á fjallinu en erf- itt var um vik vegna myrkurs auk þess sem þoka var fram eftir nóttu. Til leitar komu 115 menn, sem voru auk félaga í björgun- arsveitinni Heiðari félagar úr björgunarsveitunum Oki í Borg- arfjarðarsýslu og Brák í Borgar- nesi og ýmsir sjálfboðaliðar úr ná- grenninu. Einnig komu féiagar úr hjálparsveit skáta í Hafnarfirði með leitarhunda. Leitað var með ljósum fram eftir nóttu en án árangurs. Leit var aftur hafin í morgun og bættust þá í hópinn fé- lagar úr björgunarsveitinni Hjálp Ragnar Pétursson á Akranesi, nemendur frá Reyk- holti og Bifröst og fleiri, auk þess sem leitað var úr fjórum flugvél- um. Þokunni létti í morgun og var gott leitarveður. Klukkan 13.30 fannst Ragnar í Síðöfjalli ofan við bæinn Þórgautsstaði í Hvítársíðu og var hann úrskurðaður látinn af lækni, sem þarna var. Ragnar heitinn var þaulkunnug- ur á þessu svæði og allvel búinn. Sagði læknirinn að svo virtist sem hann hefði veikst skyndilega og ekki náð að komast til bæja, en að hann hafi ekki orðið úti. Ragnar heitinn var 55 ára gamall og lætur hann eftir sig eiginkonu og fjögur börn. - HBj. Leitarmenn leggja upp skammt frá Þórgautsstöðum í Hvítársíðu. Ragnar fannst skömmu síðar. Morgunbiaðíð/ HBj. Svíakonungur heiðrar dr. Ármann Snævarr DR. ÁRMANN SNÆVARR hæstaréttardómari hefur verið sæmdur æðsta heiðursmerki sem konungur Svíþjóðar veitir útlendingum, „kommandör með stórum krossi af konunglegu Norðurstjörnuorð- unni“, að því er Gunnar Axel Dahlström, sendiherra Svíþjóðar á Islandi, tjáði blm. Morgunblaðsins í gær, en sendiherrann veitti orð- una fyrir hönd konungs í boði á heimili sínu í Reykjavík á sunnudag- inn. „Dr. Ármann er ekki aðeins heiðursdoktor við háskólann í Uppsölum. Hann hefur lagt ríkulega af mörkum til norræns samstarfs á sviði sérgreinar sinnar og sérlega til samskipta milli íslands og Svíþjóðar," sagði Dahlström sendiherra. „Það var okkur hjónum sérstök gleði og heiður að fá að veita orðuna á heimili okkar að við- stöddum dr. Ármanni og eigin- konu hans auk ýmissa vina þeirra. Þar á meðal var Alvar Nelsson prófessor frá Uppsöl- um, sem átti hvað stærstan þátt í að dr. Ármann var gerður að heiðursdoktor við háskólann þar 1970.“ Orðan, sem dr. Ármann Snæ- varr var sæmdur á sunnudag, er æðsta heiðursmerki sem konungur Svíþjóðar veitir óbreyttum borgurum. Fáir út- lendingar hafa verið sæmdir tignarorðu af þessari gráðu, að sögn Dahlströms sendiherra. Sænsku sendiherrahjónin skála við dr. Ármann Snævarr eftir að hann hafði verið sæmdur heiðursmerkinu. MorKunblaðið/KOE. 12.000 lestir af loðnu komnar á land stærsta farminn, 1.200 lestir Gísli Árni RE fór með 300 lestir til Raufarhafnar, Sigurður RE með 830 lestir til Vestmannaeyja, Eld- borg HF með 1.200 lestir til Eski- fjarðar og Grindvíkingur GK með 700 lestir til Krossaness. Bræla var á miðunum í fyrrinótt og veiði þvi lítil. Skipin sem til- kynntu um afla í gær höfðu fengið megnið af honum áður. Loðnan hefur enn ekki verið fitumæld, en hún er talsvert blönduð. Vestmannaeyjar: Stanslaus sfldarlöndun Eldborgin með 12.000 lestir af loðnu eru nú komn- ar á landi á vertíðinni. Flest skipanna hafa landað afla sínum á Raufarhöfn, en auk þess hafa skipin haldið til Siglufjarðar, Krossaness, Eskifjarðar og Vestmannaeyja með afla sinn. Stærsta farminn til þessa hefur Eld- borgin HF fengið, 1.200 lestir, sem hún fór með til Eskifjarðar. Á sunnudag tilkynntu 8 skip loðnunefnd um afla, samtals 3.850 lestir. Það voru Súlan EA með 430 lestir, Hrafn GK, 620, Albert GK, 600, Þórshamar GK, 400, Húnaröst ÁR, 500, sem öll lönduðu á Rauf- arhöfn, Svanur RE landaði 450 lestum í Siglufirði, Gígja RE 500 í Vestmannaeyjum og Skírnir AK 350 í Krossanesi. I gær tilkynntu 4 skip loðnu- nefnd um afla samtals 3.030 lestir. \ ustmannauyjum, 14. nóvember. STANSLAUS síldarlöndun hefur verið hér undanfarna daga og unnið alla daga og öll kvöld við frystingu síldar hjá fimm fiskvinnslustöðvum. Nú um helgina, frá föstudegi til mánudags, var landað hér alls um 1300 tonnum af síld, svo nærri má geta að handagangur haft verið í öskjunni og líflegt um að litast á hafnarsvæðinu. Á síðustu síldarvertíð var hvergi landað meira magni en hér í Eyjum og stefnir í það sama nú á þessari vertíð. Meira hefur verið saltað hér en oftast áður og miklu ræður að afkastageta frystihús- anna hér er mjög mikil. hkj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.