Morgunblaðið - 15.11.1983, Page 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983
„Salka“ við Skúlagötu þar sem sparisjóöurinn var til
húsa fyrstu árin.
„(iamli sparisjóóurinn", hús Magnúsar Jónssonar á Borgarbraut 14, þar sem sparisjóðurinn er nú starfræktur. Eldri hluta
horni Egilsgötu og Skúlagötu. Þar var sparisjóðurinn frá hússins byggði sparisjóðurinn um 1960 og tók í notkun árið 1962. Við-
1920 til 1962. bygging var síðan tekin í notkun á árunum 1982 og 1983.
Starfsemi nú
Viðskiptasvæði Sparisjóðs
Mýrasýslu er nú, auk Mýrasýslu,
Borgarfjarðarsýsla innan
Skarðsheiðar og sunnanvert
Snæfellsnes, ennfremur í litlum
en vaxandi mæli sveitirnar utan
Skarðsheiðar, síðan samgöngur
þaðan urðu greiðari yfir fjörð.
Hinn 1. október síðastliðinn voru
heildarinnlán við sparisjóðinn
kr. 155 milljónir á 8053 reikning-
um. Útlán voru á sama tíma kr.
125 milljónir, en bundið fé sam-
kvæmt bindiskyldu í Seðlabanka
íslands kr. 42 milljónir. Vara-
sjóður um síðustu áramót var
rúmar 10 milljónir króna. Með
útlánum sínum hefur sparisjóð-
urinn jafnan leitast við að styðja
framfarir og uppbyggingu at-
vinnulífs og styrkja afkomu
heimila á viðskiptasvæðinu.
Stærstu útlánaflokkar við spari-
sjóðinn eru nú landbúnaður,
íbúðabyggingar og iðnaður ým-
iss konar. 1. október 1983 voru
starfsmenn 20, þar af fimm í
hálfu starfi. Sjóðurinn býr nú
við rúmgott húsnæði sem sniðið
er að þeim kröfum sem gerðar
eru um slíkar byggingar hvað ör-
yggisgeymslur og búnað varðar.
Sparisjóður Mýrasýsiu hefur á
liðnum áratugum notið þess að
eiga fjölda traustra viðskipta-
manna. Á 70 ára starfstíma sín-
um hefur sparisjóðurinn aldrei
tapað neinu af því fé sem hann
hefur lánað. Segir það sína sögu
um viðskiptavinina, starfsfólkið,
stöðugleika atvinnulífsins, og
ekki síst héraðið, sem Jóhann á
Hamri sagði í einu bréfa sinna
til sýslunefndar þegar hann var
að undirbúa stofnun sparisjóðs-
ins að „óhætt megi telja með
helstu peningahéruðum lands-
ins“. HBj.
Sparisjóður Mýrasýslu 70 ára:
Jóhann Magnússon bóndi á
Hamri, aðalhvatamaður að stofnun
Sparisjóðs Mýrasýslu og stjórnar-
formaður fyrstu 37 árin.
Finnbogi Guðlaugsson, fram-
kvæmdastjóri í Borgarnesi, tók
við. Magnús Sigurðsson, bóndi á
Gilsbakka, núverandi stjórnar-
formaður, tók síðan við árið
1982. Með Magnúsi í stjórn nú
eru Gísli Kjartansson sýslu-
fulltrúi í Borgarnesi, Þórarinn
Jónsson, bóndi á Hamri í Þver-
árhlíð, Rúnar Guðjónsson, sýslu-
maður í Borgarnesi, og Gísli V.
Halldórsson, verksmiðjustjóri í
Borgarnesi. Á 70 ára starfstíma
sparisjóðsins hafa fjórir menn
verið við hann sparisjóðsstjórn-
ar. Eðvarð Runólfsson
(1913—1916) og Magnús Jónsson
(1916—1957) sem áður eru
nefndir og síðan Halldór Sig-
urðsson (1957—1961) og Friðjón
Sveinbjörnsson (frá 1961).
- Sparifé nú 155 milljónir króna á 8 þúsund reikningum
Borgarncsi, 9. nóvember.
Á ÞESSU hausti eru liðin 70 ár
frá því Sparisjóður Mýrasýslu
tók til starfa. Sparisjóðurinn
var stofnaður árið 1913 og tók
til starfa 1. október það ár. I»á
var hengd upp auglýsing þar
sem tilkynnt var að gjaldkeri
sparisjóðsins tæki á móti „inn-
lögum“ á ákveðnum dögum og
að „stjórn sparisjóðsins yrði til
viðtals í Borgarnesi „venjulega
alla laugardaga, þegar fé er í
sjóðnum til útíána".
Það mun hafa verið í ársbyrj-
un 1912 að Jóhann Magnússon,
bóndi á Hamri í Borgarhreppi,
hóf undirbúning að stofnun
sparisjóðs fyrir Mýrasýslu og
skrifaði hann þá Sigurði Þórð-
arsyni, sýslumanni í Arnarholti,
bréf þar sem hann óskaði eftir
því að sýslumaður legði tillögu
um stofnun sparisjóðs sýslunnar
fyrir sýslufund. Er Jóhann tal-
inn aðalhvatamaður stofnunar
Sparisjóðs Mýrasýslu en sýslu-
nefndin ákvað í mars 1913 að
stofna sparisjóð í eigu sýslunnar
og á hennar ábyrgð. Tilgangur
með stofnun sparisjóðsins var:
„að gefa mönnum færi á að
ávaxta fé sitt með hægu móti og
á tryggan hátt, og á hinn bóginn
að greiða fyrir viðskiptalífinu
með því að veita peningalán,
þeim er þess þurfa“, eins og segir
í einu af mörgum bréfum Jó-
hanns til sýslumanns og sýslu-
nefndar Mýrasýslu á þessum
tíma. Jóhann varð síðan fyrsti
stjórnarformaður sparisjóðsins
og Eðvarð Runólfsson fyrsti fé-
hirðir.
Fyrstu árin
Um fyrstu ár Sparisjóðs
Mýrasýslu segir í bókinni
„Hundrað ár í Borgarnesi" eftir
Jón Helgason ritstjóra sem út
kom árið 1967: „Fyrst í stað var
sparisjóðurinn vistaður í húsa-
kynnum Kaupfélags Borgfirð-
inga á Miðnesi („Salka"), enda
var féhirðirinn starfsmaður
þess. Tók hann til starfa 1. dag
októbermánaðar 1913, og voru
þann dag látnar af hendi fjórar
sparisjóðsbækur. Fyrst var kom-
ið þangað með aura lítils drengs,
Sigurðar að nafni, er var einn
margra barna Guðjóns Bach-
manns vegaverkstjóra og Guð-
rúnar, konu hans. Voru það
fimm krónur, sem lagðar voru
inn í nafni þessa fyrsta við-
skiptavinar sparisjóðsins, lík-
lega skírnargjöf. Sigurður
Bachmann gerðist síðar á ævinni
sjómaður og var lengi í þjónustu
Eimskipaféiags íslands, en vinn-
ur nú hjá Reykjavíkurhöfn.
Sparisjóðsbókina sína á hann
enn, og hefur hún verið notuð
fram á þennan dag.
Ekki áraði sem best hið fyrsta
starfsár sparisjóðsins. Sumarið
1913 hafði verið votviðrasamt
sunnan lands, svo að hey hrökt-
ust stórlega, og vorið 1914 —
harða vorið, sem enn er kallað —
varð fellir víða um hérað. Voru
ekki síst brögð að því í Mýra-
sýslu. Hitt tók þó út yfir, hve fá
lömb komust á legg. Sparisjóðn-
um safnaðist ekki skjótt fé í
slíku árferði, og var hann eigna-
laus með öllu hin fyrstu ár og
fjárráð afar naum. Á hálfgerð-
um hrakhólum var hann líka, því
að brátt varð hann að víkja úr
þröngum húsakynnum kaupfé-
lagsins. Var hann þá um hríð í
Skuld, húsi Bjarna Guðjónsson-
ar, en fór aftur í kaupfélagshús-
ið að skömmum tíma liðnum.
Sama haustið og þetta gerðist
fluttist féhirðirinn, Eðvarð Run-
ólfsson, til Englands, þar sem
hann dó nokkrum árum síðar, og
varð þá Magnús Jónsson féhirð-
ir. Var hann síðan gjaldkeri
sjóðsins og vörslumaður í meira
en fjörutíu ár — allt fram á árið
1957. Haustið 1920, þegar hann
hafði reist hús sitt á horni Eg-
ilsgötu og Skúlagötu, var sjóður-
inn fluttur þangað, og þar var
sjóðurinn síðan undir sama þaki
og forsjármaður hans fram á
síðustu ár.“
Þrátt fyrir erfitt árferði á
fyrstu árum sparisjóðsins dafn-
aði hann jafnt og þétt. Árið 1917
nam spariféð, sem honum hafði
verið trúað fyrir, nær hundrað
og fimmtíu þúsund krónum, og
fór eftir það sívaxandi. Eins og
áður sagði var sparisjóðurinn til
húsa í húsakynnum Kaupfélags
Borgfirðinga og Skuld fyrstu ár-
in en frá árinu 1920 var hann til
húsa í húsi Magnúsar Jónssonar
allt þar til hann flyst í eigið hús-
næði að Borgarbraut 14 árið
1962. Þar hefur aðsetur hans
verið síðan en viðbygging við
húsið var tekin í notkun á árun-
um 1982 og 1983.
Þorvaldur T. Jónsson, bóndi í
Hjarðarholti, tók við stjórnar-
formennsku eftir fráfall Jó-
hanns á Hamri árið 1950 og
gegndi því embætti til dauða-
dags 1968. Þá tók Sigurður Guð-
brandsson, mjólkurbússtjóri í
Borgarnesi, við formennskunni
og gegndi henni til ársins 1981 er
Hluti starfsfólks í afgreiðslusal sparisjóðsins.
Fyrsta innleggið
aurar lítils drengs