Morgunblaðið - 15.11.1983, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983
45
Umboðsmenn í áætlunarhöfnum
Lissabon Leixoes Bilbao
Keller Mantima Lda.,
Praca D. Luis,
9 - 3, P-B. 2665,
Lisbon.
Sími: 669 156/9
Telex: 12817 P
Burmesler & Co. Lda.,
Rua da Reboleira, 49,
Porlo.
Leixoes.
Sími: 21789
Telex: 22735 P
a
Centramares S.L.,
J. Ajuriaguerra, 9-6, *
Bitbao.
Slmi: 445 8600
Telex: 32015 E
Flutningur er okkar f ag
EIMSKIP
Sími 27100
Hjónaminning:
Baldur Sigurðsson
og Anna Helgadóttir
Anna: F»dd 31. maí 1917
Dáin 23. okt 1983
Baldur: Fæddur 1. júní 1919
Dáin 2. nóvember 1979.
Mér brá mikið þann 26. október,
þegar faðir minn hringdi í mig út
á sjó, þar sem ég var um borð í
skipi á leið heim til íslands ásamt
sonum mínum og hann sagði mér
að Anna á Hóli, eins og við kölluð-
um hana, væri dáin. Óteljandi
minningar fylltu hug minn við
þessar sorgarfréttir og mér fannst
erfitt að trúa að þetta væri satt.
Maður hennar, Baldur frændi
minn, dó fyrir aðeins fjórum árum
og nú Anna. Bæði á besta aldri
horfin frá okkur svo skyndilega á
svo fáum árum. Fráfall þeirra bar
að með svipuðum hætti, hann var
á söngæfingu en hún að fara á
kvenfélagsfund. Þar var aðeins
eitt fótmál milli lífs og dauða. Mig
langar að minnast hennar og
frænda míns með nokkrum orðum
og þakka þeim fyrir margar
ánægjustundir.
Anna Helgadóttir fæddist á
Þórustöðum í Kaupangssveit,
dóttir hjónanna Þuríðar Pálsdótt-
ur og Helga Stefánssonar. Al-
systkini hennar eru Ragnar, Stef-
án og Sigurpáll, einnig átti hún 3
hálfsystkini þau Örlyg, Jónínu
Þuríði og Birgi. Á Þórustöðum er
tvíbýli og þar ólust einnig upp
frændsystkini hennar og var mjög
kært á milli þessara systrabarna.
Baldur Sigurðsson fæddist á
Syðra-Hóli í Kaupangssveit, sonur
hjónanna Emilíu Baldvinsdóttur
og Sigurðar Sigurgeirssonar. Þar
var mjög gestrisið heimili og
þangað gott að sækja, enda oft
margt um manninn. Systkini hans
eru Sigurgeir, Anna, Snorri og
Ragnar. Þau hjón ólust því upp í
sömu fallegu sveitinni, sem var
þeim báðum kær, og dvöldu þar til
hinstu stundar.
Þau bjuggu öll sín búskaparár á
Syðra-Hóli og eignuðust þau þrjú
vel gefin og myndarleg börn;
Þuríði, Helga og Emilíu. Fjöl-
skyldan á Syðra-Hóli var í alla tíð
í miklu uppáhaldi hjá mér. Sem
barn og unglingur dvaldi ég oft
hjá þeim og á ég frá þeim tíma
margar ógleymanlegar minningar.
Þá var oft spilað, farið í nafnaleik,
„getinn maður", sagðar sögur og
að síðustu sungið mikið, enda fjöl-
skyldan öll söngelsk mjög. Oft var
þá kátt á hjalla og hlegið dátt. Á
hverjum jólum fór ég með foreldr-
um og systkinum í jólaboð fram í
Hól og þá voru oft saman komin
systir Baldurs, Anna og bræður
með sínar fjölskyldur. Þá var líka
oft tekið lagið og margt spjallað í
góðum frændahópi. Þegar fara
átti heim eftir ánægjulegt kvöld,
var ég oft búin að spyrja Baldur
og Önnu um leyfi til að gista, og
var aldrei sagt nei við því.
Þau hjón voru mjög virk í fé-
lagsmálum sveitarinnar. Anna
starfaði mikið í kvenfélaginu og
var mjög sköruleg, ósérhlífin og
hjálpsöm kona. Hún var skraf-
hreifin og skemmtileg með smit-
andi hlátur, alltaf hrein og bein og
ákveðin í sínum skoðunum.
Baidur var blíður maður, róleg-
ur og prúðmenni mikið og lét ekki
mikið yfir sér. Hann bjó yfir góðri
kímnigáfu og glettni, og var oft
smellinn í svörum. Þau voru sam-
rýnd hjón, elskuðu tónlist og leik-
list; léku í leikritum leikfélags
sveitarinnar og sungu í kirkju-
kórnum. Bæði höfðu þau fallega
söngrödd.
Síðustu átta ár hef ég búið með
manni mínum og sonum í Dan-
mörku, og hef því ekki komið þau
ár í Syðra-Hól svo oft sem áður.
En aldrei hef ég þó komið til Ak-
ureyrar öðru vísi en koma fram í
Hól, annað fannst mér óhugsandi.
Alltaf voru móttökurnar jafn
innilegar. Það var því mikið áfall,
þegar pabbi hringdi í mig og sagði
mér lát Baldurs.
Mikill var missirinn fyrir Önnu
og börnin ekki síst Emilíu, sem
bjó heima. Þær mæðgur tvær
héldu nú búskapnum áfram en
stórt var skarðið sem Baldur
skildi eftir sig. Barnabörnin
misstu líka góðan og kæran afa,
sem var mjög stoltur af þeim.
Hann fékk því miður alltof stutt
að njóta þeirra.
Sólargeislarnir í lífi Önnu eftir
lát Baldurs voru barnabörnin, en
það var líka alltof stuttur timinn,
sem hún fékk að njóta með þeim.
Linda Hrönn, Valtýr Freyr, Ingi-
björg, Baldur, Anna og litla Auð-
rún hafa nú misst góða og elsku-
lega ömmu og afa allt of ung.
Ég er mjög þakklát fyrir að
hafa haft þá stóru gleði að Anna
og Baldur voru gestir á heimili
mínu og fjölskyldu í tvo daga
sumarið 1977. Að geta endurgoldið
bara brot af öllum þeim góðu mót-
tökum sem ég hafði hlotið yfir 30
ár á þeirra heimili, var mér ólýs-
anieg gleði og mun ég ætíð minn-
ast þessara daga með ánægju.
Elsku Emilía, Þuríður, Alli,
Helgi, Helga og bafnabörn, ég og
fjölskylda mín vottum ykkur af
heilum hug samúð okkar og biðj-
um góðan Guð að vernda og
styrkja ykkur á þessari erfiðu
kveðjustund.
Við biðjum Guð að blessa Önnu
og vera henni leiðarljós á hinni
nýju vegferð sem hún nú hefur
hafið inn á æðri tilverusvið þar
sem hún nú aftur hefur mikið
saknaðan eiginmann sinn Baldur
sér við hlið. Minningin um B^ldur
og Önnu, þau góðu og glaðlegu
hjón, munu lifa og hlýja okkur um
hjartarætur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Blessuð sé minning þeirra.
Gullý Hanna
Minning:
Páll Arnar
Ragnarsson
Fæddur 17. mars 1954
Dáinn 16. september 1983
Harmþrungið hjarta mitt grætur,
heitari tárum en falla af brá,
því að vinurinn sá,
sem ég albestan á,
hann fór — og ég bið þess ei bætur.
(Höf. Wennerberg, þýtt af
Friðrik Hansen.)
Ég kynntist Palla fyrir rúmum
2 árum, stuttu eftir okkar kynni
lést bróðir hans, Ragnar. Palli tók
það ákaflega nærri sér og varð
honum oft hugsað um það, hvað
kæmi eftir dauðann. Hann trúði
því að til væri einhver tilgangur
eftir lífið hér á jörðu. Palli var
mjög tilfinningaríkur maður og
gaf mikið öllum þeim er hann
unni, og dáðist ég ævinlega að því
hve mikla alúð hann lagði við
bömin sín, Bryndísi Erlu og Gylfa
Þór. Þau hafa misst mikið er faðir
þeirra lést. Mér er mjög minnis-
stæður ljóminn í augum hans og
brosið er hann talaði um börnin
sín.
Ég þakka algóðum guði fyrir
þessi stuttu kynni mín af Palla og
kveð ég hann með þeim orðum, að
mikill tilgangur hlýtur að vera
með láti hans. Votta ég öllum að-
standendum og vinum hans inni-
lega samúð mína.
H.
Siglingaáætlun
frá frá frá
Lissabon Leixoes Bilbao
M.s. MÚLAFOSS 14/5 16/5 18/5
M.s. MÚLAFOSS 9/6 10/6 06/6
M.s. SKEIÐSFOSS 4/7 5/7 7/7
M.s. SKEIÐSFOSS 18/8 19/8 22/8
Nánari upplýsingar í meginlandsdeildinni.
Ný lönd
og nýjar
hafnir
í bejnt samband
við ísland
Nú hafa tvö ný lönd til viðbótar bæst í hóp
reglubundinna viðkomustaða Eimskips. Siglt
verður mánaðarlega til Lissabon og Leixoes
í Portúgal og til Bilbao á Spáni. Sérstök þjón-
ustuhöfn verðureinnig starfrækt í Barcelona
og um leiðeröruggog reglubundin flutnings-
þjónusta milli íslands, Spánar og Portúgal
orðin að veruleika. Þannig opnum við ís-
lenskum inn- og útflytjendum stóraukin tæki-
færi til nýrraog hagkvæmra viðskiptasambanda.
Umboðsmaður í þjónustuhöfn
Barcelona
Comercial Combalia - Sagrera S.A. .
Via Layetana 15
Barcelona - 3
Sími: 319 0712
Telex: 54704 E