Morgunblaðið - 01.12.1983, Page 6
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983
Kristinn Guðnason hf. 50 ára í dag:
Áðdragandinn að stofnun fyrir-
tækisins var áhugi föður míns
á sjálfstæðum atvinnurekstri
— segir Ólafur Kristinsson framkvæmdastjóri
„Aödragandinn ad stofnun fyrirtækisins er í
raun sá, aö faöir minn haföi áhuga á aö koma á
fót eigin atvinnurekstri, en hann hafði starfað
um árabil sem bifreiðastjóri og var meðal ann-
ars einn af stofnendum leigubflastöðvarinnar
BSR,“ sagði Ólafur Kristinsson, framkvæmd-
astjóri Kristins Guðnasonar hf., í samtali við
Morgunblaðið, í tilefni þess, að í dag, 1. des-
ember, eru liðin 50 ár frá því að Kristinn
Guðnason stofnaði fyrirtækið í Reykjavík, eða
1. desember 1933.
Fyrirtækið var til húsa í kjallara hússins númer 27 við Klapparstíg fyrstu
árin.
Kristinn byggði nýtt hús á lóðinni Klapparstígur 25—27 á árunum 1956—1958.
Byrjað í kjallara hússins
númer 27 við Klapparstíg
„í fyrstu fékk faðir minn til af-
nota húsnæði í kjallara hússins
númer 27 við Klapparstíg, en hann
opnaði þar varahluta- og þjón-
ustuverzlun fyrir bíleigendur, sem
fór fjölgandi á þessum árum. í
þessu sambandi ■'"'er reyndar
skemmtilegt að rifja upp, að á ár-
inu 1934 voru bílar á íslandi 1.559
taisins. Mörgum þótti það því
heldur mikil bjartsýni í gamla
manninum, að setja á stofn verzl-
un og þjónustu við bíleigendur,"
sagði Ólafur.
Vörubirgðirnar námu tvenn-
um árslaunum 1934
Ólafur sagði í samtalinu, að
starfsemin hafi að sjálfsögðu
gengið upp og ofan í byrjun, en
Kristinn hafi hins vegar verið
ákveðinn í að láta reyna á það til
fullnustu hvort hægt væri að
standa við starfsemi af þessu tagi.
„Sem dæmi um hversu lítið um-
fangið var í raun í upphafi get ég
nefnt, að heildarvörubirgðir í lok
ársins 1934 voru svipaðar og sem
nemur tvennum árslaunum starfs-
manna. Við birgðatalningu reynd-
ust birgðir vera að verðmæti
7.028,50 krónur, en í þá daga voru
timalaun starfsmanna um 1,20
krónur, sem svarar til þess að árs-
laun starfsmanna hafi verið á bil-
inu 3—4.000 krónur.“
Alhliöa varahlutaþjónusta
„Fyrirtækið veitti þegar í upp-
hafi alhliða þjónustu við bíleig-
endur. Á boðstólum voru allir
helztu varahlutir í bíla, auk þess
sem alhliða þjónusta var veitt við
bíleigendur. Sem dæmi um þær
vörur, sem fyrirtækið bauð, get ég
nefnt fjaðrir, öxla, platínur, bolta,
rær, rafge.vma og margt fleira. Al-
menn verzlun var því uppistaðan í
rekstrinum allt frá fyrstu tíð,“
sagði Ólafur.
Mikil höft
Aðspurður sagði Ólafur, að það
sem hefði helzt hamlað starfsemi
fyrirtækisins á þessum tíma hafi
verið miklar hömlur á innflutn-
ings- og gjaldeyrisleyfum. „Það
voru í raun mikil höft við lýði hér
á landi á þessum tíma. Innflutn-
ingsverziunin bjó í raun við mikil
höft allt fram til ársins 1960, þeg-
ar innflutningur var gefinn frjáls.
Annars er skemmtilegt að rifja
upp sögu í þessu sambandi. Til
stóð að svipta fyrirtækið öllum
leyfum til innflutnings, en þá
stóðu leigubifreiðastjórar upp og
söfnuðu undirskriftum, þar sem
þess var krafizt að Kristinn Guð-
nason fengi að halda áfram inn-
flutningi og starfsemi sinni. Hann
veitti bíleigendum í raun ómetan-
lega þjónustu. Sem betur fer urðu
stjórnvöld við þessum kröfum og
fyrirtækið hélt áfram starfsemi
sinni."
Brotið blað
„Það má segja, að hægur stíg-
andi hafi verið í starfi fyrirtækis-
ins fram til ársins 1952, en þá var
brotið ákveðið blað í sögu þess.
Faðir minn tók þá ákvörðun að
kaupa húsin númer 25 og 27 við
Klapparstíg, en við það rýmkaðist
verulega um alla starfsemi fyrir-
tækisins. Hann fór fljótlega að
hyggja að nýbyggingu á lóðunum
og hófst reyndar handa á árinu
1956. Við fluttum síðan inn í hið
nýja húsnæði á 25 ára afmæli
fyrirtækisins árið 1958. Það var
gríðarlegur munur að vera með
alla starfsemina í nýju og rúm-
góðu húsnæði," sagði Olafur.
Starfsmenn nú 24
Það kom fram í samtalinu við
Ólaf Kristinsson að hann hóf störf
hjá föður sínum á árinu 1951. „Á
þessum árum voru starfsmenn
fyrirtækisins á bilinu 2—3, en í
dag starfa hjá okkur 24 starfs-
menn í föstu starfi, þannig að
veruleg aukning hefur orðið á um-
fangi starfseminnar síðan, en það
er auðvitað í samhengi við þær
miklu breytingar, sem orðið hafa í
þjóðfélaginu síðan."
Mest verzlað við Bandaríkin
Ólafur sagði aðspurður, að lang-
stærstur hluti viðskipta fyrirtæk-
isins hefði verið við Bandaríkin
lengi framan af. „Á þessu tímabili
komu nánast allir bílar, sem
hingað voru fluttir, frá Bandaríkj-
unum, sem leiddi til þess að vara-
hlutir voru fengnir frá bandarísk-
um verksmiðjum. Við komumst
fljótlega í samband við fyrirtæki,
sem heitir John Prior, en það var í
sambandi við nokkrar helztu verk-
smiðjur Bandaríkjanna. Af sér-
stökum vörutegundum frá fyrri
tíð er mér sérstaklega minnis-
stætt, þegar við á árunum
1945—1947 fluttum inn mikið
magn af vélsturtum fyrir vörubíla.
Þá komumst við snemma í sam-
band við hið þekkta keðjufyrir-
tæki Weed. Við höfum allar götur
síðan átt mjög gott samstarf við
þá og viðskiptin fara vaxandi ár
frá ári.
Stökkbreyting
„Það má síðan segja, að
stökkbreyting hafi orðið á starf-
seminni árið 1960, þegar almennur
innflutningur var gefinn frjáls. Þá
fyrst fór fyrirtækið að þróast og
stækka fyrir alvöru. Við komumst
í samband við fjölmörg fyrirtæki í
Evrópu, sérstaklega í Bretlandi og
Vestur-Þýzkalandi. Reyndar hafði
sú breyting átt sér stað almennt í
bílamálum, að evrúpskir bílar
komu í mjög auknum mæli inn á
markað hér, sem leiddi af sér
aukna þörf á varahlutakaupum
frá Evrópu. Af einstökum fyrir-
Kristinn Guðnason, stofnandi fyrir-
tækisins.
Kristinn í verzlun fyrirtækisins að
Klapparstíg 25—27.
tækjum, sem við komumst í sam-
band við á þessum árum og erum í
viðskiptum við enn í dag, get ég
nefnt Crossland, sem framleiðir
olíusíur. Við erum í miklum við-
skiptum við þá. Þá má nefna
Holds, sem framleiðir mikið af
kemískum efnum og loks má
nefna Qinton-Hazell, sem fram-
leiðir ýmsa varahluti í slitfleti,"
sagði Ólafur.
Bílainnflutningur
Kristinn Guðnason hf. er sjálf-
sagt þekktastur fyrir bílainnflutn-
ing í dag, en fyrirtækið hefur um-
boð fyrir hin þekktu fyrirtæki
BMW í Vestur-Þýzkalandi og Ren-
ault í Frakklandi. Ólafur var því
inntur eftir því hvenær þau við-
skipti hefðu hafizt. „Við sóttum
bílasýningu í Múnchen í árslok
1963. Þar tókum við upp viðræður
við BMW-menn, sem leiddu til
þess að við tókum við umboði fyr-
irtækisins hér á landi og hófum
innflutning þegar í ársbyrjun
1964, en hann hefur staðið óslitið
síðan. Það er síðan ekki fyrr en á
árinu 1970, að við komumst í sam-
band við Renault og tókum við því
umboði. Bílainnflutningur og bein
þjónusta þar að lútandi hefur allt
frá þessum tíma farið vaxandi,
sem þáttur í heildarstarfsemi fyr-
irtækisins, þó alveg sérstaklega
hin allra síðustu ár,“ sagði Ólafur.
Aðspurður sagði Ólafur að hlut-
ur bílainnflutningsins og þjónust-
unnar í heildarveltu fyrirtækisins
væri sennilega í námunda við 75%
í dag. „Frá því að við hófum inn-
flutning á árinu 1964 höfum við
flutt inn liðlega 1.800 bíla af þess-
um gerðum. Langmest fluttum við
inn á árunum 1981 og 1982, þegar
vestur-þýzka markið varð mjög
hagstætt í viðskiptum við ísland
og innflutningur á bílum frá BMW
jókst gríðarlega."
Álagningarmál í ólestri
Ólafur sagði að fyrirtækið hefði
hafið almenna verkstæðisþjónustu
á árinu 1970, í kjölfar þess að
Kristinn Guðnason hf. tók við um-
boðinu fyrir Renault. „Það er í
raun ógerlegt að vera með bíla-
umboð án þess að vera með verk-
stæði. Hins vegar er þannig búið
að bílaverkstæðum hér á landi, að
það er nær ógerningur að reka þau
á eðlilegan hátt. Álagningarmál
eru í algjörum ólestri. Okkur er