Morgunblaðið - 06.12.1983, Side 2

Morgunblaðið - 06.12.1983, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 50 Kristján Sigurðsson ásamt hluta starfsfólks á Leitarstöðinni við Suðurgötu. Hægra megin við Kristján stendur Guðlaug Guðmundsdóttir, yfirhjúkrunarkona. LjAsm. Mbi./ rax Konur sinna ekki boðum um að koma í skoðun „Við erum ekki að kvarta yfir því að fáar konur komi í skoðun, heldur að þær konur, sem hafa fengið send boð um að mæta, skuli ekki mæta betur en raun er á,“ sagði Kristján Sigurðsson, yfir- læknir Leitarstöðvar Krabba- meinsfélags íslands, í samtali við Morgunblaðið nú fyrir skömmu. „Við sendum út boð í sumar til þeirra kvenna, sem ekki hafa kom- ið í skoðun síöastliðin fimm ár og einnig til þeirra sem aldrei hafa komið, en aðeins 30% þeirra, sem boðaðar voru. hafa mætt.“ Viljum skoða annað hvert ár Sumar konur eru mjög sam- viskusamar og koma hingað á hverju ári í skoðun, en það er ekki ástæða til að koma svo oft, séu einkenni ekki til staðar. Við viljum reyna að skoða allar kon- ur, 25 til 69 ára, annað, eða þriðja hvert ár. Það er í raun nauðsynlegt ef við eigum að finna krabbameinið, áður en það kemst á alvarlegt stig. Ákveðnar frumubreytingar geta þróast yf- ir í krabbamein. Þessi þróun get- ur þó tekið mörg ár og við getum nú, með þeim aðferðum, sem við höfum yfir að ráða, greint frumubreytingar í leghálsi, áður en þær verða að krabbameini." Rœtt við Kristján Sigurðs- sonf yfirlœkni leitarstöðvar Krabbameins- félagsins Konur kvíða fyrir Guðlaug Guðmundsdóttir, yf- irhjúkrunarkona Leitarstöðvar- innar, sagði að konur væru oft mjög kvíðnar fyrir skoðun og gæti sá kvíði orðið til þess að þær létu skoðun sitja á hakan- um. Hún sagði ennfremur að al- menna umræðu og fræðslu um gagnsemi slíkra skoðana vantaði mjög. „Ef við eigum að geta fækkað sjúkdómstilfellum, verð- um við að geta greint einkennin á meðan þau eru á algjöru frum- stigi. Konurnar verða þvi að hlýða innköllunum, þegar þær eru boðaðar í skoðun." Engin haföi komið síöastliöin fimm ár „Á tímabilinu 1980—1982 voru greind leghálskrabbamein hjá 40 konurn," sagði Kristján. „Þar af voru 20 konur, eða heil 50% með krabbamein á háu stigi. Engin þessara kvenna hafði komið í skoðun síðastliðin fimm ár. Þetta er sorgleg staðreynd, því verður ekki neitað. Það sem af er árinu, höfum við skoðað fleiri konur en nokkru sinni áður. Aftur á móti viljum við að þær konur, sem hafa feng- ið boð frá okkur um að mæta í skoðun, sinni betur því kalli, þar sem þær eru oft í meiri hættu en hinar, sem mæta reglulega á tveggja ára fresti. A Leitarstöðinni í Reykjavík eru konur skoðaðar á öllum virk- um dögum, en alls er skoðað á 40 stöðum á landinu. Úti á landi eru skoðanir ekki framkvæmdar reglulega, heldur eru þær bundnar við ákveðið tímabil og eru þá auglýstar á hverjum stað fyrir sig. Loks skal bent á að konur þurfa að panta tíma fyrir þessar skoðanir, sem fara fram í húsnæði Krabbameinsfélagsins, að Suðurgötu 22 í Reykjavík," sagði Kristján Sigurðsson að lokum. Kaupmannafélag Vestfjarða: Endurskoðun laga um samvinnufélög Aöalfundur Kaupmannafélags Vest- fjaröa, haldinn á ísafirði 12. nóvember 1983, gerir eftirfarandi ályktanir: 1. Fundurinn vekur athygli á því óréttlæti, sem eigendur einka- verslana hafa orðið að búa við um áratugi, gagnvart verslunum, sem reknar eru á samvinnufé- lagsgrundvelli. Það er sanngjörn krafa, að bæði rekstrarformin eigi þess kost, að starfa hlið við hlið á jafnréttisgrundvelli. Er hvatt til að hraðað verði endur- skoðun laga um samvinnufélög frá nr. 46/1937. 2. Fundurinn beinir þeim tilmælum til stjórnvalda, að fella niður úr skattalögum ranglát ákvæði um að áætla atvinnurekanda tekjur, í þeim tilvikum að tekjur hrökkvi ekki fyrir gjöldum. 3. Fundurinn minnir á fyrri sam- þykktir aðalfundar Kaupmanna- félags Vestfjarða um afnám sérstaks skatts á verslunarhúsnæði um að greidd- ur verði kostnaður við innheimtu söluskatts og/eða eindaga verði reiknað og um að orkukostnaður, sem er hvað hæstur hér vestra, verði jafnaður að fullu á landinu öllu. 4. Fundurinn bendir á, að við ríkj- andi aðstæður er ekki grundvðll- ur til kauphækkana, en telur að raunhæfustu kjarabætur fyrir allan atvinnurekstur og hinn al- menna borgara i landinu, séu að draga úr skattaálögum hvers- konar, svo sem frekast er unnt. 5. Þá ítrekar fundurinn fyrri sam- þykktir, sem benda á, að örugg- asta tryggingin fyrir bættum hag neytenda, ekki síður en verslun- arinnar, er afnám allra verðlags- kákvæða og frjáls samkeppni í verslun. flr fréttatilkynninfni. Þorgils gjallandi AnnaÖ bindi ritsafns hans komið út BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafn- arfirði, hefur gefið út annað bindi af ritsafni Þorgils gjallanda. Alls verða bindin þrjú. Rit Þorgils gjallanda hafa ekki verið fáanleg í áratugi í heildarútgáfu. Þessa út- gáfu verka hans annast þau Jó- hanna Hauksdóttir og Þórður Helgason. Þorgils gjallandi var skáldaheiti Jóns Stefánssonar, er fæddist 2. júní 1851 að Skútustöðum í Mý- vatnssveit. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Þær tvær sögur, sem prentaðar eru í þessu bindi, Gamalt og nýtt og Upp við fossa, eru lengstu sögur höfundarins og jafnframt þær, sem umdeildastar voru. Sagan Gamalt og nýtt birtist fyrst í sögu- safninu Ofan úr sveitum árið 1892 og þótti reginhneyksli, bæði efni og búningur. Þorgils boðaði í sögunni óskoraðan rétt ástarinnar, en ræðst hins vegar á helgi hjóna- bandsins og boðar raunar afnám þess. Þetta ofbauð grandvöru fólki. Tiu árum síðar, árið 1902, kom svo Upp við fossa út og hefur verið fullyrt um hana að ekki hafi orðið slíkur úlfaþytur um nokkra bók hér á landi. Mönnum ofbauð af- staða höfundar til kirkju og trú- mála og ekki síður hversu berorður hann var um holdlegar ástir." Tvær nýjar bækur um hin fjögur fræknu IÐUNN hefur gefið út tvær nýjar bækur í hinum vinsæla teikni- myndasagnaflokki um hin fjögur fræknu. Nefnast þær Hin fjögur fræknu og F-sprengjan og Hin fjögur fræknu og hvíthattaklíkan. Þetta eru fimmtánda og sextánda bókin í flokknum. Sögur þessar voru upp- haflega gefnar út á frönsku. Teikn- ingar eru eftir Francois Craenhals og texti eftir Georges Chaulet. Aðal- persónur eru þau Búffi Búffi, Lastík og Doksi ásamt hundinum óskari. Þessir félagar eiga jafnan í höggi við misindismenn og skortir ekkert á æsilega atburði og spennu í frásögn. Texta hinna nýju bóka um hin fjögur fræknu þýddi Jón B. Guðlaugsson. Bækurnar eru gefnar út í samráði við Casterman í París. OG HVtTHATTAKUKAN Gestir fylgjast með athöfninni. (Ljósm. Guðlaugur Sigurgeirsson). Frá afhendingu Sólskilans. Hrefna Sighvatsdóttir afhendir Sigurgeir Ólafs- syni, forseta bæjarstjórnar sólskálann fyrir hönd Garðyrkjufélagsins. Vestmannaeyjar: Sólskáli við dvalarheimili aldraðra Vestmannaeyjura, 28. nóveraber. Á SÍÐASTA ári, sem var ár aldr- aðra, ákvað Garðyrkjufélag Vestmannaeyja að gangast fyrir fjársöfnun meðal Vestmanney- inga til þess að byggja sólskála við Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum. Söfnun þessi hlaut góðar undir- tektir og fjölmargir einstakl- ingar, félög, klúbbar og fyrir- tæki gáfu fé eða lögðu fram vinnu, efni og aðstoð til þess að hrinda þessari hugmynd Garð- yrkjufélagsins í framkvæmd. Framkvæmdum er nú lokið og myndarlegur vandaður sól- skáli risinn. Sl. sunnudag af- henti svo Hrefna Sighvats- dóttir fyrir hönd Garðyrkjufé- lagsins Hraunbúðum skálann formlega, en honum veittu við- töku með þökkum Sigurgeir Ólafsson, forseti bæjarstjórn- ar, og Sólveig Guðnadóttir, forstöðukona Hraunbúða. Vistfólk Hraunbúða hefur lýst mikilli ánægju með þenn- an sólskála sem mun lengja sumarið og einnig nýtast fólk- inu á öðrum árstímum. Viðstaddir afhendingu sól- skálans voru bæjarfulltrúar og bæjarstjóri, stjórnarkonur í Garðyrkjufélaginu og vist- fólk og starfsfólk Hraunbúða auk fleiri gesta. Öllum við- stöddum var boðið í veglegt kaffisamsæti í hinum vistlegu húsakynnum Hraunbúða. — hkj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.