Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
55
flugu á taumnum hjá mér, Hairy
Mary, en hún kemur næst á eftir
Blue Charm í mínum huga. Þær
eru mjög líkar flugur. Það var svo
ekkert annað en það, að þegar ég
var kominn mjög neðarlega með
köstin, sá ég hryggja fyrir laxi og
það var þrifið í úti í miðri á. Lax-
inn dreifir sér mikið þarna og
liggur gjarnan undir klettabríkum
sem eru alveg að vestan, en veitt
er af austurbakkanum. Ég hélt
áfram og skömmu síðar var aftur
þrifið í, að þessu sinni alveg út
undir brík. Mér þykir veiðilegt að
kasta yfir á bríkina á þessum stað
og láta fluguna skjótast fram af
henni, það gerði ég að þessu sinni
og það var þrifið í, en ekki gekk
rófan.
— Ég sá að hann vildi þessa
flugu, þannig að það var ekkert
annað að gera en að halda áfram
og tveimur köstum síðar var tekið
svo um munaði. Þetta var 17
punda hængur, nokkuð leginn og
ég var tæpar 20 mínútur að ná
honum. Það var frekar skammur
tími með stóran fisk, en það er
óhætt að segja að hann hafi haldið
meira til ofan vatns en undir.
Þvílík loftköst og djöfulgangur, ég
man ekki eftir laxi sem hefur sýnt
önnur eins tilþrif, enda sprengdi
hann sig.
Flugan valin.
„Ættu að prófa... “
— Mér dettur ekki í hug að vera
með fordóma um hvað menn kjósa
að nota sem agn, en það vita þeir
sem reynt hafa, að fluguveiðin er
miklu meira sport heldur en
maðkveiðin. Hins vegar getur ver-
ið erfitt að skipta um, því flestir
byrja á maðkveiðinni og hafa lítið
sjálfstraust gagnvart flugunni. En
menn ættu að prófa að fara
hreinlega maðkalausir í veiðiferð-
ina meðan þeir eru að venja sig á
þetta og eiga ekki önnur úrræði en
fluguna. Það kostar þolinmæði en
þeir gera ekki annað er þeir hafa
náð tökum á fluguveiðinni. Þetta
þarf ekki mikið, eina 9 feta graf-
ítstöng, hjól, línu og flugur. Eg á
að vísu varastöng sem ég hef allt-
af með, en meira þarf ekki. Og ég
endurtek, ég er fordómalaus í
þessum efnum, en vil aðeins benda
mönnum á, að þeir skemmta sér
miklu betur ef þeir gefa flugunni
möguleika.
— Svo er þetta miklu meira
spennandi. Þegar búið er að renna
maðki upp í lax og hann er búinn
að gleypa öngulinn, þá er hann
dauðans matur nema eitthvert
einstakt slys eða uppákoma komi
til. En sá laxinn á meiri möguleika
sem tekið hefur litla flugu, svo
ekki sé meira sagt. Og helming
allra stórlaxa missir maður, það
er staðreynd.
Kenningar
— Menn eru með ýmsar kenn-
ingar um laxinn og hegðun hans
og ég er ekkert undanskilinn, með
alls kyns grillur um þennan
merkilega fisk. Einu merkilegu at-
viki man ég eftir, en það gerðist
við brúna á Hrútafjarðará. Rétt
fyrir neðan neðri kant brúarinnar
lá hópur af löxum, á sama stað og
sterki laxinn tók hjá mér um árið
og ég skrallaði fyrir áhorfendur í
margar klukkustundir áður en
laxinn gafst upp eins og Svart-
höfði upplýsti. Þetta var síðdegis í
björtu og fallegu veðri. Tómas
Arnason var með mér í ánni, en
hann hafði brugðið sér eitthvað
frá og meðan ég beið hans dundaði
ég við þessa laxa og reyndi að
freista þeirra. Ég skipti oft um
flugur og reyndi allt mögulegt, en
ekkert gekk.
— Ég var farinn að hugsa með
mér að þetta þýddi ekkert, því í
hvert skipti sem þungir bílar óku
yfir brúna, sáldraðist möi og smá-
grjót yfir ána þar sem laxarnir
lágu og datt mér ekki annað í hug
en að það væri meira en nóg til
þess að þeir myndu ekki hafa
áhuga á því að bíta á. En þegar ég
var hættur og var að sniglast und-
ir brúnni, horfði út í ána og var
um allt annað að hugsa en laxana,
þá byrjuðu þeir allt í einu að kafa
upp, eins og tökufiskar gera iðu-
lega. Ég kom mér þvi fyrir aftur
og setti þarna í fjóra laxa í röð.
Þeir tóku grannt og þrír hristu sig
af, en það breytti ekki því sem
gerst hafði. Þama sá ég, að laxinn
getur vanist öllum aðstæðum án
þess að það komi niður á töku-
skapinu.
— Ég hef ekki orðið þess var, að
ég hafi veitt minna eftir að ég
smækkaði flugur þær sem ég nota
fyrir nokkrum árum, þvert á móti.
Þess vegna og einnig af fleiri sök-
um, er það mín kenning, að laxinn
eigi betur með að snúa úr sér
fluguvopn eftir því sem þau eru
stærri. Litlu krókarnir bíta sig
helviti vel í kjaftinn á laxinum og
þurfa til þess miklu minna átak.
En það er með mig eins og aðra
veiðimenn, maður er uppfullur af
bábiljum, hver veiðimaður hefur
sína trú fyrir sig og má það. Eins
er með mig.
— Ég er stangaveiðimaður og
ég veiði eingöngu á flugu. En ég
telst varla aflamaður. Ég hef farið
niður í 9 laxa á sumri, en líka sett
í 15 laxa í beit í sama hylnum í
Hrútunni og náð 14. Þrír þeirra
tóku Black Doctor númer 9, en
hinir 11 tóku eftirlætið, Blue
Charm nr. 10. Það er langt síðan
Blue Charm tók að skipa hjá mér
þann sess sem hún gerir í dag, og
ég er þeirrar skoðunar að það sé
alltaf hægt að beita Blue Charm
nr. 10. En það næst ekkert á neina
flugu í mórauðu vatni, nema á
þessar ógeðslegu túbur sem nú eru
mikið notaðar. Og ég uni mér
hvergi betur en við Hrútafjarðará,
það er eins og af vana, því að segja
má að ég hafi næstum alist upp á
bökkum hennar. Ég fór fyrst í
hana til veiða 27 ára gamall, hef
stundað hana síðan og er nú á
sextugsaldri.
— Hrútan er lítil á og viðkvæm.
Hún er stutt og ekki laxamörg. Ég
er hræddur um að stórveiðimenn,
þeir sem meta veiðitúrinn í laxa-
fjölda og kílógrömmum, myndu
ekki vera að snudda við hana. En
mér finnst hvergi betra að vera.
Skuldir sveitarfé-
laganna hafa aukist
um 5—600
— segir Alexander
Stefánsson félags-
málaráðherra
BorgarneNÍ, 28. nóvember.
„Eg geri mér Ijóst að almenningur
í landinu treystir því að álögur sveit-
arfélaga á næsta ári verði ekki til að
þyngja skattbyröi umfram þau mörk
sem ríkisstjórnin hefur sett í efna-
hagsstefnu. Sveitarfélögin geta haft
útslitaáhrif á skattbyrði beinna
skatta á næsta ári. Þess vegna verð-
ur að leggja höfuðáherslu á að sveit-
arfélögin fylgi stefnu ríkisstjórnar-
innar með beinu aðhaldi í rekstri,
samdrætti í framkvæmdum og fjár-
festingaráformum á næsta ári,“
sagði Alexander Stefánsson félags-
málaráðherra í ávarpi á aðalfundi
milljónir
Samtaka sveitarfélaga i Vestur-
landskjördæmi sem haldinn var í
Borgarnesi um helgina.
Sagðist félagsmálaráðherra þó
vilja komast hjá því að setja
hömlur á sveitarfélögin í notkun
tekjustofna við þessar aðstæður
en vildi treysta sveitarstjórnar-
mönnum til að meta aðstæður í
efnahagsvanda þjóðarinnar og
stilla álögum i hóf á næsta ári.
Hins vegar sagði félagsmálaráð-
herra að taka yrði mið af því að
fjárhagsstaða sveitarfélaganna i
lok þessa árs væri mjög veik.
Sagði hann að miðað við þær upp-
lýsingar sem hann hefði nýjastar,
hefðu skuldir sveitarfélaganna
aukist um 500—600 milljónir á yf-
irstandandi ári.
HBj.
„Þeir settu svip á öldina“
Þættír um 16 íslenzka stjórnmálaleiðtoga
Iðunn hefur gefið út bókina Þeir
settu svip á öldina, þætti um sextán
íslenska stjórnmálaleiðtoga. Sigurð-
ur A. Magnússon rithöfundur hefur
annast ritstjórn verksins og samið
formála. í bókinni er sagt frá flest-
um helstu forustumönnum í íslensk-
um stjórnmálum allt frá aldamótum
og fram um 1970. Höfundar þátt-
anna eru jafnmargir foringjunum.
Bókin er prýdd myndum og aftast
niðjatal sem Guðjón Friðriksson hef-
ur tekið saman.
Höfundar og viðfangsefni þeirra
eru sem hér segir: Jón Guðnason
dósent ritar um Skúla Thorodd-
sen, Sigurður Lindal prófessor um
Jón Magnússon, Sigurður A.
Magnússon rithöfundur um Hann-
es Hafstein, Gunnar Thoroddsen
fyrrv. forsætisráðherra um Jón
Þorláksson, Jón Baldvin Hanni-
balsson alþingismaður um Jón
Baldvinsson, Þórarinn Þórarins-
son ritstjóri um Jónas Jónsson,
Pétur Pétursson þulur um ólaf
Friðriksson, Andrés Kristjánsson
rithöfundur um Tryggva Þórhalls-
son, Jónas Haralz bankastjóri um
Ólaf Thors, Gils Guðmundsson
rithöfundur um Héðin Valdimars-
son, Vilhjálmur Hjálmarsson
fyrrv. ráðherra um Hermann Jón-
asson, Gísli Ásmundsson kennari
um Brynjólf Bjarnason, Haukur
Helgason hagfræðingur um Einar
Olgeirsson, Helgi Már Arthursson
blaðamaður um Hannibal Valdi-
marsson, Jóhannes Nordal seðla-
bankastjóri um Bjarna Bene-
diktsson og Svavar Gestsson al-
þingismaður um Magnús Kjart-
ansson.
Eins og af þessari upptalningu
má sjá er hér gerð grein fyrir
flestum þeim leiðtogum í íslensku
stjórnmálalífi aldarinnar sem
áhrifaríkastir voru. Hér er í senn
lýst æviferli þeirra og persónu-
gerð og jafnframt varpað ljósi á
þær þjóðfélagsaðstæður sem þeir
störfuðu við. Höfundar greinanna
eru allir gjörkunnugir íslenskum
ÍSLENSKIR STJÓBNMÁLAMENN
,, ÞEIRSETRJSVIPÁ
OLDJNA
stjórnmálum fyrr og síðar og ýms-
ir byggja auk þess á nánum per-
sónulegum kynnum. Ritstjóri bók-
arinnar, Sigurður A. Magnússon,
kemst svo að orði í formála að
greinarnar séu „hnýsilegar heim-
ildir bæði um viðfangsefnin og
eins höfundana sjálfa sem óhjá-
kvæmilega skilgreina sjálfa sig í
hlutfalli við viðfangsefni sín“.
Þeir settu svip á öldina er lið-
lega þrjú hundruð síðna bók. Oddi
prentaði.
Enginn veit sín örlög
Saga eftir Evi Bögenæs í útgáfu Idunnar
Iðunn hefur gefið út nýja bók eftir
hinn vinsæla norska höfund Evi
-EVI B0GENÆS-
Bögenæs. Nefnist hún Enginn veit
sín örlög. Eftir Evi Bögenæs hafa
komið út á íslensku allmargar sögur
og notið vinsælda en sögur hennar
eru einkum við hæfi ungra stúlkna.
Efni nýju sögunnar er á þá leið,
að Nanna, aðalpersónan, er tvítug
stúlka og trúlofuð Eiríki sem er
tíu árum eldri en hún. Nanna er
lífsglöð en Eiríkur ráðsettur og
lætur tilfinningarnar aldrei ráða
ferðinni. Honum finnst unga fólk-
ið of laust í rásinni, en vonar að
Nanna muni stillast áður en þau
giftast. Það á að verða að ári
liðnu, en þangað til ætlar Nanna
að vinna á skrifstofu. Þar eignast
hún nýja vinkonu og hittir hjá
henni gamlan vin sinn, Níels ...
Enginn veit sín örlög er 100
síðna bók. Margrét Jónsdóttir
þýddi söguna. Oddi prentaði.
Brian Pilkington gerði kápumynd.