Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 8
56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
MEMOREX
DISKETTUR
Þurrkublöð
og armar
fyrir flesta bíla. Rúöu-
sprautudælur. Þurrku-
mótorar, 12—24 v, fyrir
jeppa og tæki.
SIEMENS
Hinar fjölhæfu
SIEMENS
ELDA VÉLAR
sameina tvær þekktar bökun-
araöferöir:
• meö yfir- og undirhita
• meö blæstri
auk orkusparandi glóöar-
steikingar meö umloftun í lok-
uöum ofni.
Vönduö og stílhrein v-þýsk
gæöavara, sem tryggir ára-
tuga endingu.
Smith & Norland hf.,
Nóatúni 4,
sími 28300.
VAKA er nú að senda á markað
óvenjulega bók um landsfrsga per-
sónu, Ella — hinn eina sanna, og
vandamenn hans. Hér er um að
rseða fólk, sem flestir eða allir telja
sig þekkja, en enginn veit í rauninni
fyrir víst hvar er búsett. Grunur leik-
ur jafnvei á að Elli sé ekki neinn
einn maður, heldur samnefnari fyrir
marga, segir í frétt frá útgáfunni.
Höfundar bókarinnar eru þær
Edda Björgvinsdóttir og Helga
Thorberg, sem urðu í fyrsta sæti i
nýlegri hlustendakönnun Útvarps-
ins með þátt sinn „Á tali“. Bók
þeirra er byggð á þessum vinsælu
þáttum og efnið lagað að kröfum
annars miðils, auk þess sem það er
skreytt myndum Ragnheiðar
Kristjánsdóttur.
Þær Edda og Helga draga í bók-
inni upp skemmtilegar mannlífs-
myndir, sem flestir kannast við og
nota til þess viðtalsformið, sem
þær hafa beitt með svo góðum
árangri í útvarpsþáttunum. Þykir
efnið ekki síður njóta sín á prenti
en á öldum ljósvakans.
Þrjár „gægjubækur“
börn frá AB
íyrir
ALMENNA bókafélagið hefur sent
frá sér þrjár bækur fyrir unga lesend-
ur í flokki svonefndra gægjubóka, en
þær eru þannig að á annarri hverri
blaðsíðu er spurning viðkomandi því
efni, sem bókin fjallar um, en á síð-
unni á móti er mynd sem snertir
spurninguna og lítið spjald sem fletta
má upp og undir spjaldinu er svar við
spurningunni. Gægjubækurnar sam-
eina því það tvennt að vera skemmti-
legar og veita byrjandanum undir-
stöðufræðslu í ýmsum hagnýtum efn-
um. Þessar bækur eru eftir Bretann
Eric Hill, sem er höfundur vinsælla
barnabóka.
Gægjubækurnar eru þessar:
Dýrin. Spurningar i henni fjalla
eingöngu um dýr. Dæmi um spurn-
ingu: Hvað er stórt, hvítt og loðið
og á heima í heimskautalöndum?
Myndin á móti er af hafísjaka und-
ir fullu tungli. Fletti maður upp
spjaldinu kemur í ljós mynd af ís-
birni og nafnið ísbjörninn.
Hver gerir hvað. Hún fjallar um
nöfn á ýmsum starfshópum. Dæmi:
Hver aðstoðar farþega í flugvél? Á
blaðsíðunni á móti er mynd af far-
þegum í flugvél, en undir spjaldinu
stendur: Flugfreyja, og þar er líka
mynd af flugfreyju.
Þriðja gægjubókin nefnist And-
heiti, og sést af nafninu um hvað
hún fjallar: Dæmi: Hvert er and-
heitið við digur? Svarið undir
spjaldinu er vitaskuld mjór, og á
opnunni eru myndir af nílhesti, en
undir spjaldinu mynd af slöngu.
Hver gægjubók er 20 bls. að
stærð.
Leiftur frá liðn-
um árum, 3. bindi
MorfiiDbUAiA/ólafer K. Magnónon.
Höfundar bókarinnar um Ella, þær Edda Björgvinsdóttir og Helga Thorberg,
skörtuðu sínu fegursta er þær kynntu útkomu bókarinnar.
Bók um Ella og
fjölskyldu hans
Hörpuútgáfan á Akranesi
sendir nú frá sér 3. bókina í
vinsæla bókaflokknum Leiftur
frá liðnum árum.
í frétt frá útgáfunni segir m.a.:
Bókaflokkurinn Leiftur frá liðn-
um árum hefur hlotið mjög góðar
viðtökur. í safni þessu eru fjöl-
breyttar frásagnir. Sagt er frá
margháttuðum þjóðlegum fróð-
leik, reimleikum, dulrænum at-
burðum, skyggnu fólki, skips-
ströndum, skaðaveðrum, sérstæð-
um hjúskaparmálum o.fl. Nöfn
eftirtalinna þátta gefa hugmynd
um hið fjölbreytta efni:
Erfiðleikar á Atlantshafi, Fóta-
lausa Gunna, Örlagadraumur,
Köld er sjávardrífa, Álfkonuberg,
Var það Sólheimamóri?, Svona fór
um sjóferð þá, Fyrsta símaskákin
mín, Réttvísandi kompás, Hrakn-
ingar hjá Skálanesbjargi, Ein-
kennileg notkun kaffis, Læknast í
svefni, Leiði ókunna sjómannsins í
Leiftur ftá
liðnum árum
Selárdal.
Leiftur frá liðnum árum 3 er 215
bls. Prentuð og bundin í Prent-
verki Akraness hf. Káputeikningu
gerði Prisma, Björn H. Jónsson.
Maðurinn, sem
féll til jarðar
Framtíðarsaga eftir Walter Tevis
,U
IÐUNN hefur gefið út skáldsöguna
Maðurinn sem féll til jarðar eftir
bandaríska höfundinn Walter Tevis.
Þorsteinn Antonsson þýddi.
Saga þessi segir frá manni —
sem raunar var enginn maður —
sem kemur til jarðar frá annarri
stjörnu, vitjar jarðarbúa utan úr
geimnum og vill beina lífi þeirra í
hollari farvegi.
„Hæfileikar hans gerðu honum
ótal vegi færa,“ segir í forlags-
kynningu á kápubaki. „Hann var
veiklulegur og sérvitur, sem fólk
setti yfirleitt ekki fyrir sig. En einn
eiginleiki varð honum alvarlega að
fótakefli: Hann hafði svo jákvæðar
eða mannlegar tilfinningar að
flestir hefðu bælt þær umsvifa-
laust niður.“
Maðurinn sem féll til jarðar skipt-
ist í þrjá hluta sem eru afmarkaðir
í tíma. Fyrsti hluti, Ikarus á niður-
leið, hefst árið 1985, annar hluti,
Hrokkinskinni, árið 1988, hinn
þriðji, Ikarus drukknar, árið 1990.
— Sagan er víðkunn og hefur verið
kvikmynduð. í þeirri mynd fór
David Bowie með aðalhlutverkið.
Maðurinn sem féll til jarðar er 200
blaðsíðna bók. Oddi prentaði.
Fé sem notað er til að fyrirbyggja
neyzlu vímuefna er vel varið
------ í‘
EWC Htu \ 1
VWo N
E«C HK.L
í MAÍ sl. sendi starfshópur um
vímuefnamál, sem starfar á vegum
Samstarfsnefndar um unglingamál,
frá sér greinagerð um vímuefna-
neyslu unglinga á höfuðborgarsvæð-
inu. í framhaldi af þeim upplýsing-
ifm sem þar koma fram og öðru því
sem fram hefur komið, bæði í ræðu
og riti um þessi mál að undanförnu,
telur starfshópurinn brýnt að til
skjótra og róttækra aðgerða verði
gripið til að bregðast við vandanum
og hindra frekari þróun hans í land-
inu. „
f þeim tilgangi sendi starfshóp-
urinn í nóv. sl. frá sér tillögu um
aðgerðir til fræðsluráðs, æsku-
lýðsráðs, félagsmálaráðs og borg-
arráðs Reykjavíkur, þar sem með-
al annars er lagt til eftirfarandi:
— Að nú þegar verði ráðinn
starfsmaður til að kanna efni
og umfang vímuefnaneyslu
meðal unglinga í Reykjavík.
- Að útideild Reykjavíkur verði
efld.
- Að ráðinn verði starfsmaður er
vinni að stuðningsúrræðum
fyrir þá unglinga sem nú þegar
hafa ánetjast vímugjöfum.
- Að fjármagni verði varið til út-
gáfu og vinnu að fræðslu- og
upplýsingaefni um skaðsemi
vímuefna.
- Að mennta og fræða einn eða
fl. starfsmenn félagsmiðstöðva
Æskulýðsráðs Reykjavíkur,
sérstaklega varðandi þennan
málaflokk, þannig að þeir geti
leiðbeint öðru starfsfólki fé-
lagsmiðstöðvanna og skipulagt*-
stuðningsúrræði.
- Að ráðinn verði starfsmaður
sem undirbúi og skipuleggi
fræðsluefni og námskeið fyrir
grunnskólakennara Reykjavík-
ur.
Til að stöðva megi þá óheilla-
vænlegu þróun sem neysla vímu-
efna hefur í för með sér, telur
starfshópurinn að til mjög víð-
tækra aðgerða þurfi að grípa.
Landsmenn allir verði að taka
höndum saman í baráttunni við
vágest þennan.
— I þeirri baráttu þurfum við
m.a. að læra af reynslu
grannþjóða okkar sem sýnir
svart á hvítu að ef menn
hakla of lengi að sér höndum
í þessum málum þá getur
það reynst dýrkeypt.
— óhjákvæmilegt er að tillögur
þær sem að framan greinir
hljóta að hafa nokkurn
kostnað í för með sér.
Þau sem að þessum málum
vinna eru þess þó fullviss að fjár-
munum þeim sem fara til þess að
fyrirbyggja vímuefnaneyslu ungl-
inga verði ekki betur varið.
KANARÍEYJAR - JÓLA- 0G NÝÁRSFERÐIR
Brottfarard.
14. des., 21. des. og 30. des. 10,17, 24 eöa 31 dagur
//-tirtour ................. Qn
(Flugferöir) Vesturgata 17. Símar: 10661, 22100 og 15331.
Sólskinsparadís ískammdeginu.
Glæsilegir gististaðir, íslensk jólahátíð
og nýársfagnaður.