Morgunblaðið - 06.12.1983, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
60
Tölvuspil
Vorum aö fá öll nýjustu tölvuspilin. Aldrei
hagstæöara verö.
Sérverslun Ra(sýn hf.(
tðivuspii Síðumúla 8, sfml 32148
Því eldd aó
gefa okkur sjálfum
, mtastulta
i blöndunartækió
í jólagjöf?
= HÉÐINN =
SELJAVEGI 2, REYKJAVÍK.
ÞVÍ EKKI AÐ FÁ ÞÆR
HEIMSENDAR?
VERJURNAR FRA
AMOR SVÍKJA ENGAN!
16 stk. Long love og 24 stk. Color set.
Samtals 40 stk. fyrir aðeins kr. 340,-
Sendum í póstkröfu um land allt.
Vinsamlegast sendið mér í póstkröfu:
____stk. Amor, samtals kr_______________
Nafn:_____________________________________
Heimili:___________________________________
Sveitarfélag:----------------------------—
Sendist til Póstval, Pósthólf 91 33,
1 29 Reykjavík.
Borgarstjórn:
„Erfitt að spá um hvenær
þörfinni verður fullnægt44
— sagði Páll Gíslason við umræður um húsnæðisvanda aldraðra
„Þó að enn hafi ekki verid geng-
ið frá fjárhagsáætlun horgarinnar
fyrir næsta ár má reikna með að
um 54 milljónum verði varið til
framkvæmda við vistheimili fyrir
aldraða í borginni, þar af um 45
milljónum króna til byggingar
Seljahlíðar. Áætlað er að þeirri
byggingu verði lokið í árslok 1985.
Það er rétt að þörfin fyrir húsnæði
handa öldruðum er mikil, en erfitt
er að spá um hvenær þeirri þörf
verður fullnægt," sagði Páll Gísla-
son, formaður byggingarnefndar
íbúða í þágu aldraðra, við umræð-
ur í borgarstjórn á fimmtudag um
fyrirspurn frá borgarfulltrúum Al-
þýðuhandalagsins um hvaða ráða-
gerðir meirihlutinn hefði í huga
vegna skorts á leiguhúsnæði fyrir
aldraða í borginni. Samkvæmt
upplýsingum frá ellimáladeild
borgarinnar eru nú 919 einstakl-
ingar og 123 hjón á biðlista vegna
leiguhúsnæðis fyrir aldraða. Þar af
132 einstaklingar og 16 hjón á
aldrinum 86—100 ára.
„Borgarfulltrúar hafa verið
samdóma um að húsnæði fyrir
aldraða væri forgangsverkefni á
sviði fjárfestinga og fram-
kvæmda hjá borginni. 218 ein-
staklingar búa nú á 5 dvalar-
stofnunum á vegum Reykja-
víkurborgar og 40 íbúðir á veg-
um félagsmálastofnunar eru
ætlaðar lífeyrisþegum að Aust-
urbrún 6. En þörf er fyrir aukið
átak í þessum málum. f fyrra
kom ég með tillögu um að fleiri
aðilar, m.a. félagasamtök, yrðu
fengnir til samvinnu við borgina
á þessu sviði. Þegar er fordæmi
fyrir slíkri samvinnu, þar sem er
fyrirhuguð bygging söluibúða
fyrir aldraða í Nýja miðbænum
skv. samningi við Verslunar-
mannafélag Reykjavíkur. Þegar
eru samningar komnir á rekspöl
við Samtök aldraðra og Ar-
mannsfell um byggingu fyrir
aldraða við Bólstaðarhiíð. Á veg-
um borgarinnar eru um 103 rúm
á hjúkrunardeildum fyrir aldr-
aða á fjórum stöðum í borginni
og í febrúar nk. verða 29 rúm
tekin í notkun i B-álmunni, en
þar eru 29 rúm fyrir. Minna má
á dagdeildir borgarinnar fyrir
aidraða á Dalbraut og í Hafnar-
búðum, en fleiri aðilar hafa haf-
ið samsvarandi rekstur í borg-
inni, m.a. Rauði krossinn.
Það verður haldið áfram að
byggja þjónustuíbúðir fyrir
aldraða á vegum Reykjavíkur-
borgar en það er mjög mikilvægt
að þjónustumiðstöðvar verði vítt
og breitt um borgina, og þjóni
ekki aðeins þeim sem þar búa,
heldur líka öidruðu fólki sem býr
þar í nágrenninu," sagði Páll
Gíslason.
Guðrún Ágústsdóttir, borgar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins,
sagði m.a. að samningar við aðra
aðila um byggingu íbúða fyrir
aldraða þýddu ekki að borgin
gæti haldið að sér höndum í
þessu efni. Aðeins tveir einstakl-
ingar sem væru nú á biðlista,
fengju inni í íbúðum sem byggð-
ar verða í samvinnu við VR.
Gerður Steinþórsdóttir, borg-
arfulltrúi Framsóknarflokksins,
sagði að ástæða væri til að
hætta þeim flottræfilshætti sem
ríkt hefði við byggingar fyrir
aldraða á vegum borgarinnar
síðastliðin ár, og líkti þeim við
fimm stjörnu hótel. Þörfin fyrir
húsnæði handa öldruðum væri
mikil og bæri að nýta fjármagn-
ið betur og byggja ódýrari bygg-
ingar í framtíðinni. Nefndi hún
tillögu sem fram hefði komið um
sérstakan nefskatt á borgarbúa
til að hraða þessu verkefni.
í máli Guðrúnar Jónsdóttur,
borgarfulltrúa kvennaframboðs-
ins, kom fram að hún teidi enga
■
Hvað er meðferð?
í bókinni Furðuheimar alkóhóiismans, er hulunni svipt af starfsháttum AA.
Höfundurinn, Steinar Guömundsson fer á kostum f umfjöllun sinni um meöferó
og I hverju hún sé fólgin. Bókin kostar aðeins 500 kr. og er hægt aó fá hana senda
gegn póstkröfu (ekkert kröfugjald). Hringió I sima 33370 eöa fyllió út meö-
fylgjandi mióa og sendió okkur.