Morgunblaðið - 06.12.1983, Side 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
Musica Nova
Tónlist
Ragnar Björnsson
Musica Nova
í Bústaöakirkju 29. nóv.
Efnisskrá:
Páll P. Pálsson: Hendur
Atli H. Sveinsson: Dansar
dýröarinnar
Þorkell Sigurbjörnsson: Ást-
arsöngur
Áskell Másson: Myndhvörf
Endurreistur Musica Nova
félagsskapur sannaði vissu-
lega tilverurétt sinn enn og
aftur í Bústaðakirkju á þriðju-
dagskvöldið. Fjögur ný íslensk
tónverk voru frumflutt á tón-
leikunum og tók tæpa tvo og
hálfan klukkutíma — með hléi
— að flytja þessar fjórar
tónsmíðar furðu mörgum
áheyrendum, sem ekki létu
hríðarveður og vafalaust erf-
iða heimferð að tónleikunum
loknum, aftra sér frá að mæta.
í reykvískum tónleikagestum
eiga tónlistarmenn auð sem
stórborgir mega öfunda okkur
af og gera víst reyndar. Hlut-
verk tónlistarmannanna er að
kunna að meta þennan fjár-
sjóð og bregðast honum sem
sjaldnast og það veit ég að
tónlistarmenn hafa fyrir
löngu skilið og margoft sýnt
og sannað.
Tónleikarnir hófust á
„Hendur" eftir Pál P. Pálsson,
samið fyrir Nýju strengja-
sveitina. Verkið er skrifað
undir áhrifum frá samnefndu
ljóði eftir E. Blomberg. Krist-
ín S. Kristjánsdóttir las kvæð-
ið í snilldarþýðingu Magnúsar
Ásgeirssonar á undan flutn-
ingi verksins. „Hendur" eru í
einum þætti og byggir á, að
mér virtist, einni aðal hug-
mynd sem fær ýmsar mynd-
breytingar í höndum Páls.
Verkið virðist mjög vel skrif-
að, var heilsteypt og sannfær-
andi við fyrstu hlustun og náði
auðheyrilega til áheyrenda.
„Hendur" reyna töluvert á
hljóðfæraleikarana, ekki að-
eins á þá sem fluttu einleiks-
þætti heldur og hljómsveitina
í heild, t.d. í fyrstu „mynd-
inni“. Nýja strengjasveitin og
einleikarar hennar skiluðu
sínu verki með ágætum, aðeins
bar þó á óhreinni tónmyndun í
upphafi flutningsins.
„Dansar dýrðarinnar“ eftir
Atla Heimi Sveinsson eru
skrifaðir í Flatey á sl. sumri,
hljóðfæraskipan er gítar, klar-
inett, selló og píanó. Verkið er
í ellefu þáttum og er gítarinn
eins konar möndull þessarar
hljóðfæraskipanar. E.t.v. hef-
ur Atli með þessari tónsmíð
fætt af sér meistarasmíð. Hér
er eins og tími og rúm skipti
ekki lengur máli. Allt víkur
fyrir þörfum forms og efnis,
hlustandanum er jafnvel ekki
lengur sýnd nein miskunn. Til-
finningaveikleiki og ytri feg-
urð víkja fyrir ískaldri skyn-
semi og valdi tónsins og lög-
málum hans, líkast vísinda-
legri niðurstöðu sem farið hef-
ur í gegn um ótal prófanir og
þroskatímabil eða Bach-fúgu
sem lýtur aðeins eigin óbreyt-
anlegum lögmálum. Undirrit-
aður hreifst af þessu verki
Atla og fékk jafnframt það á
tilfinninguna að hér hafi Atli
leyst úr læðingi hluti sem
hann hefur glímt við í ýmsum
öðrum verkum sínum. „Dans-
ar dýrðarinnar" voru sérlega
vel fluttir af hljóðfæraleikur-
unum öllum, þeim Pétri Jón-
assyni, Martial Nardeau,
Gunnari Egilson, Ólöfu
Óskarsdóttur og Önnu Guð-
nýju Guðmundsdóttur, þótt
mest bæri kannske á leik Pét-
urs á gítarinn.
„Ástarsöngur“ eða „The Love
Song of J. Alfred Prufrock"
eftir T.S. Eliot fékk nýstárleg-
an og skemmtilegan búning
hjá Þorkeli Sigurbjörnssyni,
þar sem hljóðfæraleikarar og
söngvari voru klæddir búning-
um (kostume). Hér var boðið
upp á „humor" sem meira
mætti bera á í tónsköpun
okkar en reyndin er. Flutning-
ur „Ástarsöngs" stendur og
fellur með flytjanda orðsins og
John Speight skilaði hlutverki
sínu með sterkri stílkennd og
þeim leiktilþrifum að hver at-
vinnuleikari hefði verið vel
sæmdur af.
Síðast á efnisskránni voru
„Myndhvörr* eftir Áskel Más-
son, fyrir málmblásarasveit.
Verkið var skrifað fyrir og
flutt af Trómet-blásarasveit-
inni. Hvort sökin var tón-
skáldsins, stjórnandans, sveit-
arinnar eða undirritaðs veit ég
ekki, en skilningarvit mín
skynjuðu ekki tilganginn.
Tómas Þór Tómasson: HEIMS-
STYRJALDARÁRIN Á ÍSLANDI
1939—1945.1.175 bls. Bókaútg. Örn
og Örlygur hf. Reykjavík, 1983.
Tómas Þór Tómasson er ungur
sagnfræðingur. í formála þessa
rits um stríðsárin seinni minnir
hann á að hann var þá ekki í heim-
inn borinn og styðst því ekki við
eigin endurminningar eins og
flestir sem hingað til hafa skrifað
um þetta sérstæðasta tímabil Is-
landssögunnar. Flestir? Kannski
er það nú of djúpt í árinni tekið.
Því þeir eru ekki svo margir sem
rakið hafa sögu þessara ára
hingað til. í raun er fáu til að
dreifa, sem reist sé á fræðilegum
grunni, nema auðvitað hinum
stórmerku rannsóknum Þórs
Whiteheads.
Tómas Þór segir í formála: »Á
styrjaldarárunum síðari tók ís-
lenska samfélagið stórkostlegum
breytingum sem enn sér ekki fyrir
endann á. Þjóðin auðgaðist gífur-
lega og sá auður varð undirstaða
þess velferðarþjóðfélags sem við
búum við í dag.«
Þetta er hverju orði sannara. Þó
Tómas Þór muni ekki sjálfur þann
furðulega andblæ sem lá í loftinu
á stríðsárunum hefur hann sett
sig svo vel inn í sögu tímabilsins
að óhætt er að fullyrða að sú hlið
málanna sé í góðu lagi. En hann
hefur líka talsverðan metnað sem
sagnfræðingur. Og revíuefni það,
sem hingað til hefur oftast verið
hent á lofti þegar horft er til
stríðsáranna — »ástandið« — ber
ekki hæst í riti hans. Það er fyrst
og fremst stjórnmálasagan sem
Tómas Þór leggur áherslu á, bæði
hin flokkspólitíska og eins þau
átök sem háð voru utan þings. Það
er líka ærið söguefni. Hann gerir
grein fyrir þvi hvernig stjórn-
málaástandinu hér var háttað síð-
ustu árin fyrir stríð og þegar
stríðið skall á. Þá bættist hér ofan
á annað eymdarástand að saltfisk-
markaðurinn á Spáni lokaðist ís-
lendingum. íslenska ríkið rambaði
á gjaldþrotsbarmi. í pólitíkinni
gilti harkan sex og engin miskunn.
Hitt er fróðlegt að rifja upp að
þegar kom fram á árið 1938, að
ekki sé talað um ’39, tóku íslenskir
ráðamenn að búa þjóðina undir
styrjöld! Stríð var þá þegar talið
óumflýjanlegt. Allir sáu hvert
stefndi. Vöruskorturinn í fyrra
stríði, verðbólgan meðan það geis-
aði og hrunið að því loknu stóð þá
öllu fullorðnu fólki skýrt fyrir
hugskotssjónum. Fram kemur í
riti þessu að menn veltu því líka
fyrir sér hvernig þjóðin gæti
bjargast af eigin framleiðslu ef
siglingar að og frá landinu teppt-
ust um lengri eða skemmri tíma.
En svo skellur stríðið á og land-
ið er hernumið vorið 1940. Hefur
sá atburður oft verið rifjaður upp
og fer Tómas Þór hæfilega ofan í
Tómas Þór Tómasson
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
saumana á þeim staðreyndum. At-
vinnuleysið hvarf eins og dögg
fyrir sólu. Og meira en svo!
Árið 1942 gerðust hér merki-
legir atburðir þótt ekki væru þeir
stríðinu tengdir nema að nokkru
leyti. Árið áður skyldu vera hér
Alþingiskosningar. En þeim var
frestað. Kjósendum var þó bættur
skaðinn árið eftir, 1942, því þá
voru haldnar tvennar kosningar.
Og þar með festist í sessi sú stærð
og skipan flokka sem enn stendur
óhögguð: Sjálfstæðisflokkur,
Framsóknarflokkur, Sósíalista-
flokkur og Alþýðuflokkur — taldir
eftir stærð. Alþýðuflokkurinn,
sem var á kreppuárunum mikils
háttar og vaxandi afl í íslenskum
stjórnmálum, hvarf í skuggann
fyrir sameiningarflokki kommún-
ista og vinstri jafnaðarmanna þar
sem hinir fyrrnefndu reyndust
hafa töglin og hagldirnar. Þessi
skipan átti eftir að hafa gífurleg
áhrif á launa- og kjaramál í land-
inu næstu áratugina, og þar með á
verðbólguna sem enn veldur tog-
streitu sömu afla með nákvæm-
lega sama hætti og fyrir fjörutíu
og einu ári. Tómas Þór hefur lagt
sig eftir þessum málum og gerir
ljósa og hlutlæga grein fyrir þeim
í bók sinni.
Þá var og tekið að ræða um
stofnun lýðveldis og skyggnast til
þess hvað við tæki eftir stríð. En
þau mál bíða síðara bindis.
Tómas Þór getur þess í formála
að ritið eigi ekki aðeins að vera til
fróðleiks heldur einnig til
skemmtunar. Þess vegna er 1 því
mikið myndefni og hefur margt af
þvi ekki birst áður. Til dæmis er
ekki lítið fróðlegt að skoða það á
ljósmynd hvernig skráning í
Bretavinnu fór fram. Börn og
unglingar sýndu hernum mikla og
stundum háskalega forvitni og
kemur það fram á mörgum mynd-
anna. Hermennirnir tóku því þó
misjafnlega — Bretar vel, Banda-
ríkjamönnum var síður um það
gefið.
Peningaveltan var geysileg en
fátt til sölu í búðum. Nema
kannski brennivín! En til að menn
keyptu það ekki í gegndarlausu
óhófi var tekin upp skömmtun á
brjóstbirtunni. Tómas Þór birtir
útfylltan skömmtunarseðil afa
síns og mynd af þeim heiðurs-
manni þar sem hann heidur á því
sem fékkst út á seðilinn.
Spegillinn kom reglulega út og
sló öllu upp í grín eins og fyrri
daginn og kallaði sig samvisku
þjóðarinnar. Nokkuð er tekið upp
úr honum og ber með sér hvaða
menn og málefni voru á milli
tannanna á fólki á þessum árum.
Þá tekur Tómas Þór upp úr blöð-
um smágreinar og jafnvel viðtöl
sem segja okkur hvernig litið var
á málin á líðandi stund. Skemmti-
legt er t.d. viðtal við Jóhannes
Stefánsson frá Neskaupstað,
skráð og prentað í Reykjavík en
Jóhannes hafði þá brugðið sér til
höfuðstaðarins. Slíkt ferðalag var
þá talið þess konar fyrirtæki að
blaðamenn spurðu gjarnan:
hvernig líst þér á Reykjavík?
Sumarið 1941 tóku Bandaríkja-
menn að sér hervernd landsins
samkvæmt samningi við íslensk
stjórnvöld. Þó sá atburður hafi
kannski ekki vakið mikla athygli í
veröldinni markaði hann í raun
stórmerkileg þáttaskil í sögunni:
þar með hurfu Bandaríkjamenn
frá einangrunarstefnu þeirri sem
þeir höfðu löngum fylgt og urðu
ráðandi afl í heiminum í stað Evr-
ópustórveldanna áður, og stendur
svo enn. En Bandaríkjamenn
komu ekki aðeins til að verja land-
ið, þeir fluttu líka með sér nýja
tækni, þar með talda jarðýtuna
sem breskir hermenn jafnt og ís-
lendingar gláptu á fyrst í stað eins
og naut á nývirki. Ári síðar leystu
íslenskir vegavinnumenn hestinn
frá kerrunni og tóku að hlaða veg-
ina upp með þessu furðutæki sem
verkstjóri einn sagði mér þá að
ynni á við hundrað og fimmtíu
menn! Meðal myndanna í þessari
bók er jarðýta að verki og undir
myndinni stendur: „»Jarðvegi ýtt
yfir sprengjugeymslur í Hval-
firði.« Hversdagslegt nú. Þá undur
og stórmerki!
Og hér voru hermenn frá fleiri
þjóðum. Norðmenn voru hér t.d.
margir, einnig eitthvað af Kan-
adamönnum. öllu er því skil-
merkilega til haga haldið.
Þó of snemmt sé að gefa riti
þessu heildareinkunn fyrr en það
er allt komið út er óhætt að segja
að það fer mjög vel af stað; höf-
undurinn hefur sýnilega lagt í það
mikla vinnu og sett sig rækilega
inn í gang mála á þessum löngu
liðnu örlagatímum.
Hernámsárasaga
Heimslystir og hreinleiki
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Ingimar Erlendur Sigurðsson:
UÓÐ Á LÍJTHERSARI. 79 bls.
Víkurútg. Reykjavík, 1983.
Lúther boðaði hreina trú. En
heimsmaður var hann líka sagður.
Hann storkaði páfavaldinu með
því að kvænast nunnu. Fyrir
okkar sjónum var hann maður
mótsagna, duttlunga og and-
stæðna. Það er sá Lúther sem
Ingimar Erlendur velur að yrkis-
efni í Ljóðum á Lúthersári. Og
þverstæðurnar eru ekki nýtt yrk-
isefni hjá skáldinu heldur þvert á
móti hans fyrsta, elsta: Ánnars
vegar krafan um takmarkalausan
hreinleika. Hins vegar lofsöngur
um þessa heims lystisemdir, en þó
öllu fremur unaðssemdir ástar-
innar. Þetta kemur fram strax í
fyrstu bók hans — og síðan.
Sjaldgæft hefur verið á seinni
tímum að rithöfundur, sem einu
sinni hefur haslað sér völl sem
skáldsagnahöfundur, hverfi yfir
til ljóðsins. Ingimar Erlendur er
einn örfárra. Og sem ljóðskáld
hefur hann farið inn á algerlega
nýjar brautir. Ljóðform hans er
sérstætt. Hann notar rímið til
áherslu — til að berja í borðið!
Mörg Ijóð hans eru byggð upp á
kynlegum þversögnum sem knýja
lesandann til að staldra við, lesa
aftur, leita samhengis og segja við
sjálfan sig: hvað er maðurinn að
fara? Stundum slítur hann orð á
milli ljóðlína og bregður upp and-
stæðum hughrifum: háleitu móti
lágkúrulegu; alvarlegu móti
grátbroslegu:
Er veröld leysir vind,
varla neitt fær staðið;
samt mannsins guðleg mynd
mær er eftir baðið:
úr helgri himinlind
hrapar tár í svaðið.
Lúther sá eins og aðrir að til er
bæði gott og illt og hann vildi eng-
ar sættir eða málamiðlun þar á
milli. Það hefur löngum legið eins
og farg á kristnum mönnum
hvernig mætti koma því heim og
saman að drottins fagra veröld
skuli vera morandi af illsku. Ingi-
mar Erlendur slær þessu fram í
kaldhömruðu smáljóði sem ber yf-
irskriftina Uppvöxtur:
í augu opinská,
sem elska, vona, þrá,
sér andar illir sá
uppskeru himnar fá.
Það styrkir og treystir þessi ljóð
að mínu viti að skírskotanir eru
beinar og hlutlægar og víða — má
ég segja sniðugar? Hver man ekki
vísur Kolbeins Tumasonar um
Krist, ortar fyrir átta öldum? Þar
var talað svo hver skildi. Lúth-
erskur sálmakveðskapur seinni
alda hefur hins vegar lokast inni í
sálmabókum vegna þess að hann
tók ekki dæmi af mannlegu lífi
heldur af loftkenndum hugtökum
sem fáir skildu. Brýna heitir eitt af
stuttu ljóðunum í þessari bók,
sannarlega til þess fallið að festa í
minni:
Upp lífi Ijúk,
lauga þig í gegn;
mild sé og mjúk
morgunbæn sem regn.
Af stírur strjúk,
stríð er ei um megn;
á fellur fjúk
friðar ertu þegn.
Ingimar Erlendur velur hverju
ljóði form sem hæfir. Lengra,
mælskara og með orðfleiri ljóðlín-
um er kvæðið Mótmælandinn, ort
um atburð þann er Lúther stóð