Morgunblaðið - 06.12.1983, Page 21

Morgunblaðið - 06.12.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 Tölvutæknin ræður ríkj- um á einvígunum í London Frá Erk Schiller, TrétUriUra Morgnn- blaisins á skákeinvigunum í London. HÉR í bækistöðvum blaðamanna á einvígunum kennir margra grasa. Þar eru atvinnumenn í fréttamennsku frá öllum þekkt- ustu fréttamiðstöðvunum, svo sem Reuter, BBC, AP og svo mætti lengi telja. Sumir af þessum mönnum þekkja lítið til skáklistar- innar, en eru aftur á móti góðir pennar. A hinn bóginn er hér sam- safn mjög sterkra skákmanna sem sjá um skákskýringar fyrir ýmis blöð. Af þeim má nefna Robert Byrne (New York Times), Miguel Najdorf (Clarin í Buenos Aires), Tony Miles (Chess Express), Geza Forintos (ungversku blöðunum), Heikki Westerinen (fyrir finnsku blöðin). Fleiri þekktir skákmenn koma oft með tillögur um næsta leik en það er algengasta umræðu- efnið í hópi þessara kappa, hverju meistararnir leiki næst. Um yfirstjórn þeirrar miklu framkvæmdar sem einvígishald- ið er, sér stórmeistarinn og skákrithöfundurinn Raymond Keene, sem býr hér í London. Kollegar hans þeir John Nunn og Jonathan Speelman sjá um skákskýringar og tveir aðrir stórmeistarar Englendinga, þeir Jonathan Mestel, núverandi Bretlandsmeistari, og Michael Stean, fyrrum aðstoðarmaður Korchnois, eru hér einnig á með- al áhorfenda. Það myndi taka allt of mikið pláss að telja upp alla þá þekktu skákmenn sem fylgjast með ein- víginu og ausa úr viskubrunnum sínum yfir skákáhugamenn í öll- um heimsálfum en það verður þó ekki komist hjá því að nefna þá Hjálmar Jónsson, Morgunblað- inu, sem er nýkominn í stutta heimsókn, og Helga Ólafsson frá Þjóðviljanum, sem er nýfarinn heim aftur. Lægsta þrepið í þessari annars virðulegu samkundu í blaða- mannaherberginu skipa slúður- berarnir, þ.e. þeir sem reyna að búa til fréttir. Hér hafa sam- skipti keppenda utan borðsins verið friðsamleg og allt að því vingjarnleg og þeir fréttamenn sem ekkert vit hafa á skák geta því ekki blásið upp sögur um jóg- úrtstríð og lýst augnsvip dulsál- fræðinga. Það er þó undravert hvað þessum náungum getur dottið í hug að spinna upp og enn furðulegri eru símtöl sem blaða- fulltrúar einvígisins fá. Hingað var t.d. hringt um dag- inn og spurt hvort Korchnoi borðaði enn súkkulaðikökur með kókaíntoppi. (Samkvæmt upp- lýsingum Keene, sem var aðstoð- armaður Korchnois í Baguio 1978, átti slík neysla sér raun- verulega stað þá. Slíkar kökur munu fáanlegar í Sviss). Þá hafa ungar konur hringt og krafist þess að fá símanúmer í einka- herbergjum keppenda uppgefin. E.t.v. stendur þetta í samhengi við frétt „skákskýranda" dag- blaðsins The Sun þar sem hann taldi sig hafa uppgötvað skýr- inguna á því hvers vegna Rússar stæðu Englendingum svo miklu framar á skáksviðinu og raun ber vitni: Það er að mati hans vegna þess að meðalrússinn lítur á skák sem æðra form kynlífs, en hjá vísitölutjallanum er þetta öfugt. Hann lítur á kynlífið sem æðra form skáklistarinnar. Tölvur fóðra blaðamennina á nýjustu upplýsingum Fjölmiðlar fylgjast mjög náið með einvígunum og hér eru nú meira en 200 blaðamenn. Þessi fjöldi gerir mótshöldurunum erfitt fyrir, þó þeir séu auðvitað ánægðir með þennan mikla áhuga. Sem betur fer hefur starfsfólkið hér á Great Estern Hotel, þar sem einvígið fer fram, verið mjög hjálplegt og Acorn Computers, tölvufyrirtækið sem fjármagnar mótið, hefur látið setja upp sjö tölvur og níu stóra myndskerma svo blaðamennirn- ir fái fréttirnar um leið og þær gerast. Þar að auki höfum við nú tæki sem prentar út stöðumynd með stöðunni á skákborðinu hverju sinni og tíminn sem hvor keppandi hefur eytt er alltaf á skermi og svo nákvæmur að ekki skeikar sekúndu. Þessi tækni sem Acorn-fyrir- tækið hefur látið okkur í té gerir skákblaðamönnunum kleift að koma hraðari og nákvæmari fréttum en nokkru sinni áður á framfæri við blöð sín. Til að tryggja að hægt sé að uppfylla óskir allra er hér sérstakur tölvufræðingur sem semur ný prógrömm eftir þörfum. Hér í fréttaherberginu er því tölvufólk, fréttafólk og skák- meistarar sem allir leggjast á eitt að gera upplýsingastreymið sem mest. T.d. getur íslenska skáksambandið og fleiri aðilar sýnt skákáhugamönnum á fjar- lægum stöðum leikina í skákun- um aðeins örstuttu eftir að þeir eru leiknir hér í London. Tæknin setur þvf stóran svip á þessi undanúrslit áskorenda- keppninnar í skák. Auk hagræð- isins sem fréttamenn njóta er vart hægt að líta fyrir horn í áhorfendasölunum án þess að sjá sjónvarpsskerm þar sem staðan á borðinu og tíminn er sýndur. Hvar sem maður er staddur hér á þessu stóra hóteli getur maður fylgst með gangi mála í skákinni. í framtíðinni má búast við því að skákáhugamenn geti fylgst með framvindu skáka heima hjá sér í gegnum heimilistölvur sín- ar, fengið leikina um leið og jafnframt geta skýringar fylgt með. Möguleikar örtölvunnar eru óendanlegir, ekki síst í skák- inni geta þær gert leikinn meira spennandi og flutt upplýsingar heimshorna á milli á ógnar- hraða. Eric Schiller er 27 íra gamall Banda- ríkjamaður sem leggur stund á mál- rísindi rið Chicago-háskóla. Hann befur komið ríða rið á skáksriðinu, er alþjóðlegur skákdómari, höfundur nokkurra skákbóka og hefur þýtt margar slíkar úr rússnesku. Hann hefur Ld. aðstoðað Gary Kasparor rið ritstörf hans enda er með þeim góður rinskapur. Schiller befur fall- ist á að skrifa nokkrar greinar um andrúmsloftið á einrígunum fyrir Mbl. Þrjár nýjar ástarsögur“ ÚT ERU komnar hjá bókaútgáfunni Skuggsjá, Hafnarfírði, þrjár nýjar bækur í bókaflokknum „Rauðu ást- arsögurnar" Ást og blekking eftir Er- ik Nerlöe, Einmana eftir Else-Marie Nohr og Hann kom um nótt eftir Evu Steen. Um efni bókanna segir m.a.: „Ást og blekking eftir Erik Nerlöe fjall- ar um Súsönnu, foreldralausa stúlku, sem fellir ástarhug til Tor- bens, ungs manns. Hún verður „Rauðar komnar út ófrísk og þeim er stíað í sundur, og barnið á að setja í fostur. Súsanna er send til Englands og loks fer hún til Frakklands. Þar giftist hún Victor Renard, verkfræðingi. Hún kemst síðar að því hvar drengurinn hennar og einnig, að hún og ungi maðurinn, sem hún hafði unnað svo heitt, höfðu verið blekkt á ósvífinn hátt... Einmana eftir Else-Marie Nohr segir frá Lónu Hartmann, 17 ára EuaSteen Hflnn Kom um non stúlku. Henni er rænt, og faðir hennar neitar að greiða lausnar- gjald, en fær lögregluna til að sjá um málið. Ræningjarnir ákveða þá að myrða Lónu, en einn þeirra er á móti því og hann hjálpar henni til að flýja. Þau fella síðan hugi sam- an og Lóna verður barnshafandi, en ýmsir erfiðleikar steðja að ... Hann kom um nótt eftir Evu Steen segir frá Bellu Dalton, sem vaknar við það eina nóttina, að inni hjá henni er vopnaður maður. Þetta er morðingi, sem flúið hafði úr ríkisfangelsinu og var nú leitað af ríkislögreglunni. Þessi maður þvingar Bellu með sér á flóttanum næstu sólarhringana. En á þessum tfma kynnist hún syni morðingj- ans, Róbert, sem er algjör and- stæða föðursins. Bella verður ást- fanginn af Róbert...“ ZllegMölsk svefnherbm^uy- Rúm — dýnur — náttborð. Verd k KM - HÚSGÖGN - HUSGÖGN Langholtsvegi 111, »tmar 37010—37144. 69 Æmnrnmrm Laugalæk 2 — s. 86511. ÞAÐ MUNAR UM MINNA Lambaham- borgarhryggir^OQ Okkar verð kr. I Nýja verðiö kr. 228 LondonlamblCQ Okkarverðkr. IJU Nýja verðiö kr. 296 Úrbeinuö hangilæriOIO Okkar verð kr. áL IO Nýja veröiö kr. 331 Úrbeínaðir hangiframpartar'l AQ Okkar verð kr. I“0 Nýja veröiö kr. 234 Hangilæri'IOQ Okkar verö kr. ILU Nýja veröiö kr. 217 Hangifram- parturQC15 Okkarverökr. Ow Nýja veröiö kr. 120,15 SÖItUÖ rúllupylsa Cft Okkar verö kr. UU Nýja veröiö kr. 127 Reykt rúllupylsa O C Okkar verö kr. ff %J Nýja veröiö kr. 127 V2 folalda- skrokkar tilbunir-VQ í frystinn kr. ff kg. Opið alla daga til kl. 7 Opið laugardaga tii kl. 4 Laugalæk 2 — s. 86511. 4 Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.