Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 28

Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 76 ■ 19W tfnuun' Priit iriian » koxxprrvxburiiM. í -PisfcíxbciécmxL s&cjbí oÁ ha»w\- þyrftú d. me-'t/t Ureypir^u ou5 kaLda." ... að œfa lík- amsstyrk sinn. TM Reg U S Pal OH.-all riflhts reserved c 1983 Los /Lnfleles Times Syndicate Af hverju nægja þér ekki bara venjulegar snúrur? HÖGNI HREKKVÍSI EK.KI TROFLA AllG KIÚNA / " Vönduð útgáfa á bókum um Norðurlöndin ætti ekki að vera óviðráðanleg Skúli Magnússon, Keflavík skrif- ar: „Ágæti Velvakandi. Árlega stendur Norðurlandaráð og undirstofnanir þess að útgáfu alls lags rita, smárra og stórra, prentaðra og fjölfaldaðra. Fæst af þessu lendir hjá hinum almenna borgara, heldur á stofnunum, þar sem fólk hefur ekki aðgang að þessum ritum. Sumt fer að vísu á bókasöfn þar sem fólk á kost á að lesa það. Þrátt fyrir allt pappírsflóðið er fátt til á íslensku um Norðurlönd- in. Fyrir um 30—40 árum hófu norrænu félögin á ísiandi útgáfu bókaflokks um Norðurlönd. Komu þá út tvær bækur: Önnur um Sví- þjóð eftir Guðlaug Rósinkranz, hin um Færeyjar eftir Færeying- inn Jörgen-Frantz Jacobsen, þann hinn sama og skrifaði skáldsöguna Barböru. Að vísu hefur Menning- arsjóður gefið út yfirlitsrit um Norðurlönd. Bók um Noreg kom út 1949, og 1968 kom út ágæt bók um Færeyjar eftir Gils Guðmundsson. Trúlega er það besta bókin af þessum fimm. Elstu bækurnar eru að sjálfsögðu orðnar úreltar, auk þess sem höfundum þeirra virðist hafa verið mjög skorinn stakkur- inn við samningu þeirra, og það svo að furðu gegnir. Til dæmis er bókin um Finnland aðeins liðlega 100 bls. í Skírnisbroti. Það hlýtur að teljast höfuð- skylda þeirra sem að norrænni samvinnu standa að bæta úr þessu. Takmarkið á norrænu bók- menntaári, sem í hönd fer, ætti þvi að vera: Vönduð samnorræn útgáfa á bókum um Norðurlöndin sjö, sem eiga aðdild að Norður- landaráði. Slík útgáfa ætti ekki að vera mikið mál, nú á tímum full- kominnar prenttækni, jafnvel þótt vandað væri verulega til hennar. Svona rit myndu án efa auðvelda mönnum skilning á þróun mann- lífs á Norðurlöndum auk þess að kynna iandafræði og dýralíf, at- vinnuhætti og samfélög nútímans. Finnland hefur nokkra sérstöðu meðal Norðurlandanna, bæði vegna legu sinnar og menningar. Fáir íslendingar kunna finnska tungu til hlítar. En sænska hefur lengi verið töluð í Finnlandi og vegna hennar, getum við fræðst um þetta ágæta ríki og íbúa þess. Skáldið Runeberg og sr. Matthías Áhugi íslendinga á Finnum hófst ekki fyrr en á 19. öld. Matthías Jochumsson varð líklega fyrstur íslendinga til að þýða kvæði og sögur eftir finnsk skáld. Fyrst þýddi hann kvæði þjóð- skáldsins Runebergs, síðar Sögur herlæknisins eftir Zakarías Top- elius, sem urðu mjög vinsælar. Þjóðskáld Finna, Johan Ludvig Runeberg (f. 1804, d. 1877) var af sænsk-finnsku-bergi brotinn. En á 19. öld voru sænskumælandi Finn- ar leiðandi í efnahagslífi landsins. Þeir höfðu um leið mikil áhrif á menningarlíf og áttu nokkur ágæt skáld sem framarlega stóðu. Eitt af þeim skáldum var Runeberg. Honum hefur verið skipað á bekk með stórskáldum Þjóðverja og Englendinga á 19. öld, þeim Göethe og Byron. Runeberg sótti yrkisefni sín í finnska náttúru og það mannlíf, sem óx upp í skjóli skóga. Meðal kvæða hans er finnski þjóðsöngur- inn, sem sr. Matthías þýddi. En síðast en ekki síst sótti Runeberg yrkisefni sín í finnska -sögu og sjálfstæðisbaráttu. Fram til 1809 lutu Finnar Svíum, en það ár lögðu Rússar landið undir sig. Smám saman fór þjóðernislegr- ar vakningar að gæta hjá Finnum vegna áhrifa sunnan úr álfu. Bar- átta fyrir frelsi og sjálfstæði varð staðreynd. Hreyfing myndaðist og þeirri hreyfingu lagði Runeberg lið með skáldskap sínum. Sjálfur var hann hæglætismaður og stundaði kennslu lengst af. En með ljóðum sínum lagði hann grunninn að frjálsu Finnlandi, sem varð að veruleika um 30 árum eftir dauða hans.“ Það varð sannkölluð bið Guðmundur Jóhannsson skrif- ar: „Velvakandi. Það hefur löngum þótt sjálf- sögð skylda meðal okkar íslend- inga að bera fram „þakkir" í þeim dúr sem að okkur snýr hverju sinni. Þú, Velvakandi góður, hefur þótt ákjósanlegur miðill til flutnings í þessum efnum. En ástæðan til að ég leita til þín að þessu sinni, er leiðindaþjónusta sem ég mætti á Röntgendeild Borgarspítalans á dögunum. En svo er mál með vexti, sem ekki er í sjálfu sér í frásögu fær- andi, að ég fékk tilvísun hjá heimilislækni mínum til rönt- genmyndatöku. Fór ég með hana á Borgarspítalann, þar sem mér var gefinn upp ákveðinn tími til mætingar, þ.e. kl. 10 f.h. 30. nóv. 20 mínútur fyrir þennan ákveðna tíma var ég mættur á staðnum. Stuttu síðar vísaði einn þessara hvítu engla sem líða um ganga sjúkrahússins mér af einni biðstofu í aðra og bauð mér að taka sæti þar og bíða. Það varð sannkölluð bið. Ég hóf lestur blaðs, „Spítalapóstur- inn“, sem þar var á borðinu, trú- lega til afþreyingar fyrir þá sem heyja biðina, og las það spjald- anna á milli. Tíminn líður og kl. verður 11.00, hún verður 11.35 án þess að ég heyri hið minnsta púst frá hinum þjónandi fræð- ingum sem þarna eru allsráð- andi. Kl. tuttugu mínutur fyrir 12 á hádegi þraut þolinmæði mína og gekk ég á braut, sjálf- sagt ekki hýr í huga. En svo vill til að kona mín vinnur á sjúkrahúsinu og gekk ég á hennar fund. Nokkrum mín- útum eftir að ég settist þar inn var hringt til konunnar og spurt hvort ég væri þar staddur, ásamt þeim skilaboðum að ég gæti komið strax í myndatöku. En það var um seinan, því ég var byrjaður að fá mér smánær- ingu eftir 17 klst. svelti fyrir væntanlega myndatöku. Hvað hinni löngu bið olli er mér ókunnugt. Hafi hún stafað frá bilun eða öðru óviðráðanlegu, er að sjálfsögðu ekkert við því að segja og allir mundu skilja ef þeim væri frá skýrt. Að láta menn hanga klukku- tímum sarnan án þess að gera minnstu grein fyrir orsökum taf- anna, það get ég ekki sætt mig við. Ég vil ekki trúa því, að þetta annars ágæta fólk gerist svo steinrunnið í starfi, að það ein- angrist frá hinum mannlegu samskiptum og líti á þá sem til þeirra leita sem einhverja hluti sem ekki sé ástæða til að eyða orðum á. Ég vil fremur hallast að því, að hér um rætt tilfelli sé undantekning en ekki regla."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.