Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 Heimilistæki hf. hafa til sölu jólaseríur frá kr 300. og eilífðarjólatré frá kr. 960. Það hefur aldrei verið fjölbreyttara úrval af jólaljósaseríum hjá Heimilistækjum hf., einfaldar, skrautlegar, fallegar. Jólatré úr varanlegum gerfiefnum, sem endast heila eilífð 100 cm, 150 cm og 170 cm. Tré - ljós - gjafir fyrir alla fjölskylduna Komið, skoðið, kaupið. Heimilistæki hf. Sætúni - Hafnarstræti Aðrar nytsamar jólagjafir til heimilisins: Handklæði, baöhengi, baömottusett, rúmteppi, handofnar gólfmottur, eldhúsgluggatjöld og pappírsrúllugluggatjöld. SKIPH0LTI 17A. SIMI 12323 I Laxakarlar og veiðisögur Bókmenntír Erlendur Jónsson Guðmundur Guðjónsson: VARCTU AÐ FÁ HANN? 138 bls. Bókaútg. Örn og Örlygur. Reykjavík 1983. Laxveiðin er íþrótt og tóm- stundaiðja. Auk þess hefur hún aðdráttarafl sem örðugt er að lýsa. Glíman við laxinn heillar. »Það sem heillar mest er óútreikn- anleikinn,* segir Analíus Hag- waag. Og stundirnar við ána verða svo fyrirferðarmiklar í minn- ingasafninu að þær skyggja á ann- að í vitund laxveiðimannsins. Veiðisögur frá liðnu sumri verða ljós hans í skammdeginu. Laxveiðin er talin sport hinna ríku. Það er að nokkru leyti rétt. En íslenskir laxveiðimenn koma úr öllum stéttum. Þessi bók Guð- mundar Guðjónssonar segir fleira af stórlöxunum í ánni en af stór- löxunum á bakkanum. f laxveiðinni gilda hefðir og leikreglur, bæði almennar og per- sónulegar. Margir binda tryggð við eina á öðrum fremur. »Uppá- haldsáin mín er Stóra-Laxá í Hreppum. Engin á, sem ég hef veitt í, kemst nálægt henni,* segir Eyj)ór Sigmundsson. Sverrir Her- mannsson tekur annan pól í hæð- ina. Hann segist lengst af hafa »verið bundinn við Hrútafjarðará, sem er mín á. Hún er ekki lax- mörg, en það geta verið vænir lax- ar í henni.« Hans Kristjánsson segir hins vegar: »Ég lít á þrjár laxveiðiár sem eftirlætisár mínar, Gljúfurá í Borgarfirði, Miðfjarð- ará og Laxá í Dölum.« Löðurmannlegt þykir að moka upp fiski með annarlegum aðferð- um. Garðar H. Svavarsson segir að sér sé ávallt minnisstætt atvik frá Elliðaánum: »Það var á æsku- árum mínum og ég var að fylgjast með feðgum sem oft voru þarna við veiðar ... Það var alltaf á hjá þeim en það þótti mér með ólík- indum miðað við skilyrðin. Ég skildi ekki hvað var á seyði þá, þó að auðvitað viti ég núna að þeir húkkuðu hvern einasta fisk.« Sumir skreppa í á dag og dag, aðr- ir verja þar flestum eða öilum sín- um tómstundum og getur þá sumaraflinn orðið nokkuð mikill. »Sumarið 1976 veiddi ég 812 laxa á stöng,« segir Þórarinn Sigj)órsson. »Það er mín mesta veiði og árum saman hef ég ekki veitt minna en 500 laxa.« Stundum sleppa veiðimennirnir laxinum aftur, einkum ef þeim þykir hann of lítill. Þannig segir Garðar H. Svavarsson frá degi í Elliðaánum með Matthíasi Jo- hannessen. Þeir veiddu 20 laxa og slepptu öllum! Eigi að síður var þetta »einhver eftirminnilegasta veiðiferð sem ég hef farið á löng- um veiðiferli mínum,« segir Garð- ar. »Það er eins og hjá ykkur, mað- ur missir alltaf þann -stærsta,« sagði gamall veiðimaður sem var sálaður og kominn yfir um. Viður- eignin við þann stóra hefur orðið mörgum veiðimanni minnisstæð og er enginn hörgull á frásögum af því taginu í þessari bók. Alltaf verða einhver atvik öðrum áleitn- ari í endurminningunni. Og oft er það einmitt baráttan við stórlax- ana sem allt eins getur endað með — ósigri veiðimannsins! Þó áhorfandinn líti á laxveiði sem íþrótt eða jafnvel skemmtun skoðar veiðimaðurinn hana gjarn- an sem flókin vísindi. Rétt fluga á réttum stað og tíma — það er t.d. atriði sem hafa verður í huga. Flugunöfnin koma hér víða fyrir, öll á ensku. Fluguveiðin þykir allt- af tilkomumest. En margir veiða á maðk. Og einn heldur því fram að Töluvert hefur verið óstillt veður- far í Skagafirði, en langt frá því, að telja megi harðan vetur, það sem af er. Nokkurn snjó setur þó niður ann- að slagið og hefur þurft að moka til Siglufjarðar og um Öxnadalsheiði, en á láglendi er sáralítil fónn og Guðmundur Guðjónsson maðkaveiðin sé ekki síður íþrótt, hana megi ekki vanmeta. Þó veiðin sé aðalatriðið er sumardýrðin og náttúrufegurðin einnig inni í myndinni. Félags- skapurinn er líka ofarlega á blaði. Stundum veiða menn tveir eða fleiri saman. Oft er þá farið með gömlum kunningjum og veiðigleð- inni deilt með jafningjum í list- inni. Steinar J. Lúðvíksson hefur rétt að mæla þar sem hann segir í formála þessarar bókar »að flestir veiðimenn öðlast með veiðiferðum sínum bæði skilning á náttúrunni og njóta hennar, ýmist einir með sjálfum sér eða í hópi góðra vina og kunningja.« Margar myndir eru í bók þess- ari og fyrirsagnir stórar — dálítið svona í dagblaðastíl. Og viðmæl- endur höfundar, sautján talsins, munu eiga það sameiginlegt að vera allir þaulvanir veiðimenn. Þó þeir séu ekki allir búnir »að veiða meira og minna í um 40 ár« eins og Engilbert Guðjónsson mun enginn þeirra bagaður af reynslu- leysi. Þeir vita hvað þeir segja. tekur upp alveg annad slagið. Vegir eru og hafa verið mjög hálir, en ekki komið til stórslysa af þeim sökum. Á Hofsósi var nýlega stofnað hlutafélag um kaup á 54 tonna bát, sem heitir Hafborg og hefur sá bátur nú þegar farið fjórar sjó- ferðir, en lítill afli er. Þó er sótt norður í Skagafjarðardjúp. Sjór er talinn kaldur inni á Skagafirði svo áta fugl og fiskur sjást varla hér innan fjarðar. En töluvert er sagt að sé um fugl norður um Skagatá. Tregfiskirí hefur verið hjá togur- um og því stopul vinna. Eins og að venju eru Skagfirðingar glað- sinna, þeir láta ekki deigan síga þó nokkuð virðist um að fjármál séu erfið hjá mörgum og eitthvað er talin minni verzlun en áður hefur verið. Jól eru nú í fullum undirbúningi og mikið að gera í félagslífinu vegna árshátíða og fleiri skemmt- ana. Ekki heyri ég annað en Skag- firðingum líði vel. — Björn steinn til innan- og utanhúss notkunar. Kemur í staö pússningar eöa málunar. Mexi-hleðslusteininn má nota til aö endurbyggja timburhús og þekja þau með varanlegu efni. Byggir hf. Grensásvegi 16, sími 37090. Bæ, Höfðaströnd: Óstillt veður í Skagafirði B*, Höfðaströnd, 13. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.