Morgunblaðið - 15.12.1983, Page 14

Morgunblaðið - 15.12.1983, Page 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 Þaö hefur hvaö eftir annaö komiö fram hjá læknum og öðrum forvígismönnum í heilbrigöismálum aö brýna nauö- syn beri til aö bæta aöstööu til krabbameinslækninga hér á landi. Miöstöö krabbameinslækninga á íslandi er í Landspítalanum. Um árabil hefur bygging K-álmu viö sjúkrahúsiö veriö á dagskrá. Teikningar að byggingunni liggja fyrir og hefur álmunni veriö ætlaður staöur vestast á Landspítalalóöinni vestanveröri. Fjárveitingar til þessarar framkvæmdar hafa verið af skornum skammti og í því fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi eru 2,3 millj- ónir til hennar ætlaöar. Komi annaö fé ekki til blasir viö aö byrjunarframkvæmdum viö K-álmu verði frestaö enn eitt áriö. Fullyröa má aö viö Landspítalann séu aö flestu leyti ágætar aöstæöur til krabbameinslækninga, aö ööru leyti en því aö stofnunina vantar fullkomiö geislatæki — línu- hraöal — sem notaö er viö allar helztu stofnanir þar sem krabbameinslækningar eru stundaðar. Linuhraöall kostar í innkaupi einhvers staöar á bilinu 20 til 30 milljónir, sem hlutfallslega telst ekki ýkja mikiö fé, enda munu kaup á tækinu sjálfu ekki vera hindrun í þessu sambandi. En hængurinn er sá aö í sjúkrahúsinu eru ekki aðstæöur til aö koma þessu nauðsynlega tæki fyrir. i teikningum aö K-álmu er gert ráö fyrir rými fyrir tækiö og umbúnaö þess á neðstu hæö, þ.e. í kjallara hússins. Nýjasta kostnaöar- áætlun um byggingu K-álmu allrar, sem veröur þriggja hæöa hús, hljóöar upp á 500 milljónir. f álmunni er, auk aöstööu fyrir geislalækningar, gert ráö fyrir göngudeild fyrir krabbameinssjúklinga, auk rannsókna- og skurö- stofa, sem aö sjálfsögöu munu þjóna öörum þörfum stofn- unarinnar en þeim er aö krabbameinslækningum lúta. Þess má geta aö heiti þessarar fyrirhuguöu byggingar — K-álma — stendur í engu sambandi viö þann hluta starfseminnar sem þar á aö fara fram er lýtur aö krabba- meinslækningum, en byggingar á Landspítalalóöinni eru til aögreiningar auökenndar bókstöfum. Þannig er kvennadeildarbyggingin á lóöinni t.d. nefnd X og fyrirhug- uö legudeildarálma fyrir krabbameinssjúklinga nefnd 0. Línuhraöall í Landspítala mun gera kleift aö veita krabbameinssjúklingum jafnfullkomna þjónustu og gerist í öörum löndum þar sem ýtrustu kröfur eru gerðar varö- andi heilbrigði og læknisþjónustu. Línuhraöall gerir Cobolt-tækiö sem nú er í notkun ekki óþarft. Þaö veröur notaö áfram, enda þótt þaö sé skv. upplýsingum Morgun- blaösins fariö aö slitna nokkuö. Tilkoma línuhraðals gerir þaö aö verkum aö vart þarf aö senda krabbameinssjúkl- inga í geislameöferö í útlöndum, en þess má geta aö skv. nýlegum upplýsingum heilbrigöisráöherra voru á árinu 1980 sendir 46 sjúklingar í slíka meöferð til útlanda, áriö 1981 voru þeir 37 að tölu, en 19 áriö 1982. i nóvemberlok sl. höföu 14 sjúklingar veriö sendir í geislameðferö utan þaö sem af var árinu og nam heildarkostnaöur viö þær ferðir rúmlega 5,5 millj. króna, eöa um 400 þúsund kr. á sjúkling að meöaltali. Geislameðferö er oftast langvarandi og skiþtir í mörgum tilfellum mánuöum. Til aö varpa Ijósi á þetta mál hefur Morgunblaöiö snúiö sér til sérfræöinga og forsvarsmanna í heilbrigöismálum og lagt fyrir þá eftirfarandi spurningar: Hver er brýnasta framkvæmd á sviði krabbameinslækninga á íslandi? Áætlaður kostnaður viö K-álmu viö Landspítalann nemur um 500 milljónum króna. Er hugsan- legt að byggja álmuna í áföngum? Hver yrði þá kostnaður við fyrsta áfanga? Hverjar eru kröfurnar í sambandi viö krabbameinslækn- ingar hér á landi? Er samanburður viö stór- þjóðir eölilegur á þessu sviði? Hvaö gerir línuhraöall sem önnur geislatæki gera ekki? Hversu mikill hluti krabbameinssjúklinga heföi gagn af þessu tæki? GJAFAVORUVERSLUNIN Elegans« SKÓLAVÖRÐUSTÍG 42 ÁÖur en þér veljiö hina fullkomnu áríöandi jólagjöf, þá beriö saman gæði, verð og úrval. Viö erum ööruvísi. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 42 Elegans

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.