Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983
AlúÖarþakkir til allra sem glöddu mig á 70 ára afmæli
mínu meö heimsóknum, gjöfum, skeytum og upphring-
ingum.
Stefnir Ólafsson,
Reykjaborg við Múlaveg.
Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim fjölmörgu sem
heiðruöu mig meö heimsóknum sínum, gjöfum, blómum
og skeytum á sextugsafmæli mínu þann 8. desember.
Ég óska ykkur gleöilegra jóla, heill og hamingja fylgi
ykkur um allaframtíö.
Sigurður Hannesson.
Iðunn:
Iðnaðarmannatal
Suðurnesja komið út
IönaAarmannatal Suðurnesja er
komið út á vegum bókaforlagsins Ið-
unnar. Ritið hefur Guðni Magnús-
son tekið saman og inniheldur það
æviágrip alls 950 iðnaðarmanna á
Reykjanesskaga sunnan Hafnar-
fjarðar.
Auk þess er skrá um iðnnema
um áramótin 1979—80 og í bókar-
auka sem fylgir iðnaðarmannatal-
inu sjálfu má finna starfssögu
Iðnaðarmannafélags Suðurnesja,
upplýsingar um sérgreinafélög
iðnaðarmanna á þessu svæði, en
þau tóku öll þátt í gerð bókarinn-
ar, og Eyþór Þórðarson hefur rit-
að þátt sem nefnist Iðnir og hand-
íðir á liðinni tíð á Suðurnesjum.
Bókin er hátt i 600 blaðsíður og
eru i henni auk mynda af einstök-
um mönnum margar hópmyndir.
GUDNI
WSNCSSC
iDNADAí
tiWNAX
SUDUR
NESJA
Bóndi er
bústólpi
ÆGISÚTGÁFAN hefur gefið út
fjórðu bókina í flokknum Bóndi er
bústólpi — sagt frá nokkrum góð-
bændum. í þessari bók eru þættir af
11 bændum, skráðir af jafn mörgum
höfundum, en ritstjórn annast Guð-
mundur Jónsson, fýrrvcrandi skóla-
stjóri á Hvanneyri.
GUÐMUNDURJÖNSSON
nTiKTij I á ;1
BUSTÓLPI
SAGTFRÁ NOKKRUM
GOÐBÆNDUM
Þættirnir í þessu fjórða bindi
eru:
Benedikt Grímsson á Kirkju-
bóli, höfundur Ingimundur á
Svanshóli; Eggert Finnsson á
Meðalfelli, höf. Gísli Brynjólfsson;
Gunnlaugur J. Auðunn, Bakka,
höf. Sigurður J. Líndal; Helgi
Kristjánsson í Leirhöfn, höf.
Brynjólfur Sigurðsson; Hermóður
Guðmundsson í Árnesi, höf. Vig-
fús B. Jónsson; Hólmgeir Jensson
á Þórustöðum, höf. Guðmundur
Ingi Kristjánsson; Jörundur
Brynjólfsson, bóndi og alþ.m., höf.
Ágúst Þorvaldsson; Magnús Finn-
bogason, Reynisdal, höf. Sigurlaug
Gunnarsdóttir; Metúsaelm á
Hrafnkelsstöðum, höf. Helgi
Gíslason; Sigurður Tómasson á
Barkarstöðum, höf. Halldór Árn-
ason; Þórólfur Guðjónsson, Innri-
Fagradal, Dalasýslu, höf. Ásgeir
Bjarnason.
...HALDA ÞER VIÐ EFnlÐ!
FréttirMfyrstu hendi!