Morgunblaðið - 15.12.1983, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.12.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 63 Verðum að fá línu- hraðal strax — segir Ólafur Ólafs- son landlæknir „Við verðum að fá línuhraðal og það strax,“ sagði Olafur Ólafsson landlæknir í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Á sviði krabbameinslækninga er- um við orðin á eftir þeim þjóðum sem við miðum okkur helzt við, þar sem þetta tæki er miklu full- komnara en Cobolt-tækið, sem við höfum nú á að skipa, og gerir ýmislegt sem það tæki getur ekki gert. Línuhraðallinn er miklu beinskeyttari en Cobolt- tækið og skemmir síðan út frá sér og enda þótt Cobolt-tækið komi að miklum notum og muni halda áfram að gera það, vantar mikið á að við getum veitt nauð- synlega þjónustu á sviði krabba- meinslækninga á meðan við höf- um ekki línuhraðalinn. Vandamálið varðandi öflun þessa tækis er fyrst og fremst það að við höfum ekki aðstöðu til að koma því fyrir. Geisla- tæki þurfa sem kunnugt er sérstakan umbúnað og slíkur umbúnaður er ekki fyrir hendi. Það er umdeilt hvort ráðast skuli í svo mikla framkvæmd sem byggingu K-álmu nú, en að mínu áliti væri æskilegast að hefjast handa nú þegar, a.m.k. um að byggja fyrsta hlutann þar sem hægt væri að koma fyrir línuhraðli. Við höf- um nú þegar á að skipa hæfu fólki til að annast rekstur tæk- isins. Áætlaður kostnaður við bygginguna nemur um 500 milljónum króna. Það er ekki fjarri lagi að það sé jafnvirði tveggja skuttogara. En línu- hraðal verðum við að fá, hvernig sem við förum að því að koma honum fyrir. Við get- um ekki látið af þeirri kröfu að halda áfram að veita hér eins fullkomna læknisþjónustu og í okkar valdi stendur og það er ekki forsvaranlegt að senda fólk, hópum saman, í geisla- meðferð í útlöndum," sagði landlæknirinn. Sigurður Björnsson lyflæknir á geisla- deild Landspítalans í lögum um heilbrigðisþjón- ustu nr. 57 frá 1978 segir í 1. grein: „Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heil- brigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til vernd- ar andlegri, iíkamlegri og félags- legri heilbrigði." Þetta er háleitt markmið og hafa stjórnendur reynt að framfylgja þessum lög- um eftir beztu getu og fólkið í landinu ekki talið eftir sér þann kostnað, sem það hefur í för með sér að tryggja sér og samborgur- unum beztu hugsanlega heilsu. Til þess að tryggja megi fólki á íslandi með hin ýmsu krabba- mein beztu þjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita, þarf annaðhvort að hafa hér á landi fullkomna aðstöðu til slíkra lækninga eða þá að kaupa lækningar erlendis. Árangur krabbameinsmeðferðar byggist einkum á tvennu. 1 fyrsta lagi hversu snemma tekst að greina sjúkdóminn og í öðru lagi á með- ferðaraðstöðu sem fyrir hendi er. Eftir því sem sjúkdómurinn greinist fyrr, er að jafnaði meiri von um fullan bata og jafnframt er meðferðin ekki eins erfið og fyrir þá sem hafa sjúkdóminn lengra genginn við greiningu. Fjöldamörg atriði skipta hér máli og hafa áhrif ef menn vilja í alvöru lækka dánartíðni af völdum krabbameins. 1. Fyrirbyggjandi aðgerðir, breyttar lífsvenjur (reyk- ingar). 2. Skipulögð leit að krabbamein- um (sbr. legháls- og brjóst- krabbamein). 3. Þekking fólks og áhugi á eigin heilsufari og árvekni varð- andi breytingar á því. 4. Gæði heilsugæzlunnar. 5. Rannsóknatækni: Myndgerð, meinafræði, ónæmisfræði, líf- fræði o.fl. 6. Meðferð: Skurðlækningar, geislalækningar, lyflækn- ingar, ónæmislækningar o.fl. 7. Stuðningsgreinar: Blóðgjafir, sýkingavarnir og meðferð sýkinga, næring o.s.frv. Ljóst er af þessari upptaln- ingu að margt þarf til að unnt sé að beita beztu meðferð „sem á hverjum tíma eru tök á“ og ár- angurinn verður jafngóður veik- asta hlekknum. Sýnist eflaust sitt hverjum, hvar sé veikasti hlekkurinn því að á mörgum sviðum eigum við ekki völ á því sem bezt er til erlendis en einnig má benda á að við stöndum flest- um framar um sumt. Við höfum hér aðstöðu sem engin stórþjóð hefur til að fækka dauðsföllum af völdum krabbameina, þeim árangri getum við bezt náð með því að leggja aukna rækt við at- riðin í fyrri helmingi upptaln- ingarinnar, fækkun krabba- meina og greiningu á lágu stigi. Hinsvegar verður það ætíð svo, að til meðferðar kemur fólk með krabbamein, sem krefjast sérhæfðra lækninga og háþró- aðrar meðferðartækni og slíkum sjúklingum verðum við að geta sinnt hér á landi. Á undanförn- um árum hafa landsmenn eign- ast fullkomin tæki til greiningar krabbameina og undirbúnings geislameðferðar en síðan skortir í mörgum tilfellum tæki, sem tryggi sjúklingunum beztu með- ferð „sem á hverjum tíma eru tök á að veita". Allir sem um þessi mál fjalla eru sammála um að brýna nauðsyn beri til að kaupa línuhraðal og má jafnvel gera sér í hugarlund að hann væri þegar kominn til landsins ef aðstaða hefði verið til að koma honum fyrir. íslenzka þjóðin hefur efni á því að eignast slíkt tæki og byggja utan um það. Sigurður Magnús- son prófessor og forstöðumaður kvennadeildar Landspítalans og Kristján Sigurðsson læknir, sérfræðing ur í illkynja kven- sjúkdómum Meðferð kvenna með illkynja kvensjúkdóma hefur ætíð verið. eitt af forgangsverkefnum kvennadeildar Landspítalans. Þar er nú starfrækt sérstök 12 rúma legudeild sem er undir um- sjá kvensjúkdómalækna með sérmenntun í krabbameinslækn- ingum. Þar fer fram öll meðferð þessara sjúklinga er snertir skurðaðgerðir, lyfjameðférð og innri geislameðferð. Fram- kvæmd ytri geislameðferðar fer fram á geisladeild í samstarfi við geislalækna. Mjög góð sam- vinna hefur ennfremur ætíð ver- ið milli kvennadeildar og Leitar- stöðvar Krabbameinsfélagsins um greiningu og eftirlit þessara sjúklinga. Reynsla okkar á kvennadeild er sú að miklir kostir fylgja því að meðferð þessara sjúklinga sé á fárra hendi, þar sem það skap- ar best tengsl milli læknis og sjúklings. Eitt af brýnni verk- efnum krabbameinslækninga hér á landi er því að fá legudeild fyrir almenna krabbameins- sjúklinga á sama hátt og gert hefur verið fyrir illkynja kven- sjúkdóma. K-bygging Landspít- alans breytir engu hér um því' þar er ekki gert ráð fyrir legu- deild fyrir krabbameinssjúkl- inga. Annað brýnt verkefni er endurbætur á framkvæmd ytri SJÁ NÆSTU SÍÐU Erhægtað gleypavið pessa? Skáldsögur SKÁLDSÖGUR, nýtt smásagnasafn Steinunnar Siguráardóttur, bera sannar- lega nafn tned rentu. Ósennilegt eöa jafnvel óbugsandi er aö þcergcetu gerst í raunveru- leikanum. Tökum sem dcemi. Hvenœrhefur skáti lent í ööru eins og RÖDDUM ÚR HRAUNI? Og bvaö um þerformansa reyk- vískrar húsmóöur á Þingvöllum? — Há- rnarki ncer þó skrumskceling veruleikans í sagnaklasanum FJÖLSKYLDUSÖGUR. Arn- viöur Sen og Artemis Flygenring eru lifandi ckemi um þaö. Slíktfólk er vonandi ekki til. En Steinunn kann þá list aö láta lesandann gleypa við sögunum, — því það gerum við. IÐUNN Bræóraborgarstíg 16 Pósthólf 294 121 Reykjavik Simi 12923-19156

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.