Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983
77
n ^7 /v
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Er nema von að sið-
ferði sé ábótavant?
Þórstína Ólafsdóttir skrifar:
„Kæri Velvakandi.
mig langar til að spyrja stjórn-
völd nokkurra spurninga: Hvenig
er hægt að dæma einn mann, þ.e.
útgefanda Spegilsins, sekan um
klám og guðlast í riti viðkomanda,
þegar það er varla hægt að koma
inn í bókabúðir eða söluturna án
þess að hafa fyrir augunum alls
konar klámrit og sorprit, þar sem
lítið er gert úr siðferði fólks?
Þetta eru jafnframt staðir, sem
börn og unglingar fara mikið á.
Er nema von, að siðferði fólks sé
ábótavant, þegar það hefur svona
sora fyrir augunum eiginlega
hvert sem það fer?
Það er varla hægt að fara í
kvikmyndahús án þess að sjá alls
konar klám og sora, að ég tali nú
ekki um ofbeldi. Og þetta eru þó
þeir staðir, sem eru hvað vinsæl-
astir hjá æsku landsins.
Ber okkur ekki skylda til að
standa vörð um kynslóðina sem er
að vaxa úr grasi og kemur til með
að stjórna landinu? Ber stjórn-
völdum ekki skylda til að láta
þessi mál til sín taka eins og önn-
ur mál þjóðarinnar? Hvers vegna
er ekki eitt látið yfir alla ganga,
þegar klám og sori eru annars
vegr? Ná landslög ekki jafnt til
allra?
Væri ekki rétt að taka í taum-
ana, áður en það verður um sein-
an, til að reyna að stemma stigu
við þeim óheillaöldum, sem skella
á landinu um þessar mundir?"
8ESTA
ELDHÚSHJÁLPIN
KENWOOD
JÓLAGJAFIR
Þessir hringdu .. .
Ómaksins vert
að líta þar inn
Aldamótamaður hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Það er mikið verið að ræða um
athugun á rekstri rafmagns-
veitnanna um þessar mundir og
hugsanlegar hagræðingarað-
gerðir þar á bæ. Ég held að það
sé ekkert vafamál, að það eigi að
vera hægt að þéna á fyrirtækj-
um eins og rafmagnsveitunum,
ef allt er með felldu. Ég vona
bara að það komi sem allra fyrst
að Pósti og síma að ganga í
gegnum svona athugun; ég er
viss um að það er ómaksins vert
að líta þar inn. Það varð víst
svoddan bullandi tap á umfram-
símtölunum eftir skrefatalning-
unni, að fyrirtækinu veitir áreið-
anlega ekki af aðhlynningu.
Skil ekki þetta
skrýtna fyrir-
komulag
Anna Jónsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Mig langar til að bera fram litla
fyrirspurn hér í þessum dálkum.
Eg er öryrki og hef verið það í
mörg herrans ár og hef því mið-
ur enga von um að lagast. Ég lifi
á örorkulífeyri, eins og laun mín
eru kölluð. Það er eitt sem ég á
ákaflega erfitt með að skilja í
sambandi við Tryggingastofnun-
ina. Síðan maðurinn minn dó hef
ég fengið lítils háttar greiðslur
úr lífeyrissjóði hans. Ef ég hefði
nú fengið að halda fullum ör-
orkubótum, þrátt fyrir þessar
óverulegu greiðslur úr lífeyris-
sjóðnum, hefði ég nóg fyrir mig
og þyrfti í engu að vera upp á
aðra komin. En um leið og ég fór
að fá lífeyrissjóðsgreiðslurnar,
voru örorkubæturnar skertar
sem lífeyrisjóðsgreiðslunum
nam. Af hverju gerir Trygginga-
stofnunin svona?
Af hverju má ég ekki hafa í
friði þær lífeyrissjóðsgreiðslur,
sem maki minn hefur unnið sér
rétt til í gegnum tíðina, og greitt
skatta af. Ég skil ekki þetta
skrýtna fyrirkomulag. Maður á
erfitt með að berjast fyrir mál-
um sínum, þegar maður er búinn
að vera veikur árum saman.
Á silfurskóm
allir ganga
Ingimundur Ilalldórsson, Hafn-
arfirði, hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Mig langar til
að grennslast fyrir um áfram-
hald kvæðis, sem ég hef ekki
einu sinni hugmynd um, hvar ég
hef lært; né heldur veit ég hver
ort hefur og hef engan hitt sem
kannast hefur við þetta. I kvæð-
inu segir m.a.:
Ef við komumst alla leið,
úr ðllum leystum vanda,
þá fáum við gefins góða jörð,
gull eins og sand milli handa.
Þar járna menn hesta með silfri og
[seym,
á silfurskóm allir ganga;
já, gríðarmikið af gulli er þar,
og gott mun til allra fanga.
Gæti slíkt gerst?
S.G. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Ég er búin að
spila í tveimur stóru happdrætt-
anna frá byrjun og aldrei fengið
vinning. Þó minnist ég þess, að
a.m.k. annað hvort happdrætt-
anna auglýsti mikið á tímabili,
að fjórði hver miði hlyti vinning.
Ég er láglaunamanneskja og var
nú svona hálfpartinn að vona, að
ég fengi glaðning fyrir jólin, af
því að það er dregið úr svo mörg-
um vinningum í desember. Mað-
ur er óneitanlega dálítið hissa,
eftir þátttöku í þriðjung aldar
eða meir, að komast aldrei á
blað. Ætli það geti verið, að
númerin manns hafi glatast ein-
hvern veginn af því að þau séu
orðin svo gömul? Mér dettur það
helst í hug. Gæti slíkt gerst?
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Ég syndi allavega einu sinni í viku.
Rétt væri: Ég syndi að minnsta kosti einu
sinni í viku.
(Hið fyrra gæti merkt: Ég syndi bringusund,
baksund, skriðsund og flugsund í hverri
viku.)
RAFMAGNS- GRÆNMETIS- OG ÁVAXTAKVARNIR
HANDÞEYTARI Verð kr. 2.470.-Verð kr. 1.635.-Verð kr. 1.065.-
Verð kr. 1.245.-
RAFMAGNSPANNA KETILL
Verð kr. 3.855.- Verð kr. 1.910.-
DJÚPSTEIKINGARPOTTUR CHEFETTE HRÆRIVÉL
Verð kr. 2.695.- Verð kr. 3.130.-
RAFHLÖÐUÞEYT ARI
Verð kr. 233.-
(öll verð eru miðuð við gengi 9.12.'83).
RAFEEKJADEILD
PRISMA