Morgunblaðið - 15.12.1983, Page 28

Morgunblaðið - 15.12.1983, Page 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 x)Lyfku á \>tr löppmni ! É0 held (/ 06 f>ö standirci spæle^inu' ást er..... ... aö leyfa hon- um að horfa á fjóra knattspyrnuleiki á einum degi « — -----~~ I‘að var heppilegt að ég skyldi geta '*** saumað fyrir gatið á netinu, því Hvað sagði ég sem særði þig beina útsendingin í sjónvarpinu svona, Dúdda mín? byrjar eftir þrjár mínútur! Dalbraut 27 hægt að jafna að- dálítið á Dal- 27 og Furugerði 1? Furugerði 1 Er ekki stöðuna braut H.B. skrifar: „Velvakandi. Öldruð kona mér tengd býr í svokallaðri verndaðri íbúð fyrir aldraða á vegum Reykjavíkur- borgar í Furugerði 1. Öll vorum við glöð þegar hún fékk þarna inni eftir langan vinnudag. Þarna búa 80—90 gamalmenni, mörg komin yfir áttrætt. Það, sem mér þykir að, er að verndun- in er í lágmarki, vægast sagt, að öðru leyti en því, að þarna er þak yfir höfuðið. Okkur var sagt, að bjöllur yrðu í hverri íbúð til þess að hægt væri að hringja á aðstoð í nauð- um, en þessar bjöllur hafa aldrei verið tengdar, enda enginn til að svara þeim. í húsinu býr hús- vörður og kona hans, sem þrífur sameign. Annað starfsfólk er ekki til að hjálpa þessum mörgu gamalmennum. Að vísu er rekin þarna félagsmiðstöð á vegum borgarinnar, fyrir íbúa hússins og aðra og hún er opin part úr degi fyrir þá sem eru sæmilega frískir og er það vel fyrir þá. Nú vildi svo til, að ég heimsótti nýlega frænku mína, sem býr á Dalbraut 27, í þjónustuíbúð fyrir aldraða, og hvílíkur munur. Þar er „vakt“ reiðubúin til hjálpar nótt sem dag; lítil verslun með nauðsynjar; heitur matur alla daga; líkamsþjálfun og yfirleitt öll hjálp sem hugsast getur. Hver stjórnar því, að mismunurinn er svo mikill? Er ekki möguleiki að jafna aðstöðuna örlítið? Ekki gat ég séð mikinn mun á þessu fólki, sem á þessum heimilum dvelur, nema ef til vill óverulegan ald- ursmun. En íbúarnir í Furugerði eldast nú líka. Og hvað þá? Á Dalbrautinni eru listaverk og blómaskreytingar hvar sem litið er. Á íbúðagöngum í Furu- gerði er allt autt og snautt. Ein lyfta er í þessu átta hæða húsi, fyrir allt þetta fólk og hún er oft í ólagi. Þá verður að fara upp brunastiga. Hann er læstur, svo að gamla fólkið verður að plampa niður alla stigana, fái það heim- sókn meðan lyftan er biluð, því að það verður að opna útidyra- hurðina niðri. Eftir að hafa komið á Dalbraut 27 finnst mér að lágmark væri að senda þaðan eins og fjóra starfsmenn til að líta eftir þeim mörgu lasburða gamalmennum sem búa í Furugerði 1. Virðingarfyllst." HÖGNI HREKKVÍSI Færi lögreglumönimm borg- arinnar bestu þakkir fyr- ir hjálpina á liðnum árum Gestur Sturluson skrifar: „Sæll og blessaður, Velvak- andi. Undanfarið hafa verið mikil skrif í dagblöðum borgarinnar um lögregluna og hennar störf, og hefur hún orðið fyrir harðri gagnrýni úr ýmsum áttum. Blaðaskrif þessi hófust út af vissum atburði sem átti upptök sín á einum af skemmtistöðum borgarinnar. Ekki ætla ég að blanda mér í þau mál, enda var ég þar ekki staddur og þar af leiðandi hvorki sjónar- né heyrn- arvottur að því sem þar gerðist. En í tilefni af þessum skrifum öllum langar mig til að minnast aðeins á persónuleg viðskipti mín við lögregluna. Ég er nefnilega „gamall kunningi" hennar, eins og stundum er sagt, þó í annarri merkingu sé en vant er að tala um þann kunningsskap í sam- bandi við lögregluna. Eg er sem sé fatlaður og er í hjólastól og hef búið hér í borginni síðastliðin 18 ár. Fyrir utan fötlunina er ég vel frískur og þar af leiðandi töluvert á ferðinni. Og hvert hef- ur úrræði mitt vérið til að kom- ast um þegar égíief þurft að fara eitthvað? Jú, oftast nær lögregl- an. Og það er skemmst frá að segja, að lögreglumennirnir hafa alltaf verið boðnir og búnir að flytja mig hvenær sem er og hvert sem er innan borgarinnar, svo framarlega sem þeir hafa getað það fyrir annríki. Nú á síðustu árum, síðan hin ágæta ferðaþjónusta fatlaðra tók til starfa, hafa viðskipti mín við lögregluna snarminnkað. Þó er það nú svo, að öðru hvoru hef ég orðið að leita til hennar, t.d. þeg- ar ég hef þurft að komast heim seint á nóttu eða kvöldi, því að ferðaþjónusta fatlaðra er aðeins opin til miðnættis, einnig þegar ég hef þurft að fara skyndilega eitthvað um helgar, því að þá er skrifstofan ekki opin hjá ferða- þjónustunni. Og það er alltaf sama sagan: Liprasta og besta þjónusta hjá lögreglunni. Að endingu vil ég færa lög- reglumönnum borgarinnar bestu þakkir fyrir hjálpina á liðnum árum og undir þetta munu þeir taka, sem svipað hefur verið ástatt fyrir og mér, en þeir eru margir."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.