Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 fnun betur en Cobolt-meðferð og er hægt að ákveða dýpt geislun- ar með breytilegri orku. Elektr- ónugeislun er notuð við æxli sem liggja grynnra og geislaskammt- ur fellur snögglega í ákveðnu dýpi, sem ákvarðast af orku tæk- isins. Geislun frá línuhraðli er hraðari en frá Cobolt-tæki og tekur því hver geislun styttri ríma. 5. Tæpur helmingur sjúklinga sem greinast með krabbamein þarf einhvern tímann á geisla- meðferð að halda. Vænta má að u.þ.b. 50—75% þeirra sem þurfa á geislameðferð að halda, muni fá meðferð með línuhraðli. Halldóra Thor- oddsen fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfélags íslands Um tilgang Krabbameinsfé- lags íslands segir í lögum að hann sé að styðja í hvívetna bar- áttuna gegn krabbameini. Þessum tilgangi hyggst félagið ná með því m.a. að stuðla að auk- inni menntun lækna í greiningu og meðferð krabbameins, að stuðla að útvegun eða kaupum á fullkomnustu lækningatækjum á hverjum tíma og nægu sjúkra- rými fyrir krabbameinssjúkl- inga, að hjálpa krabbameins- sjúklingum til þess að fá full- komnustu sjúkrameðferð sem völ er á. Það er sem sé í lögum félags- ins að berjast fyrir framförum á sviði krabbameinslækninga og rétti sjúklinga á fullkomnustu sjúkrameðferð sem völ er á á hverjum tíma. Hvernig hefur félagið fylgt þessum málum eftir? Strax á árunum 1951 og 1952 hófst félagið handa og safnaði verulegri fjárhæð (250 þús. kr.) og gaf þá geislatæki til röntg- endeildar Landspítalans. Á sínum tíma undirbjó félagið kaupin á kobalt-tæki því sem enn í dag er notað á Landspítal- anum og lagði drjúgan skerf ti kaupanna, þótt annar aðili hafi síðar komið inn í myndina og safnað fé til kaupanna ásamt fleirum. í tilefni af 25 ára afmæli fé- lagsins árið 1976 stóð félagið fyrir ráðstefnu um framtíðar- skipulag geisla- og lyfjameðferð- ar krabbameina hér á landi. Þessi ráðstefna vakti verðskuld- aða athygli og þessi mál hafa verið í brennidepli æ síðan. Félagið hefur fylgst náið með gangi mála og hefur árlega sent áskoranir til heilbrigðisyfir- valda um að standa að framför- um á sviði krabbameinslækn- inga. Félagið hefur hvað eftir annað veitt umtalsverða styrki til lækna sem hafa áhuga á að kynna sér nýjustu aðferðir við greiningu, meðferð og lækningu illkynja æxia. Þetta sýnir að félagið hefur frá upphafi látið þessi mál til sín taka, þó svo að krabbameinsleit- in hafi veirð þungamiðjan í starfsemi félagsins. Til þess að leit að krabbameini á byrjunarstigi beri góðan ár- angur verður að koma til skiln- ingur almennings, einnig heil- brigðisyfirvalda. Þess vegna er allt fræðslustarf svo mikilvægt. Með starfsemi Krabbameinsfé- lagsins héfur afstaða almenn- ings til krabbameins gjörbreyst hin síðari ár. Að sjálfsögðu er það réttur einstaklings í dag að verða að- njótandi þeirrar meðferðar sem gefur mestar batavonir á sjúk- dómum, hvort sem um krabba- mein eða aðra sjúkdóma er að ræða — þótt það kosti fjármuni. En lífið er dýrmætt. Ódýrara er þó að greina sjúk- dóminn á byrjunarstigi, en ódýr- ast af öllu er að koma í veg fyrir sjúkdóma. Þess vegna er besta fjárfest- ingin í forvörnum. Skráning á illkynja æxlum er forsenda þess að hægt sé að stunda krabbameinsrannsóknir hér á landi sem annars staðar. Þær faraldsfræðilegu rannsókn- ir sem fram fara á vegum Krabbameinsskrárinnar gefa vísbendingu um hegðan sjúk- dómsins, fjölgun eða fækkun á vissum tegundúm krabbameins, og án skrárinnar munum við vita snöggtum minna um þá sjúkdóma sem einu nafni nefn- ast krabbamein. Við gerum kröfur til þess að fylgt verði eftir þeim árangri sem náðst hefur hér á landi í forvörnum krabbameins og við gerum kröfur til þess að allir krabbameinssjúklingar fái þá bestu meðferð til lækninga sem þekkt er í dag. Páll Gíslason yfir læknir á handlækn- isdeild Landspítal- ans Fram á síðasta áratug voru flest krabbamein fyrst og fremst læknuð með skurðaðgerð og svo er enn, sé hægt að koma því við. Lyflækningar og geislalækn- ingar hafa síðan stöðugt verið að sækja á og notast þá einar sér eða að jafnaði í sambandi við skurðaðgerðir annað hvort á undan eða á eftir, nema hvoru tveggja sé. Ekki má búast við að skurðað- gerðir einar sér geti náð miklu lengra í heild en nú er, en með því að beita krabbameinslyfjum og geislum hefur tekist að ná verulega betri árangri á mörgum sviðum. Ákveðnar gerðir krabbameina tekst nú að lækna alveg hjá vax- andi fjölda sjúklinga með því að beita saman öllum tiltækum ráðum hinna ýmsu greina lækn- isfræðinnar. Á síðustu árum hafa íslenskir læknar tileinkað sér allar þessar greinar og hafa nú komist á samhæfðar lækningar undir for- ystu krabbameinssérfræðinga okkar og í ágætri samvinnu við lækna á hinum ýmsu sjúkrahús- um landsins. Göngudeild fyrir krabba- meinssjúklinga hefur starfað vel við þröngar aðstæður á Land- spítalanum og veitir marghátt- aða lækningu og þjónustu fyrir og eftir skurðaðgerðir og sjúkra- húsvist. Á íslandi erum við að hefja sókn til að finna sjúkdóm- inn á frumstigi og við höfum náð tökum á samstilltum skurðað- gerðum, lyfjameðferð svo og geislameðferð. En því er ekki að leyna að þó árangur í heild sé betri en áður, vantar mikið á að viðunandi sé, ef nokkur kostur er að bæta á annan hátt. Þróunin hefur gefið okkur kost á tækni, sem færir okkur nær því marki að lækna krabba- mein. Á síðustu árum hefur komið fram sérstakt tæki á sviði geislalækninga — línuhraðall — sem veitir möguleika á því að ná betri árangri en áður hefur þekkst. Tækið hefur verið lengi í þróun, því að ég man fyrst eftir því á tilraunastigi á Hamm- ersmith-sjúkrahúsinu í London fyrir 25 árum, þegar ég var þar við nám. Nú hefur línuhraðall sýnt ótrúlega hæfni til að vinna á vissum tegundum krabbameina og hafa nú þegar allmargir ís- lendingar leitað slíkrar lækn- ingar erlendis. Er sýnt að slíkar ferðir verða nauðsynlegar í vax- andi mæli, ef veita á krabba- meinssjúklingum þá möguleika til lækninga sem fyrir hendi eru og vænlegastir til árangurs. Ég er því ekki í vafa um það, að nauðsynlegt og óhjákvæmilegt sé að koma upp aðstöðu fyrir línu- hraðal hér á landi og þá á Land- spítalanum, þar sem er miðstöð krabbameinslækninga. Hér er um stórt átak að ræða, því að tækið er dýrt og húsnæði þarf að sérhanna, svo að ekki mengist umhverfið af geislum. Ennþá hafa aðeins tiltölulega fáir krabbameinssjúklingar not- ið þessarar lækningar erlendis, en ekki er vafamál að fjöldi þeirra mun vaxa ört og myndi sennilega fljótlega ná tölu hjartasjúklinga, sem nú fljúga utan til að fara í skurðaðgerðir. Ferðir hjartasjúklinga eru oft erfiðar, en tiltölulega auðveldar í framkvæmd, þar sem ferðin í heild tekur stuttan tíma, en geislun í línuhraðli tekur langan tíma og þarf oft að endurtaka, svo að þetta tekur mjög á sjúkl- ing og aðstandendur hans. Það er því enginn vafi á því að brýnasta framkvæmd á sviði krabbameinslækninga á íslandi og reyndar lækninga í heild, er að fá línuhraðal til lækninga á krabbameini. Fyrstu bflarnir Bókmenntír Erlendur Jónsson Kristinn Snæland: BÍLAR Á fS- LANDI í MYNDUM OG MÁLI 1904—1922. 175 bls. Bókaútg. Örn og Örlygur. Rvík, 1983. Árið 1904 er talið hafa markað upphaf bílaaldar á íslandi. Þá var fyrsti bíllinn fluttur til landsins. Hann var keyptur gamall og notaður! Þess konar bílakaup þættu ekki bera vott um fyrir- hyggju nú. Enda var hann brátt sendur heim til föðurhúsanna og var landið bílalaust næstu árin. Tíu árum síðar — með upphafi fyrra stríðs — hófst bílaöld fyrir alvöru. Þá var tekið að flytja inn — ekki bíl heldur bíla, bílstjórum fjölgaði, viðgerðarþjónusta reis smám saman á fót, kaupmenn tóku að afla sér umboða og auglýs- ingum um bíla og bílferðir fjölgaði í blöðunum. Bók þessi nær aðeins til 1922. Það má líka kalla frumskeið bíla- aldar. Vegir voru ekki í fyrstunni miðaðir við bíla heldur hestvagna, vegakerfið var slitrótt og enn var notast við þarfasta þjóninn eins og áður. En í lok þessa tímabils tók bílum að stórfjölga og þá sáu allir að bíllinn var samgöngutæki framtíðarinnar á íslandi. »Járn- brautarmálið*, sem verið hafði til umræðu á Alþingi frá því um 1890, hvarf af dagskrá og hefur ekki verið á það minnst í alvöru síðan. Drepið er á það í þessari bók hve vegagerð var hér frumstæð lengi vel. Verkfærin voru hakinn og skóflan og efni flutt á hest- vögnum. Ruddir vegir, sem kallað var, voru algengastir, uppfyllingar aðeins gerðar þar sem nauðsyn krafði og þá af efni sem til féll á hverjum stað. Jarðefni til uppfyll- ingar var sjaldan flutt á hestvögn- um, en möl til ofaníburðar þurfti nánast alltaf og alls staðar að flytja, einnig til vegaviðhalds. Þessi vinnubrögð tíðkuðust að minnsta kosti sums staðar til árs- ins 1942. Fyrstu bílstjórarnir voru allir einhvers konar vélfræðingar. Annað tjóaði ekki því þeir urðu sjálfir að gera við bílana hvar sem var og hvenær sem var. Þegar bíl- um fjölgaði tók þó brátt að verða til stétt bílstjóra — það er að segja manna sem höfðu akstur að meginatvinnu. A frumskeiði bílaaldar var akst- ur og meðferð þessara undratækja eingöngu talið karlmannsverk. En konur voru að sækja í sig veðrið. Á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri gengu þær inn í ýmsar starfs- greinar sem kröfðust sérhæfingar og áður tilheyrðu karlmönnum einum; og kröfuðust ekki aðeins kosningaréttar, sem þær fengu, heldur jafnréttis á öllum sviðuin. Árið 1919 stóð í bifreiðaauglýs- ingu: »011 stjórntæki eru á stýr- inu, svo kvenfólk getur auðveld- lega stjórnað henni.« í kaflanum Konur og ökutæki segir að »þá hafði aðeins ein kona tekið bílpróf á íslandi.« Árið 1920 tók kona meirapróf »og fór þá þegar að aka leigubíl.* Fyrstu bílstjórarnir litu á sig sem meiri háttar kapteina og báru borðalagðar húfur í sam- ræmi við stöðu sína og nutu al- mennrar hylli, en einkum þó hjá veikara kyninu. Ég varð fyrir vonbrigðum þegar ég sá að bók þessi náði aðeins til 1922 en sá svo mér til léttis að ætlunin er að halda sögunni áfram, allt til dagsins í dag. Margar myndir prýða bók þessa, undra vel teknar og skýrar, sumar hverjar, og að sama skapi vel prentaðar. Og þær minna á að bíllinn er ekki aðeins þarfaþing, hann er líka hlutur með lit og lög- un og er því þegar best lætur — listrænn gripur. Fyrstu bílarnir mundu naumast falla að nútíma- smekk. Þeir voru hannaðir að nokkru leyti eftir gömlu hestvögn- unum og af vanefnum gerðir. En bílasmíðinni fleygði ört fram. Og um 1920 voru bílarnir búnir að fá þann svip sem lengi hélst. Það er auðvitað smekksatriði hvaða bílar eru fallegastir, hvenær reisn þeirra og samræmi útlits og nota- gildis náði hámarki. Mér þykir alltaf mest koma til bíla sem framleiddir voru á árun- um 1925—30. Þá var bíllinn búinn að ná fullum þroska ef svo má að orði kveða. Útlitslínur voru orðnar hreinar og skýrar. Skömmu síðar var tekið að fela — fela hjólin, fela ljósin, fela varahjólið, fela farang- ursgeymsluna. Bíllinn var flattur út með straumlínulagi, hann var ekki lengur rennilegur vagn á hjólum; hann var orðinn að kúptu loki á götunni. Það er Fornbílaklúbbur íslands sem haft hefur veg og vanda af útgáfu þessarar bókar. Auðséð er að þeir félagar vilja halda sínum endurminningavagni vel smurðum og liðugum — bókin er í alla staði hin ásjálegasta og vandaðasta! Abúendatal Villinga- holtshrepps KOMIÐ er út Ábúendatal Vill- ingaholtshrepps í Árnessýslu, 1801—1981, fyrra bindi, eftir Brynjólf Ámundason. I formála segir höfundur m.a.: „k undanförnum árum hef ég í tómstundum mínum, þegar tími hefur gefist, dundað við að taka saman ábúendur í Villinga- holtshreppi — fæðingarsveit minni — frá árinu 1801 til og með 1981. Upphaflega kom það til af því, að þótt ég væri fæddur þar og uppalinn fannst mér ég vita harla lítið um það fólk sem þarna hafði búið um lengri eða skemmri tíma. Og þótt ég grúsk- aði nokkuð í prentuðum bókum, fannst mér ég hafa helst til lítið upp úr því viðvíkjandi fólki úr Villingaholtshreppi. Eins og heimildaskrá með þessu riti ber með sér, hefur víða verið leitað fanga og nánast farið yfir flest það sem komið hefur út á prenti og varðar persónusögu þessa héraðs." Þetta fyrra bindi er 448 bls. að stærð og í því eru nær 350 myndir af ábúendum og býlum þeirra. Bókin er gefin út á kostnað höfundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.