Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 69 Sænskur iðnaður: 7% aukn- ing á fjár- festingu á þessu ári GERT er ráð fyrir, að heildarfjár- festing í iðnaði í Svíþjóð verði í nám- unda við 18.300 milljónir sænskra króna, sem er um 7% minni fjárfest- ing, en á síðasta ári, þegar hún var samtals um 17.100 milljónir sænskra króna. Þá er gert ráð fyrir, að heild- arfjárfesting í iðnaði í Svíþjóð muni aukast um 300 milljónir sænskra króna og verða um 18.600 milljónir sænskra króna, reiknað á sama verðlagi. Aukningin milli ára yrði því um 1,64%. Útflutningsverðmæti Svía á þessu ári verður væntanlega í námunda við 206.000 milljónir sænskra króna, en til samanburð- ar var útflutningsverðmæti lands- ins tæplega 168.000 milljónir sænskra króna á síðasta ári. Sænsk fyrirtæki gera ráð fyrir um 5% aukningu á næsta ári, þannig að útflutningsverðmæti þeirra verði í námunda við 217.000 milljónir sænskra króna. Sýning í París DAGANA 29. janúar til 1. febrúar nk. verður haldin í París sýning fyrir aðila í sælgætis- og ísgerð, bakara og fleiri sem tengjast þessum atvinnu- greinum, að sögn franska verzlunar- fulltrúans á íslandi. Sýningin verður opin dag hvern á tímabilinu 09.00—19.00 og er að- gangur opinn þeim sem hafa sér- stök aðgangskort. Aðgangskort þessi er hægt að fá fyrir milli- göngu franska verzlunarfulltrúans hér á landi, auk ýmiss konar upp- lýsinga, sem menn kunna að óska eftir. MÁLNING OG LAKK Útflutningur á málningu og lakki jókst um 154% fyrstu tíu mánuði ársins, í magni talið, þeg- ar út voru flutt samtals 1.024,8 tonn, borið saman við 404,0 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er um 444%, eða 37,3 milljónir króna, borið saman við liðlega 6,8 milljónir króna á sama tíma í fyrra. VIKUR OG GJALL Útflutningur á vikri og gjalli jókst um 137% í magni talið fyrstu tíu mánuði ársins, þegar út voru flutt samtals 38.808,2 tonn, borið saman við 16.392,2 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er um 436%, eða 25,6 milljónir króna, borið saman við 4,8 milljónir króna á sama tíma í fyrra. ÞANGMJÖL Útflutningur á þangmjöli jókst um 61% á umræddu tíu mánaða tímabili, þegar út voru flutt sam- tals 2.425,8 tonn, borið saman við 1.503,4 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 224%, eða 15,4 milljónir króna, borið saman við 4,8 millj- ónir króna á sama tíma í fyrra. BROTAJÁRN Útflutningur á brotajárni jókst um 119% fyrstu tíu mánuði árs- ins, þegar út voru flutt 8.421,9 tonn, borið saman við 3.846,6 tonn á sama tíma í fyrra. Verð- mætaaukningin milli ára var um 243%, eða 17,8 milljónir króna, borið saman við 5,2 milljónir króna á sama tíma í fyrra. en sa Mikið úrval af leðursófasettum Verð frá kr.: 59.750 KM-húsgögn, Langholtsvegi 111, símar 37010 — 37144. eftW ’ \ \ \jrvg,^n^ \ r- er \ rver ■ ; \ ,faslða ásti'na \ A8860 2^“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.