Morgunblaðið - 15.12.1983, Page 9

Morgunblaðið - 15.12.1983, Page 9
un kvöldvorrósarolíu. Auk þess er talið að prostaglandin E-1 minnki innsúlínþörf líkamans. Höfundur veit um yfirlækni við erlendan spítala, sem gefur sjúklingum sín- um kvöldvorrósarolíu sem fastan lið í meðferð sykursýki. Rannsóknir benda til þess að „beta blokkerar" (t.d. inderal) trufli myndun D6D hvatans. Mik- ilvægt væri að fá örugglega úr því skorið, vegna hinnar miklu og al- mennu notkunar á þeim lyfjum, m.a. gegn háum blóðþrýstingi. Reynist svo vera ætti ekki að gefa slík lyf nema gefa einnig kvöld- vorrósarolíu. Lokaorð Reynslan hefur sýnt, bæði hér á landi og erlendis, að sjúkdóma, sem rekja má til skorts á prosta- glandinum af röð 1, má oft bæta eða lækna með notkun kvöldvor- rósarolíu, ásamt töku nokkurra vítamína og steinefna. Einnig liggja nú fyrir erlendar niðurstöð- ur nákvæmra rannsókna, sem byggja á tvöföldum blindprófun- um, sem sanna í eitt skipti fyrir öll gagnsemi olíunnar við nokkr- um sjúkdómum. Að auki hafa ver- ið gerðar erlendis langtímaathug- anir á fjölda sjúklinga, með ýmsa sjúkdóma, sem sanna ótvírætt að reynsla undanfarinna ára af olí- unni er annað og meira en „vænt- ingaráhrif". Það mun almennt álit fræði- manna, að „væntingaráhrifa" gæti sjaldan lengur en í nokkrar vikur, sé um vefræna sjúkdóma að ræða. Um sálræna sjúkdóma kann að gegna öðru máli, en ólíklegt má þó telja, að þau áhrif séu meira tengd kvöldvorrósarolíu en ýmsum lyfj- um, sem flest það fólk sem notar MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 57 olíuna nú með góðum árangri hef- ur áður notað án árangurs. Tvöföldu blindprófanirnar, sem áður getur, afsanna endanlega þá fullyrðingu Reynis og fleiri, að olían bæti eða lækni enga sjúk- dóma. Allt þetta sýnir og sannar, að rannsóknir dr. Brenners, dr. Darcets, dr. Horrobins og margra legar skýringar þeirra eru réttar, að minnsta kosti í öllum aðalatrið- um. Vafalaust á margt nýtt eftir að koma í ljós í þessu efni. Vissu- lega gæti hugsast, að einhverjir áðurgreindra vísindamanna hafi í gleði sinni yfir uppgötvun þessa mikilvæga næringarefnis sýnt fullmikla bjartsýni í sambandi við lækningu einhverra einstakra sjúkdóma, t.d. áfengissýki. Það breytir þó heildarmyndinni sára- lítið. Tíminn leiðir það í ljós, en eins og málin horfa við á þessari stundu er ekki annað sýnilegt en að kvöldvorrósarolían muni í framtíðinni skipa virðulegan sess innan næringarfræðinnar og líf- fræðilegrar læknisfræði. Vissulega má halda því fram með fullum rökum, að oft á tíðum mætti ná jafngóðum árangri með breyttu mataræði, þar sem tillit væri tekið til þeirra þátta sem hvetja en letja ekki virkni D6D hvatans. Sjálfsagt er fyrir alla að notfæra sér það eftir föngum. Hinir sem treysta sér ekki til þess, verða þó að nota olíuna. í grein eftir undirritaðan, sem birtist í DV sl. sumar, var eftirfar- andi klausa: „Ætli einhverjir sér að sanna á vísindalegan hátt, að það sem undir- ritaður hefur skrifað um gagnsemi kvöldvorrósarolíu, sé byggt á mis- skilningi eða blekkingum, verða þeir að afsanna með fullum rökum niður- stöður þessara vísindamanna (R.R. Brenner, P. Darcet o.fl). Að öðrum kosti er aðeins hægt að líta á fullyrð- ingar þeirra sem persónulegar skoð- anir, sem styðjist ekki við vísinda- legar staðreyndir.“ Enginn hefur ennþá uppfyllt þessi skilyrði, og í grein Reynis er ekki einu sinni gerð tilraun til þess. Reyndar finnst mér tími til kominn, að andstæðingar kvöld- vorrósarolíunnar hætti annað- hvort að skrifa um hana, eða reyni eitthvað að rökstyðja málstað sinn, og láti um leið af endalaus- um órökstuddum fullyrðingum, sem í raun eru ekki svaraverðar. Aftur á móti er varla hægt ann- að en stinga niður penna, þegar þekktir og málsmetandi menn birta greinar í stærsta blaði þjóð- arinnar og misþyrma þar vísinda- legum staðreyndum. Hvaða hvatir liggja að baki slíkum skrifum ætla ég ekki að gera tilraun til að ráða í. Enda þótt ég þekki Reyni Eyj- ólfsson ekki persónulega hef ég ætíð litið á hann sem prýðilega hæfan mann. Því hefði ég gjarna óskað honum betra hlutskiptis en að skrifa þessa grein. Hér læt ég staðar numið. Þó eru nokkur atriði í grein Reynis í sam- bandi við önnur fæðubótarefni, sem ástæða væri til að gera at- hugasemdir við, en það verður að bíða betri tíma. Ærar Jóhannesson staríar hjá Kaunrísindastofnun Háskólans. Helstu heimildir: R.R. Brenner; Nutritional and hormonal factors, influencing desaturation of essential fatty acids. Progr. Lipid Res. ’82. Mehar S. Menku og margir fleiri: Defective convertion of lino- leic acid to gamma-linolenic acid. Rannsókn unnin í sam- vinnu milli Efamol Resarch Institute, Nova Scotia; Húð- sjúkdómadeildar Bristol Roy- al Infirmary og DFH í Kent- ville. Richard Passwater, Ph. D.: Even- ing Primrose Oil, Keats Publ. Inc. ’81 Olof Lindahl prófess- or skrifar um Nóbelsverð- launin 1982: Ur halsekost kommer prostaglandiner som botar. Halsa, des. ’82. S. Wright og J.L. Burton: A controlled trial of the treat- ment of atopic eczema in adults with evening primrose oil. Lancet, nóv. 1982. D.F. Horrobin: PGE-1 and the nutritional regulation of its formation, Biologisk Medicin, jan. 1982. D.F. Horrobin: Clinical uses of Essential Fatty Acids, Eden Press ’82. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásk)um Moggans! „Bráðum koma blessuð jólin“ Bók með 26 vin- sælum jólalögum ÚT ER komin 4. útgáfa af „Bráðuip koma blessuð jólin“. í bókinni eru 26 vinsæl jólalög og eru fyrstu lögin sniðin fyrir byrjendur í píanóleik. Jónína Gísladóttir hefur annast útgáfu bókarinnar og útsett flest lögin. Einnig er hér lag Jórunnar Viðar „Það á að gefa börnum brauð“ i skemmtilegri útsetningu og hún hefur einnig útsett hið fal- lega jólalag „Með gleðiraust og helgum hljórn". í bókinni má finna „Gilsbakkaþulu" eftir sr. Kolbein Þorsteinsson óstytta, erindin eru 105. Ríkharður Örn Pálsson hefur annast nótnaskrift og einnig út- sett nokkur lög í bókinni. Erna Ragnarsdóttir hefur hannað bók- ina og myndskreytt. Askriftarshninn er 83033 jWDUCTOF THE COCA-CCAA CW- skrAskt f vo«o*>a *meueréiM aHaotiéifáM laB >VKURLAtólJ " - Ducr 0F THE COCA COtACOWP®

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.