Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 Kvöldvorrósarolía Athugasemdir við grein Reynis Eyjólfssonar — eftir Ævar Jóhannesson í Morgunblaðinu 9. nóv. sl. birt- ist grein eftir Reyni Eyjólfsson undir nafninu „Náttúrumeðul, sjálfdæmi eða eftirlit". Þar ræðir hann sérstaklega um kvöldvorrós- arolíu og er það aðalástæða þess að ég get ekki stillt mig um að taka mér penna í hönd. Á undanförnum árum hefur höfundur þessarar greinar skrifað tvær greinar um kvöldvorrósar- olíu í tímaritið „Hollefni og heilsurækt". Einnig hefur hann skrifað þrjár greinar um sama efni í Dagblaðið/Vísi. Öllum þess- um greinum hefur fylgt skrá yfir heimildir, sem aðalleg eru erlend vísindarit. Enginn þeirra höfunda, sem vitnað hefur verið í, hefur minna en doktorsgráðu í annað- hvort læknis- eða lyfjafræði. Því hefur verið auðvelt fyrir alla, sem áhuga hafa á, að kynna sér þessar heimildir frá fyrstu hendi. Reynir er lyfjafræðingur með „náttúrumeðul" sem sérgrein. Af þeirri ástæðu er því ástæða til þess að gera þá kröfu til hans, að hann hafi kynnt sér vel allar stað- reyndir áður en hann kveður upp dóma, sem hljóta að grundvallast á vísindalegum niðurstöðum. í þessu efni virðist að hann hafi kveðið upp dóminn, áður en hann hafði kynnt sér staðreyndir máls- ins nægilega vandlega. Vegna þess að hér er verið að fjalla um niðurstöður rannsókna, sem farið hafa fram í mörgum löndum og verið unnar af fjölda vísindamanna við margskonar stofnanir, sjúkrahús og háskóla- deildir, er óhjákvæmilegt að sum- um kunni f fljótu bragði að finnast málið nokkuð flókið. Ég ætla hér að reyna í stuttu máli að segja frá þeim fræðilegu forsendum sem liggja að baki því, að kvöldvorrós- arolía getur í sumum tilfellum bætt eða læknað ákveðna sjúk- dóma. Greinarhöfundur trúir ekki öðru en Reynir endurskoði afstöðu sína, þegar hann hefur kynnt sér alla málavexti nægilega vel. Til að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning, tekur greinarhöfund- ur það skýrt fram, að hann á engra hagsmuna að gæta í sam- bandi við innflutning, sölu eða dreyfingu kvöldvorrósarolíu, og að grein sú sem hann skrifaði í Holl- efni og heilsurækt fyrir hálfu öðru ári var samin áður en innflutning- ur kvöldvorrósarolíu hófst á ís- landi. Hvað er kvöldvorrósarolía? Þessi jurtaolía er unnin úr fræj- um blóms, sem greinarhöfundur hefur nefnt á íslensku „kvöldvor- rós“, en á ensku nefnist „evening primrose" (Oenothera biennis). ís- lenska nafngiftin getur vissulega orkað tvímælis. Þegar undirritað- ur var að semja fyrstu greinina um þetta efni, sem birtist í Holl- efni og heilsurækt vorið 1982, fletti hann upp í orðabók að ís- lenska nafninu á jurtinni, en það fannst þar ekki. Aftur á móti var þar nafnið „primrose" þýtt sem „vorrós“. Því var nafnið „kvöld- vorrós“ myndað sem bráðabirgða- lausn. Vel mætti hugsa sér að stytta það í kvöldrós eða vorrós, eins og einhverjir munu þegar hafa gert. Á sænsku heitir jurt þessi „játtenattljus" og á norsku og dönsku ber hún hliðstæð nöfn, sem á íslensku mundi verða „risa- næturljós". Vilji einhverjir frem- ur nota nafnið „risanæturljósa- olía“ eða eitthvað í þeim dúr er þeim það að sjálfsögðu meina- laust. Kvöldvorrósarolían er að því leyti einstök meðal jurtaolía, að hún inniheldur nálægt 9% af fitu- sýrunni gamma-línólensýru, sem annars finnst ekki í öðrum mat- vælum að undanskilinni brjósta- mjólk, sem inniheldur verulegt magn hennar auk fitusýrunnar di- homogamma-línólensýru, sem myndast úr gamma-línólensýru í líkömum manna og dýra fyrir áhrif efnahvata. Reynir gefur í skyn á óbeinan hátt, að hættulegt kunni að vera að neyta þessarar olíu vegna eit- urefna sem hún kunni að inni- halda úr skordýraeitri, enda þótt hann viti mætavel að magn það sem mælt er með að nota af kvöld- vorrósarolíu sé aðeins lítið brot þess magns, sem algengt er að fólk noti af öðrum jurtaolíum og engar líkur séu á því að slík eiturefni séu notuð í meiri mæli við ræktun kvöldvorrósar en annarra mat- jurta eða jurta sem olíur eru unn- ar úr til manneldis. Ég hef hér fyrir framan mig efnagreiningu frá Food Science Department of Reading Univers- ity, febr. 1980, á olíu frá Efamol- fyrirtækinu í Englandi, en olía frá því fyrirtæki er seld hér á landi undir nöfnunum „Efamol" og „Pre-Glandin“. Efnagreiningin kemur hér á eftir: Cis-gamma-línólensýra 9% Palmín-sýra 6% Stearin-sýra 2% Olíu-sýra 11% Línól-sýra 70% Auk áðurgreindra fitusýra inni- heldur olían nálægt 2% E-víta- mín, sem bætt er í hana til þess að hún þráni ekki við geymslu. í olíunni fundust: a) engin eiturefni b) enginn vottur af kolesteroli c) engin vottur af catescholamín- um Hvað eru prostaglandin? Áður en lengra er haldið er óhjákvæmilegt að útskýra með ör- fáum orðum, hverskonar efni prostaglandin eru. Prostaglandin eru efnasambönd mynduð úr fjölómettuðum fitusýr- um, og hafa líkar verkanir i lík- amanum og hormónar. Sá er þó munur á prostaglandinum og venjulegum hormónum, að prosta- glandin myndast í öllum frumum líkamans þar sem þeirra er þörf, en ekki aðeins í sérstökum lokuð- um kirtlum eins og aðrir hormón- ar. Nú munu þekkt milli 30 og 50 mismunandi prostaglandin og skyld efnasambönd og fer þeim stöðugt fjölgandi. Þó að öll prosta- glandin séu efnafræðilega ná- skyld, eru verkanir þeirra í mannslíkamanum mjög mismun- andi. Stundum hefur verið talað um „vond“ og „góð“ prostaglandin. Sum prostaglandin virðast geta upphafið áhrif annarra að nokkru eða öllu leyti. Prostaglandin eru talin stjórna að meira eða minna leyti fjölda mikilsverðra líkams- „fúnksjóna", m.a. samloðun blóð- flaga, samdrætti „sléttra" vöðva, blóðþrýstingi, svörunum ónæm- iskerfis líkamans, virkni hvítra blóðfruma o.fl. o.fl. sem of langt væri upp að telja. Margt er enn á huldu um hlut- verk, myndun og verkanir prosta- glandina, en árlega bætist þó stöð- ugt við vitneskju vísindamanna á þessum mikilsverða efnaflokki. Prostaglandin eru mjög skammlíf í líkamanum og eru þannig stöð- ugt að myndast og eyðast. Því er næsta ólíklegt að prostaglandinin sjálf verði í náinni framtíð mikið notuð sem lyf, nema þá í undan- tekningartilfellum. Einnig er mjög erfitt að greina prostaglandin í blóði og verða sýni að greinast samstundis, eigi niðurstöður að vera marktækar. Þrír aðalflokkar prostaglandina eru þekktir og myndast hver fyrir sig úr einni ákveðinni fitusýru Prostaglandin röð 1 myndast úr dihomo-gamma-línólensýru, prostaglandin röð 2 myndast úr arakidonsýru og prostaglandin röð 3 myndast úr eikosa-penteno- sýru. Hver flokkur skiptist svo í mörg einstök prostaglandin, sem auð- kennd eru með bókstöfum. Tölu- stafurinn, sem táknar úr hvaða röð prostaglandinið er, er ávallt ritaður síðast þegar nafn prosta- glandinsins er skammstafað. Auk prostaglandinanna eru nokkur skild efnasambönd, sem stundum eru talin með þeim. Þar eru þekktustu „leucotrine“-efni og „thromboxan“-efni, sem hvor tveggja myndast úr arakidonsýru. Gamma-línólensýra og prostaglandin í skólabókum er kennt að línól- sýra, sem meðal annars finnst í matarolíu, breytist auðveldlega í gamma-línólensýru (skammst. GLA) fyrir áhrif efnahvata í lík- ömum manna og dýra (GLA finnst í kvöldvorrósarolíu). GLA breytist síðan í dihomo-gamma-línólen- sýru (skammst. DGLA), fyrir áhrif annars hvata, en DGLA er m.a. hráefni fyrir prostaglandin af röð 1. DGLA er einnig talin geta breyst í arakidonsýru fyrir áhrif efnahvata, en sú breyting er í fólki talin ganga mjög seint og skiptir í raun litlu máli, vegna þess að í öllu venjulegu fæði, m.a. kjötvörum, finnst gnægð arakid- onsýru, en hún er eins og áður seg- ir hráefni fyrir prostaglandin af röð 2. Einnig myndast „leuco- trine“-efni og „thromboxan“-efni úr arakidonsýru. Eikosa-penteno- sýra, sem myndar prostaglandin af röð 3, finnst í ríkum mæli í sjávardýrafitu, t.d. lýsi og feitum fiski. í venjulegu fæði er því yfir- leitt nægilegt hráefni fyrir mynd- un prostaglandina af 2. og 3. röð- inni. Fyrir nokkrum árum var álitið að sama mætti segja um prosta- glandin af 1. röðinni. Rannsóknir síðustu ára benda þó til þess, að önnur sé stundum raunin á. Nokkrir þekktir vísindamenn, meðal annarra argentínski vís- indamaðurinn Rodolfo Brennar, David F. Horobin, fyrrverandi prófessor í Montreal, og P. Darcet og samstarfsmenn hans í París, hafa rannsakað þennan feril ná- kvæmlega, bæði með dýratil- raunum og á fólki. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að efnahvatinn delta-6-desaturase (D6D), sem breytir línólsýru í gamma-línól- ensýru (GLA), væri veikur hlekk- ur. Allmargir þættir gátu truflað eða hindrað að þessi hvati mynd- aðist í nægilegu magni. Má þar nefna skort á B-6 vítamíni, zinki og magnesíum. Einnig bentu þeir á að skortur á insulini og/eða hár blóðsykur truflaði eða stöðvaði myndun hvatans. Auk þess fundu þeir að ákveðin efni í fæðunni trufluðu eða hindruðu þennan fer- il. Þar má m.a. nefna: transfitu- sýrur (transfitusýrur myndast úr ómettuðum fitusýrum, sem orðið hafa fyrir ýmiskonar meðferð við vinnslu, svosem mikilli upphitun, herslu að hluta og jafnvel steik- ingu, og finnast einkum í sumum matarolíum, smjörlíki og vörum úr þessum efnum), mettaða feiti, kolesterol, áfengi og ýmislegt fleira. Auk þess sönnuðu þeir, bæði með dýratilraunum og á fólki, að hæfileikinn til að mynda D6D hvatann fer dvínandi með hækk- uðum aldri. Einnig virðist svo sem að í vissum einstaklingum sé um einhverskonar meðfæddan galla að ræða, sem valdi því að þeir eigi í erfiðleikum með að mynda þenn- an hvata á eðlilegan hátt. Aftur á móti virtist ekki vera um slík vandamál að ræða með hvatana sem breyta GLA í DGLA (dihomo-gamma-línólensýru) eða DGLA í arakidonsýru. Vegna þess Ævar Jóhannesson „Til að fyrirbyggja hugs- anlegan misskilning tekur greinarhöfundur það skýrt fram, að hann á engra hagsmuna að gæta í sam- bandi við innflutning, sölu eða dreifingu kvöldvorrós- arolíu ... “ að GLA er eina efnið sem DGLA getur myndast úr og DGLA finnst í sáralitlum mæli í matvælum og þessi fitusýra er eina fitusýran sem getur myndað prostaglandin af röð 1, er augljóst að skortur á D6D hvatanum hlýtur að leiða af sér skort á þeim prostaglandinum. Þessir sömu vísindamenn bentu á að komast má framhjá þessum vanda með því að neyta GLA í fæðunni. Eina fáanlega fæðuteg- undin sem inniheldur GLA í nokkr- um teljandi mæli er kvöldvorrósar- olía. Kvöldvorrósarolía inniheldur eins og áður segir nálægt 9% GLA en aðrar matarolíur alls ekkert. Upplýsingar Brenners og Darc- ets, sem áður greinir frá, sýna það augljóslega, að það er rangt sem ýmsir málsmetandi menn hafa haldið fram hér á landi af ótrú- lega miklu sjálfsöryggi, að skortur á GLA hafi aldrei verið sannaður. Samkvæmt upplýsingum frá áð- urgreindum vísindamönnum og öðrum, sem rannsakað hafa þenn- an feril, hefur tekist á óyggjandi hátt að sýna fram á hækkun á prostaglandinum af röð 1 í ein- staklingum með óeðlilega lágt magn þeirra prostaglandina, eftir neyslu nokkurra belgja af kvöld- vorrósarolíu. Engin slík hækkun varð við neyslu sama magns af sólblómaolíu. Rannsóknir þessar leiða einnig að því sterkar líkur, að flest, ef ekki allt gamalt fólk þjáist af langvarandi skorti á þessari fitu- sýru, sem lýst getur sér með margskonar hætti, t.d. sem æða- kölkun, verkir í liðum, hár blóð- þrýstingur, þunglyndi o.m.fl. Einnig leiða þessar rannsóknir líkur að því, að margt yngra fólk þjáist af meiri eða minni skorti á GLA, vegna rangs mataræðis, sykursýki, neyslu ákveðinna lyfja sem trufla D6D hvatann o.fl. Reynir segir að „olíutalsmenn" hafi „afskræmt gróflega samheng- ið milli meintra forefna og mynd- unar prostaglandina" og „Enginn byggir hús úr hleðslusteini ein- göngu", sem að sjálfsögðu er rétt. Ég mótmæli því kröftuglega að þessar setningar eigi við neitt það sem ég hef skrifað um prosta- glandin og ber þar fyrir mig heim- ildarmenn mína sem allir eru þekktir vísindamenn. Ég vonast tilað Reynir gefi sér tíma til að lesa heimildir mínar áður en hann sest næst niður til að skrifa um þetta efni. Mér vitanlega hefur enginn haldið því fram, að hægt sé í öllum tilfellum að leiðrétta ójafnvægi milli prostaglandina með notkun kvöldvorrósarolíu. Vissulega getur vel hugsast að í einhverjum tilfell- um sé veiki hlekkurinn ekki D6D hvatinn, heldur eitthvað annað. Ég vil þó benda Reyni á það, að sé samlíkingu hans haldið áfram, þá má alveg eins segja, að enginn geti byggt múrsteinshús án múrsteina, jafnvel þótt bygg- ingarmeistarinn leggi sig allan fram. Fremur væri hægt að hrófla upp einhverskonar byggingu úr múrsteinunum, séu þeir fyrir hendi, jafnvel þó að eitthvað skorti á um hæfni byggingar- meistarans. Hvernig kvöldvorrósarolía getur bætt eða læknað Vitað er af fjölda rannsókna að sum prostaglandin af röð 1, sér- staklega prostaglandin E-1 (PGE-1), eru mjög mikilvæg, og að ekkert prostaglandin af röð 1 hef- ur óæskilegar verkanir, andstætt sumum prostaglandinum af röð 2, ásamt leucotrine- og thrombox- an-efnunum, sem vitað er að hafa óæskilegar verkanir, að minnsta kosti í of miklu magni. Prostaglandin E-1 dregur úr óæskilega mikilli samloðun blóð- flaga og hindrar þannig blóð- tappamyndun. Prostaglandin E-1 er nauðsyn- legt til þess að ónæmiskerfi líkam- ans starfi rétt. Prostaglandin E-1 ásamt DGLA og E-vítamíni draga úr eða hindra myndun leucotrine-efna. Prostaglandin E-1 og E-vítamín hindra einnig mundun throm- boxan-efna. Vitað er að leucotrine- og thromboxan-efni finnast oft í mjög háum styrkleika í ýmiskonar bólgusjúkdómum, t.d. liðagigt. Því hafa sumir sem aðeins hafa aflað sér yfirborðskenndrar þekkingar á prostaglandinum og skyldum efn- um fengið þá hugmynd, að öll prostaglandin væru af hinu illa, og væri best að hindra myndun þeirra, væri það hægt. Nokkur lyf höfðu verið fundin upp áður en nokkuð teljandi var vitað um Prostaglandin og verkanir þeirra, sem síðar kom í ljós að hindruðu myndun prostaglandina, leuco- trine-efna og thromboxan-efna. Þeirra þekktust eru asperín og indomethacin. Einnig hindrar ster- ar myndun þessara efna. Á síðari árum hafa verið búin til lyf með það hlutverk í huga að örva myndun prostaglandin E-l. Þau gefa í sumum tilfellum góðan árangur, en stundum lítinn sem engan. í þeim flokki má nefna lyf- in penicillamin, colchicine, levamis- ole og chloroquine. í ljósi þeirra hugmynda, sem hér hafa verið kynntar, má telja líklegt að notk- un þessara lyfja gæfi jafnari og betri árangur, væri kvöldvorrósar- olía gefin jafnframt þeim. Fleiri lyf hafa verið búin til sem örva myndun prostaglandin E-l. Þar má nefna penicillin, spironol- actone og captopril. Komið hefur í ljós að stundum hefur náðst at- hyglisverður árangur með notkun kvöldvorrósarolíu og þessara lyfja saman, við erfiðum sjúkdómum svosem sumum tegundum geð- veiki, heila- og mænusiggi o.fl., þegar kvöldvorrósarolían ein eða lyfin ein dugðu ekki. Vegna þess að jónandi geislar og ýmis krabbameinslyf trufla myndun D6D hvatans, er mjög æskilegt fyrir krabbameinssjúkl- inga, sem eru á geisla- eða lyfja- meðferð, að nota kvöldvorrósar- olíu. Hluti þeirra aukaverkana, sem óhjákvæmilega fylgja slíkri meðferð, gæti verið vegna skorts á prostaglandin E-l, sem hlýtur að vera mjög mikill, sé myndun D6D hvatans stöðvuð algerlega. Skortur á insúlíni og/eða hár blóðsykur truflar einnig myndun D6D hvatans. Hugmyndir eru uppi um það, að sú eyðilegging á æðakerfinu, sem oft fylgir sykur- sýki, sé að einhverju leyti vegna skorts á prostaglandin E-l, sem of lítil virkni D6D hvatans valdi. Úr þeim skorti mætti bæta með notk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.