Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 1
96 SIÐUR STOFNAÐ 1913 291. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 Prentstniðja Morgunblaðsins - Madrid og Amsterdam: Nærri hundrað manns létu lífið Madrid, Amsterdam, 17. desember. AP. AÐ MINNSTA kosti 78 fórust er kviknaði í diskóteki í miðborg Madrid í morgun og 13 þegar kveikt var í næturklúbbi í rauðljósahverfi Amsterdam í nótt. Tugir slösuðust á báðum stöðum. Eldur kviknaði í „Alcala 20"-diskótekinu stundarfjórðungi fyrir lokun klukkan 3:15 að ís- lenzkum tíma í nótt vegna skammhlaups í rafkerfi. Um 600 gestir voru innandyra í diskótek- inu sem er á nokkrum kjallara- hæðum. Mikil hræðsla greip um sig og margir slösuðust er mann- Náði fingra- förunum - og f ingrinum líka FiUdelfíu, 16. deaember. AP. Þjófur sem stal veski og dýrum hring frúar einnar í norðaust- urhluta Ffladelfíu skildi eftir ótvírætt sönnunargagn, hægri vísifingur. í stympingum sem urðu er ræninginn réðst á fórnardýr sitt tókst konunni, sem er 52 ára, að bíta í fingur þjófsins með fyrrgreindum afleiðing- um. Tókst þjófinum að toga dýr- an hring af hendi konunnar, að verðmæti 15 þúsund doll- ara, og í veski hennar voru 1500 dollarar í reiðufé. Lögreglari tók fjögurra sentimetra fingurstúfinn á næsta sjúkrahús í þeirri von að þjófsi leitaði læknishjálp- ar, en hann gaf sig hvergi fram og var þá farið með stúf- inn niður á lögreglustöð og af honum tekin fingraför. Áköf leit að IRA-mönnum Rallinamore, 17. desember. AP. ÞÚSUNDIR hermanna og hundruð lögregluþjóna leituðu ákaft að sex hryðjuverkamönnum írska lýðveldis- hersins, IRA, sem flýðu til skógar eftir að Don Tidey kaupsýslumaður var frelsaður úr prísund þeirra. Aldrei fyrr hefur jafn um- fangsmikil leit verið gerð að hryðjuverkamönnum IRA í írska lýðveldinu. Hefur Corraleehan- skógur, þar sem talið er að þeir felist, verið umkringdur, en hann er við þorpið Leitrim, skammt sunnan norður-írsku landamær- anna. Þegar Tidey var bjargað kom til skotbardaga og féllu hermaður og lögregluþjónn. Talið er að einn hryðjuverkamannanna hafi særst á flóttanum. Auk leitarinnar í skóginum hef- ur her og lögregla handan norð- ur-irsku landamæranna sett upp margar stöðvar til að freista þess að hafa hendur í hári sexmenning- anna, takist þeim að laumast norður yfir. fjöldinn reyndi að troðast út um aðaldyr þar sem allar neyðardyr voru rammlæstar. Flestir hinna látnu köfnuðu er þeir drógu að sér þykkan reykjarmókkinn sem myndaðist af bruna plastefna og áklæða. Þrjú mannskæð slys hafa orðið í Madrid á jafnmörgum vikum, þar sem rúmlega 350 hafa týnt lífi. Auk brunans í diskótekinu fórust 274 í tveimur flugslysum þar. í Amsterdam réðst hópur manna inn í klám- og veðmála- klúbbinn „Club 26" undir mið- nætti. Skutu þeir án afláts á hús- ráðendur, helltu síðan benzíni um hólf og gólf og kveiktu í. Þrír menn, þar af einn fyrrverandi starfsmaður klúbbsins, hafa verið handteknir vegna íkveikjumorð- anna. Óþekktur ástaróður Beethovens Róm, 16. desember. AP. EINN virtasti flautuleikari ítala, Roberto Fabbriciani, sagði í dag, að áður óþekkt serenaða (ástaróður) fyrir píanó og flautu eftir snillinginn Ludwig van Beethoven, sem fannst fyrir nokkrum mánuðum og skýrt var frá í gær, væri „stórkostlegur fundur". Það var kunningi hans, píanó- leikarinn Carlo Alberto, sem fann tónverkið í nótnasafni, sem hafði verið í einkaeign í borginni Ar- ezzo. í sameiningu keyptu þeir safnið fyrir smáupphæð. Höfðu þeir þá ekki hugmynd um að þetta verk leyndist í því. Serenaðan er undirrituð af Beethoven og á henni er einnig að finna heimilisfang útgefanda í Flórens, Orfeo að nafni. Fyrirtæk- ið lagði upp laupana fyrir meira en öld. Gaf það áður út verk manna á borð við Haydn og ít- alska tónskáldið Clementi. Samfélagið frá öðru sjónarhorni. Morgunblaoið/ Friðþjófur. Brottflutningur að hefjast frá Trípólí Trípólí, Beirúl, 17. deseraber. AP. STARFSMENN Alþjóða Rauða krossins fluttu í dag um 100 særða Palestínumenn um borð í ítalska ferju í höfninni í Trípólí, aðeins þremur stundum eftir að ísraelar gerðu árás á hófnina af sjó. Brott- flutningur skæruliða Arafats mun hefjast eftir helgi, á mánudag og þriðjudag. ísraelskir fallbyssubátar létu skothríðina dynja á höfninni í Trípólí í rauðabítið í morgun, en Glaumur og gleði hjá Kasparov eftir sigurinn London, 17. desember. Fri TrétUriUra Mbl., ÞAÐ var glaumur og gleði í íbúð Gary Kasparovs í gærkvöldi, eftir að hann hafði borið sigurorð af Korchnoi, og þá leyföi hann sér að væta varirnar í vodka í fyrsta sinn frá því að einvígi þeirra Beliavskys lauk í mars sl. Veisluna hélt Kasparov fyrir sig og sitt fólk, aðstoðarmennina og móður sína, sem er með hon- um, en einnig bauð hann til henn- Eric Schiller. ar breska skákmeistaranum Ra- ymond Keene, sem hefur skrifað bók um Kasparov, og nokkrum öðrum. Á borðum var meira en nóg af vodka og kavíar og rússn- eskri pylsu og sparaði enginn við sig í mat eða drykk enda stóð glaumurinn fram undir morgun. Kasparov sagði um einvígið við Korchnoi, að það hefði verið erf- itt og að hann hlakkaði til viður- eignarinnar við Smyslov, sem hefst eftir um tvo mánuði. Sagði hann Smyslov geta verið ánægð- an með sjálfan sig þangað til en ekki lengur. Sovéski sendiherrann var að sjálfsögðu í veislunni og var hann mjög ánægður með, að af einvíg- inu skyldi hafa orðið. Hafði hann ekkert nema gott eitt um Korchnoi að segja og hrósaði honum mjög fyrir „góða hegðun". nokkru eftir að henni linnti tóku starfsmenn Rauða krossins að flytja fyrstu særðu Palestínu- mennina um borð í ítölsku ferjuna Appia. Verða þeir fyrst fluttir til Kýpur en þaðan til Grikklands, Júgóslavíu og Egyptalands. Starfsmenn Rauða krossins í Tríp- ólí segja, að 700 manns hafi íallið og 3.000 særst síðan bræðravígin hófust meðal Palestínumanna 3. nóvember sl. Fimm grísk skip eru nú á leið til Trípólí en brottflutningur 4.000 skæruliöa, sem styðja Arafat, á að hefjast á mánudag. Von er á 200 libönskum öryggislögreglu- mönnum þangað um helgina og eiga þeir að gæta þess, að grið verði ekki rofin á Arafat og mönnum hans. Frönsk herskip munu fylgja grísku skipunum. Amin Gemayel, forseti Líbanon, kom í dag úr fjögurra daga ferð til Bretlands og Marokkó, en á heim- leiðinni lagði hann öllum að óvör- um lykkju á leið sína og sótti heim Moammar Khadafy, Líbýuleið- toga. Ekki er enn vitað hvað þcim fór á milli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.