Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 19 Hugsa alltaf um Guð af og til Kristín Pétursdóttír „Ég paeldi ekkert í spurninga- tímunum áður en ég kom hingað, en mér finnst þeir alveg ágætir," segir Kristín Pétursdóttir. Eldri bróðir hennar hefur þegar verið fermdur, og Kristín segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að sleppa fermingunni. „Ég trúi á Guð,“ segir hún af mikilli ein- lægni. Kristín segist alltaf fara með fjölskyldunni í kirkju um jólin, og í vetur hafi hún mætt nokkrum sinnum á sunnudögum. Ég spurði hana hvort hún hugs- aði mikið um Guð þessa dagana. „Jú, ég geri það alltaf af og til,“ svaraði hún, en sagðist ekkert hafa velt því fyrir sér hvernig Guð liti út. Kristín sagðist stundum fara með stuttar bænir fyrir svefninn, og kvaðst kunna bæði Faðirvorið og trúarjátninguna. „En ég hef líka verið í KFUK,“ bætti hún við. Kannski of ungur „Ég átti von á því að það væri meira sem við þyrftum að læra hérna," sagði Stefán Stefánsson, en viðurkenndi að kannski væri of snemmt að dæma um það. „Það hefur stundum hvarflað að mér að láta ekki ferma mig í vor. Kannski er ég of ungur til þess, og kannski er ég ekki tilbúinn að taka ákvörðun," sagði Stefán. Stefán hefur verið í sveit und- anfarin sumur, og sagði að þar færu allir til messu á sunnudög- um. Sjálfur skreppur hann af og til í kirkju á veturna, og hefur far- ið nokkrum sinnum í vetur með vini sínum í Dómkirkjuna. Hann segist mest hafa gaman af sálm- unum. „Já, ég hugsa alltaf eitthvað um Guð,“ sagði Stefán, „en ekki bara hann, heldur líka um hina og þessa karla sem séra Hjalti er að segja okkur frá, Guðbrand biskup og Odd Gottskálksson og svoleiðis menn.“ Nú, ég er trúuð „Nú, ég er trúuð," segir Ásta Björk Lundbergsdóttir, og virðist dálítið undrandi þegar ég spyr hana af hverju hún ætli að láta ferma sig í vor. Hún segir að eldri systir sín hafi þegar verið fermd, og finnst sjálfsagt að fylgja í fótspor hennar. „Eg get ekki sagt að ég fari oft í kirkju," segir Ásta, „stundum þó á sunnudögum," bætir hún við, og viðurkennir að kirkjuferðir séu ekkert sérlega spennandi. Ásta fer yfirleitt með bænirnar sínar áður en hún sofnar á kvöld- in, og þær geta verið svolítið lang- ar,“ segir hún. Hvað er mest spennandi við ferminguna í vor? spyr ég. „Það verður engin veisla," segir hún, „en ég fæ að fara út í lönd og hlakka ofsalega til.“ Nokkrir gripir á listsýningunni, sem Lögberg hefur fengið að láni úr einkasafni í Reykjavík. Efst fyrir miðju er arabískt handrit frá 1880, þar fyrir neðan innsigli Friðriks mikla Prússakeisara, til vinstri bréf frá Charies Dickens og hægra megin páfabréf frá 1523, útgefið af Hadrianusi VI páfa. Listsýning til heiðurs Finni Jónssyni og Jóhanni Briem í TILEFNI útkomu listaverka- bóka þeirra Finns Jónssonar og Jóhanns Briem, tveggja kunnustu myndlistarmanna núlifandi, held- ur Búnaðarbankinn sýningu á verkum þeirra í sýningargluggum og afgreiðslusal bankans í Austur- stræti. Sýningin er sett upp í sam- vinnu við útgefendur bókanna, Almenna bókafélagið og Lögberg, en Lögberg lánar að auki ýmsa aðra listmuni til sýningarinnar, sem forlagið hefur aftur fengið að láni úr einkasafni svo sem leyf- isbréf frá Vilhjálmi II Þýska- landskeisara frá 1889, eiginhand- arbréf frá Knut Hamsun og Charles Dickens og fleira. Myndir Finns Jónssonar á sýningunni eru þessar: Róið til fiskjar frá 1944, Ingjaldur í skinnfeldi 1945—’50, Ragnarök 1940—’50, Verkamenn 1945, Álfar 1976. Verk Jóhanns Briem eru þessi: Fornmenn ríða á Þingvöll frá 1982, Það er fagurt á fjöll- unum núna 1981, Börn á rauð- um og hvítum kjól 1973 og Kýr í haga frá 1976. Finnur Jónsson vann lengst af sem gullsmiður, og hér eru nokkur verka hans til sýnis í Búnaðar- bankanum ásamt mynd af lista- manninum. Myndin Kýr í haga eftir Jóhann Briem skreytir forsíðu bókarinnar en verkið er í eigu Búnaðarbankans. NYTT TOLUBLAD lceland Review Fjölbreytt, litskrúöugt og vandað. Tíu ár frá gosinu í Eyjum, kirkjulist, 200 ára af- mæli Skaftárelda, Óperan, fiskveiöarnar, landiö í haustlitum og margt fleira. Sendið vinum og viðskiptamönnum í út- löndum gjafaáskrift að Iceland Review 1984. Kostar aðeins kr. 695.- (burðar- gjöld um allan heim innifalin) og útgáf- an sendir jóla- og nýárskveðjur til mót- takenda í nafni gefanda. Hringið í síma 84966 eða skrifið. lcelandReview <HJX>ÍDE> Höfðabakka 9, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.