Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 45 Askorun til áhugamanna um listir og menningu Eftir Hans Kristján Árnason Um þessar mundir er verið að kynna tillögur stjórnkerfis- nefndar í fjölmiðlum. í tillög- um nefndarinnar felast umtals- verðar breytingar á skipan Stjórnarráðs íslands, m.a. með fækkun ráðuneytanna úr 13 í 8. Samkvæmt frétt í Morgun- blaðinu 10. desember sl. er haft eftir Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra, að tillögurn- ar ásamt hugsanlegum breyt- ingum, gætu orðið að lögum á yfirstandi þingi. Hér er á ferðinni mjög at- hyglisvert mál — athyglisvert fyrir þá sök að nú gefst áhuga- fólki um listir og menningu ein- stakt tækifæri til að láta í ljós skoðun sína á yfirstjórn og skipulagi menningarmála þjóð- arinnar. Á ég hér við gamlan draum um að menningarmál verði sett undir sérstakt ráðu- neyti og sérstakan ráðherra. Slík skipan mála yrði ómet- anleg lyftistöng fyrir allt lista- og menningarlíf þjóðarinnar! Til þessa hefur yfirstjórn lista- og menningarmála til- heyrt menntamálaráðuneytinu (les: skólamálaráðuneytið), nánar tiltekið lítilli deild innan þess ráðuneytis, A-deild (Safna- og listadeild). Undir þessa fámennu deild heyra málaflokkar eins og: Ríkisút- varpið (sjónvarp og hljóðvarp), tónlistarskólar, stuðningur við bókmenntir og útgáfustarf- semi, listamannalaun, náttúru- verndarmál, mengunarmál sem undir ráðuneytið falla, söfn, þ.m.t. Landsbókasafn Islands, almenningsbókasöfn, Þjóð- minjasafn, náttúrugripasafn, Listasafn íslands, og önnur listasöfn. Þjóðleikhúsið, leikfé- lög og önnur leiklistarstarf- semi, listsýningar og önnur listkynning innan lands og utan, félagsstarfsemi á sviði menningarmála, þ.m.t. Kvenfé- lagasamband íslands, launa-, kjara- og réttindamál, höfund- aréttur, Barnaverndarráð ís- lands og barnaverndarnefndir, Menntamálaráð íslands og menningarsjóðir, leiklistar-, sönglistar- og listdansskólar, Sinfóníuhljómsveit íslands o.fl. o.fl. Á ofangreindri upptalningu má sjá hversu umfangsmikil starfsemi þessarar undirdeild- ar „skólamálaráðuneytisins" er. Það gefur auga leið að fyrir bragðið fellur öll yfirstjórn lista- og menningarmála í skuggann af „stóra bróður", þ.e.a.s. menntamálum og þar með fyrirferðarmestu mála- flokkum ráðuneytisins. Ég tel að fyrir löngu sé kom- inn tími til að við Islendingar mörkum stefnu í lista- og menningarmálum þjóðarinnar og styðjum myndarlegar við bakið á þessum einum allra mikilvægasta málaflokki hverrar sjálfstæðrar þjóðar. Ilans Kristján Árnason Hér hefur skort alla reisn og stefnufestu í menningarmálum, sem hafa hingað til verið með- höndluð eins og olnbogabarn þjóðfélagsins. Hver einasta menningarþjóð sem vill standa undir nafni og halda höfðinu hátt sér sóma sinn í því að hlúa að listum og menningu með sér- stöku ráðuneyti og sem alfarið fer með mál af þessu tagi. Við verðum að fara að skilja að til þess að svo megi verða þarf að viðurkenna málaflokka þessa í verki mun betur en hingað til. Hagstæðara að eiga spari- fé eftir vaxtabreytinguna — segir í fréttatilkynningu Seðlabanka íslands MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Seðlabanka íslands vegna vaxta- breytinga 21. desember nk.: Bankastjórn Seðlabankans hef- ur ákveðið, að hinn 21. desember nk. lækki vextir óverðtryggðra innlána og útlána um 3,5—7 pró- sent, og að vextir verðtryggðra út- lána og sparifjár, sem fest er í langan tíma, hækki um 0,5—1 pró- sent. Að meðaltali lækkar ávöxtun inn- og útlána með þessum ákvörðunum um nálægt 5,5%. Með breytingunum er stefnt að því að samræma kjör verðtryggðra liða og annarra, auk þess sem vextir afurðalána vegna birgða til sölu innanlands eru færðir til sam- ræmis við almenna vexti, eins og fram kemur í yfirlitinu hér á eftir. Vaxtabreyting þessi er hin fjórða í röð mánaðarlegra breyt- inga, síðan í september, er verð- bólga hafði lækkað niður fyrir vexti. Enda þótt algengir vextir verði nú aðeins um helmingur þess, sem þeir voru fyrir 21. sept- ember sl., er ástæða til þess að vekja athygli á því, að þeir eru nú mun hærri að tiltölu við verðlags- og tekjubreytingar en þeir voru fyrir fáum mánuðum, og reyndar hærri en verið hafa um margra ára skeið. Raunvextir hafa m.ö.o. hækkað, sem þýðir að nú er hag- kvæmara en áður var að eiga sparifé, og á hinn bóginn óráðlegt að taka lán nema til arðbærra verkefna. Hækkun raunvaxta hvetur því til ráðdeildar, sem brýn þörf er fyrir í þjóðfélaginu, ef draga á úr viðskiptahalla og skuldasöfnun við útlönd. Á þremur mánuðum, frá 1. sept- ember til 1. desember, hækkaði lánskjaravísitalan um 6,4%, sem jafngildir 28% verðbólgu á ári. Líklega hækkar vísitalan um 1,1% nú í desember, en miðað við þá hækkun í hverjum mánuði er verðbólga aðeins um 14% á heilu ári. Enda þótt örðugt sé að meta verðbólgustig við núverandi að- stæður, bendir allt til þess að það sé nú talsvert undir 25% og enn á niðurleið. Framangreind ákvörðun um vexti var tekin með hliðsjón af ýmsum verðbólgumælikvörðum, en var þó einkum miðuð við, að verðbólgan sé á bilinu 20—25% og fari lækkandi. Yfirlitið hér á eftir sýnir nafn- vextina, sem taka gildi 21. desem- ber. Til glöggvunar eru einnig sýnd dæmi um ávöxtun, en með henni er átt við það, hvað tiltekin vaxtakjör jafngilda miklum árs- vöxtum, ef greitt væri einu sinni á ári, eftirá. Fram kemur, að ávöxt- un útlána verður yfirleitt á bilinu 26—29% og ávöxtun sparifjár 21,5—26,6%. Ávöxtun verð- tryggðra liða er hér áætluð að þeirri forsendu gefinni, að verð- bólga sé 24%. Vanskilavextir verða lækkaðir úr 4% á mánuði í 3,25%, eða úr 48% á ári í 39%, en í samanburði við verðhækkanir verða þeir engu að síður afar háir. Vaxtabreyting 21. desember 1983 Nafnvextir Metin ávöxtun Fyrir Eftir Breyt- Fyrir Eftir Breyt- 21/12 20/12 ing 21/12 20/12 ing Innlán.svcxtir: % % % % % % Ávísanareikningar 15,00 10,00 — 5,00 10,00 6,67 - 3,33 Alm. sparittjóðsbækur 27,00 21,50 — 5,50 27,00 21,50 — 5,50 3ja mán. sparireikningar 30,00 23,00 — 7,00 32,25 24,32 — 7,93 12 mán. sparireikningar 32,00 25,00 — 7,00 34,56 26,56 — 8,00 6 mán. verðtr.reikn. 1,00 1,50 0,50 31,30 25,86 — 5,44 3ja mán. verðtr. reikn. 0,00 0,00 0,00 30,00 24,00 — 6,00 (JUánavextír: lllaupareikningslán 28,00 23,50 — 4,50 34,27 28,46 — 5,81 Kndurseljanleg afurðalán 27,00 23,50 - 3,50 30,04 25,80 - 4,23 Víxillán 28,00 24,00 — 4,00 33,21 27,75 — 5,45 Skuldabréfalán 33,00 27,00 - 6,00 35,72 28,82 - 6,90 Verðtr. lán, f» mán. 2,00 2,00 0,00 32,60 26,48 — 6,12 Verðtr. lán, 2,5 árs. 2,50 3,50 1,00 33,25 28,34 — 4,91 Verðtr. lán, 5 ára 3,00 4,00 1,00 33,90 28,% - 4,94 Vanskilavextir: Á mánuði 4,00 3,25 - 0,75 4,00 3,25 — 0,75 Á ári 48,00 39,00 — 9,00 48,00 39,00 - 9,00 Aths.: Taflan sýnir da mi um ávöxtun að gefnum vissum forsendum. Avöxtun veró- tryggðra liAa miðast við þá forsendu, að verðbólga hafi verið 30% fyrir vaxtabreytinguna og verði 24% eftir. Varðandi hlaupareikningslán er miðað við, að þ au séu að jafnaði 75% yfirdráttarheimildar. Dæmið um vfxla miðast við, að forvextir séu teknir til tveggja mánaða, og um skuldabréf er tekið dæmi miðað við, að greitt sé af þeim tvisvar á ári eða oftar. E.t.v. má segja að nú séu verk- efni .erlendra menningarráðu- neyta fyrirferðarmeiri hérlend- is en okkar eigið framtak á sviði lista- og menningarmála! Það er engum blöðum um það að fletta að með stofnun sér- staks menningarmálaráðuneyt- is myndu þessi mál horfa allt öðruvísi við en nú er raunin á. Skora ég hér með á allt áhuga- fólk um listir og menningu að láta til sín taka með blaðaskrif- um, fundum og undirskrifta- söfnun — þannig að hugmynd þessi fái alvöru umfjöllun á næstu vikum og mánuðum. Sér- staklega skora ég á öll samtök og félög listamanna að beita sér fyrir því að umræða hefjist um þennan mikilvæga málaflokk — sem er vitaskuld hagsmuna- mál þeirra sjálfra, — en ekki síður hagsmunamál þjóðarinn- ar allrar. Sókn er best í vörn! ...HALDA PÉR VIÐ EFNIÐ! Fréttirfrúfvrstu hcn uii! MctsiHnNadá hverjnm degi! AVftXTUNSf^ VERÐBRÉFAMARKAÐUR Farið varlega Islendingar Rétt ávöxtun sparifjár er besta kjarabótin í dag. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs Gengi 19.12/83 Ár Fl. Sg./100 kr 1971 1 1972 1 1972 2 1973 1 1973 2 1974 1 1975 1 1975 2 1976 1 1976 2 1977 1 14.896 13.483 11.007 8.315 7.925 5.186 4.066 3.021 2.759 2.273 2.006 Ar 1977 1978 1 1978 2 1979 1 1979 2 1980 1 1980 2 1981 1 1981 2 1982 1 1982 2 1983 1 Fl. Sg./100 kr. 2 1.673 2 1069 Över(ttryggð veðskuldabréf 694 . Ar 1 2 600 453 387 285 272 200 154 3 4 5 6 20% 75.8 67,3 60,5 55.1 50.8 47.2 33% 86,5 81,2 76.8 72.9 69.7 66.8 Verðtryggð veðskuldabréf Söhií. Ar 2 afb/ári. 1 95,2 6 81,6 2 91,9 7 78,8 3 89,4 8 76,1 4 86,4 9 73,4 5 84,5 10 70,8 Öll kaup og sala verðbréfa miðast við daglegan gengisútreikning. * Avöxtun ávaxtar fé þitt betur # r f AVOXTUNSf^ LAUGAVECUR 97 - 101 REYKJAVÍK OPIÐ FRÁ10 — 17 -SÍMI 28815

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.