Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 7 Það er runninn upp fjórði sunnudagur í aðventu. Við er- um að hefja lokaundirbúning jólahátíðarinnar, hátíðar Hans sem er að koma. Þannig hefur kristin kirkja um aldir búið sig undir komu Drottins, sem fæddist í Betlehem og var lagður í jötu. En þrátt fyrir aðventusálmana, kertaljósin og jólaguðspjallið, hluti sem við þekkjum úr barnæsku og við ósjálfrátt rifjum upp um þetta leyti, megum við ekki gleyma því, er síðar gerðist. Sagan um Jesúm frá Nazaret er engri annarri lík, það er sagan um reifabarnið í Betle- hem, trésmiðinn, er síðar varð farandprédikari og hlaut að lokum dauða á krossi. Það er sagan um son Guðs, Drottin og frelsara heimsins. Á þessum at- burðum byggir kirkjan líf sitt og starf. En rödd kirkjunnar er að- eins ein af mörgum. Kristnir menn eru bara hluti mann- kyns. Hvernig á hún að ná til þeirra sem ekki hlusta, geta ekki heyrt, þekkja ekki þessa sögu. Hvernig á hún að ná til þeirra, sem uppteknir eru af allt öðru en fagnaðarerindum Jesú Krists. Hvernig hljóðar fagnaðarerindið í eyrum þeirra þúsunda ungmenna sem á hverju ári verða eiturlyfjum að bráð vegna þess, að þau þora ekki að horfast í augu við grámósku hversdagsins? Hvernig mætir það hinu ör- vasa gamalmenni, sem bíður dauða síns? Hvernig lætur það í eyrum hinna mörgu milljóna atvinnulausra manna víða um heim, manna sem ekki eiga nokkra von í þessu lífi? Hvern- ig á það að bræða hjörtu þeirra valdsmanna, sem ein- ungis líta mátt sinn í vaxandi vopnabúri, þessara manna, sem sitja á þjóðum heimsins og fremja illvirki sitt á hvað með hörmulegum afleiðingum fyrir milljónir manna, kvenna og barna? Á hvaða hátt mætir fagnað- arerindið öllum þeim, sem búa við stöðugan ótta og kvíða allt sitt líf? Á það eitthvert erindi til þeirra manna og kvenna sem beðið hafa skipbrot í hjónabandi sínu, eða þeirra Sjá, Guð yðar kemur foreldra, er fatast hefur í upp- eldi barna sinna? Þau stórkostlegu tíðindi eru okkur öllum tjáð, að Hann er að koma. Hann er í nánd. Við finnum nálægð Hans, þó aug- un greini hann ei. Hann gjör- þekkir kjör manna og Hann deilir þeim með okkur. Hann þekkir einsemdina, leiðina, þjáninguna og dauðann. Hann gekk í gegnum allt þetta okkar vegna. Og nú á jólaföstu erum við enn minnt á atburð pásk- anna, er Guð reisti son sinn frá dauðum. Hann er með okkur í tíma og eilífð. Drottinn dó á krossi dæmdur og grafinn var sonur Guðs, er saklus syndir heimsins bar móti hans elsku magnlaus dauðinn er Kristur, með þeim kærleik kom þú og hjá oss ver. Einn af mörgum textum þessa sunnudags er úr spá- dómsbók Jesaja, 12. kafla. Þar erum við hvött til þess að lof- syngja Drottni, „því að dá- semdarverk hefur Hann gjört". Fagnið og gleðjist því Hann einn er Drottinn, segir á öðrum stað. Og þetta er okkur boðað, sem nú lifum og byggj- um, að því er virðist, hina vonlausu veröld hörmunganna. Þetta er okkur boðað, sem höf- um gleymt því að gefa Guði alla dýrðina, gleymt því, að Hann er Drottinn og skapari, líf okkar er í Hans höndum. í miðri jólaösinni erum við rækilega minnt á það, að við erum ekki ein í veröldinni, okkur líðst ekki að snúa baki við eymd náungans. Við erum hvött til þess að þjóna náung- anum í kærleika, leggja lóð á vogarskálar réttlætisins, gleyma okkur í velferð náung- ans. Því að sá, sem að týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það, segir Jesús. Og það er líf fyrir augliti Drottins, sem er okkur nálægur í Jesú Kristi. í því uppfyllist mennska okkar, við verðum sannir menn. Og við megum treysta því, að Hann, sem er að koma, hefur aldrei brugðist, mun aldrei víkja frá okkur. Og það er mín ósk og bæn til allra á jólaföstu, að þeir sjái og upplifi þau spá dómsorð, er komu til Jesaja mörg hundruð árum fyrir Krists burð: Sjá, Guð yðar kemur. Guð gefi öllum frið á jóla- föstu. KAUPÞING HF Einbýli — Raöhús Eyktarás, stórglæsilegt einbýll á 2 hæöum. Fokhelt. Verö 2,5 millj. Frostaskjól, raöhús. Ál á þaki, glerjaö, útihurö og bílskúrs- hurö. Fokhelt aö innan. 145 fm. Verð 2.200 þús. Kambasel, 2 raöhús 193 m2, 6—7 'herbergi. Tilbúiö til af- hendingar strax, rúmlega fok- helt. Verö frá kr. 2.280.000,- Mosfellssveit, einbýlishús viö Ásland, 140 m2, 5 svefnherb., bílskúr. Til afh. strax rúml. fok- helt. Verö 2.060 þús. 4ra—5 herb. Dvergabakki, 105 fm 4ra herb. á 2. hæö. Aukaherb. í kjallara. Verð 1700 þús. Kríuhólar, 136 fm 5 herb. á 4. hæö. Verð 1800 þús. Kleppsvegur, 100 fm á 4. hæö. Verð 1600 þús. Hrafnhólar, ca. 120 fm á 5. hæð. Verö 1650 þús. Símatími í dag frá 13—15 3ja herb. Ofanleiti, ca. 106 fm. Afh. tilb. undir tréverk í des. '84. Verö 1700 þús. Meóalholt, 75 fm ásamt auka- herb. í kjallara. Verð 1300 þús. Hraunstígur Hf., 70 fm hæö i þríbýli í mjög góöu ástandi. Verð 1400 þús. Krummahólar, 86 fm 3ja herb. á 4. hæð. Bílskýli. Verö 1450 þús. Garðabær — Brekkubyggð, 90 fm 3ja herb. í nýju fjórbýlishúsi. Sérinng. Glæsileg eign. Verð 1850 þús. 2ja herb. Hraunbær, 70 fm 2ja herb. á 2. hæö. Verð 1250 þús. Kópavogsbraut, 55 fm 2ja herb. jaröhæð. Verð 1050 þús. * 'fa Árbæ. '&Averfi 2ja herb. ibúöir, afh. rúmlega fokheldar eöa tilb. undir tréverk 1. júlí. Asparhús Mjög vönduð einingahús úr timbri. Allar stæröir og geröir. Verð allt frá kr. 378.967,- Garöabær 3ja og 4ra herb. íbúöir afhend- ast tilb. undir tréverk í maí 1985. Mosfellssveit Sérbýli fyrir 2ja og 3ja manna fjölskylduna. Höfum 2 parhús viö Ásland. 125 m2 meö bílskúr. Afhent tilbúið undir tréverk í mars 1984. Verö 1,7 millj. Ártúnshöföi 560 fm iönaöarhúsnæöi á 2 hæöum. Afhent eftir ca. 6 mán. 90 fm verslunar- og lagerhús- næöi í austurborginni. KAUPÞING HF\ ____Husi Verzlunarinnar, 3. hæd simi 86988 Sölumenn: Sigurður Dagbjartsson hs. 83135 Margrét Garðars hs. 29542 Guðrún Eggerts viðskfr. ÐSTOÐ VERÐBRÉFA- IÐSKIPTANNtk Hvernig ávaxtar þú sparifé þitt 1,2,3....eða 11 %? Verðtryggður sparnaður — samanburður á ávöxtun Verfttrygging m.vlánskjaravisitölu Raun- ávöxtun F|öldl ára tll að tvöf. raungildi höfuöatóla Raunaukning höfuðat. eftir 7 ár Veðskuldabréf 10% 7 ár 95% Sparisk.ríkissj. 5% 14 ár 40.7% Sparisjóðsreikn. 1% 70 ár 7.2% il Dæmi um raunauknmgu höfuðstóls eftir# ár ENN BATNA KJOR SPARIFJÁREIGENDA Getum nú boðið sparifjáreigendum áhættulausa skamm- tímafjárfestingu frá 60 dögum til allt að fjögurra ára með 4.75% til 5.87% ávöxtun umfram verðtryggingu — án óvissu um endurheimtu fjárins. Kynnið ykkur nýjustu ávöxtunarkjörin á Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins. SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 19. desember 1983 Vefötryggð spartsklrtwni og happdrættlslén rikissföðs Ar-flokkur Sölugengl pr kr. 100.- Raunvextlr m/v gftdtstima GHdistimi raunvaxta tH tnnl dags i Seöiabanka 1970-2 16.744,56 4,75% 46 d. 1971-1 14.259,70 5,12% 1 ár 266 d. 1972-1 13.111,30 5,25% 2 ár 36 d 1972-2 10.589,80 5,25% 2 ár 266 d. 1973-1A 8.022,08 5,37% 3 ár 266 d. 1973-2 7.741,47 5,50% 4 ár 36 d. 1974-1 5.004.86 5,50% 4 ár 266 d. 1975-1 3.931,57 4,75% 21 d. 1975-2 2.929,86 4,75% 36 d. 1976-1 2.685,20 4,75% 81 d. 1976-2 2.204.92 4,75% 36 d. 1977-1 1.954,70 4,75% 96 d. 1977-2 1.616,29 5,00% 261 d. 1978-1 1.325,34 4,75% 96 d. 1978-2 1.032,57 5,00% 261 d. 1979-1 899,22 4,75% 66 d. 1979-2 669,57 5,00% 266 d. 1980-1 586,53 5,12% 1 ár 116 d 1980-2 452,50 5,12% 1 ár 306 d. 1981-1 386.44 5,25% 2 ár 36 d. 1981-2 287,15 5,25% 2 ár 296 d. 1982-1 272,10 5,12% 1 ár 72 d. 1982-2 201,81 5,12% 1 ár 282 d. 1983-1 155.27 5,25% 2 ár 72 d. 1974-D 5.012,15 5,25% 91. d. 1974-E 3.440,20 5,50% 342 d. 1974-F 3.440,20 5,50% 342 d. 1975-G 2.252,44 5,63% 1 ár 342 d. 1976-H 2.068,01 5,75% 2 ár 101 d. 1976-1 1.619,90 5,75% 2 ár 341 d. 1977-J 1.446,51 5,87% 3 ár 102 d. 1981-1.fl. 308,27 5,75% 2 ár 132 d. Veöskuidabréf — verötryggð Sötugengi m.v. 2 afb á árl Natnvaxttr (HLV) Ávöxtun umtram sárðtr 1 ár 95,34 2% 8,75% 2 ár 92,30 2% 8,88% 3 ár 90,12 2%% 9,00% 4 ár 87,43 2V>% 9,12% 5 ár 84,94 3% 9,25% 6 ár 83,56 3% 9,37% 7 ár 81,22 3% 9,50% 8 ár 78,96 3% 9,62% 9 ár 76,75 3% 9,75% 10 ár 74,62 ' 9,87% 11 ár 72,54 3% 10,00% 12 ár 70,55 3% 10,12% 13 ár 68,60 3% 10,25% 14 ár 66,75 3% 10,37% 15 ár 64,97 3% 10,49% 16 ár 63,22 3% 10,62% 17 ár 61,57 3% 10,74% 18 ár 59.94 3% 10,87% 19 ár 58,42 3% 10,99% 20 ár 56.92 3% 11,12% Veöskuldbróf óverötryggð Sölugengi m/v 1 afb. á ári 18% 20% 25% (HLV) 33% 1 ár 80 81 84 87 2 ár 66 68 71 77 3 ár 57 59 63 69 4 ár 50 52 57 64 5 ár 45 47 52 60 Daglegur gengisútreikningur Veröbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaöarbankahúsinu Sími 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.