Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 Uppruni Njálu iífi sínu, ef málið verður uppvíst. En þá sýna Njálssynir af sér þann drengskap að þeir leyna jarlinn þe&su og forða svo bæði Þráni og Hrappi frá dauða. Lesendum Njálu kann að þykja það nokkuð undar- legt, hve fúsir þeir eru Njálssynir og Þráinn að ljúga að jarli, en eins og á stóð þótti ekkert sjálfsagðara en að bregða fyrir sig lygi til að bjarga náunga frá dauða. Hér má minna á Matheus sögu: „Ef óvinur þinn vill granda þér, en maður forðaði þér og segist eigi vita, hvar þú ert, þá væri honum lofað eigi að eins að dylja, heldur og að sverja. Og eru það tvennir illir hlutir, lygi og ljúgeiður, og gerðu þó góðan ávöxt með þessum at- burð ... Sá er hræðist að ljúga og selur fyrir þær sakar mann til dauða, þá er sem hann hræðist að gjalda eirpenning og glati fyrir þær sakar byrði gulls." Þótt ekki verði staðhæft, að Njálu-höfundur hafi stuðzt við þennan texta þá má telja líklegt, að svo hafi verið. Þótt manndráp væri talið illt, þótti sjálfsagt að drepa vonda menn og yfirleitt tíðkaðist það í sögum, að illir menn launa lífgjöf illa, enda fer þeim Hrappi og Þráni svo. Um tiltekinn mann í annarri sögu segir að „hann laun- aði illu illt höfuð". Spakmæli hér að lútandi er orðað svo í Magnúss sögu berfætts: „Margir launa illu lífgjöfina eða engu“, sem hljóðar öðruvísi í Sigurðar sögu þögla: „Fá- ir launa lífgjöf sem vert er.“ Þegar Skarphéðinn þyrmir lífi Grana Gunnarssonar síðar í sögunni, varar Helgi hann við: „Koma mun þar einu hverju sinni, að þú mynd- ir vilja hafa drepið hann, því að hann mun aldrei þér trúr verða og enginn þeirra, er hér eru nú.“ A sömu lund fær Sámur í Hrafnkels sögu áminningu þegar hann hefur neitað að láta taka andstæðing sinn af lífi: „Eigi veit ég, hví þú gerir þetta. Mundu þess mest iðr- ast sjálfur, ef þú gefur honum líf.“ Ýmis önnur dæmi mætti tína til úr sögum, sem sýna afstöðu manna til lífgjafa. En mönnum ætti að verða það ljóst, að við rannsóknir á hugmyndaforða Njálu er nauðsynlegt að taka mið af öllum öðrum bókmenntum ís- lendinga að fornu. Á miðöldum voru menn ekki einungis hvattir til að forða öðr- um frá dauða, heldur áttu þeir einnig að veita sjálfum sér slíka þjónustu. í Njálsbrennu vitnar Kári í Fimmtu Mósebók og segir við Skarphéðin mág sinn: „Það er hverjum manni boðið að leita sér lífs, og skal ég svo gera.“ Ritning- arstaðurinn hljóðar svo í Stjórn: „Veljið yður líf, að þér lifið og kyn yðvart." Hér er farið með boðhátt biblíunnar á svipaða lund og gert var í þýðingunni á orðskviðnum, sem ég gat um áðan, að þolmynd- inni „einhverjum er boðið" er skeytt á undan boðorðinu sjálfu. Heilræði Kára kemur tvívegis fyrir í Hemings þætti, þótt þar sé það í lítt breyttri mynd: „Það er hverjum boðið að lengja líf sitt, meðan hann má.“ Sturla Þórðar- son hermir þau orð eftir Hrana Konráðssyni á banadægri hans, að „hann kvað það hverjum manni Eyjafjallajökull. boðið að verja líf sitt“. 1 Hrafnkels sögu segir Freysgoðinn: „Mér mun fara sem mörgum öðrum, að lífið mun kjósa, ef kostur er.“ Svipað orðalag er í Fljótsdælu: „Mér mun fara sem flestum, að ég mun kjósa að lifa, ef ég á kosti." Sigurdar saga þögla orðar þetta öðruvísi: „Flestir kjósa líf, ef kostur er.“ Enginn vafi getur leikið á því, að þetta heilræði er komið frá biblíunni. Sumar rætur Njálu og annarra fornsagna liggja djúpt og langt í landsuður. Ýmsir sem ritað hafa um sög- urnar virðast ekki hafa áttað sig til hlítar á því, hve rammur þáttur þessi afstaða til lífs og dauða er í bókmenntum miðalda. 1 þessu sambandi get ég naumast stillt mig um að vitna til Alexanders sögu: „Fyrir hví skulum vér rasa fram í dauðann? Það er karl- mannlegt að forðast hann, en hat- ast eigi við lífið. óþrifnir menn og eljulausir leggja leiðindi á að lifa.“ í þessum sama anda segir Helgi Njálsson: „Það er mælt, að sá þyki hver vaskur, er sig ver, við hvern sem hann á. Skulum vér og verja oss.“ Þegar Hákon jarl hefur gefizt upp við leitina að Hrappi, segir hann við Þráin að skilnaði: „Held- ur vil ég, að þú níðist á mér en ég á þér.“ Þetta er ein af mörgum málsgreinum í Njálu, sem leynir svo á sér, ad margir lesendur munu ekki átta sig á þvf til hlítar, hvert höfundur er að fara. Jarlinn veit af hyggjuviti sínu, að Þráinn muni hafa logið af sér sökina, en hins vegar vill hann ekki refsa Þráni, af því að full sönnun er ekki fyrir hendi. Jarl hafði gefið Þráni vináttu sína, og höfðu þeir því gagnkvæmar skyldur hvor við annan. Vinátta var býsna flókið hugtak, en hér má lauslega minna á tvö atriði; hún gat því ein- ungis þrifízt, að fullkomið traust væri fyrir af beggja hendi, og hitt var einnig mikilvægt, að hvorugur gerði neitt á hluta hins. Jarlinn sýnir þá göfugmennsku, að hann vill heldur þola rangindi af vini sínum en veita honum þau. Hér er um að ræða sið- rænt vandamál, sem setur nokkurn svip á Alexanders sögu, eins og ráða má af eftirfarandi klausum: Hvortveggi var harður kost- urinn: að trúa eigi mönnum síns sjálfs, eða vera svikinn og hætta lífi sínu þeim í hendur, er týnt höfðu trúleiknum sjálf- um. Fyrir óvinum sínum fékk hann varðveittan sig, en við svikum vina sinna fékk hann ekki séð. Betur mætti Alexander falla í bardaga fyrir óvinum sínum en vera véltur af vinum þeim, er honum samdi eigi að óttast eða forðast sem óvini. Ein málsgreinin í Alexanders sögu „Heldur vildi ég vera véltur en trúa eigi þeim, er mér eiga að laun sín þrif og þroska", er berg- máluð í Fljótsdælu: Betra er vélt- um að vera en engum að trúa", en það er einmitt svipuð hugmynd sem vakað hefur fyrir Njálu-höf- undi, þegar hann leggur jarli þau orð í munn, að hann vilji heldur þola níðingsskap af Þráni en veita honum. Það er ávallt harmsögulegur at- burður, þegar vináttu lýkur með flaumslitum, en hinu fylgir fögn- uður og gleði þegar vinátta er jafn traust og verður með þeim Njáli og Gunnari. Eitt vorið dynur mik- ið hallæri yfir sveitir, og þá miðl- ar Gunnar svo mörgum bæði hey og mat, að hann lendir í þroti sjálfur. Þá færir Njáll honum mat á fimm hestum og hey fimmtán. Gjöfina afhendir hann með svo- felldum orðum: „Hér er hey og matur, er ég vil gefa þér. Vil ég, að þú leitir aldrei annarra en mín, ef þú þarft nokkurs við.“ „Góðar eru gjafir þínar,“ segir Gunnar, „en meira þykir mér vert vinfengi þitt og sona þinna." Mönnum hefur löngum þótt mikið koma til um þá kurteisi, sem einkennir orðaskipti þessara vina, og er þó engan veginn víst, að lesendur hafi áttað sig á hvað býr undir þessum orðum. Njáll er hér að minna á tiltekinn þátt í vináttu, sem sé að það er ekki ein- ungis skylda manns að koma vin- um að liði, heldur ber hverjum manni í þrengingum að leita fyrr til vinar en nokkurs manns ann- ars. í fornritum vorum kemur fyrir orðið nauósynjavinir, en það er skýrgreint á þessa lund: „Þeir vinir heita syp, er manninn fyrir- láta eigi í nauðsynjum." I Heiðar- víga sögu, Sverris sögu og víðar er spakmælinu „I þörf skal vinar neyta" beitt í þessu skyni. Mat Gunnars á vináttu Njáls og Krakkar mínir ’komiö þiö sael„ — ' m»>tturástaðinnefti ...... -140018. , Jólasveinninnernu . Blórnavai I dag m ■. Sve«-,8V-,kröl*un ujn^ jólaskreytingar og ve -jólaskóginum .nnanum Er ekld tiwa'iö aö spyri3 Uann %Qa um val a iólatrjam? heldur best barrinu? púaeruriainvelrevntaSS hanntil aövelia meöþertré. Gióðurhúsinu við Sigtún.Simar 36770-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.