Morgunblaðið - 18.12.1983, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 18.12.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983. 3 „Fyrir sex mánuöum heyrði ég fyrst í Mezzoforte, núna spila ég með þeim — furðulegt," sagði Jereon de Rijk, sem hér sést ásamt unnustu sinni, Juliann. Morgunblaðið/ Gunnlaugur. „Set vonandi lit á tónlist Mezzoforte“ — segir Hollendingurinn de Rijk ÞAÐ ER dálítið skrítið að vera kom- inn til íslands, því fyrir þremur vik- um vissi ég ekki hvort ég ætti nokk- urn tímann eftir að sjá Mezzoforte- strákana aftur — eftir að hafa spil- að með þeim í Ronnie Scott. Nú er ég hingað kominn, en þetta hefur gengið mjög hratt fyrir sig allt sam- an, nánast eins og í draumi og er æðislcga gaman fyrir mig,“ sagði Hollendingurinn Jeroen de Rijk, en hann mun spila með Mezzoforte á jólatónleikum í Háskólabíói í kvöld. Jeroen de Rijk kom með unn- ustu sinni til landsins í fyrrakvöld ásamt tveim hljóðmönnum fyrir tónleikana, þeim Geoff Calver og Lance Lovell sem koma sérstak- lega fyrir tónleikana. „Ég vona að hljóðfærin sem ég spila á setji lit á tónlist Mezzoforte, en ég spila á „conga“-trommur, trymbla og allt frá tambourini til kúa-bjalla,“ sagði de Rijk. Formenn fjögurra stjórnmálaflokka: Frumvarp að nýj- um kosníngalögum Steingrímur Herraannsson forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frum- varp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins, samhljóða því sem Alþingi samþykkti á sl. þingi, um nýja skipan Alþingis. Frumvarpið þarf að samþykkja öðru sinni, þ.e. á tveimur þingum og að undangengnum kosning- um til nýs þings, áður en fullgilt er. Það felur í séi að Reykjavíkurkjördæmi fái 14 þingsæti, Reykjaneskjördæmi 8, Norðurlandskjördæmi eystra 6, Suðurlands- kjördæmi 6 og önnur kjördæmi 5 þingmenn. Þar að auki skal deila 8 til 9 þingmönnum á kjördæmi eftir nánari ákvæðum kosningalaga. Þá hafa formenn fjögurra stjórn- málaflokka, Þorsteinn Pálsson, Steingrímur Hermannsson, Savaar Gestsson og Kjartan Jóhannsson flutt frumvarp til breytinga á kosn- ingalögum, til samræmis við hina nýju stjórnskipan, sem ráðgerð er. Meginþættir breytinga, sam- kvæmt frumvarpinu, eru: • 1) Þingsæti verða 63 í stað 60 en skipting landsins í kjördæmi óbreytt. Skipting þingsæta, sem að framan greinir, skal endurskoðuð fyrir hverjar kosningar með hlið- sjón af breytingum á tölu kjósenda. • 2) Horfið er frá fyrri reglum um úthlutun uppbótarsæta. Samkvæmt hinni nýju tilhögun er sætum í megindráttum úthlutað eftir „með- altalsaðferð", hliðstætt því sem gerist í grannlöndum okkar. • 3) Með hinni nýju skipan er leit- ast við að koma á jöfnun milli flokka með úthlutun innan kjör- dæma. Kosningaúrslit á landinu öllu hafa því nokkur áhrif í kjör- dæmunum. Allt að fjórðungur þing- sæta hvers kjördæmis er háður jöfnunarákvæðum. Jöfnunarsæti eru 1 í kjördæmunum utan Suðvest- urlands, 2—3 í Reykjaneskjördæmi og 3—4 í Reykjavík, eða alls 13. Auk þess er eitt sæti óbundið í kjördæm- unum. Jöfnunarsætum þessum er skipt á milli þingflokka á sama hátt og nú er. • 4) I frumvarpinu eru rýmkaðir möguleikar kjósenda til áhrifa á það, hverjir frambjóðendur ná kosningu af hverjum lista. • 5) Aldursmark kjósenda lækkar úr 20 í 18 ár. • 6)Framboðsfrestur er styttur um eina viku. Verksvið landskjör- stjórnar er víkkað en dregið úr hlutverki yfirkjörstjórna að sama skapi. Frumvarpið er byggt á samkomu- lagi þeirra flokka er áttu sæti á síð- asta þingi. Þing komi sam- an á ný 23. jan. RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að heimila forsætisráðherra að bera fram þingsályktunartillögu um þingfrestun nk. þriðjudag, 20. desember. Þá ákvað ríkisstjórnin einnig að samkomudagur Alþingis eftir hátíðar verði 23. janúar. Jólaéiafimar finá Heimilisfælqum Sindair Spectrum 48 K. Pínutölvan. Ótrúlega fullkomin tölva bœði fyrir leiki, nám og vinnu. Verð kr. 8.508.- Samlokurist frá Philips. Þú þarft ekki út í sjoppu til þess að fá samloku með skinku, osti og aspas. Verð kr. 1.811.- Forrit fyrir Sinclair. Leikja- og kennsluforrit, t.d. skák, pacman, stjörnustríð, flug og slœrðfníði. Verð frá kr. 400.- Utvarpsklukkur frá Philips Morgunhanann frá Philips þekkja flestir. Hann er bœði útvarp og vekjaraklukka t einu tœki. LW, MW og FM bylgjur. Verð frá kr. 2.577.- Brauðristir frá Philips eru með 8 mismunandi stillingum, eftir þvt hvort þú vilt hafa brauðið mikið eða lítið ristað. Verð kr. 1.243.;* Rafmagnsrak - vélar frá Philips Þessi rafmagns- rakvél er tilvalinn fulltrúi fyrir hinar velþekktu Philips rakvélar. Hún er þriggja kamba með bartskera og stillan- legum kömbum. Hún er nett og fer vel í hendi. Verð frá kr. 2.604.- Hárblásarasett frá Philips Fjölbreytt úrval hársnyrtitœkja. Verð frá kr. 1.090,- Philips kassettutæki. Ódýru mono kassettutœkin standa fyrir st'nu. Verð frá kr. 3.463.- Kaffivélar frá Philips Þœr fást í nokkrum gerðum og stærðum sem allar eiga það sameiginlegt að laga úrvals kaffi. Verð frá kr. 2.250.- Teinagrill frá Philips snúast um element, sem grillar matinn fljólt og vel. , Grillið er auðvelt í hrein. og fer vel á matborði. Verð kr. 2.191.- Útvarpstæki frá Philips fyrir rafhlöður, 220 volt eða hvort tveggja. Mikið úrval. LW, MW og FM bylgjur. kr. 1.926.- Ryksuga frá Philips gœðaryksuga með 830 W mótor, sjálfvirkri snúruvindi og 360 snúningshaus. Útborgun adeinmk^OO- Verð kr. 4.916.-' ft líL, Philips Maxim með hnoðara, blandara, þeytara, grænmetiskvörn, hakkavél og skálum. Verð kr. 5.236.- Philips solariumlampinn til heimilisnota. Aðeins 2.500 kr. útborgun. Verð kr. 11.160,- Kasscttutæki fyrir tölvur. Ödýru Philips kassettu- tækin eru tilvalin fyrir Sinclair tölvurnar. Verð frá kr. 2.983.- Handþeytarar frá Philips með og án stands. Þriggja og fimm hraða. Þeytir, hrærir og hnoðar. Verð frá kr. 1.068.- Steríó ferðatæki Úrval öflugra Philips sterríótækja. Kassettutæki og sambyggt kassettu- og útvarpstæki með LW, MW og FM bylgjum. Verð frá kr. 5.984.- Grillofnar frá Philips. / þeim er einnig hægt að baka. Þeir eru sjálfhreins- andi og fyrirferðarlitlir. Verð kr. 3.737.- m Tunturi þrek- og þjálfunartæki. Róðrabátar, þrekhjól, hlaupabrautir og lyftingatæki. Verð frá kr. 4.947.- Straujárn frá Philips eru afar létt og meðfærileg. Verð frá kr. 846.- Gufustraujárn. Verð frá kr. 15^8.- Heyrnatólin frá Philips. Tilvalin jólagjöf handa unga fólkinu í fjölskyld- unni. Heyrnatólin stýra tónlistinni á réttan stað. Verð frá kr. 535.- Café Duo. Frábær ný kaffivél fyrir heimilið og vinnustaðinn. 2 bollar á 2 mínútum. Verö kr..i Djúpsteikingarpottur frá Philips. Tilvalinn fyrir frönsku kartöflurnar, ftskinn, kleinurnar laufabrauðið, kjúklingana, laukhringina, camembertinn, rækjurnar, hörpufiskinn og allt hitt. Verð kr. 4.157.- heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — 20455 Sætúni 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.