Morgunblaðið - 18.12.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983
15
Beasi hefur oft aýnt akemmtileg
tilþrif á aviðinu eina og t.d. í hlut-
verki kynniaina í „Kabarett".
mann við stýrið. — Já og ég er að
flýta mér, segi ég og hann sam-
þykkir það allt saman, en vill nú
samt fá að skoða mig nánar og
rekur inn hausinn. — Og þú trúir
mér ekki? Ja, ég veit það ekki, seg-
ir hann, — við erum nú bara að
fara yfir þetta. Og það var ekki
fyrr en eftir drjúga stund að ég
fékk að halda áfram. En svona töf
og rólegheitin í manninum voru
nú ekki til að laga taugarnar og
ekki bætti úr skák, þegar ég kom í
Hvalfjörðinn og sá að bensíntank-
urinn var orðinn tómur. En þetta
hafðist og ég komst á síðustu
dropunum hingað heim og tók svo
leigubíl út á völl.“
En hvernig samræmdist það ann-
ars að „sprella'* í Sumargleðinni á
kvöldin og skipta svo yfir í grafal-
varlegt hlutverk Jónasar rithöfundar
á daginn?
„Það var í sjálfu sér ekkert erf-
itt. Ég er nú búinn að starfa við
leiklist í þrjátíu ár, svo að það var
ekkert nýtt fyrir mér, nema bara
þetta, að láta endana ná saman."
Jónas og Jökull
Bessi Bjarnason á að baki lang-
an og litríkan feril sem sviðsleik-
ari í Þjóðleikhúsinu, en hefur
minni reynslu af kvikmyndaleik.
Ég spyr hann um munninn á þessu
tvennu, leikhúsinu og kvikmynd-
inni.
„Já, það var nú eiginlega það
sem ég var mest hræddur við. í
leikhúsinu þarf maður að ýkja all-
ar hreyfingar og svipbrigði til
þess að það skili sér til áhorfenda,
en þessu er hins vegar alveg öfugt
farið í kvikmyndinni. Þar er allt
stækkað margfaldlega upp á
breiðtjald og manni hefur verið
sagt að það sé einkum þetta sem
hái sviðsleikurum við kvikmynda-
leik, að þeim hætti til að ýkja
svipbrigðin. En mér sýndist þó á
prufunni, sem ég sá, að mér hafi
tekist þokkalega að halda aftur af
mér hvað þetta snertir.
En ég verð nú að segja að það er
ólíkt dauflegra að leika fyrir
framan kvikmyndavélar eða lif-
andi áhorfendur. í leikhúsinu
finnur maður strax á viðbrögðum
áhorfenda hvernig til tekst hverju
sinni en í kvikmyndinni er rennt
blint í sjóinn og árangurinn kem-
ur ekki í ljós fyrr en myndin er
fullgerð. Þar eru það leikstjórinn
og kvikmyndatökumaðurinn sem
vega og meta hvernig til hefur
tekist. Fyrir utan það að kvik-
myndin er tekin upp í bútum og öll
vinnubrögð miklu lausari í reipun-
um en í samfelldri sýningu í leik-
húsi, og gjörólík að því leyti.
Annars var þetta ekki í fyrsta
skipti sem ég sé kvikmyndatöku-
vélar, því ég hef leikið fyrir sjón-
varp og þar eru vinnubrögðin
ósköp svipuð. Nema bara að þegar
kvikmyndin er send út kemur hún
á stóru breiðtjaldi, en sjón-
Fyrsta alvarlega hlutverkið í
„Hortðu reiður um öxl“ irið 1958.
Með Beaaa i myndinni er Þóra
Friðrikadóttir.
varpsmyndin á litlum skermi. Að
öðru leyti er þetta það sama.“
En svo við snúum okkur að sjálfu
hlutverkinu, Jónasi rithöfundi,
hvernig fannst þér að fást við hann?
„Mér fannst ég skilja hann mjög
vel. Við erum á svipuðum aldri og
höfum báðir reynt ýmislegt, þann-
ig að mér fannst ég eiga auðvelt
með að setja mig í hans spor. Ann-
ars finnst mér alltaf gaman að
spreyta mig á Jökli. Hann er alveg
sérstakur höfundur, maður þarf
að hafa svolítið mikið fyrir hon-
um, því það eru svo margir lausir
endar sem hann ætlar leikstjóra
og leikurum að vinna úr. En
„Skilaboð til Söndru" er þannig
verk, að maður hefur á tilfinning-
unni að það sé saga um hann sjálf-
an og það setur mann að sjálf-
sögðu í dálítið erfiða stöðu því að
það þekktu margir Jökul og
kannski fara menn að spekúlera
eitthvað meira í þessu verkefni en
ella, með því þá að gefa sér að
þetta sé um hann sjálfan."
Þekktir þú Jökul persónulega?
„Já, ég kynntist honum ágæt-
lega þegar við vorum að æfa
„Klukkustrengi", en hann var þá
mikið á æfingum með okkur. Eg
get þó ekki sagt, að kynni mín af
Jökli hafi haft nein áhrif á túlkun
mína á Jónasi rithöfundi, þótt ég
hafi vissulega haft það á tilfinn-
ingunni að ég væri í rauninni að
leika hann sjálfan.
/ fyrata aöngleiknum „Sumar í
Týrol“ irið 1954.
En talandi um hlutverk Jónas-
ar, þá virkaði það þannig á mig að
þetta væri maður sem ætti í mikl-
um erfiðleikum undir niðri og inni
í sér. Það kemur reyndar fram
strax í upphafi að það er upplausn
í hjónabandinu og konan farin frá
honum. Hann er á krossgötum í
lífinu, og veit raunar ekki sjálfur
hvar hann stendur eða hvað tekur
við hjá honum. Enda kemur það á
daginn að kynni hans af þessari
stúlku eiga eftir að rugla hann
gjörsamlega í ríminu og samband-
ið við hana stjórnar öllu hans lífi
eftir það. Það skiptir hann t.d.
engu máli að hún kann ekkert til
húsverka, sem upphaflega hafði
Gvendur amali i„Skugga-Sveini"
hauatið 1952.
„Ég þorði nú aldrei að pæla of
mikið í þessari kistu eða hvort
hægt væri að túlka eitthvað sér-
stakt út frá innihaldi hennar.
Hins vegar virkaði þetta á mig
eins og hann væri orðinn svo
hræddur um að unga fólkið væri
búið að koma sér í klandur, sem
hann ga>ti ekki losað sig úr. í kist-
unni var eitthvað sem hann þorði
ekki að horfast i augu við, því
unga fólkið var búið að gefa ýmis-
legt í skyn um innihaldið, sem ef
til vill væri betra að hafa ekki
hátt um. Svo grípur hann „pánik“
út af þessu öllu og þetta verður
allt svo yfirþyrmandi. En engin
lausn finnst svo í lokin og það er
dæmigert fyrir Jökul. Hann setti
aldrei fram neina „patent“-lausn á
vandamálum daglegs lífs. Þetta
rúllaði bara einhvern veginn."
Sumar í sérflokki
í kvikmyndinni „Skilaboð til
Söndru“ koma fram ýmsar ólíkar
manngerðir og eru sum hlutverkin
í höndum fólks sem ekki hefur
fengist við leiklist áður, svo vitað
sé og má þar m.a. nefna þekkta
menn úr stétt rokksöngvara og
farandverkmanna. Ég spyr Bessa
hvernig honum, atvinnuleikaran-
um, hafi þótt að leika á móti þessu
óvana fólki, með tilliti til þeirrar
gagnrýni sem fram hefur komið
hjá Félagi íslenskra leikara, um
slík vinnubrögð kvikmyndagerð-
armanna.
„Þetta var allt gott fólk og skil-
aði sínu með ágætum að því að ég
best veit. Hins vegar verður að
segjast eins og er, að það er alltaf
viss hætta á ferðum þegar blandað
er svona saman atvinnuleikurum
og óvönum leikurum. Atvinnuleik-
arinn stendur auðvitað miklu bet-
ur að vígi, hann kann þetta, en
með hina getur brugðið til beggja
vona. Þegar unnið er með óvönum
leikurum þarf leikstjórinn yfir-
leitt að leggja á sig mun meiri
vinnu og það fer bæði meiri tími
og filma í upptökuna. Þeir sem
Beaai hefur um irabil verið ettir-
aóttur i akemmtibranaanum og
hir er hann iaamt Gunnari Eyj-
ólfaayni i akemmtun í „den tid“.
þó staðið til að hún annaðist fyrir
hann, en honum líður svo vel í ná-
vist hennar að hann getur ekki
hugsað sér að láta hana fara. I
fyrstu er þó eins og hann geri sér
ekki grein fyrir að hann girnist
hana, eða vill hafa nánara sam-
band við hana, en eftir að það ger-
ist er hann alveg orðinn truflaður
af henni."
Telurðu að Jökull hafi með þess-
ari sögu verið að flytja mönnum ein-
hvern sérstakan boðskap?
„Nei, ég held að þetta sé nú bara
ósköp venjuleg saga um ákveðna
atburði í lífi þessa tiltekna fólks
sem þarna kemur fram, og þetta
eru í sjálfu sér venjulegar mann-
eskjur sem hann er að segja þarna
frá. Að vísu má segja að það komi
ýmislegt upp á í þessum sögu-
þræði, sem venjulegur maður upp-
lifir ekki að jafnaði. Það eru ýms-
ar uppákomur þarna og ævintýri
sem Jónas lendir í, sem kannski
Jökull einn hefði getað lent í, mið-
að við það líf sem hann lifði."
En er hægt að leggja einhvern sér-
stakan skilning í innihald kistunnar,
j að þínum dómi?
standa að gerð svona myndar
verða því að vega það og meta
hverju sinni hvort þessi áhætta
borgar sig.“
Nú hef ég heyrt, að þér hafi í upp-
hafi ekkert litist á þetta hlutverk og
þótt það fremur bragðdauft, en síð-
an hafi það svona vaxið smátt og
smátt í þínum augum. Er eitthvað
hæft í þessu?
„Já, það er nú oft svoleiðis og
sérstaklega með Jökul, þar sem
hann lætur svo mikið leikstjóra og
leikurum eftir að vinna út frá efn-
inu. Þú sérð það þegar þú lest
handritið, að það lætur ekki mikið
yfir sér við fyrstu sýn. Annars
þegar ég nefndi þetta við aðstand-
endur myndarinnar var ég í og
með að fiska út hvað þeim fyndist
sjálfum, því að það gefur augaleið
að þegar maður fer með svona af-
gerandi aðalhlutverk verður að
takast mjög náin samvinna milli
aðalleikarans og þeirra sem
stjórna töku myndarinnar. Þannig
að með þessu hef ég kannski verið
að treysta sambandið á milli
okkar, með því að segja þeim mitt
álit strax í upphafi og fá fram álit
þeirra. En eins og ég sagði breytt-
ist álit mitt á verkinu eftir því
sem á leið, enda við því að búast,
þar sem Jökull er annars vegar."
Var eitthvað við sjálfa myndatök-