Morgunblaðið - 18.12.1983, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.12.1983, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 Við höfum báðir reynt ýmislegt... una sem er þér sérstaklega minn- isstætt? „Nei, ekki nema það að sumarið í sumar var sérstaklega erfitt til kvikmyndagerðar vegna veðurs. Við vorum þarna staðsett í litlum sumarbústað og menn þurftu kannski að hírast inni tímunum saman, innan um allar græjurnar, þannig að það má segja að við höf- um gengið hvert ofan á öðru meira og minna allt sumarið vegna veð- urs. En þetta er nú einu sinni það sem við verðum að búa við hér á landi, þótt þetta sumar hafi nú reyndar verið í sérflokki hvað veð- urfar snertir." Nú þurftir þú að láta þér vaxa alskegg fyrir hlutverk Jónasar. Kom mönnum það ekkert spánskt fyrir sjónir, t.d. í Sumargleðinni að sjá allt í einu fúlskeggjaðan Bessa í gleðinni? „Jú, það var mikið talað um það, en við ómar snerum þessu bara upp í brandara. Þetta var skömmu eftir að Spegillinn hafði verið gerður upptækur og við snerum þessu þannig að ómar sagði eitthvað á þá leið að það væri voðalegt orðið að sjá mig, ég væri hættur að raka mig og liti illa út og ég svaraði því til að ástandið væri jú orðið slæmt. Nú gæti mað- ur ekki rakað sig iengur því búið væri að banna spegilinn. Og þar með var það sjálfgefið að ég væri með alskegg í Sumargleðinni." Gaman og alvara Við víkjum nú að leiklistarferli Bessa og ég spyr hann hvernig það hafi atvikast að hann lagði út á leiklistarbrautina. „Þetta hefur líklega byrjað að gerjast í mér þegar ég var einn vetur í Reykholti, þá tólf ára gam- all. Flestir aðrir nemendur þarna voru þá sextán eða sautján ára, svo að ég var „litla barnið á heim- ilinu", og ég komst að því þennan vetur, að ég gat náð athygli fólks- ins með sprelli og leikaraskap og haldið henni glettilega lengi. Margir skólafélagar mínir ráð- lögðu mér þá að leggja fyrir mig leiklist og það blundaði í mér öll Verslunarskólaárin, en ég ákvað að gera ekkert í því á meðan ég var í Versló, til að vera ekki með öllu próflaus ef leiklistargyðjan brygðist mér. í Versló var ég svo notaður í flest þau leikrit sem þar voru sett upp, þannig að það jók enn á áhuga minn að leggja þetta fyrir mig að loknu námi. Það má því eiginlega segja að ég hafi stefnt að þessu alveg frá tólf ára aldri. Eftir Versló fór ég einn vetur til Lárusar Pálssonar, en þá var Þjóðleikhúsið ekki byrjað. Síðan byrjaði Þjóðleikhúsið með sinn skóla, sem tók tvö ár og á seinna ári mínu þar var ég byrjaður að leika í Þjóðleikhúsinu, og þar hef ég verið óslitið síðan, en ég átti 30 ára starfsafmæli í fyrra. I tilefni af þeim tímamótum lék ég Gust í samnefndu verki, grafalvarlegt og þungt hlutverk." Nú ert þú fyrst og fremst þekktur sem gamanleikari. Stefndir þú sjálf- ur inn á þá braut í upphafí eða var þaö fyrir tilviljun? „Ég held nú að það hafi legið betur fyrir mér enda fékk ég nær eingöngu þannig hlutverk fyrstu árin. En síðan komu alvarleg hlut- verk eins og í „Horfðu reiður um öxl“ og eftir það hef ég fengið slík hlutverk alltaf öðru hvoru. En ein- hvern veginn hefur gamanleikur- inn átt betur við mig þótt með þessu sé ég ekki að gera upp á milli þess að leika gamanhlutverk eða hlutverk alvarlegs eðlis.“ Er ekki erfítt fyrir leikara, sem er þekktur af því að koma fólki til að hlæja, að birtast allt í einu á sviðinu í alvarlegu hlutverki? „Það getur verið svolítið kvíð- vænlegt í fyrstu innkomunni, því fólk er þá oft ekki búið að gera sér grein fyrir hvers eðlis hlutverkið er og reiknar með þegar maður birtist, að nú eigi að fara að kitla hláturtaugarnar. En svo er það yf- irleitt búið og ef maður á annað borð nær tökum á hlutverkinu á þetta ekki að koma að neinni sök.“ Áttu þér eitthvert uppáhalds- hlutverk, sem þér þykir vænna um en önnur eða er þér sérstaklega minnisstætt? „Þú ert að koma hér með þessa klassisku ..., — nei, ég er nú van- ur að svara þessu þannig að það sé hlutverkið sem ég er að fást við hverju sinni, og í þetta skipti er það Svejk. Við erum að æfa það stykki núna í leikgerð Bertolt Brechts og það er virkilega gaman að spreyta sig á því. En þetta er þrælerfitt, eins og Brecht er alltaf. Ég lék í Svejk í gamla daga, 1956 minnir mig, þá lék Róbert titil- hlutverkið. En þetta er önnur leik- gerð, sem á að gerast í seinni heimsstyrjöldinni, þannig að þetta er ekki alveg sá sami gamli Sveyk, þótt andi hans svífi yfir vötnum og mörg tilsvör séu hin sömu. Eft- ir Sveyk er það svo „Guys and dolls“ í þýðingu Flosa Ölafssonar, svo það verður nóg að gera fram á vor. En hvað varðar þessa spurningu um uppáhaldsrulluna er ómögu- legt að gera upp á milli einstakra hlutverka. Ég er nú búinn að leika hátt í 200 hlutverk á mínum ferli og auðvitað eru mörg þar innan um, sem eru mér minnisstæð ein- hverra hluta vegna." Og í framhaldi af þessu förum við Bessi að blaða í úrklippusafn- Sýning Jörundar í Asmundarsal 50 myndir af Esjunni. Opin daglega frá kl. 14—19. í hlutverki Stóra-Kláusar áaamt Margróti Guömundsdóttur og í hlutverki Litla-Kláusar fyrir þrjá- tíu árum, ásamt Margréti Guö- mundsdóttur. inu hans, sem er þykkt og mikið, og við þá yfirferð rifjast upp mörg eftirminnileg hlutverk, sem Bessi hefur túlkað í gegnum árin. Þar rekst ég m.a. á leikdóm um söng- leikinn „Kabarett", sem sýndur var í þjóðleikhúsinu 1973, en þar segir m.a.: — „Bessi Bjarnason, hann er nú meiri grallarinn. Hann kitlar hláturtaugar okkar svo linnulaust, að minnstu munar að heilsan líði fyrir það. Hann er fjaðurmagnið og lífsfjörið dæmi- gert. Hann trítlar, spígsporar, dansar, stekkur og skekur skank- ana í fádæma fimi og með fjöl- breytilegustu svipbrigðum, allt frá smábrosi upp í rosaglennu. Þegar við þetta bætist svo, að hann mæl- ir manna tímanæmastur er verk hans fullkomnað. Hér kemur at- vinnumaðurinn fram í öllu sínu veldi." Og í öðrum leikdómi um sama verk segir m.a.: Hlutverk kynnis- ins og um leið skemmtikraftsins er vandmeðfarið hverjum leikara, jafnvel eins þaulvönum manni og Bessa. í þetta skipti gengur leikar- inn listrænan berserksgang á sviðinu, kemur inn eins og ljón og fer út eins og ljón, leikur alla í skuggann ...“ Hvernig líður leikara þegar hann fær svona dóma? „Ja, þetta er óskaplega þægileg tilfinning og ýtir undir mann að gera vel og gera betur. En þegar maður hefur staðið í þessu svona lengi veit maður svona nokkurn veginn hvar maður stendur. Hins vegar þykir mér auðvitað alltaf vænt um að fá góða dóma. Ekki það, að ég taki svo óskaplega mik- ið mark á þeim nú orðið. Maður les þetta svona yfir og sumt getur maður alveg fallist á, sumt veit maður og getur ekkert gert við, en leikhúsgagnrýni á alltaf rétt á sér samt sem áður. Maður er svo sem ekki alltaf dómbær á þetta sjálf- ur.“ í návígi við áheyrendur Bessi Bjarnason hefur um ára- bil verið vinsæll í skemmtibrans- arnum, samhliða leiklistinni í Þjóðleikhúsinu, og ég spyr hann hvort það sé af illri nauðsyn að virtur leikari leggi nafn sitt við slíkt eða hvort það sé kannski vegna ánægjunnar. „Það er bæði og. Sem leikari við Þjóðleikhúsið er ég ríkisstarfs- maður og þeir sem vinna hjá rík- inu hafa aldrei verið of sælir af launum sínum eins og kunnugt er. Hinu er svo ekki að leyna, að í skemmtibransanum hef ég öðlast vissa reynslu, sem hefur komið mér til góða á sviðinu. Það er al- veg sérstök reynsla að vera svona í návígi við fólk þegar það er að skemmta sér og það kemur ýmis- legt upp á undir slíkum kringum- stæðum. Fólk á það t.d. til að grípa fram í fyrir manni og slá mann út af laginu þannig að erfitt getur verið að halda áfram með þáttinn, en reynslan getur þá oft kennt manni hvernig best er að bregðast við undir slíkum kring- umstæðum." Manstu eftir einhverju slíku at- viki? „Já, ég man t.d. einu sinni þegar við Gunnar (Eyjólfsson) vorum að skemmta eitt sinn í Lídó. Við vor- um seinir fyrir og fólk var búið að sturta talsvert í sig þegar við komum. Það var sérstaklega eitt borð í salnum sem vildi ekki gefa hljóð, og virtist ekki hafa neinn áhuga á því að hlusta á okkur. Við reyndum í fyrstu að fá fólkið með góðu til að gefa hljóð, en það var ekkert á því og þetta jókst svóna orð frá orði. Fólkið var farið að senda okkur tóninn og við svöruð- um á móti, þar til einn borðgesta slengdi því framan í okkur að við værum „helvítis fífl“. Og ég man ekki hvort það var ég eða Gunnar sem svaraði að bragði, að eini munurinn á þeim og okkur væri að við fengjum borgað fyrir að vgja fífl, en þeir ekki. Eftir það IréyrfF' ist ekkert frá borðinu enda var þessu tekið með miklum fagn- aðarlátum af öðrum gestum í salnum, sem voru greinilega á okkar bandi." Kemur það ekki stundum fyrir aö leikarar gleymi rullunni í miðju kafí? „Jú, það kemur fyrir og þá reynir maður bara að nálgast hvíslarann eða fer í hring eins og kallað er, það er að endurtaka sig þangað til rétta stikkorðið kemur. Svo gerist nú oft ýmislegt á sviðinu sem ekki er gert ráð fyrir í handritinu. Ég man eftir einu spaugilegu atviki í sýningu á „Á sama tíma að ári“, en þá hafði vistfólkinu á Hrafn- istu verið boðið á sýninguna, og það sat á sex eða sjö fremstu bekkjum. Ekkja Haraldar heitins Björnssonar var í þessum hópi og hún fékk auðvitað sæti í heið- ursstúkunni. Hún naut sín þar vel gamla konan og reyndi að láta talsvert á sér bera, þannig að það færi nú ekki framhjá hinum vistmönnunum að hún væri heið- ursgestur. Svo gerist það í einu atriðinu, þar sem átti að kasta í mig hárbursta, að mótleikari minn hittir ekki og hárburstinn flýgur út í sal. Nú vildi svo til að verkið snerist að nokkru um þenn- an hárbursta á eftir, þannig að ég þarf eiginlega að ná í burstann fram í sal, þar sem enginn áhorf- enda gerði sig líklegan til að kasta honum aftur upp á sviðið, enda hefur gamla fólkið sjálfsagt hald- ið að þetta ætti að vera svona í leikritinu, og ekki áttað sig á að þetta var slys. Ég þarf sem sagt að fara út í sal til að sækja burstann, og þegar ég geng framhjá stúk- unni teygir gamla konan sig fram og segir stundarhátt: Hvert ertu að fara Bessi? — Ja, ég er nú bara að fara fram í sal að sækja hár- bursta. „Nú, já svoleiðis, þá er allt í lagi,“ segir hún og síðan hélt leikritið áfram, en þetta gerði mikla lukku á sýningunni. Annars getur það verið ákaflega misjafnt eftir dögum hvernig sal- urinn er. Til dæmis er mun auð- veldara að leika í gamanleik á laugardagskvöldum en öðrum kvöldum vikunnar. Fólk virðist þá vera móttækilegra og allt and- rúmsloftið er léttara en á öðrum kvöldum. Þetta stafar einfaldlega af því að þá er fólk ekki eins stressað. Það hefur haft nægan tíma til að koma krökkunum fyrir og klæða sig í sparifötin og getur virkilega notið þess að fara út, í stað þess að þurfa kannski að fara beint úr vinnunni á sýninguna." Hefur þú einhvern ííma séð eftir aö hafa lagt leiklistina fyrir þig, gæt- 1 ir þú hugsað þér annað starf? „Eftir öll þessi ár verð ég hreinlega að viðurkenna að ég kann ekkert annað. Nei, ég hef ekki séð eftir því að hafa lagt leiklistina fyrir mig, síður en svo. Þetta er ákaflega skemmtilegt starf og kannski ekki síst vegna þess að maður fær alltaf ný og ný verkefni. Sýningarnar taka enda og maður fer þá að fást við eitt- hvað nýtt. Þetta er fjölbreytilegt og hvað mér viðvíkur get ég til dæmis sagt sem svo, að nú sé Jón- as að baki en við taki Svejk. Þann- ig gengur þetta frá ári til árs.“ Eg spyr Bessa að lokum hver séu hans áhugamál fyrir utan leiklistina og hann segir að þar sé hestamennskan í fyrirrúmi. „Nú bara bíður maður eftir að taka hestana á hús og fara að ríða út. Við erum þrír saman í húsi, ég, Gísli Alfreðsson og Klemenz Jónsson. Það er alveg dásamleg tilfinning að geta farið á nokkrum mínútum upp í hesthús, í annan heim, og þaðan á örskammri stund út í kyrrðina." Og í þessupi ljúfu hugleiðingum um hesta og annan heim kveðjum við Bessa Bjarnason, að sjálfsögðu í trausti þess, að hann eigi eftir að létta okkur skapið með list sinni um mörg ókomin ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.