Morgunblaðið - 18.12.1983, Síða 18

Morgunblaðið - 18.12.1983, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 „Hingad er ég komin. “ Athyglinni náð, en nokkrir þurfa þó enn að stinga saman nefjum. í röðinni haldið þið að íslenska þýðingin sé?“ Einhver giskaði á númerið hundrað, annar nefndi töluna 56, en rétta svarið reynist vera 23. „Það má segja að þýðing Biblíunnar yfir á íslensku hafi bjargað tungunni," sagði séra Hjalti og hvatti börnin til að leggja á minnið nöfn brautryðj- endanna og ártöl úr íslenskri kristnisögu. Líklega fengi hann bágt fyrir það hjá „samfélags- fræðingum"; þeim er svo illa við staðreyndir. „Þessi börn sem koma hingað til mín eru yfirleitt trúuð,“ segir séra Hjalti við mig að loknum spurn- ingatímanum. „Trúin blundar með unglingunum þótt þeir sjálfir leiði kannski ekki oft hugann að trú- málum. Það, sem hefur verið sáð upphaflega í sálu þeirra, geymist og varðveitist og ber sinn ávöxt." GM „Nógir eru erfiðleikarnir sem mæta okkur óviljandisegir séra Hjalti. „Við skulum ekki búa aðra ti!.“ Bodskapurinn hinn sami, en umræðuefnin hreytast Barnaspurninjjar voru fyrr á tímum ein mikilvægasta fræðslustofnun landsins; það var fyrir daga al- mennra skóla og skyldunáms. Nú gegna þær nánast eingöngu eigin- legu hlutverki sínu, að búa börn undir fermingu, staðfestingu skírn- arheits, með fræðslu um kirkju og höfuðatriði kristindóms. Veruleiki daglegs lífs er þó aldrei fjarri; þegar ég heyrði barnaspurningar séra Hjalta Guðmundssonar á lofti Dómkirkjunnar í Keykjavík á dög- unum var eitt umræðuefna sóknar- prestsins og fermingarbarna hans eiturlyfjaneysla ungs fólks. „Veröldin hefur breyst mikið frá því að ég hóf fyrst afskipti af barnaspurningum vestur í Banda- ríkjunum árið 1960, fyrir tæpum aldarfjórðungi," segir séra Hjalti. „Þá hefði engum dottið í hug að vara þyrfti fermingarbörn við eit- urlyfjum og sniffi eins og ég geri núna. En grundvallaratriðið er alltaf það sama. í lífinu blasa við margvíslegar hættur. Mörg þess- ara barna eru berskjölduð og við- kvæm og auðvelt að hafa áhrif á þau, til góðs eða ills. Ég legg mikið upp úr því í fermingarundirbún- ingnum að börnin átti sig á því að þau eru að velja sér leiðtoga, Jes- ús, og hvað það er sem hann hefur kennt okkur." Við spurningar í Dómkirkjunni er stuðst við lítið kver, Líf með Jesú, þar sem fjallað er á einföldu og aðgengilegu máli um ýmsar hugmyndir og kenningar kristin- dóms, og greint frá helgiathöfnum og kirkjustarfi. „Ég reyni ætíð að tengja þessa fræðslu við daglegt líf barnanna," segir séra Hjalti. Fermingarbörnin ganga ekki und- ir próf, en til þess er ætlast að þau kannist við þau atriði sem borið hafa á góma í spurningatímum og kunni Faðir vorið og Trúarjátn- inguna áður en þau eru fermd, og flest virðast raunar kunna hvort tveggja áður en þau fara að ganga til spurninga. Ennfremur gera börnin vinnubók. Framan af spurningatímanum Börnin gera vinnubók í spurningatímunum. var svolítill kliður á Dómkirkju- loftinu; kannski var nærvera blaðamannsins kitlandi, eða jól og jólafrí of skammt undan til að hafa eirð í sínum beinum. Ferm- ingarbörnin, 14 stúlkur og 8 piltar, gáfu sér líka tíma til að velta vöngum yfir ýmsu öðru en þeim kristnu fræðum sem á dagskrá voru. Þau voru sum meistarar í því að leiða talið að öðru, og spurningar eins og „Hvenær var Dómkirkjan byggð?“ eða „Hvernig fariði að því að þvo litla gluggann hérna uppi?“, heyrðust þegar fyrirlesarinn var að ræða um sögu Heilagrar ritningar eða rifja upp þætti úr íslensku kristnilífi. Séra Hjalti svaraði öllum þessum óvæntu skotum af sömu ljúf- mennskunni, og fipaðist aldrei. Gott hljóð fékkst þegar sögð var sagan af brúðinni sem beið alla ævi eftir brúðguma sínum og út- legging hennar virtist ná athygli barnanna. „Allir mæta erfiðleik- um á lífsbrautinni," sagði séra Hjalti, „en með trú og þolgæði er unnt að sigrast á þeim. Allir erfið- leikar eru yfirstíganlegir." Og hann hélt áfram: „En krakk- ar mínir, nógir eru erfiðleikarnir sem mæta okkur óviljandi. Við skulum ekki búa aðra til t.d. með því að nota eiturlyf.“ Undir þetta var tekið og mörg barnanna sögð- ust hafa séð þáttinn um sniffið í sjónvarpinu. „Já, fyrir alla muni," sagði séra Hjalti, „látið allt slíkt algerlega vera.“ Ágæt áminning en til allrar hamingju ekki áhyggjuefni í þessum fermingar- hópi. Sögur af þýðingar- og útgáfu- starfi Guðbrands Þorlákssonar og Odds Gottskálkssonar virtust líka ná eyrum barnanna. „Hugsið ykk- ur að Biblían hefur verið þýdd á fleiri en 1600 tungumál," sagði séra Hjalti og spurði síðan: „Hvar Bamaspumingar Morgu n bla ði Ö/Fri ðþjófu r.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.