Morgunblaðið - 18.12.1983, Side 20

Morgunblaðið - 18.12.1983, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 U ppruni Njálu eftir Hermann Pálsson prófessor við Edinborgarháskóla „Uppruni Njálu“ nefnist fyrirlestur sem Hermann Pálsson, prófessor við Edin- borgarháskóla, flutti á þriðjudaginn í Lögbergi, í boði heimspekideildar Há- skóla íslands. í fyrirlestrin- um varpar Hermann fram ýmsum nýjum hugmyndum að uppruna Brennu-Njáls- sögu, eins og nafn fyrirlest- ursins gefur til kynna, auk þess sem hann rifjar upp eitt og annað sem áður hefur ver- ið ritað um sama efni. Óþarft er að kynna Her- mann Pálsson prófessor les- endum Morgunblaðsins. Hann nam á sínum tíma ís- lensk fræði við Háskóla ís- lands og lagði eftir það stund á nám í keltneskum fræðum í írlandi og Skotlandi, en þar í landi hefur starfs- vettvangur hans síðan orðið. Hann hefur ritað mikið um íslenskar fornbókmenntir, þýtt þær á ensku og hann hefur þýtt á íslensku sögur og kvæði af keltneskum upp- runa. Morgunblaðið hefur feng- ið leyfi Hermanns til að birta fyrirlestur hans um „Upp- runa Njálu“ og fer hann hér á eftir í heild: Þegar Gunnar á Hlíðarenda er allur og hefur kveðið eina vísu í björtum haugi, þykir mál til kom- ið að fara að draga dauðanet að þeim feðgum Þráni Sigfússyni og Höskuldi syni hans, svo að hægt sé með góðu móti síðarmeir að brenna inni hjónin á Bergþórs- hvoli og syni þeirra. Hér er þó langa nót að draga, því að Þráinn er emn sem komið er „virðingar- maður mikill" og Höskuldur barn að aldri. Nú hagar svo til, að Njálssynir eru farnir utan, og Þráinn er í Noregi með Hákoni Hlaðajarli, sem gefur Þráni vin- áttu sína og hefur hann i háveg- um. Og með því að þá var auðveld- ara en nú að komast héðan til annarra landa með skipi, þá tekur Hrappur nokkur Örgumleiðason sér far frá Gautavík til Þránd- heims. Hann hafði framið víg þar á Austfjörðum og taldi því, að sér myndi verða það hollara að dvelj- ast í Noregi um hríð. Síðar kemur svo í ljós að Hrappur á erindi við Þráin og tengdamóður hans, Hall- gerði langbrók. Ferðin liggur um langan krók að Grjótá í Fljótshlíð. Hrappur fær inni hjá Guðbrandi höfðingja í Dölum, en þó launar hann ekki vistina betur en svo, að hann fíflar dóttur Guðbrands, og síðar drepur hann bæði son hans og einnig verkstjóra hans. Og er þá enn ótalinn einhver ískyggi- Íegasti glæpur Hrapps í Noregi. Þeir Guðbrandur í Dölum og Há- kon Hlaðajarl eru góðvinir og eiga saman glæsilegt hof, sem aldrei var upp lokið nema þegar jarl kom í heimsókn. En það er einmitt, þegar jarl gistir Guðbrand vin sinn, að Hrappur fremur ódæði sitt, og verður því ekki betur lýst en með orðum Njálu sjálfrar: Um nóttina fór Víga- Hrappur til goðahúss þeirra jarls og Guðbrands og gekk inn í húsið. Hann sá Þorgerði höldabrúði sitja, og var hún mikil sem maður roskinn. Hún hafði mikinn gullhring á hendi og fald á höfði. Hann svipti faldinum hennar, en tekur af henni gullhringinn. Þá sér hann kerru Þórs og tekur af honum annan hring. Hann tók hinn þriðja af Irpu og dró þau öll út og tók af þeim allan bún- inginn. Síðan lagði hann eld í goðahúsið og brenndi upp. Eft- ir það gengur hann í braut. Tók þá mjög að morgna. Ekki höfum við enn skilizt við Hrapp og athafnir hans í Noregi, og er þó rétt að víkja fyrst að viðbrögðum þeirra manna, sem nú eiga brunarústir einar, þar sem áður stóð eitthvert veglegasta hof í Noregi. Þeir Hákon jarl og Guð- brandur ganga þennan morgun snemma til goðahússins og fundu það brunnið upp, en úti þrjú goðin og úr öllum skrúð- anum. Þá tók Guðbrandur til orða: „Mikill máttur er gefinn goð- um vorum, er þau hafa gengið sjálf út úr eldinum." „Eigi munu goðin þessu valda,“ segir jarl. „Maður mun brennt hafa hofið, en borið út goðin. En goðin hefna eigi alls þegar, og mun sá maður braut rekinn úr Valhöllu og þar aldr- ei koma, er þetta hefir gert.“ Þessi orðaskipti norskra höfð- ingja snemma á sumarmorgni minna okkur á ýmis einkenni á list Njálu í heild. Hér er á ferðinni höfundur, sem fer sér að engu óðslega og gáir ekki einungis þess að lýsa atburðum svo skýrt, að les- endur sjá þá ljóslifandi fyrir sér með hugskotssjónum einum, held- ur gefur hann sér jafnan tóm til að hlusta á persónur sínar ræða um atburðina, enda er honum sú list lagin að láta viðræður manna skýra það sem gerzt hefur. Sam- tölin í Njálu eru yfirleitt svo hag- lega gerð, að þau ljá persónum líf og lit og er þó hver þeirra með sínu sérstaka móti. Viðbrögð þeirra Guðbrands og Hákonar við hermdarverkum Hrapps fela í sér nokkur drög að mannlýsingum, þótt hvorugur þeirra fari mörgum orðum um málið. Guðbrandur er einlægur og einfaldur í trú sinni á mátt goð- anna og hikar ekki við að telja atburðinn þeim til dýrðar: að hyggju hans er hér um kraftaverk að ræða. Jarlinn lítur hins vegar á ummerkin með raunsæisaugum og veit af blákaldri skynsemi, að þetta eru mannaverk en ekki goða. Allt um það hlítir hann ákveðinni kennisetningu í guðfræði, svo að hann er í engum vafa um þá refs- ingu sem bíður illvirkjans í öðru lífi: fyrir glæp sinn verður þessi goðavargur ávallt brottrækur úr Valhöllu, jafnveí þótt goðin geti stundum verið sein til hefnda. Hofsbrennan og viðræða þess- ara norsku vina virðast í fljótu bragði eiga prýðilega heima í norrænni heiðni. Þó fer málið að vandast, þegar samtaiið er athug- að af gaumgæfni og leitazt er fyrir um uppruna orðtaka og hug- mynda. Einsætt er, að höfundur Njálu er of mikill listamaður til að taka frásögnina og samtalið frá sjálfum sér, heldur hlýtur hann að beita hér hugmyndum og orðtök- um, sem eru frá öðrum þegin. En hvaðan eru þau þá komin? Þeir menn munu sennilega enn vera til, sem telja ævintýrið af Hrappi í Noregi vera forna arfsögn, og á hún þá að hafa kviknað einhvern veginn af sjálfri sér og síðan hjar- að af um þriggja alda skeið, unz henni tókst að lauma sér inn í Njálu, meðan höfundur sögunnar hafði hugann við eitthvað annað. En slíkt traust á langlífi kvik- sagna, sem þó virðast aldrei hafa verið til, er einna sambærilegast við þá trú Guðbrands í sögunni sjálfri, að þau Ása-Þór og stöllur hans Irpa og Þorgerður hölda- Hermann Pálsson, prófessor brúður hafi gengið hjálparlaust út úr húsbruna. Hitt er þó öllu senni- legra, að hér eins og víðar í sög- unni eigi hugmyndir, ekki síður en lýsingar á atburðum og fólki, ræt- ur sínar að rekja til bóka. Eins og ég mun leitast við að sýna bráð- um, þá eru rannsóknir á uppruna Njálu að verulegu leyti fólgnar í samanburði á henni og þeim rit- um, sem höfundur sögunnar hefur víslega þekkt. Orð Guðbrands í Dölum eru bergmál frá ýmsum klausum i kristnum áróðursritúm, þar sem áherzla er lögð á bjargleysi heið- inna goða, enda þótt staðhæfing hans sé þveröfug við það sem sagt er um heiðin goð í frásögnum af helgum mönnum og konum. Hér má af handahófi benda á glefsu í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu, sem Ólafur Halldórsson hefur gefið út af alkunnri snilld: „Nú er öllum auðsýnt, að þeir hafa illan átrúnað, er treystast Þór, þar er hann mátti eigi sjálfum sér hjálpa við húsbruna." Hugmyndin um vanmætti Þórs mun vera þegin úr einhverri heilags manns sögu á latínu, þar sem rómverskir guðir voru hafðir að skotspæni. Á öðr- um stað í Ólafs sögu er norrænum guðum svo lýst, að þeir „megu hvergi úr stað hrærast, nema þeir séu af mönnum bornir". Og at- hafnir Hrapps gætu verið sniðnar eftir frásögn úr sömu heimild: „Ólafur konungur lét brjóta ofan hofið og taka í brottu fé allt, það er þar var, og allt skraut af goðun- um. Hann tók gullhring mikinn úr hofshurðinni, er Hákon jarl hafði gera látið. Eftir það lét hann Srenna allt saman, hofið og goð- in.“ Svipuðum lýsingum á meðferð goða og goðahúsa bregður víðar fyrir, og má hér minna á Hrafn- kels sögu: „Þar ofan frá standa goðshús þau, er Hrafnkell hafði átt.' Þorgeir vildi koma þar. Lét hann fletta goðin öll. Eftir það lætur hann leggja eld í goðahúsið og brenna upp allt saman.“ Lýsingin á Þór í kerru sinni kann einnig að vera komin úr Ólafs sögu. Hins vegar gat höfund- ur Njálu tekið ýmislegt, sem varð- ar þá Hákon og Guðbrand og goð- in þrjú úr Heimskringlu, Færeyinga sögu og Jómsvíkinga sögu. I þessu sambandi má einkum nefna frá- sögn í Ólafs sögu helga, af Guð- brandi nokkrum í Dölum, sem lengi þybbast við að taka kristni og treystir á mátt goðanna af engu minni einfeldni en nafni hans í Njálu. Á ritunartíma Njálu var enginn hörgull á skráðum fróðleik, sem höfundur hennar gat fært sér til nytja í þessu skyni. Þegar Hákon jarl staðhæfir, að brennuvargur muni hljóta eilífa útskúfun, beitir hann vitaskuld hugmyndum úr guðfræði krist- inna manna, sem hefur ákveðnar kennisetningar um aðbúnað og refsingar í öðru lífi. Uppruna orðanna „og mun sá maður braut rekinn úr Valhöllu og þar aldrei koma, er þetta hefir gert“, er því að leita í kristnum fræðum, sem munu hafa verið snar þáttur í trú og menntun höfundar. I stað nafnsins Paradís notar hann heitið á bústað vopndauðra manna í samræmi við fornan sið, en þó sýnir orðtakið „braut rekinn", að hann hefur átt örðugt með að losna við kristna keiminn. Hitt nær engri átt að draga þá einföldu ályktun af orðum jarls um refs- ingar í öðrum heimi, að svo hafi verið kennt í heiðnum sið. Hug- myndin um eilífa útskúfun í öðru lífi var engu síður boðuð en kenn- ingin í ræðu prédikarans Njáls um mildi drottins, þegar hann reynir að hugga heimakonur á Berg- þórshvoli í brennunni: „Trúið þér og því, að guð er miskunnsamur, og mun hann oss eigi bæði láta brenna þessa heims og annars." Það sem ljær ummælum Há- konar hlaðajarls sérstakan þunga er spakmælið Goðin hefna eigi alls þegar, og gefur það tilefni til ým- issa hugleiðinga. Njála hefur þó nokkra orðskviði, og má skipta þeim í tvo hópa, eftir því hvort þeir eru heimafengnir eða komnir úr latínu. Enginn vafi getur leikið á því, að hér er ekki um norrænan málshátt að ræða, enda vantar hér þá stuðlasetningu, sem tíðkast í fornyrðum af innlendum toga. En hvaðan er þá orðskviðurinn kom- inn Goóin hefna eigi alls þegar? Hugmyndin um guðlegar hefnd- ir tíðkast í sundurleitum trúar- brögðum, og má hér lauslega minna á setninguna „Mín er hefndin, ég mun endurgjalda", sem er þrívegis notuð í biblíunni, og einnig á hlutverk gyðjunnar Nemesis í grískri goðafræði. En hvaðan kom Njálu-höfundi sú hugmynd, að goðin væru sein til hefnda? Ég minnist þess ekki að hafa rekizt á slíkt í ritningunni, en á hinn bóginn gætir hennar í kristnum ritum, sem höfundur Njálu hefur víslega þekkt. Á tólftu öld var snarað úr latínu spak- mælasafni eftir fimmtu aldar höf- undinn Prosper Aquitanus, en ein klausan hljóðar svo í þýðingunni: „Mörgum hlutum frestar lengi þolinmæði hins hæsta konungs og lætur eigi brátt á sekja menn falla þunga hins rétta dóms.“ Og önnur málsgrein í sama riti hnígur mjög í þessa átt: „Sá maður, er misger- ir, skal eigi það ætla, að Guð sjái eigi hvað hann gerir, þótt hefndin frestist, heldur verður þess að þunglegar um hann dæmt sem hann fær síðar refsinguna." Allt um það mun setningin Goð- in hefna eigi alls þegar ekki vera komin úr kristni, enda samir hún sér öllu betur í fjölgyðistrú en með eingyðingum. Nú tíðkuðust með Rómverjum að fornu ýmis spak- mæli, sem eru svipaðrar merk- ingar og setning Hlaðajarls; finnst að minnsta kosti eitt þeirra í miðaldaritum. Það er þegið úr verki eftir Juvenalis og hljóðar svo: „Þótt reiði goðanna sé mikil, þá er hún þó vissulega sein.“ (Ut sit magna, tamen certe lenta ira deor- um est.) Hóraz segir á einum stað: „Guðirnir eru seinir en öruggir til hefnda." (Dii lenti, sed certi vindic- es.) Seneca kemst hins vegar svo að orði: „Hinir ódauðlegu guðir fara sér að vísu hægt, en eru þó öruggir refsendur mannkyns." (Sunt dii immortales lenti quidem, sed certi vindices generis humanis.) Og Valerius Maximus staðhæfir, að þótt goðagremi sé sein til hefnda, þá bætir hún upp fyrir seinleikann með þunga refsingar- innar; minnir þetta nokkuð á setn- ingu Prospers Aquitanusar, sem ég nefndi rétt áðan. (Lento quidem gradu ad vindictam sui divina proce- dit ira, sed tarditatem supplicii gra- vitate compensat.) Ekkert verður staðhæft að sinni um feril þessa spakmælis úr fornum letrum Rómar til höfundar Njálu; á mið- öldum kynntust menn krafli úr rómverskum ritum og er býsna örðugt að henda reiður á slíku. Hofsbrennan í Noregi og orða- skipti þeirra manna, sem urðu þar fyrir miklu eignatjóni, eru ekki nema örlítið brot af Njálu í heild, enda mun sumum þykja þetta næsta lítilvægur þáttur í sögunni; hér er um að ræða þrjár persónur í minniháttar hlutverkum, og auk þess gerist atvikið víðs fjarri helztu sögustöðvum. En hofs- brennan bendir miskunnarlaust til Njálsbrennu sjálfrar; milli þessara atburða liggur órofa atburðakeðja, svo að menn gætu látið sér til hugar koma, að Hrappur hafi tekið með sér glæð- ur úr hofsbruna, og síðan hafi fal- inn eldur geymzt í Fljótshlíð, unz Flosa þykir mál að kveikja bál fyrir bæjardyrum niðri í Landeyj- um. Njála er svo heilsteypt verk, að hvert atvik að heita má ber ekki einungis ótvírætt vitni um hagleik höfundar, þessa höfuð- smiðs íslenzkra bókmennta, held- ur verður einnig oft af stuttum klausum ráðið, hvaðan honum kom efni í listaverkið. Skipulegar rannsóknir á uppruna Njálu hafa ekki verið gerðar enn, að því er ég bezt veit, en á hinn bóginn hefur það orðið ljósara um undanfarin misseri en áður, hvernig mætti glíma við sum þau vandamál, sem hingað til hefur lítt verið sinnt. Það liggur í hhitarins eðli, að ritskýrandi, sem tekst á hendur að kanna uppruna Njálu, verður að glíma við sundurleit vandamál í sambandi við söguna og má þó aldrei rugla þeirri leit saman við önnur atriði. Fyrsta skrefið er vitaskuld að kanna handrit henn- ar og leiða rök að frumgerð sög- unnar. Þetta verk hefur verið snilldarlega leyst af hendi; á þessu sviði hafa þeir Konráð Gíslason og Einar Ól. Sveinsson unnið svo vel, að varla er hægt að bæta þar um. Annað vandamál, sem einnig er brýnt, er sköpunartími þessa önd- vegisrits þjóðarinnar, svo að hægt sé að velja því maklegan stað í bókmenntasögunni. Eins og ráðið verður af rannsóknúm Einars Ólafs, sem manna bezt hefur fjall- að um Njálu, þá mun ritun hennar naumast hafa hafizt fyrr en um 1280, og á hinn bóginn getur hún varla verið öllu yngri en frá því 1285. Mun því láta nærri, að nú sé viðeigandi að minnast sjö alda af- mæiis Njálu. Þó eru enn furðu lítil ellimörk með henni, þótt heimur- inn hrörni á leið fram. Þegar vitað er um aldur Njálu og upphaflegan texta, er miklum áfanga náð, því að nú getur ritkönnuöur tekið rr.ið af tveim kennileitum í senn. Sköpun Njálu skiptir sögu þjóð- arinnar í tvö tímabil; hið fyrra tekur yfir svo sem fjórar fyrstu aldirnar og lýkur í námunda við árin 1280—85, eins og þegar hefur verið gefið í skyn. Eitt af sérkenn- um þessa tímabils er að þjóðin býr þá við algert Njálu-leysi, og ætti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.