Morgunblaðið - 18.12.1983, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983
plnrgmi Útgefandi nlilaíuí) hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. j lausasölu 20 kr. eintakiö.
Umræðurnar um frystingu
kjarnorkuvopna nú síð-
ustu daga á Alþingi snúast í
raun um aukaatriði þegar litið
er á stöðuna í samskiptum
austurs og vesturs um þessar
mundir. Úrslit í atkvæða-
greiðslu á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna um til-
lögu Svíþjóðar og Mexíkó um
frystingu kjarnorkuvopna
skiptir engum sköpum um
þróun vígbúnaðarmála eða
stríð og frið í veröldinni. Til-
lagan verður að pólitísku bit-
beini hér á landi og víðar af því
að stjórnmálamenn sjá sér
færi á að efna til deilna á
heimavelli um hugmynd sem
ekki á upp á pallborðið hjá rík-
isstjórnum aðildarlanda Atl-
antshafsbandalagsins.
Utanríkisráðherrar Atl-
antshafsbandalagsþjóða hitt-
ust á dögunum og sendu frá
sér yfirlýsingu sem er mun
merkilegra framlag til friðar í
heiminum en tillaga Mexíkó og
Svíþjóðar um frystingu kjarn-
orkuvopna. Engar umræður
hafa þó orðið um þessa yfirlýs-
ingu á Alþingi íslendinga enda
fellur hún ekki í kramið hjá
þeim sem líta svo á að allt það
sem miður fer í veröldinni sé
lýðræðisríkjunum að kenna.
í yfirlýsingu NATO-ráðherr-
anna segir meðal annars: „Við
hvetjum aðildarríki Varsjár-
bandalagsins til að grípa þau
tækifæri sem við bjóðum til að
koma á gagnkvæmum sam-
skiptum sem byggjast á jafn-
ræði og raunsæi og stuðla að
sannkallaðri slökun. í afvopn-
unarviðræðum verða viðmæl-
endur að ná árangri einkum að
því er varðar:
• fækkun langdrægra kjarn-
orkuvopna (START-viðræð-
urnar);
• fækkun meðaldrægra kjarn-
orkuvopna (INF-viðræðurn-
ar);
• jafnan og gagnkvæman
niðurskurð venjulegra
vopna (MBFR-viðræðurn-
ar);
• bann við efnavopnum á veg-
um afvopnunarnefndarinn-
ar.“
NATO-ráðherrarnir sögðu
einnig: „Við bjóðum Sovétríkj-
unum og öðrum ríkjum Var-
sjárbandalagsins að starfa
með þeim að því að skapa
raunhæfar forsendur fyrir
langvinnum samskiptum sem
byggjast á jafnræði, hófsemi
og gagnkvæmni. í þágu alls
mannkyns hvetjum við til
opinna, alhliða umræðna jafn-
hliða samvinnu í þágu gagn-
kvæmra hagsmuna."
Af þessum orðum má sjá að
ríkisstjórnir aðildarþjóða Atl-
antshafsbandalagsins vilja
eindregið að þannig sé haldið á
málum að risaveldin og banda-
lagsríkin í austri og vestri ræði
saman. En verður vart við
sama vilja hjá ráðamönnum
Sovétríkjanna og fylgiríkja
þeirra? Nei, þvert á móti. Síð-
ustu vikur og daga hafa Sovét-
menn hætt þátttöku í þrennum
viðræðum af fjórum sem tald-
ar eru í yfirlýsingu NATO-
ráðherranna og nefndar eru
hér að ofan.
Sovésku fulltrúarnir skelltu
á eftir sér hurðum þegar þeir
yfirgáfu INF-viðræðurnar um
niðurskurð Evrópueldflaug-
anna. Þeir létu í veðri vaka
þegar þeir neituðu að ræða
áfram um leiðir til að fækka
langdrægum kjarnorkueld-
flaugum, að líklega myndu þeir
ekki koma aftur til START-
viðræðnanna. Og á fimmtu-
daginn neituðu Sovétmenn og
fylgisveinar þeirra að ákveða
nýjan fundartíma fyrir
MBFR-viðræðurnar um niður-
skurð venjulegs herafla í Mið-
Evrófju sem staðið hafa í ára-
tug. í þremur tilvikum hafa
Sovétmenn sem sé sagt „njet“
við samningum um afvopnun-
armál.
Ógjörlegt er að vita hvað
fyrir Sovétmönnum vakir. Þeir
nota sem ástæðu að hafist hef-
ur verið handa til að flytja
bandarísku Pershing II-eld-
flaugarnar og stýriflaugar til
V-Þýskalands, Ítalíu og Bret-
lands. Þetta er tylliástæða.
Kremlverjum hefur í fjögur ár
verið ljóst að þessar eldflaugar
kæmu til sögunnar sýndu þeir
ekki sáttavilja í INF-viðræð-
unum í Genf. Kaldar kveðjur
Sovétmanna í garð Banda-'
ríkjamanna og annarra frá
Vesturlöndum í afvopnunar-
viðræðunum eiga kannski ræt-
ur að rekja til forystuleysis í
Sovétríkjunum. Nú hefur Júrí
Andropov, flokksleiðtogi og
forseti, ekki sést á almanna-
færi í 4 mánuði. Hann er sjúk-
ur og ellihrumur. Innan
Kremlarmúra er háð mikil
valdabarátta. Að líkindum eru
menn þar tæplega í stakk bún-
ir til að gera út um annað en
innbyrðis deilur.
Við þessar aðstæður er frá-
leitt að aiþingismenn á íslandi
láti eins og íslenska ríkis-
stjórnin eða ríkisstjórnir ann-
ars staðar í Atlantshafsbanda-
lagslöndum standi í vegi fyrir
því að rætt sé um afvopnun og
frið á alþjóðavettvangi eða á
milli risaveldanna. Þingmenn
ættu að leggjast á eitt í því
skyni að fá Sovétmenn til að
breyta um stefnu og setjast
aftur til viðræðna bæði um
niðurskurð kjarnorkuvopna og
venjulegra vopna.
í janúar 1984 hefst ráð-
stefna í Stokkhólmi um leiðir
til að fela traust milli þjóða í
hernaðarmálum og stuðla að
afvopnun. Enginn veit enn
hvernig Sovétmenn ætla að
haga þátttöku og tillögugerð á
þeim fundi — hvort „njet-
stefnan" sem mótast hefur
undanfarnar vikur á að ráða
ferðinni eða ekki. NATO-ráð-
herrarnir lýstu því yfir í
Brussel að þeir væru staðráðn-
ir í að nota Stokkhólmsráð-
stefnuna sem „nýjan vettvang
til að breikka viðræðurnar við
austurblokkina, til að semja
um aðgerðir er stuðla að
trausti milli þjóða og treysta
stöðugleika og öryggi í Evrópu
allri".
Eins og sjá má af því sem
hér hefur verið rakið eru mun
meiri og merkilegri tíðindi að
gerast á alþjóðavettvangi en
þau sem tengd eru tillögu Mex-
íkó og Svíþjóðar um frystingu
kjarnorkuvopna. Þau virðast
hins vegar hafa farið fram hjá
áköfustu ræðumönnum stjórn-
arandstöðunnar á Alþingi ís-
lendinga um afvopnunarmál.
„Njet“ við samningum
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Rey kj a víkurbréf
........... Laugardagur 17. desember ..............
Svartnætti?
Á undanförnum vikum hefur
óvenjumikið borið á fréttum um
uppsagnir hjá atvinnufyrirtækj-
um. Þær eru gjarnan skýrðar út
með því, að það sé algengt á þess-
um árstíma, að tímabundnar upp-
sagnir séu á ferðinni. Fréttir um
uppsagnir 230 starfsmanna hjá ís-
birninum styrktu hins vegar grun-
semdir margra um, að þessi ótíð-
indi endurspegli mjög alvarlegt
ástand í útgerð og fiskvinnslu.
Forystumaður í stóru og öflugu
útgerðarfyrirtæki sagði við höf-
und þessa Reykjavíkurbréfs fyrir
nokkrum dögum, að algert svart-
nætti ríkti í sínum rekstri og hann
sæi ekki nokkra ljósglætu fram-
undan.
Eins og jafnan áður er ástandið
mjög mismunandi eftir landshlut-
um. Þannig er t.d. mun bjartara
hljóð í Vestmanneyingum heldur
en Suðurnesjamönnum og Reyk-
víkingum. Staða útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækja við Djúp er
misjöfn, sums staðar erfið en
hvergi jafn afleit og hér á suðvest-
urhorninu.
Þegar á heildina er litið er stað-
an í sjávarútveginum beinlínis al-
varleg og ef til vill ekki ofmælt, að
svartnætti sé framundan. Margt
veldur. Aflabrestur á þessu ári
hefur komið þungt niður á sjávar-
útvegsfyrirtækjum. Fyrirsjáan-
legar aflatakmarkanir á næsta ári
auka enn á erfiðleikana. Fjárfest-
ing í sjávarútvegi og fiskvinnslu
hefur verið alltof mikil og kemur
nú þeim í koll, sem djarfast hafa
teflt í þeim efnum undanfarinn
áratug óðaverðbólgu og öngþveit-
is. Mesti vandi sjávarútvegsins er
þó sá, sem safnast hefur upp á
nokkurra ára bili, vegna þess að
útvegurinn og fiskvinnslan hafa
alltof sjaldan búið við viðunandi
rekstrarskilyrði. Þessi vandi er
mesta ógnun við þann árangur,
sem núverandi ríkisstjórn hefur
náð í baráttu við verðbólguna.
Kvótakerfid
Nokkuð víðtæk samstaða hefur
náðst um kvótakerfi í fiskveiðum
á næsta ári. Þó má sjá þess merki
síðustu daga, að andstaðan gegn
kvótakerfinu fer vaxandi. Hver
verða áhrif þess?
Það er auðvitað augljóst, að út-
gerðarfyrirtæki, sem gera út
nokkur skip munu sjá sér hag í því
að færa kvótann á milli skipa,
þannig að gerð verði út tvö i stað-
inn fyrir þrjú eða fjögur í stað sex
o.s.frv. Heilbrigð skynsemi mun
segja mönnum, að hægt verði að
ná kvótanum á færri skipum og
þess vegna sé ekkert vit í öðru en
fækka skipum við veiðar. Þannig
mun kvótakerfið stuðla að þeirri
fækkun í flotanum, sem langflest-
ir eru sammála um að sé nauð-
synleg, en fæstir þora að segja
opinberlega. Spurningar munu
vakna um það, hvað eigi að gera
við þau skip sem ekki verða í
rekstri og mun áreiðanlega sitt
sýnast hverjum. Sumir íelja eðli-
legt að reyna við veiðar á fjarlæg-
um miðum og sýnist sjálfsagt að
gera það, þar sem þess er kostur.
Það hefur áður verið reynt á þess-
ari öld og stundum orðið til bjarg-
ar. Aðrir vilja selja skipin, en talið
er erfitt að finna kaupendur. I því
sambandi er forvitnilegt að geta
þess, að á síðustu þremur árum
hafa Norðmenn selt 38 notuð
fiskiskip til Suður-Kóreu, sem er
ein mesta fiskveiðiþjóð í heimi.
Sýnist full ástæða til að kanna,
hvort hægt sé að selja íslenzk
fiskiskip þangað. Við höfum
stjórnmálasamband við Suður-
Kóreu og nokkur viðskipti hafa
tekizt milli landanna á undanförn-
um árum, þannig, að þessi mögu-
leiki er áreiðanlega þess virði að
hann sé kannaður.
Margir togarar eru í opinberum
rekstri, t.d. hér í Reykjavík, og
ganga má út frá því sem vísu, að
stjórnmálaöfl muni krefjast þess í
slíkum tilvikum, að öllum skipun-
um verði haldið til veiða þrátt
fyrir augljósa kosti þess þegar
kvótakerfi ríkir, að fækka skipun-
um. Þeir, sem freistast til þess að
leggja við eyru, þegar þessir
stjórnmálamenn hefja upp raust
sína, mættu gjarnan minnast
þess, að þetta eru þeir menn og
þeir flokkar, sem hafa staðið fyrir
þeirri vitlausu fjárfestingu, sem
hefur tíðkast í þessu landi sl. 10 ár
og er að koma okkur á heljarþröm.
Utgerðarfyrirtækin munu einn-
ig sjá sér hag í því að ná kvótan-
um á eins skömmum tíma og hægt
er, vegna þess að það mun stuðla
að hagkvæmni í rekstri. Það skap-
ar hins vegar v.erulega hættu á at-
vinnuleysi bæði sjómanna og
landverkafólks og er engan veginn
séð hvernig fara muni í þeim efn-
um.
Einkaframtaksmenn hafa þung-
ar áhyggjur af því, að kvótakerfið
valdi þeirri grundvallarbreytingu
í sjávarútveginum, að einkaaðilar
gefist upp á þessum rekstri. Það er
vissulega ástæða til að sjá þær
hættur í kvótakerfinu, ekki sízt ef
Alþingi samþykkir að veita einum
manni, sjávarútvegsráðherra,
nánast alræðisvald við fram-
kvæmd kvótakerfisins. Það er auð-
vitað ekkert vit í slíku og sá mað-
ur, sem gegnir þessu embætti ætti
auðvitað að vera fremstur í flokki
þeirra sem berjast gegn slíku ein-
ræðisvaldi ráðherra. Eðlilegra er,
að hagsmunasamtök sjávarút-
vegsins eða Fiskifélag íslands eigi
hér hlut að máli og menn hafi ein-
hvers konar málskotsrétt til ráð-
herra.
Hitt er svo annað mál, að þótt
sjá megi ýmsa ókosti við kvóta-
kerfið og margvíslegar hættur,
hefur enginn annar kostur verið
settur fram, sem hægt er að
byggja á. Meðan það er ekki gert,
hljóta umræðurnar að snúast um
það, hvernig kvótakerfið verði
bezt framkvæmt, því að öllum er
ljóst, að horfast verður í augu við
veika stöðu fiskistofnanna.
Fjárhagsvandinn
óleystur
Þótt samstaða takist um kvóta-
kerfið og framkvæmd þess, er
vandi sjávarútvegsins engan veg-
inn leystur. Þá hefur einungis ver-
ið tekið á vandanum, sem leiðir af
lélegri stöðu fiskistofnanna. Eftir
er að leysa úr uppsöfnuðum fjár-
hagsvanda útgerðarinnar. Litlar
umræður hafa farið fram opin-
berlega um það mál.
Albert Guðmundsson fjármála-
ráðherra setti í haust fram hug-
mynd um að strika yfir ákveðinn
hluta af skuldum útgerðarinnar
og skapa henni með þeim hætti
nýjan rekstrargrundvöll. Penna-
strik Alberts væri í raun ákvörðun
um, að samfélagið í heild tæki á
sig ákveðinn hluta af skuldum út-
gerðarinnar. Margir hafa orðið til
þess að andmæla hugmyndum Al-
berts á þeirri forsendu, að þetta sé
í raun gamla millifærslukerfið,
sem verðlauni skussana og refsi
þeim, sem hafi lagt áherzlu á að
reka sín fyrirtæki eins vel og kost-