Morgunblaðið - 18.12.1983, Síða 23

Morgunblaðið - 18.12.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 27 „Líkara ævintýri en veruleika“ Bækur Björn Bjarnason Thor Jensen Minningar Fyrra bindi: Reynsluár, 246 bls. Síðara bindi: Framkvæmdaár, 264 bls. Valtýr Stefánsson skrásetti Endurútgáfa 1983, Almenna bókafélagið. Hinn þriðja desember síðastlið- inn voru 120 ár liðin frá fæðingu Thors Jensen en hann andaðist haustið 1947. Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, skráði æviminningar þessa mikla at- hafnamanns og komu þær út í tveimur bindum hjá Bókfellsút- gáfunni 1954 og 1955. Almenna bókafélagið hefur nú endurprent- að bækurnar. Hér er um sígilt verk að ræða sem á jafn mikið erindi nú og fyrir tæpum þrjátiu árum. Valtý Stefánssyni tekst listilega vel að lýsa því með ein- földum og skýrum dráttum hve mikið þrekvirki Thor Jensen vann á langri starfsævi. Hitt er ekki síður mikilsvert að kynnast því með aðstoð hins stórhuga fram- kvæmdamanns hvaða ráð reynd- ust best í lok síðustu aldar og upp- hafi hinnar tuttugustu til að losa um gömlu, útlendu verslunar- hömlurnar og leggja þar með grunninn að sjálfstæði og efna- hagslegri farsæld þjóðarinnar. Nú á jólaföstu þegar hvaðanæva berast fréttir um slæmar horfur í þjóðarbúskapnum var það mér tímabær uppörvun að lesa að nýju um Thor Jensen og rifja upp að oft áður hafa íslenskir athafnamenn og þjóðin öll staðið frammi fyrir miklum vanda en risið undir hon- um og unnið bug á öllu mótlæti með undraverðum hætti á ótrú- lega skömmum tíma. Thor Jensen var aðeins 14 ára þegar hann kom hingað til lands, 1878, með aleiguna í litlu kofforti. Hann réðst til verslunarnáms í Brydesbúð á Borðeyri. Þar heillað- ist hann af landi og þjóð. Hann sökkti sér niður í fornsögurnar og sá, að „hinir lágu sveitabæir urðu reisulegri, vegna þess að hver bær var í nánum tengslum við fortíð þjóðarinnar." Hann kynntist hátt- um viðskiptavinanna og sá „hve sparsemi og nýtni manna var að- dáunarverð". I stuttu máli lærði hann í þessum reynsluskóla allt það sem gerði hann að útsjónar- sömum atorkumanni sem fylgdist með stóru og smáu og krafðist meira af sjálfum sér en öðrum. En á Borðeyri öðlaðist hann einnig lífshamingju sína þegar hann hitti Margréti Þorbjörgu Kristjáns- dóttur og þau trúlofuðust á sumardaginn fyrsta 1883. Valtýr Stefánsson segir að hann hafi undrast það þegar hann kynntist þeim hjónum „hve ná- kvæmur hann var og kurteis í allri framkomu við konu sína ... Með kurteisum, hæverskum tilsvörum, rétt eins og þau væru nýtrúlofuð, eftir um það bil 60 ára hjóna- band.“ Þau eignuðust 11 börn sem upp komust, nú fyrir jólin kemur einmitt út niðjatal þeirra eftir Tómas Hallgrímsson, en sam- kvæmt frásögn af ættarmóti af- komenda þeirra sem birtist hér í Morgunblaðinu 6. desember síð- astliðinn eru niðjar Margrétar og Thors Jensen nú 259. Thor dregur hvergi dul á hve heitt hann unni konu sinni: „Það var hún sem gaf mér styrkinn til að leggja út í stórræðin.“ Stórræði Thors Jensen voru mörg og mikil. Ævi sinni skipti hann í þrjá þætti: Fyrst stundaði hann almenna verslun. Hann var orðinn verslunarstjóri í Borgar- nesi 23 ára gamall. Næst tók við 4 ára verslunarrekstur á Akranesi, en þá tapaði hann aleigunni og varð gjaldþrota 36 ára vegna mik- ils tjóns út af fjárkaupum. Flutt- ist til Hafnarfjarðar og bjó þar tvö dimmustu ár ævi sinnar en stofnaði um aldamótin verslun í Reykjavík. Réðst síðan í stórút- gerð og stofnaði Kveldúlf með fjölskyldu sinni 1911. Settist að í stórhýsi sem hann reisti á Frí- kirkjuvegi 11. Sextugur lét hann þann draum rætast sem lengi hafði blundað með honum að reisa stórbú að Korpúlfsstöðum og bjó síðustu ár ævinnar að Lágafelli í Mosfellssveit. Sjálfum fannst hon- um „sem margt af því, sem gerst hefur í lífi mínu, líkara ævintýri en veruleika." Saga og starfsævi Thors Jensen er lýsing á baráttusögu íslensku þjóðarinnar í hnotskurn. Thor lærði að því aðeins er unnt að ráð- ast í stórræði í fámenninu hér og nýta auðlindir lands og sjávar með arðbærum hætti að það sé Thor Jensen gert með samskiptum og í sam- vinnu við erlenda aðila. Á hinn bóginn sætti hann sig ekki við þá útlendinga sem ætluðu að segja honum fyrir um það hvernig standa ætti að framleiðslu og sköpun verðmæta hér á landi. Hann vildi vera sjálfs sín herra og var sinnar gæfu smiður í þess orðs fyllstu merkingu. Lýsingar á athafnaafrekum eru að sjálfsögðu rúmfrekar í bókum Valtýs Stefánssonar en mig hrifu ekki síður hinar nærfærnu lýs- ingar á heimilisföðurnum sem fram undir fimmtugsaldur las húslesturinn sjálfur á helgum dögum, þegar hann var heima, og hélt því áfram eftir að börnin voru uppkomin þegar svo mörg þeirra voru í heimsókn á sunnudögum að lestrarfært þótti. „Slík guðrækn- isstund var í fyllsta samræmi við það uppeldi sem ég hafði fengið í heimavistarskólanum. Okkur hjónunum fannst þetta vera sjálfsagður hlutur, enda höfðum við bæði vanist þessu frá æsku.“ Minningunum lýkur á þessum orðum Thors til heiðurs Margréti Þorbjörgu, konu sinni: „Forsjónin gefi, að sem flestar konur landsins Valtýr Stefánsson megi að því er snertir gáfur og mannkosti likjast henni, sem stóð við hlið mér um 60 ára skeið. — Rætist sú ósk mín, tel ég, að ís- lenska þjóðin sé vel á vegi stödd.“ í sögu Ólafs sonar Thors Jensen sem Matthías Johannessen, rit- stjóri Morgunblaðsins, ritaði í tveimur bindum er rækilega sagt frá hinni pólitísku aðför sem gerð var að Kveldúlfi á fjórða áratug aldarinnar. Á mögnuðum fundi í Gamla Bíói í ársbyrjun 1937 sneri Ólafur vörn í sókn með sögulegum hætti. Þar kvaddi Bjarni Bene- diktsson sér hljóðs og svaraði brigslyrðum andstæðinga Thors og sona hans um hina „hálfdönsku fjölskyldu" með þessum lokaorð- um: „Það er að vísu rétt, að Thor Jensen er af dönskum ættum og fæddur í Danmörku. En hingað til lands kom hann barnungur og mun óhætt að fullyrða, að það sé besta sendingin, sem frá Dan- mörku hefir komið hingað til lands, þessi 500—600 ár, sem sam- band landanna hefir varað.“ Minningar Thors Jensen eftir Valtý Stefánsson staðfesta þessa fullyrðingu. ur er á. En það er athyglisvert, að í rauninni hafa engar aðrar ákveðnar hugmyndir komið fram um lausn á fjárhagsvanda útgerð- arinnar. Gengislækkun er engin lausn. Um það eru áreiðanlega allir sam- mála, ekki síður útgerðarmenn en aðrir. Líklegt má telja, að lausn- ina sé að finna í mörgum sam- verkandi aðgerðum í málefnum útgerðarinnar. Selja sum skip, leggja öðrum, afskrifa sumar skuldir, stuðla að fjárhagslegri endurreisn lífvænlegra fyrirtækja með nýjum fjármálalegum að- gerðum, t.d. með því að skapa skil- yrði til þess að nýtt áhættufjár- magn einstaklinga fáist inn í út- gerðina. Stjórnmálamennirnir verða hins vegar að gera sér ljóst, að þeir hafa ekki leyst vanda út- gerðarinnar með því einu að sam- þykkja kvótakerfið. Samhengid Sú aukna festa, sem skapast hefur í verðlagsmálum á undan- förnum mánuðum, hefur orðið til þess að varpa skýru ljósi á kjarna okkar efnahagsvanda. Hann er að verulegu leyti til staðar í sjávar- útveginum. Ef ríkisstjórnin hneig- ist til þess að víkja sér undan vandanum með því að grípa til gengislækkunar eða einhvers gengissigs, er hún í einu vetfangi búin að kippa fótunum undan efnahagsstefnu sinni og eyðileggja þann árangur, sem náðst hefur. Þá fer verðlag hækkandi í landinu á ný og hljómgrunnur verður til fyrir nýjum kaupkröfum. Þess vegna skiptir það öllu máli, að menn geri sér grein fyrir sam- henginu í efnahagskerfi okkar og átti sig á því, að ákvarðanir, t.d. í málefnum útgerðarinnar, geta haft örlagaríkar afleiðingar ann- ars staðar. Annar veigamikill þáttur í þessu samhengi eru skattarnir, sem nú eru til umfjöllunar á Al- þingi. Það er alltaf erfitt að gera sér grein fyrir því fyrirfram, hvernig skattalagabreytingar koma út í raun. Hitt skiptir öllu máli, að skattbyrðin á næsta ári, hvort sem er hjá ríki eða sveitar- félögum, verði óbreytt frá því sem nú er. Ef skattbyrðin eykst á næsta ári, mun það á skömmum tíma búa til jarðveg fyrir nýjar kaupkröfur og þá brotnar efna- hagsstefna ríkisstjórnarinnar á þeim punkti. Þess vegna mega engin óhöpp verða í skattamálum á næsta ári. Loks má nefna kapphlaupið milli opinberra aðila og atvinnu- lífsins um lánsfé. Það er augljóst, að ríkissjóður þarf á miklu lánsfé að halda á innlendum lánamark- aði á næsta ári. Það verður erfitt fyrir ríkissjóð að ná því fé inn nema með því að bjóða betri kjör, þ.e. hærri vexti. En um leið og það er gert, er ríkissjóður í senn að taka lánsfé frá atvinnulífinu og ýta undir vaxtahækkanir á lána- markaðnum. Hærri vextir og minna lánsfé skapa hins vegar aukin vandamál í atvinnulífinu og lausn þeirra getur auðveldlega ýtt undir nýja verðbólguöldu. Þegar á þetta allt er litið, er ekki að ófyrirsynju, að Morgun- blaðið hefur varað við of mikilli bjartsýni í herbúðum ríkisstjórn- arinnar þrátt fyrir þann árangur, sem náðst hefur í verðbólgubar- áttunni. Höfuðvandinn er óleyst- ur. Tilraun, sem má ekki mistakast Ríkisstjórnin gerir nú hins veg- ar tilraun til þess að ná tökum á vanda efnahags- og atvinnulífs, sem er fyrsta alvarlega tilraunin sem gerð er frá vetrinum 1978. Hún má ekki mistakast- Afleið- ingar þess yrðu hrikalegar fyrir land og þjóð og enginn pólitískur valkostur fyrirsjáanlegur til þess að taka við og bjóða betri lausn. í fyrsta sinn var í erlendu blaði á dögunum haft orð á lánardrottn- um íslands erlendis. Þess var jafnframt getið, að erlendar skuldir íslendinga væru stærri hluti þjóðarframleiðslu okkar en erlendar skuldir Brazilíumanna af þeirra þjóðarframleiðslu. Brazil- íumenn eru hins vegar í þeirri stöðu á erlendum lánamörkuðum, að þeir skulda svo mikið í stóru bonkunum í hinum vestræna heimi, að ef Brazilía fer á hausinn, fara þeir á hausinn. Þess vegna geta Brazilíumenn sett viðskipta- bönkum sínum kosti. Það getum við íslendingar hins vegar ekki. Erlenda blaðið, sem hér um ræðir, Economist, virt vikublað í Bretlandi, taldi að ís- lendingar mundu eiga auðvelt með að standa undir erlendum skuld- um sínum vegna mikillar fiski- gengdar. Blaðið hafði bersýnilega ekki haft fregnir af alvarlegu ástandi fiskstofna okkar. Hver skyldi niðurstaða blaðsins hafa orðið í þessum samanburði á Is- landi og Brazilíu, ef þær upplýs- ingar hefðu legið á borði þess?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.