Morgunblaðið - 18.12.1983, Síða 29

Morgunblaðið - 18.12.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 29 íslenska hljómsveitin: „Við áramót" sona hans, þar sem hún er talin gjöfum æðri, á sér ýmsar hlið- stæður í fornritum. Einna keim- líkust eru orð Samsonar sögu: „Mikils þykir mér vert fé þitt, en meira vinskapur þinn.“ I Ólafs sögu Tryggvasonar segir Þorkell dyðrill við konung: „Svo margt hafið þér mér gefið, að eigi mun ég og eigi má ég meta hversu mikils vert er, en þó er sú ein yðar gjöf, sem yfir ber allar aðrar, en það er yðar vinátta, og þá þóttist ég mest afla, er ég fékk hana.“ Og í Guð- mundar sögu segir kona ein við biskup: „Annað elska ég meir en kvikfé, en það er yðar þökk og vin- átta, því að hvað er mig kostar, vil ég henni halda.“ Slíkur samanburður á vináttu og veraldlegum gæðum er ekki sprottinn af vörum manna í Fljótshlíð, heldur er hann tekinn úr bókum úr landsuðri. Hugmynd- in er alkunn í sígildum ritum Rómverja, eins og til að mynda þegar Ovid segir að þær gjafir séu ávallt þekkilegastar, sem taka gildi sitt af gefanda. Og Seneca segir, að velgerð sé ekki fólgin í því sem er gert eða gefið, heldur í hugarfari þess, sem gerir eða gef- ur. íslendingar kynntust slíkum hugmyndum með því að lesa rit eftir 12. aldar höfundinn Huga frá Sánkti Viktor í París, sem lézt ár- ið 1141, og er hann einn þeirra örfáu andans manna útlendra á fyrri öldum, sem andláts hans er getið í íslenzkum annálum. Sánkti Viktors skólinn var rekinn af Ág- ústínusarreglu, og var því ekki að undra, þótt íslenzku klaustrin af þeirri reglu yrðu fyrir áhrifum þaðan. Þorlákur helgi, fyrsti for- stöðumaður Þykkvabæjarklaust- urs var við nám í París ekki ýkja- mörgum árum eftir dauða Huga, og heimildir benda til þess, að Helgafellsklaustur hafi verið tengt Sánkti Viktor í París. í riti því, sem í íslenzkri þýðingu kallast Viðræða líkams og sálar, segir Hugi að gjöfin sýni, hver gefi, og með hverri ást er hann gefur. Mun æ hvað þú átt þeim, er veitir, og unn eigi gjöfum í stað hins, er gaf; hon- um skaltu unna. Rit þetta, sem mun vera þýtt á þrettándu öld, hafði nokkur áhrif á íslenzkar fornbókmenntir. Og hér má í skjótu máli minnast þess, að við- ræður í Njálu, sem eru yfirleitt gerðar af stakri snilld, benda ein- dregið til þess, að höfundur hafi numið þá tækni, sem beitt var forðum við að semja viðræður. í þessari stuttu hugvekju um uppruna Njálu hef ég valið til um- ræðu örfá atriði af ótal mörgum, sem hníga í þá átt að sýna það sem gagnrýnendum hefur löngum ver- ið ljóst, sem sé að hún er samsett af sundurleitum einingum; eitt af afrekum höfundar var einmitt fólgið í því að samræma það sem var sundurleitt áður og gera þann- ig órofa heild af ýmiss konar efni. Hugtakið uppruni í þessu sam- bandi þarf skýringar við, því að það getur gefið í skyn, að leitazt sé við að rekja fyrirmyndir sögunnar eins langt aftur í gráa forneskju og elztu letur benda til. Hins veg- ar þykir mér nægja að rekja feril einstaka atriða í Njálu ekki lengra aftur í grámann en til þeirra bóka, sem höfundur hennar hafði lesið áður en hann lét þjóðina hætta við að eiga heima í Njálu-lausu landi. Þetta er vitaskuld í anda þeirrar vísindagreinar sem kailast rit- skýring eða ritkönnun að alþýðu- máli, en hlutverk hennar er eink- um það að skýrgreina sérkenni einstakra texta með sundurgrein- ingu annars vegar og samanburði hins vegar. Njála er geysiflókið verk; hún er ekki einungis viðburðarík og skip- uð miklum sæg af fólki, heldur er hún einnig auðug að hugmyndum. Þessi mikli fjölbreytileiki er ekk- ert kraftaverk, heldur er ofurauð- velt að skýra þetta einkenni Njálu af raunsæi og blákaldri skynsemi. Hér eins og endranær stafar fjöl- breytni verks af fjölmenntun smiðs. Engin ástæða er til að rangfeðra Njálu. Hún er ekki ein- getið afkvæmi munnlegra arf- sagna, heldur æxlaðist hún af þeim nánu kynnum, sem höfundur hafði haft af mörgum letrum, bæði fornum og nýjum. AÐRIR áskriftartónleikar fs- lensku hljómsveitarinnar á þessu starfsári fara fram í Bústaða- kirkju fimmtudaginn 29. desem- ber kl. 20.30. Á tónleikum þess- um, „Við áramót“, eru hugleidd- ar þær blendnu kenndir sem jól- um og áramótum fylgja, gleði og söknuður. Sérstakir gestir hljómsveit- arinnar verða þeir Jón Þor- steinsson tenórsöngvari og sænski hljómsveitarstjórinn Kurt Lewin. Auk Jóns Þorsteinssonar koma félagar í íslensku hljómsveitinni fram i stórum hlutverkum á tónleikunum. Martial Nardeau, flautuleikari hljómsveitarinnar, mun leika Piccolokonsert Vivaldis í C-dúr. Þá leikur Þorkell Joelsson And- ante eftir Herbert H. Ágústs- son fyrir horn og strengjasveit. Stöllurnar Laufey Sigurðar- dóttir, fiðluleikari og annar tveggja konsertmeistara hljómsveitarinnar, og Elísabet Wage hörpuleikari munu leika Fantasíu eftir Saint-Saéns. Auk þeirra verka er hér hafa verið nefnd leikur hljómsveitin hljómsveitarstjóri. Lýríska svítu eftir Maurice Karkoff. Líkt og í fyrra mun Söng- sveitin Fílharmónía leiða söng- inn. Sungnir verða nokkrir Jón Þorsteinsson, söngvari. jóla- og áramótasöngvar. Enn er hægt að kaupa áskrift að tónleikum fslensku hljóm- sveitarinnar á skrifstofu hljómsveitarinnar að Frí- kirkjuvegi 11.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.