Morgunblaðið - 18.12.1983, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983
35
Fyrstu steypuhjól-
börurnarlosaðar í
grunn sfldarverk-
smiðjunnar á Djúpa-
vík.
Þarna var sú aðferð höfð að klakinn var höggvinn til unz barmarnir urðu
rennisléttir og síðan notaður fyrir steypumót — en þrátt fýrir þessa óvenju-
legu steypiaðferð heppnaðist verkið ágetlega.
Sfldarverksmiðja Allience hf. á Djúpavík.
fram til þessa hafði byggingar-
starfsemin tekið allan minn tíma.
Árið 1944 kom hreyfing á setuliðið
sem hér var á stríðsárunum.
Þurfti herinn þá að losna við mik-
ið af eignum sem ekki borgaði sig
að flytja úr landinu. Þar á meðal
voru ekki færri en tíu þúsund
braggar sem reistir höfðu verið
víða um land. Þá þurfti einnig að
gera upp við landeigendur sem
margir höfðu orðið fyrir veru-
legum skaða af völdum hersins.
Vorið 1944 fór Björn ólafsson
ráðherra í utanþingsstjórninni
framá að ég yrði formaður nefnd-
ar er sinnti þessum verkefnum. Ég
hafnaði því vegna þess að ég kærði
mig ekki um að takast á hendur
svo viðamikið verkefni. Nokkru
síðar gekkst ég samt inná að taka
þátt í þessu starfi fyrir áskorun
Ólafs Thors með því skilyrði að ég
fengi að mestu frí að sumrinu.
Skúli Thorarensen, sem var fyrsti
formaður nefndarinnar, óskaði
eftir að ég tæki við stjórn á þess-
um framkvæmdum og gerði ég
það. í nefnd þessari, sem nefndist
Sölunefnd setuliðseigna, voru
fimm menn auk Skúla og starfaði
hún um 3ja ára skeið.
Á þessum tíma voru flestir
bragganna hér á Reykjavíkur-
svæðinu rifnir en úti á landi voru
þeir víða notaðir sem útihús —
margir fóru þeir sem skaðabætur
til bænda sem orðið höfðu fyrir
skaða af völdum setuliðsins. Þessu
verkefni var að mestu lokið árið
1948, en þó ekki hægt að gera end-
anlega upp að svo stöddu.
Þegar bandaríska varnarliðið
kom hingað 1952 þótti nauðsyn-
legt að stofnuð yrði nefnd sem sæi
um að losa herinn við þær eigur er
féllu til ásamt því að fyrra verk-
efni væri lokið að fullu. Til hliðar
við Sölunefnd setuliðseigna höfðu
allan tímann starfað nefndir er
sáu um sölu tækja frá hernum.
Þessar nefndir voru nú lagðar
niður og tók Sölunefnd varnarliðs-
eigna einnig yfir starfsvið þeirra.
Varð ég framkvæmdastjóri þess-
arar nýju nefndar en þeir Gunn-
laugur Briem og Hermann Jónas-
son forsætisráðherra, höfðu um-
sjón með þessu ásamt mér.
Á þessum árum lá hér mikið af
vörum sem fyrirtæki tengd hern-
um höfðu verið með og var þarna
um geysimikið magn að ræða. Sér-
staklega var eitt fyrirtæki sem
starfað hafði á Keflavíkurflugvelli
með mikið af vörum. Meðal annars
voru þar sex og hálfur kílómetri af
16 tommu rörum sem mig minnir
að Hitaveita Reykjavíkur hafi
keypt og sé hluti af lögninni til
Reykja. Auk þess var þarna mikið
magn af alls konar vörum og feng-
um við þarna mikið bú að gera
upp.
Þegar þessu uppgjöri var að
fullu lokið starfaði nefndin svo að
því verkefni að koma þeim í sölu
vörum er varnarliðið þurfti að
losna við og var ég framkvæmda-
stjóri hennar allt fram til 1976 að
ég lét af störfum.
Síðan hef ég tekið það rólega og
varið öllum sumrum á Stóra-Botni
og sinnt laxveiðinni og skógrækt-
inni. Stóri-Botn var áður mikil
fjárjörð en nú hef ég fengið hana
skráða sem skógræktarjörð og
sjálfur er ég skráður sem skóg-
ræktarbóndi. Þar höfum við fjöl-
skylda mín nú plantað um 200
þúsund trjáplöntum í gegn um tíð-
ina og eru stæstu trén orðin 6 til 7
metra há.
Nú er mikið talað um kreppu og
samdrátt í fjármálum þjóðarinnar —
ert þú bjartsýnn á framtíðina?
— Já, ég held að það rætist úr
þessum erfiðleikum sem þjóðin á
nú við að glíma og það sennilega
áður en ár er liðið. Þetta ófremd-
arástand sem nú hefur skapast er
að miklum hluta því að kenna hve
hækkun vaxta hefur verið hömlu-
laus. Með þessu hefur verið kreppt
um of að fyrirtækjunum — nú
geta löglegir vextir verið 50% og
jafnvel 70% en venjulegt fyrir-
tæki getur varla staðið undir
meiru en 10% vöxtum á rekstrarfé
sínu. En ég held að þetta fari allt á
betri veg. Þegar menn lenda i erf-
iðleikum verða þeir að læra af því
og hljóta að gera það, og varast þá
framvegis að gera sömu vitleys-
una aftur.
— bó.
TJöfðar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!
Alúöarkveöjur til allra þeirra sem glöddu mig á afmœli
mínu 19. nóvember.
Guö gefi ykkur öUum gleöileg jól og gœfuríkt komandi ár.
Guðný Vigfúsdóttir
frá Seyðisfirði.
Okkar
skreytingar
eru
• •X A • • *
oðruvisi: V _
Hyasintuhelgi í Blómum og Ávöxtum
Jf-# *
¥ *
Um þessa helgi kynnum við kerta-
skreytingar sem verða á boðstólum hjá
okkur fram til jóla.
í tilefni
af því
gefum við
10%
afslátt
af öllum skreytingum
í búðinni
t.d. kertaskreytingum, aðventuskreytingum og þurrkuðum
skreytingum. ^
Einnig er 20% afsláttur af öllum jólastjörnum. * *
\ Opið alla daga og um helgar frá kl. 9—9. Næg bílastæði.
\ 9 Komið í
Vbló
Hafnar
Hafnarstræti 3, sími 12712 — 23317.