Morgunblaðið - 18.12.1983, Síða 36

Morgunblaðið - 18.12.1983, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 Ég vildi’ að jólin væru hér; ég veit að brátt þau heilsa mér; til þess er ljúft að langa. Ég sat í dag við svartan kveik og sá þá okkar jólasteik í skemmukoti hanga. Þegar tekur að síga á seinni hluta desember, fer væntingin eftir jólunum að sækja á fleiri en drenginn í þessu danska jóla- ljóði í þýðingu Þorsteins frá Hamri í „Gestir í gamla trénu", sem ég tek gjarnan út úr bóka- skápnum um þetta leyti. Þar eru nefnilega nokkur stutt ævintýri og jólasöngvar, meira að segja með nótum, svo hægt er að raula þau. Alltaf verður eitthvað eftir af eftirvæntingunni til jólanna, svona ef að er hlúð. Enda mikið til í því að maður hætti að leika sér af því að maður verður gam- all, en verði svo gamall af því maður hættir að leika sér. Varla verður kvartað undan því nú til dags að ekki sé í des- ember vakin upp jólastemmning og örvuð tilhlökkun hinna full- orðnu til jólanna. Öll félög, hóp- ar og vinnustaðir efna til jóla- funda og jólasamkvæma og „jólaglöggin" með rauðvíni og rúsínum dreifist á allan desembermánuð í vina- og sam- starfshópum. Það er nýjasta viðbótin. Þetta eru notalegar samverustundir. Fyrir fáum ár- um var þessi siður lítt viðhafður hér. Helst að þeir sem alist höfðu upp eða dvalið langdvölum á öðrum Norðurlöndum buðu til sín í „glögg" á jólaföstunni. En siðir breytast. Hve ör sú breyting er á Islandi má einmitt þessa dagana sjá á sýningu í Þjóðminjasafni á gömlum mun- um tengdum jólum. Kemur fram að bæði jólatré og eiginlegar jólagjafir voru óþekkt þar til fyrir einni öld, þótt stundum fengi fólk flík eða sauðskinnskó sem nokkurs konar launauppbót hjá húsbændum sínum. Jólatrén fóru ekki að vera algeng fyrr en á þessari öld, enda engin greni- tré að fá. Fólk tók þá að bjarga sér sjálft með því að smíða jóla- tré — staura á fæti með álmum út frá og vafði þetta sortulyngi eða beitilyngi sem tínt var. Nú er gnægð af öllu og erfitt að finna upp á nýrri ábót. E.t.v. full mikið til að gefist tími og orka til að njóta. Því eins og hann Piet Hein segir í íslenzkum búningi Helga Hálfdanarsonar): Ég þarf að annast um ótal hluti sem eignast ég smátt og smátt, þó orðað gæti ég eignarhaldið á annan réttari hátt, því einlægt sé ég þann sannleik vera á sveimi í kring um mig. Að eigirðu meira en átta hluti þá eiga hlutirnir þig. Þessi ágæta vísa rifjaðist upp nú í vikunni þegar 3 einstæðar mæður komu til mæðrastyrks- nefndar til að afhenda háa pen- ingaupphæð fyrir hönd starfs- fólks á vinnustað sínum í jóla- glaðning handa þeim sem þurf- andi eru. Þetta voru hressilegar konur, sem vinna nú fyrir jólin 16 tíma á dag á vöktum í iðnfyrirtæki, til þess að eiga frí og geta notið heima með börnum sínum jólahátíðar fram yfir þrettándann. Þegar þessar kon- ur með 1—2 börn á framfæri sínu, voru spurðar hvernig stæði á því að þær væru að leggja svona fram, svöruðu þær því til að þær vissu að svo margar hefðu lítið til jólanna. Það væri allt í lagi með þær sjálfar, þær hefðu ágæta vinnu. Þetta voru glaðlyndar og óvílsamar konur, sögðu þær í mæðrastyrksnefnd- inni. Raunar ekki víst að það séu alltaf þeir sem minnst eiga sem kvarta. Og kannski er annríkið og flóðbylgja ofgnótta að drekkja jólaskapinu. Það hvarflaði að mér, þegar á jólakvöldi eins fé- lagsins var haft orð á því að í þetta sinn hefði gleymst í öllum frábæru skemmtiatriðunum að syngja saman jólasöngvana til að koma sér í jólaskapið. Því er kannski ekki úr vegi að rifja upp söguna um Jólasönginn eftir finnska höfundinn Marjatta Kurenniemi í þýðingu Þorsteins frá Hamri: —Hann dróst eftir veginum. Það var rigningarsuddi og hon- um var kalt. Fugl sat þar á trjágrein og blés út fjaðrirnar. „Hver ert þú?“ spurði fuglinn. „Ég er jólasöngurinn gamli. All- ir hafa gleymt mér. Syngdu mig, litli fugl!“ svaraði vegfarandinn. „Ég? Nei, ég er svo hás. Og mér geðjast ekki að jólasöngvum. Vorljóð eru mér betur að skapi.“ Og fuglinn flaug leiðar sinnar. Jólasöngur inn gamli hélt þreyttur áfram för sinni. Þá mætti hann ríkum kaup- manni. „Ég er gamall jólasöng- ur. Þú kunnir mig vel þegar þú varst barn. Syngdu mig núna!“ sagði hann. „Hafi ég einhvern tíma kunnað þig, þá er ég búinn að gleyma þér núna. Fallegasti söngur sem ég þekki er hljómur- inn í peningakassanum. Farðu leiðar þinnar; ég má engan tíma missa; ég verð að hugleiða hvernig ég get selt meira fyrir jólin.“ Og kaupmaðurinn hélt áfram göngu sinni. Söngurinn silaðist eftir veginum og gustur- inn næddi gegnum þunnar flíkur hans. Því næst mætti hann húsmóð- ur, sem var önnum kafin. „Hvaða dauðans letingi er nú þetta?“ sagði hún hneyksluð, því hún átti bágt með að þola að aðr- ir væru ekki jafn önnum kafnir og hún. Ég er gamall jólasöngur. Mamma þín var vön að syngja mig, og þú hlýtur að muna eftir mér. Syngdu mig núna!“ „Hvern- ig á ég að hafa tíma til að syngja jólasöngva núna, rétt fyrir jólin! Ég verð að gera hreint og salta grís og baka kökur og slétta jóla- dúkana og fægja silfurmuni og þvo gólfin og ... “ Jólasöngurinn gamli heyrði ekki meira, því að hún var öll á bak og burt, hús- móðirin sem var svo önnum kaf- in. Það var hætt að rigna og kom- ið frost, kuldinn beit kinnarnar, en þrátt fyrir það hélt jólasöng- urinn gamli áfram leit sinni að einhverjum sem vildi syngja hann. Þá mætti hann frægu skáldi, og nú varð jólasöngurinn glaður. „Ég er gamall jólasöng- ur. Þú hlýtur að muna eftir mér. Viltu ekki syngja mig núna!“ sagði hann við skáldið. Skáldið nam staðar og starði á jólasöng- inn. „Svo þú ert gamall jólasöng- ur! Þannig ert þú í hátt! Og þú hefur fasta hrynjandi og rímar! Ætti ég að fara að syngja svona lagað — ég, frægt nútímaskáld! Nei, svona syng ég: f einsemd þótt ég viti ekki hvort þú ert kuldahrollur — stór stærri stærstur..." Rödd skáldsins hvarf í fjarska, því að jólasöngurinn gamli tók til fótanna og hlóp leiðar sinnar, svo hratt sem hann megnaði. Hann settist hryggur á dyraþrep úti fyrir litlum kofa. í sama bili kom gömul kona gangandi eftir stígnum og leiddi barn við hönd sér. „Sjáðu, amma! Þarna situr einhver á tröppunum hjá okkur!“ sagði barnið. Amman rýndi gömlum og hrumum augum á jólasönginn gamla, og þótt hún væri nærri því blind, þekkti hún hann strax. „Þetta er jólasöng- urinn gamli! Ég lærði hann af ömmu minni, svo gamall er hann!“ hrópaði hún. „Syngdu mig!“ bað jólasöngurinn að- framkominn. „Komdu inn fyrir!" sagði gamla kona. Og söngurinn var leiddur inn í fátæklega en hlýja stofu. Gamla konan söng veikri röddu og skær rödd barns- ins tók undir. Jólasöngurinn gamli var ekki lengur grár og hrakinn umrenningur, heldur bjartur og ljómandi af ljósi stjarnanna. Og litli kofinn stækkaði, söngurinn fyllti tómið, og tónar hans liðu út yfir hinn dimma og dapra heim. Og allir sem heyrðu sönginn gleymdu annríki sínu og áhyggjum og tóku þátt í söngnum — hinum gamla jólasöng bernsku sinnar: HIN FEGURSTA RÓSIN ER FUNDIN... “ Þessi bréf eru ástarbréf og eiga engan sinn líka í íslenskum bókmenntum. Enda eru þau varðveitt fyrir undarlega tilviljun, eins og glöggt kemur fram í inngangi Indriða Q. Þorsteinssonar fyrir bókinni. Og þessi bréf segja ástarsögu sem er bæði falleg og fagurlega skráð. Og sú saga á vafalaust eftir að valda lesendum ýmsum heilabrotum. Sóla og Þórbergur unnust hugástum, það sjáum við glöggt af bréfunum. En hvers vegna auðnaðist þeim ekki að njótast? .Bagga mín. Þetta er svo löng saga,“ sagði Sóla við Guðbjörgu dóttur sína, þegar hún gekk á hana um sambandsslitin. Að öðru leyti er málið hulið þögn af hennar hálfu. Guðbjörg er dóttir Sólrúnar og Þórbergs og hafa báðir foreldrar hennar skilið eftir yfirlýsingar því til staðfestingar. En hún hefur ekki fengið það viðurkennt af dómstólum. Eru þau undariegu mál skýrð hér og rakin í inngangi fyrir bréfunum og málsskjöl og dómsniðurstöður birtar i bókarlok. Dreifing: AB Skemmuvegi 36, Kópavogi. Sími 73055.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.