Morgunblaðið - 18.12.1983, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 18.12.1983, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 t GUDRÚN SÆMUNDSDÓTTIR frá Eystri-Garftsauka andaðist í Reykjavík 13. desember. Jarösett verður i Fossvogs- kapellu, þriöjudaginn 20. desember kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Málfríftur Guðmundsdóttir. t Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar og sonur, KRISTJÁN FRIÐRIK JÓNSSON, Hraunbæ 178, andaöist 15. þ.m. Sigríftur Sigurftardóttir, Sigrún Una Kristjánsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Margrét Guömundsdóttir, Jón Kristjánsson. t Dóttír mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ERLA LÁRUSDÓTTIR, Ferjubakka 4, Reykjavík, veröur jarösungin frá Bústaöakirkju mánudaginn 19. desember kl. 15.00. Sigríftur Jónsdóttir, Lárus S. Aðalsteinsson, Anna B. AAalsteinsdóttir, Helgi Ingibergsson, Jóhanna AAalsteinsdóttir, Björn Júlíusson og barnabörn. t Móöir okkar og tengdamóöir, GUÐRÚN ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Ásvallagötu 51, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 19. desember kl. 13.30. Stefanía Runólfsdóttir, Þóra og Karl Maack. t Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, MARÍA WILHELMÍNA HEILMANN EYVINDARDÓTTIR, Grenimel 35, Reykjavík, veröur jarösungin mánudaginn 19. desember kl. 15.00 frá Dómkirkjunni. Erna Árnadóttir, Eyvindur Árnason, Böftvar Árnason, Gunnar Árnason, Gottfreö Árnason, barnabörn og Margrét Gestsdóttir, Guömunda Gunnarsdóttir, Stefanía Stefánsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, barnabarnabörn. t Móöir okkar. tengdamóöir, amma og langamma, SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR frá Göngustaöakoti, veröur jarösungin frá Akraneskirkju mánudaginn 19. desember kl. 11.15. f.h. Ragnheiður Björnsdóttir, Lúftvík Björnsson, Fanney Björnsdóttir, Vigdís Björnsdóttir, Sigurbjörg Björnsdóttir, Reynir Björnsson, barnabörn og Skarphéftinn Árnason, Jóhanna Sófusdóttir, Halldór Ólafsson, Áskell Jónsson, Jón Sturlaugsson, Arndfs Halldórsdóttir, barnabarnabörn. t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUONI A. JÓNSSON, úrsmiftur, Öldugötu 11, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 20. desember kl. 10.30 f.h. Blóm vinsamlega afþökkuö. Ólafía Jóhannesdóttir, Anna Guftnadóttir, Páll Stefánsson, Sunna Guönadóttir, Jón Björnsson, Jóhanna Guftnadóttir, Björn Ólafsson og barnabörn. Jóna Jónsdóttir í Ekkjufellsseli í eirðarleysi nútímans, á tímum vaxandi firringar í mannlegum samskiptum, þegar einna líkast er, að hver og einn telji það lífinu helzt til gildis að geta hrifsað til sín sem mest og fljótast af gæðum þessa heims, svo jafnvel jörðin sjálf er farin að stynja undan at- ganginum — núna á tímum há- vaðans og hraðans, sem gerir mörgum orðið erfitt fyrir að stöðvast við nokkuð og torveldar mönnum að mynda sterk, heilleg tengsl sín á milli eða við sitt nán- asta umhverfi — núna fer þeim óðum fækkandi, sem alla ævi gátu lifað hljóðlátu en ríku lífi í hóg- værð síns hjarta og í innilegri lotningu fyrir öllu hinu stóra, jafnt sem fyrir hinu smáa í flóknu sigurverki jarðlífsins og fyrir því, sem handan yztu marka býr. Það var ekki hávaðinn í kring- um Jónu í Ekkjufellsseli; hennar dagfar einkenndist fremur af innri rósemi, þýðu viðmóti og mik- illi umhyggjusemi fyrir öðrum. Henni var ekki lagið að gera kröf- ur til annarra en lagði hart að sjálfri sér: Hendurnar iðjuðu dag hvern við þau mörgu og ólíku störf, sem í hennar hlut komu á heimilinu og við búskapinn, og hugurinn starfaöi ósleitilega á meðan — ekki ósjaldan við að brjóta eitthvað til mergjar, sem hún hafði nýlega lesið af bundnu máli eða óbundnu eða þá eitthvað markvert, sem borizt hafði í tal. En hún var raunsæ kona og hugs- aði vel fyrir öllu, sem heimili hennar varð til framdráttar, skipulagði og undirbjó og kastaði sízt höndunum til þeirra verka, sem hún vann; vinnudagurinn var orðinn ærið langur. Daglegt umhverfi hennar í um það bil sex áratugi var Ekkju- fellssel, rétt norðan við Lagarfljót og miðsvæðis í hinu víðlenda Fljótsdalshéraði með sínu stór- brotna landslagi og þróttmikla mannlífi. Eins og svo oft vill verða á stað, þar sem maður á sér orðið djúpar rætur, var þetta umhverfi eins og hluti af henni, hún sjálf hluti þess. A þessum stað átti hún sér ótæmandi uppsprettu andlegr- ar endurnæringar og sannrar gleði. En hennar daglega umhverfi fólst ekki síður í íslenzkum bók- menntum og þá einkum ljóðlist, sem var henni bæði vel kunn og mjög kær. Hún kunni mæta vel skil á því, hvernig heill heimur fegurðar og víðfeðmis getur búið í einu ljóði, hvernig orð og orðalag geta öðlast óm og angan, hvernig skilja má á ýmsa vegu samhengi, sem í fljóti bragði gæti virzt svo einfalt og tært, en á sér samt við nánari athugun ótal mörg blæ- brigði og dýpri merkingu: Allt sem var lifað og allt sem hvarf er, það sem verður dvelur fjær ónuminn heimur, hulið starf; hús þess dags stóð reist í gær. (Snorri Hjartarson) Jóna var fædd á Fossvöllum í Jökulsárhlíð hinn 21. október 1903, yngst af börnum þeirra hjóna, Guðrúnar Björnsdóttur, Sæ- mundssonar á Ekkjufelli og Jóns Hnefils Jónssonar, sem kynjaður var sunnan úr Hornafirði, en faðir hans hafði ungur að árum flutzt austur á Hérað og sezt þar að; þótti hann hinn skörulegasti mað- ur. Jón Hnefill lézt 12. maí 1903, áður en dóttirin fæddist, og lét móðir hennar hana heita nafni föður síns. Jóna ólst upp hjá móð- ur sinni; systkinin voru átta á Fossvöllum í þá daga, staðurinn í þjóðbraut og þar var jafnan afar gestkvæmt. Var því mikið að starfa, jafnt innan húss sem utan, og Jóna lærði ung að árum að taka fyrir alvöru til hendinni og leggja fram sinn skerf, enda var það aldrei hennar þáttur síðar í lífinu að liggja á liði sínu. En bókleg mennt var þó ekki vanrækt á æskuheimili hennar á Fossvöllum, og rótgróin íslenzk menning þar í heiðri höfð. Faðir minn, Vilhjálmur Jóns- son, dvaldist sem drengur ein tvö sumur hjá móðursystur sinni og frændsystkinum á Fossvöllum; hafði hann síðar oft á orði, hve mikils hann mat kynni sín af því heimili og tiltók þá jafnan sér- staklega Guðrúnu á Fossvöllum, sakir sérstakra mannkosta hennar og hjartahlýju. Auk þeirrar t Útför eiginmanns míns og föður okkar, KARLS GUDMUNDSSONAR, Laugabakka, verður gerö frá Melstaöarkirkju þriöjudaginn 20. desember kl. 14.00. Bílferö veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 8 aö morgni sama dag. Gunnlaug Hannesdóttir, Guftmundur Karlsson, Garöar Karlsson, Sigríftur Karlsdóttir, Ragnhildur Karladóttir, Jóhanna Karladóttir. Ingibjörg Karlsdóttir. t Mínar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, ÞÓRU EIRÍKSDÓTTUR SigurAur Sigfinnsson. t Innilegustu þakkir fyrlr auösýnda samúö viö fráfall og jaröarför bróður okkar, ELESEUSARSÖLVASONAR. Svava Sölvadóttir, Péll Sölvason. fræðslu, sem Jóna naut á sínu heimili og í heimahéraði, hélt hún um tvítugt til frekara náms við Kvennaskólann í Reykjavík; tók þá próf upp í annan bekk skólans og lauk námi sínu með góðum vitnisburði. Hún hélt svo aftur heim til Austurlands og giftist þar árið 1926 Einari Sigbjörnssyni; settust þau hjónin að í Ekkju- fellsseli, þar sem þau svo bjuggu góðu búi æ síðan. Þeim varð fimm barna auðið, sem öll komust upp, en næstyngstu dóttur sína, Guð- rúnu, misstu þau fyrir réttum tveimur áratugum. Þá ólu þau upp dótturson sinn, son Guðrúnar, Einar ólafsson, og gekk Jóna hon- um í móður stað. Milli fjölskyldunnar í Ekkju- fellsseli og minnar fjölskyldu hafa löngum verið góð tengsl frænd- semi og vináttu, og til Ekkjúfells- sels lá líka leið mín, þegar ég fór í mitt fyrsta ferðalag á ævinni, en það var dagsferð frá Seyðisfirði upp á Hérað síðsumars árið 1942. Móttökurnar voru einstaklega hlýlegar og rausnarlegar; síðar á árum reyndi ég ætíð þetta sama vinarþel og alúð, þegar mig bar þar oftsinnis að garði. Ég man enn vel þessa fyrstu heimsókn mína í Ekkjufellssel, og man eins þegar ég hitti Jónu síðast, en það var á liðnu sumri; hún var þá komin fast að áttræðu. Að sögn kunn- ugra þótti Jóna um margt líkt föð- ur sínum í útliti: Hún var tíguleg kona, hávaxin og björt yfirlitum, hæversk í fasi, og svipur hennar bar vott um ljósar gáfur og þann mikia góðleika, sem var svo áber- andi í hennar fari. Jóna var jafnan einörð í tali en þó gætin, gat verið einkar glettin og komst oft hnytti- lega að orði. Þegar ég var síðast gestur á heimili hennar, mátti sjá að hár aldur var nokkuð farinn að baga hana og gera henni erfitt fyrir, þótt hún léti sem minnst á því bera. Hinn 21. október á liðnu hausti komu nánustu ættingjar og fjöldi vina á hennar fund til að sam- gleðjast henni á áttræðisafmæl- inu: Þá ríkti mikil gleði á heimil- inu í Ekkjufellsseli, og sjálft var afmælisbarnið þar hrókur alls fagnaðar. „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma ... að gleðjast hefur sinn tíma og að syrgja hefur sinn tíma M Þetta vissi húsfreyjan í Ekkju- fellsseli manna bezt. Á löngum æviferli sínum hafði hún víssulega „gengið til góðs götuna fram eftir veg“. — Fram til hins síðasta hélt hún sinni fullu reisn; var sú sem veitti, fremur en sú sem þáði. Höfum við eigi annað til endurgjalds þér, en þakkir sýna, og að brúka bezt sem vitum, allt, er veittir vel. (Jónas Hallgrímsson) Útför Jónu j Ekkjufellsseli verð- ur gerð frá Áskirkju í Fellum á morgun, mánudaginn 19. desem- ber, en jarðsett verður á Ekkju- felli. Fjölskylda mín og ég vottum öllum nánustu aðstandendum ein- læga samúð okkar og blessum minningu þessarar góðu og göf- uglyndu frændkonu. Halldór Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.