Morgunblaðið - 18.12.1983, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 18.12.1983, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 39 María Wilhelmina Heilmann Eyvindar- dóttir — Minning Fædd 25. febrúar 1901 Dáin 12. desember 1983 María Wi'helmína Heilmann var fædd á Laufásvegi 4 í Reykja- vík. Hún var elsta barn hjónanna Sophie He'lmann og Eyvindar Árnasonar, útfararstjóra. Auk Maríu áttu þau hjón 2 börn, Dagmar og Ósvald, sem bæði eru látin. María átti góða og glaða æsku og minntist oft sinna góðu foreldra og bernskuheimilis. Ung að árum giftist María Árna Böðvarssyni, útgerðarmanni, og lifðu þau saman í farsælu hjóna- bandi í 55 ár. Árni andaðist 14. apríl 1975. Þau eignuðust 6 börn og eru 5 þeirra á lífi. Elsta barnið, Fríðu Sophiu, misstu þau 11 ára gamla úr skarlatssótt. Hún var yndi og eftirlæti allra, sem þekktu hana og öllum harmdauði. María bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni allri og hélt henni saman. Hún fylgdist með hverjum einstaklingi af lifandi áhuga og góðvild. Hún átti 20 barnabörn og 26 langömmubörn. Fimm ungar stúlkur í fjölskyldunni bera nafn ömmu Maríu og mega þær vera stoltar af. María var gæfumanneskja. Hún var skemmtileg, hafði lifandi frá- sagnarhæfileika og var með fá- dæmum minnug og fróð. Á efri árum sat hún og málaði myndir handa fjölskyldu og vinum, eink- um blómamyndir. Hún undi sér við handavinnu, lék ljómandi fal- lega á píanó og hafði unun af góðri tónlist. María var falleg kona með létta lund. Hún átti stóra og góða fjöl- skyldu og hjá henni eyddi hún síð- ustu vikum ævi sinnar á heimilum barna sinna og tengdabarna. Þar var hún jafnan aufúsugestur. María var hress og hélt andleg- um styrk fram á síðasta dag. Hún kveið ekki ferðinni. Hennar styrk- ur var trúin og vinirnir, sem biðu hennar. Hún var góð ættmóðir. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar-hnoss þú hljóta skalt.“ Tengdadætur Opnaðu bæinn, inn með sól! Öllu gefur hún líf og skjól, vekur blómin og gyllir grein, gerir hvern dropa eðalstein. Opnaðu bæinn! Þessar ljóðlínur þjóðskáldsins M. Joch. komu mér í huga við and- lát Maríu Eyvindardóttur vinkonu minnar, því svo mjög lýsa þær sterkum eðlisþáttum hennar. Máría fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1901 og andaðist hér í fæðingarborg sinni 12. desember sl. á 83. aldursári. Þar lauk löng- um og óvenju farsælum lífsferli. Foreldrar hennar voru sæmd- arhjónin Soffía Jóhannsdóttir Heilmann og Eyvindur Árnason útfararstjóri. Voru þau hjón einkar glæsileg og voru sannar- lega í hópi þeirra manna, sem settu svip á bæinn á fyrri helm- ingi þessarar aldar. Hjá þeim ólst María upp ásamt tveim yngri systkinum sínum, Ósvaldi, síðar útfararstjóra, og Dagmar, hús- móður hér í borg, og eru þau bæði látin. Ung var María ágætum manni gefin, Árna Böðvarssyni rakara- meistara og síðar útgerðarmanni um langt árabil. Þau gengu i hjónaband 21. febrúar 1920 og stóð sambúð þeirra í hálfan sjötta ára- tug, eða þar til Árni féll frá, hinn 14. apríl 1975. Þau hófu búskap hér í borg, en árið 1925 fluttu þau búferlum til Vestmannaeyja þar sem Árni stundaði iðn sína og gerðist síðar útgerðarmaður. Þar dvöldu þau í 15 ár, en sneru þá aftur til Reykjavíkur, þar sem heimili þeira stóð til æviloka. Hjónaband þeirra var ham- ingjuríkt og vissulega færði lífið þeim margar dýrmætar gjafir. Þeim varð sex barna auðið. Dæt- urnar voru tvær en synirnir fjórir. Elzta barnið, Fríðu Soffíu, misstu þau er hún var 11 ára, harmdauði öllum ættingjum og vinum. Hin börnin eru þessi: Erna, sem gift var Bjarna Kristinssyni stofnanda og for- stjóra Gierborgar hf. í Hafnar- firði, en hann er látinn fyrir nokkrum árum; Eyvindur verk- smiðjustjóri kvæntur MarjJréti Gestsdóttur og eru þau búsett í Garðabæ; Böðvar frystihússtjóri í Kópavogi, kvæntur Guðmundu Gunnarsdóttur; Gunnar fram- kvæmdastjóri í Kópavogi, kvænt- ur Stefaníu Stefánsdóttur og Gottfreð viðskiptafræðingur, kvæntur Ásdísi Magnúsdóttur húsmæðrakennara og eru þau bú- sett í Garðabæ. Allt er þetta mesta manndóms- fólk og er mikiil ættbogi frá þeim kominn. Niðjar Maríu og Árna eru 55 talsins. María var sannkölluð ættmóðir. Hún fylgdist af áhuga með öllum þessum stóra hópi, tók þátt í lífs- baráttu barnanna, eldri og yngri, síglöð og uppörvandi. Börnin og tengdabörnin elskuðu hana og virtu. Þegar þau dvöldu erlendis við nám og störf streymdu bréfin frá þeim til hennar og enduðu jafnan: „elsku amma skrifaðu mér fljótt". Hún var ekki pennalöt og skrifaðist á við frændfólk sitt í Danmörku alla tíð, en þangað hafði mðurbróðir hennar, Davíð prentari, flutzt ungur. María hafði fagra rithönd og hún var listræn. Þegar börnin voru öll flutt að heiman tók hún að færa í letur ýmsa fróðleiksmola um ætt sína og lífið í Reykjavík. Og hún hélt til haga og safnaði merkum blaðagreinum um menn og málefni, og sagðist gera þetta til fróðleiks fyrir börnin sín er tímar liðu. Seinna tók hún til að mála vatnslitamyndir og stundaði þá iðju af kappi og náði furðu góð- um árangri í þeim efnum. Eg á litla mynd eftir hana, sem ég hefi dálæti á. María var ákaflega skapgóð og hláturmild. Hún var skemmtileg heim að sækja, því gestrisin var hún með afbrigðum. Það var alltaf kæti og gleði í kringum hana. Hún var hlýieg í viðmóti og hjálpsöm og um hana má með sanni segja, að hún opnaði bæinn sinn. Atvikin höguðu því svo til, að þegar foreldrar mínir giftust árið 1901 var heimili þeirra í húsi Soffíu og Eyvindar á Laufásvegi 2. Þá var María á fyrsta ári. Æ síðan hafa verið sterk vináttubönd milli þessara tveggja fjölskyldna. Þar hefur aldrei borið skugga á og þess minnist ég þakklátum huga. Fyrir hönd okkar systkinanna kveð ég Maríu vinkonu mína og bið henni Guðs blessunar. Börnun- um hennar vottum við innilega samúð okkar. Katrín Helgadóttir Mig langar til að minnast ömmu minnar með nokkrum orðum, í þakklætisskyni fyrir allar góðu stundirnar, sem ég átti með henni. Hún lést á afmælisdaginn minn, 12. desember. Margar af bestu minningum mínum eru tengdar ömmu og Grenimel 35, þar sem þau afi bjuggu. Þær voru ófáar næturnar, sem ég fékk að gista hjá ömmu og afa, og hámark heimsóknanna var, þegar amma lék við mig í mömmuleik. Þegar ég varð eldri breyttust leikirnir, en alltaf hafði amma einhverju að miðla, því hún var mjög fróð um gamla tímann og sérstaklega var henni hugleikið að segja frá liðnum dögum í „henni gömlu góðu Reykjavík". Fyrir rúmum tveim árum flutt- um við hjónin í næstu götu við ömmu. Hún kom oft í heimsókn til okkar og við sátum og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Eftir að Þórir, sonur okkar, fædd- ist í fyrrasumar, fórum við amma stundum saman í gönguferðir með barnavagninn. Þórir hændist fljótt að „löngu“ eins og hann kall- aði hana, enda þréyttist hún aldr- ei á að spila fyrir hann á píanóið eða kveða: „Fagur fiskur í sjó“. Elsku amma mín ætlaði að dvelja hjá okkur á aðfangadags- kvöld og elda með mér jólamatinn. Við hlökkuðum öll til. Hennar munum við vissulega sakna. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Helga Gottfreðsdóttir Grindavík: Aðventuhátíð Skólahljóm- sveitarinnar AÐVENTUHÁTÍÐ skólahljómsveit- ar Grindavíkur verður haldin í dag, sunnudag, í Grindarvíkurkirkju og hefst hún kl. 17 með söng stúlkna úr æskulýðskór kirkjunnar. I fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borist, segir að efnisskrá há- tíðarinnar verði fjölbreytt. Söng- ur, hljóðfæraleikur og upplestur verði meðal dagskráratriða. í tilkynningunni kemur einnig fram að kirkjunni hefur nýlega borist flygill að gjöf frá fiskverk- endum í Grindavík og Guðríður Sigurðardóttir muni leika á hann verk eftir Debussy. Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! it> Bladburðarfólk óskast! Vesturbær Faxaskjól Einarsnes Garöastræti Nýlendugata Úthverfi Ártúnsholt pteröítiínítífíitiiiti Austurbær Ingólfsstræti Neöstaleiti Miöbær I Freyjugata 28—49 PÓ5TURINN MLL 1 vjðiuiimi ran uy imjuuiiiiii Njáll eru vinir barnanna úr sjónvarpinu. Nú er komin hljómplata og kassetta meö lögum úr þáttunum og auövit- aö titillaginu: Palli póstur. Gleöjiö börnin meö þessari skemmtilegu tónlist. Fæst í hljómplötuverzlunum um land allt. Heildsölu simi 29575/29544

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.