Morgunblaðið - 18.12.1983, Page 40
r
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983
í
>
í
I
i
l
i
►
r
*
ÞINGBRÉF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Kreppulægðin dýpkar:
Fimm til sex milljörðum
minna til skipta 1984 en 1982
Eyðslan á þjóðarheimilinu ráðist af tekjum þess
Fjárlög og
fjölmiðlaglugginn
Frumvarp aö fjárlögum kom-
andi árs, ásamt tengdum tekju-
frumvörpum ýmsum og lánsfjár-
áætlun, hafa verið meginverkefni
Alþingis undanfarnar vikur. Önn-
ur mál og smærri hafa að vísu
fengið veglegri sess í þeim fjöl-
miðlaglugga, er út í þjóðfélagið
snýr. En ríkisfjármálin, sem svo
víða teygja arma sína um þjóðlíf-
ið, vega þyngst þingmála, nú sem
áður, e.t.v. að einu máli undan-
skildu, mótun fiskveiðistefnu.
Sjávarútvegsdæmið er lífsspurs-
mál ísiendinga á líðandi stund.
Öll frumvinna fjárlagagerðar,
gagnasöfnun og áætlanagerð, er
unnin að frumkvæði fjármála-
ráðherra í viðkomandi ríkisstofn-
unum. Eftir að frumvarpið hefur
verið lagt fram á Alþingi, og raun-
ar löngu áður, hefur fjárveitinga-
nefnd störf að fjárlagagerð, en
hún er verkmesta og máske
áhrifamesta þingnefndin. Mikið
starf er einnig unnið í þingflokk-
um, er fjárlagagerð varðar, ekki
sízt þeim er að ríkisstjórn standa,
en þar þarf að samræma sjónar-
mið samstarfsflokka og stefnu í
ríkisfjármálum. Fjárlög eru ekki
eínungis lögbundin áætlun um
tekjur og gjöld í ríkisbúskapnum
heldur og mikilvirkt hagstjórnar-
tæki, ef rétt er á haldið.
Fjárlög ráðast ekki í ræðustól
þingsins. Þar kunna þingmenn að
fara á kostum, þá mál eru rædd í
fjölmiðlaeyra þjóðarinnar, en það
er oft látbragðsleikur, er vegur
létt í fjárlaganiðurstöðum.
Alþingi og ríkisstjórn hafa
þrjár meginleiðir í fjáröflun til að
mæta áætluðum útgjöldum fjár-
laga og lánsfjárlaga í ríkisbú-
skapnum: 1) Skatttekjur, sem eru
tvíþættar (annarsvegar beinir
skattar sem reiknast af tekjum og
eignum fólks og fyrirtækja, hins-
vegar eyðsluskattar, sem teknir
eru í verði vöru og þjónustu, s.s.
tollar, vörugjald, söluskattur,
verðjöfnunargjöld o.s.frv.) 2) Inn-
lent lánsfé. 3) Erlent lánsfé.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi
því, sem lagt var fram í haust, er
stefnt að eftirfarandi:
• Að skattaálögur sem heiid verði
2.200 m.kr. minni 1984 en verið
hefði að óbreyttum skattalög-
um 1983, þ.e. ef sama hlutfall af
þjóðarframleiðslu yrði tekið í
skatta 1984 og 1982.
• Þá er stefnt að því að taka 3.700
m.kr. minni ný erlend lán 1984
en gert var 1983. Báðar fyrr-
greindar tölur eru á verðlagi
fjárlagafrumvarpsins.
• Samkvæmt þessum tölum verð-
ur fimm til sex milljörðum
króna minna fé til skipta á fjár-
lögum og lánsfjárlögum 1984 en
1982.
Upplýsingar, sem síðar hafa
komið fram um frekari samdrátt í
sjávarútvegi en vitað var, þá
frumvarpið var lagt fram, þrengja
dæmið enn frekar. Þessi blákalda
efnahagsstaðreynd sníður fjár-
veitingavaldinu mjög þröngan
stakk. Nauðsynlegt aðhald í ríkis-
fjármálum hlýtur að koma niður
nær hvarvetna í ríkisbúskapnum.
Óábyrg öfl leggja þann gjörn-
ing, að sníða þjóðinni fjárlaga-
stakk eftir vexti, út sem óvild við
„góð máF. Slík útlegging fer
hinsvegar illa í munni þeirra
stjórnmálamanna, sem bera
stjórnarfarslega ábyrgð á ringul-
reið í þjóðar- og ríkisbúskap
1978-1983.
Kreppulægð yfir
þjóðarbúskapnum
Þegar Ragnar Arnalds, fyrrv.
fjármálaráðherra, mælti fyrir
frumvarpi að fjárlögum 1983, tal-
aði hann um „kreppulægð", sem
grúfði yfir þjóðarbúskapnum.
Flokkur hans, Alþýðubandalagið,
gerði því skóna að efna til fjög-
urra ára neyðaráætlunar í þjóðar-
búskapnum, í upphafi þessa árs.
Síðan hefur enn harðnað á daln-
um, samanber tillögur fiskifræð-
inga um 100 þúsund tonna afla-
samdrátt þorsks 1984, miðað við
aflabrögð 1983, sem ekki vóru upp
á marga fiska. „Kreppulægð"
Ragnars Arnalds, sem Alþýðu-
bandalagið vildi bregðast við með
fjögurra ára neyðaráætlun, er
verri viðureignar nú en nokkru
sinni.
Það er og við hæfi að minna á
nokkra efnispunkta úr málflutn-
ingi Geirs Gunnarssonar, fyrrver-
andi formanns fjárveitinganefnd-
ar í þá tíð er flokksbróðir hans,
Ragnar Arnalds, var fjármála-
ráðherra. í fjárlagaumræðu (fjár-
lög 1982) sagði Geir Gunnarsson
m.a.:
„Undirstaða allrar getu til aö
standa undir félagslegri þjónustu í
landinu, hvort heldur sem er í skóla-
málum, heilbrigðismálum eða öðrum
efnum, er verðmætasköpunin í þjóð-
félaginu, undirstöðuframleiðslan, og
því aðeins er unnt að auka í sífellu
við þjónustuþættina aö verðmætaöfl-
unin aukist að sama skapi...“
Þjóðarframleiðsla hefur dregizt
saman um 10% á hvern vinnandi
mann á tveggja ára tíma
(1982/1983) og spáð er áframhald-
andi samdrætti 1984. Það er því
ekki í samræmi við kenningar
Geirs Gunnarssonar þegar Al-
þýðubandalagið gagnrýnir að-
haldsstefnu í ríkisfjármálum við
ríkjandi staðreyndir í þjóðarbú-
skapnum.
En Geir Gunnarsson hafði
meira að segja í tilvitnaðri fjár-
lagaumræðu:
„Ef við leggjum fjármagnið fyrst
og fremst í þjónustustofnanir, án
þess að efla grundvallarframleiðsl-
una, veltur þessi sístækkandi yfir-
bygging fyrr eða síðar, hversu nauð-
synlega og óhjákvæmilega sem
menn telja hana. Hún stendur ekki
ein sér.“
Þrátt fyrir þessi orð stendur Al-
þýðubandalagið fyrir ýmiss konar
útgjaldatillögum nú, komið í
stjórnarandstöðu, til að flagga í
fjölmiðlaglugganum. En hvað
sagði Geir Gunnarsson um slíka
fjölmiðlapólitík þegar Alþýðu-
bandalagið bar ábyrgð á fjárlaga-
gerð? Orðrétt sagði sá mæti mað-
ur:
„Sjálfsagt hafa ýmsir ástæðu til
að hafa hátt vegna þess, hvernig
með þá er farið við samningu fjár-
lagafrumvarps, og því ekki ástæða
til að undrast þó að þeir noti sér
athvarf ríkisfjölmiðla til að lýsa
skoðun sinni á gáfnafari þeirra,
sem setja saman fjárlagafrum-
varp, og hefni þess þá í útvarpi
sem hallast á í frumvarpi. En
skyldi samt sem áður ekki vera
orðið tímabært að huga að því,
hver er stefnan í þjóðfélaginu með
rekstrarútgjöldum ríkissjóðs, og
lesa á þann mæli sem fjárlögin
eru í þeim efnum?"
Það er hægt að lýsa afstöðu Al-
þýðubandalags til fjárlagagerðar,
innan og utan ríkisstjórnar, með
einu orði: tvískinnungur. Máske
gildir það um fleiri þingflokkanna.
En Alþýðubandalagið, sem ríkjum
réð í fjármálaráðuneyti til
skamms tíma, lætur nú sem það
hafi aldrei þar komið.
Sú „kreppulægð", sem enn grúf-
ir yfir þjóðarbúskap okkar, setur
mark á fjárlagagerð 1984. Það
ætti að vera sjálfgefið að laga
eyðslu að tekjum á þjóðarheimil-
inu, rétt eins og á heimilum þjóð-
félagsþegnanna.
Hitt má ekki ske að ríkið þyngi
skattbyrði fólks, hvorki beinna né
óbeinna skatta. Þvert á móti verð-
ur að vinda ofan af skattþungan-
um. Þar dugar enginn talnaleikur.
Skattgreiðandinn finnur, hvað að
Hafið þið kynnt ykkur verð
og gæði yfirhafna? TSSÆÍi 22
KAPUSALAN
Næg bílastæði.
BORC.ARTUNI 22
Sími 23509
a