Morgunblaðið - 18.12.1983, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983
41
Hornsteinn Alþingishúss við Austurvöll var lagður fyrir rúmum 103 árum, 9. júní 1880. Hilmar Finsen, landshöfðingi, lagði í hólf, sem gert hafði verið í
steininn, allar þær peningamyntir er þá vóru í gildi, sem og silfurskjöld sem á var letruð forsaga byggingarinnar og biblíutilvitnun: „Sannleikurinn mun gera
yður frjálsa". Byggingin var fullbúin í aprfl árið eftir og kostaði í þeirra tíma krónum 123 þúsund. Þegar hornsteinn hússins hafði verið lagður laust Pétur
Pétursson, biskup, hann þreraur höggum með hamri og mælti: „I nafni heilagrar þrenningar“. Síðan var sungið vígsluljóð er Grímur Thomsen hafði ort
Myndin sýnir dómkirkju og þinghús sem svo lengi hafa staðið hlið við hlið í hjarta höfuðborgarinnar. Ljósm- MbL Oi.k.m.
honum snýr bæði í tekjusköttum
og verðþyngjandi sköttum, s.s.
vörugjaldi og söluskatti. Þann veg
getur rikisstjórnin bezt treyst
trúnað milli sín og fólksins i land-
inu að staðið verði við stefnumið
hennar í skattamálum, en i stjórn-
arsáttmála frá í maí í vor stendur:
„Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
bæta hag þeirra, sem verst eru
settir, með eftirfarandi kjarabót-
um:
1) Skattar og tollar, sem nú leggj-
ast með miklum þunga á ýmsar
nauðsynjavörur, verði lækkaðir,
2) Barnabætur barna að 7 ára
aldri verði hækkaðar, 3) Tekju-
skattur verði lækkaður með aukn-
um persónuafslætti, 4) Jöfnun
húshitunarkostnaðar verði aukin
verulega, 5) Tekjutrygging lífeyr-
isþega hækkar umfram laun, og
mæðra- og feðralaun hækka sér-
staklega, 6) Hækkun lífeyrisbóta
verður í samræmi við almennar
launahækkanir."
Þegar hefur sumt af þessu þok-
azt verulega áleiðis. En betur má
ef duga skal.
yStærstu árgangar
Islandssögunnar“
í sérhæfðu þjóðfélagi nútímans
ná menn naumast vopnum sínum í
lífsbaráttunni nema búa að góðri
menntun, einkum og sér i lagi
sérhæfðri. Menntun gagnast ekki
einvörðungu viðkomandi, sem
hennar afla, heldur samfélaginu í
heild, þegar grannt er gáð.
Menntastofnanir framhalds- og
sérnáms eru aðallega hér á höfuð-
borgarsvæðinu. Nefna má, auk
Háskóla íslands, Kennaraháskóla
íslands, Tækniskóla íslands,
Vélskóla íslands, Stýrimanna-
skóla, Fiskvinnsluskóla, Hjúkrun-
arskóla íslands, Myndlista- og
handíðaskóla, Hússtjórnarkenn-
araskóla íslands, Ljósmæðraskóla
íslands, Sjúkraliðaskóla íslands,
Þroskaþjálfaskóla íslands, Fóst-
urskóla íslands, Lyfjatæknaskóla
íslands, Hótel- og veitingaskóla
íslands og fl.
í greinargerð með tillögu til
þingsályktunar, sem fjallar um
húsnæðismál námsmanna, kemur
fram, að „stærstu árgangar Is-
landssögunnar" sé það æskufólk,
sem nú er á aldrinum 18—25 ára.
Þar segir ennfremur að fjöldi
landsbyggðarfólks, sem nú stundi
nám við framangreinda eða aðra
sérskóla á höfuðborgarsvæðinu, sé
1.800—2.00«.
Tillaga sú sem hér um ræðir fel-
ur ríkisstjórninni, ef samþykkt
verður, „að kanna sérstaklega á
hvern hátt megi bæta úr þeim
mikla húsnæðisvanda, sem náms-
menn utan Reykjavíkur og ná-
grennis búi við vegna staðsetn-
ingar Háskóla íslands og flestra
sérskóla".
f greinargerð segir orðrétt:
„Öllum er nú ljóst að húsnæði er
ein af forsendum þess að hægt sé
að stunda nám í Reykjavík. Alitið
er að um 5.500—6.000 íbúðir séu á
leigu í Reykjavík. Ásókn í þær er
gífurleg, sbr. umfjöllun leigjenda-
samtakanna, svo og skýrslu Fé-
lagsstofnunar stúdenta frá 1982
um húsnæðisstöðu háskólastúd-
enta. Samkeppnin um of fáar
íbúðir gerir það að verkum að
mikil fyrirframgreiðsla og tiltölu-
lega há húsaleiga er oft forsenda
fyrir því að fá íbúð á leigu. Þetta
eykur mjög kostnað landsbyggð-
arnemenda við öflun menntunar í
Reykjavík, og mismunar þess
vegna fólki vegna búsetu sinnar.
Stór hluti þeirra 5.733 nemenda,
sem nú stunda undirbúningsnám
utan höfuðborgarsvæðisins, á eftir
að leita á þennan þrönga húsnæð-
ismarkað."
Flutningsmenn tillögunnar eru
Stefán Guðmundsson og fleiri
þingmenn Framsóknarflokks.
Hún er athyglisverð, ekki sizt
vegna þeirrar sjálfsögðu mann-
réttindaafstöðu, að þjóðfélags-
þegnarnir hafi sem jafnasta að-
stöðu til náms.
Húsnæðiskreppan á höfuðborg-
arsvæðinu á fyrst og fremst rætur
í tvennu. Hið fyrra er að fráfarin
ríkisstjórn og húsnæðismálaráð-
herra (Svavar Gestsson) svipti hið
almenna húsnæðislánakerfi helzta
tekjustofni sínum, launaskattin-
um. Þetta varð til þess að húsnæð-
islán lækkuðu verulega sem hlut-
fa.ll af byggingarkostnaði og færri
og færri einstaklingar réðust í
íbúðarbyggingar á eigin vegum. I
annan stað var haldið þann veg á
lóðamálum í Reykjavík á liðnu
borgarstjórnarkjörtímabili, að
skortur byggingarlóða dró enn úr
byggingu íbúða.
Fólk þarf að eiga val í húsnæð-
ismálum: sjálfseignaríbúðir, leigu-
íbúðir o.s.frv. En höfuðatriðið er
að tryggja að húsnæðisframboð
samsvari eftirspurn. Það verður
aldrei gert án þess að virkja það
framtak, sem í flestum einstakl-
ingum býr, til að koma sér upp
eigin þaki yfir höfuð, m.a. með
viðráðanlegum almennum hús-
næðislánum, bæði í hlutfalli af
byggingarkostnaði og lengd láns-
tíma.
Þetta sjónarmið er viðurkennt í
nýjum stjórnarsáttmála, en þar er
því heitið að stefna í áföngum að
því marki að húsnæðislán til
þeirra er byggja í fyrsta sinn „geti
numið allt að 80% af byggingar-
kostnaði staðalíbúðar". Þegar hef-
ur verið stigið nokkurt áfanga-
skref, þrátt fyrir erfitt árferði í
þjóðarbúskapnum. Vonandi verð-
ur stutt í það næsta.
AIWA
Þrýsta á einn hnapp er allt sem þarf til,
fyrir upptöku eða afspilun frá plötuspilara,
útvarpi eða öðru. Engar flóknar átillingar á
segulbandi eða magnara.
Bæði plötuspilarinn og segulbandið hafa
automatic „Intro-Play", það er með því að
styðja á einn hnapp spilar hvort tækið sem
er 10 fyrstu sek. af hverju lagi á plötunni
eða kassettunni. Beindrifinn plötuspilarann
er hægt að stilla til að hlusta á lögin á
plötunni í þeirri röð sem þú óskar (og
endurtekur ákveöna röö allt aö 10 sinnum).
Sért þú að taka upp frá plötuspilara, sér
segulbandið um að alltaf sé jafnt bil á milli
laga á kassettunni. Segulbandið er með
bæði B og C dolby. Útvarpiö er með LB,
MB og FM stereobylgju og sjálfvirkan
stöðvaleitara, einnig 12 stööva minni.
Magnarinn er 2x45 RMS wött og tilbúinn
fyrir Lazer plötuspilarann.
Allt þetta ásamt fleiru og sérstaklega fal-
legu útliti.
Kostar aðeins kr.
48.880,- staðgr.
V—700 Midi
frá AIWA býður upp á ótrúlegar tækninýjungar.
a
tölvustýröa hljómtækjasamstæðan
Þá býöur AIWA upp á einn þynnsta og fyrirferöarminnsta og jafnframt einn fullkomnasta Lazer plötuspilara á
markaönum og á verði sem erfitt er að keppa við eða aðeins 900
Það borgar sig örugglega að kynna sér AIWA.
D i. .i
Kaaio
j_r
ARMULA 38 (Selmúlamegin) 105 REYKJAVÍK
SÍMAR: 31133 83177 PÓSTHÓLF 1366