Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR18. DESEMBER 1983 Pappírinn orðið útundan — segir Hólmfríður Árnadóttir „{ DAGLEGU pappírsflóði nútím- ans komum við ekki auga á eðli pappírsins sem náttúrulegs efni- viðar með öllum sínum tilbrigð- um. Hann hefur því orðið útundan í úrvinnslu listiðnaðarins," út- skýrir Hólmfríður Árnadóttir, myndlistarmaður, en hún hefur undanfarið sýnt pappírsverk á loftinu í Listmunahúsinu. Einka- sýning af þessu tagi, þar sem pappírinn sjálfur er aðal efnivið- urinn, hefur ekki verið haldin hérlendis áður. Sýning Hólmfríðar stendur til jóla. Hólmfrfður Árnadóttir við eitt papp- írsverka sinna. VÆNGJA- SLATTUR I ÞAKRENNUM. Sagan sem þú heíur beðió eítir án þess aó vita aí því. Hún er engri annarri sögu lík. Sagan gerist í Reykjavík, en gœti samt gerst hvar sem er á landinu, jaínvel hnettinum. í Vœngjaslœtti í þakrennum eru sköpunarviljinn og líísgleðin á fullri íerð. „Sá í Ijódinu hús skáldsins “ Rætt við Ólaf M. Jóhannesson um ljóðmyndabókina Sjö skáld í mynd „Þessi bók varð til í viðræðum við nokkur skáld sem ég þekki. Það má segja að ég hafi pantað Ijóð hjá skáldunum og lét þá hendingu ráða hvar mig bar niður, en setti mér það markmið í fyrstu atrennu að í bók- inni yrðu eingöngu Ijóð eftir alkunn íslensk skáld,“ sagði Ólafur M. Jó- hannesson í samræðum við blaða- mann Mbl. vegna bókarinnar „Sjö skáld í mynd“. „Sjö skáld í mynd“ má kalla Ijóðmyndabók, því þar eru birt Ijóð eftir Gunnar Dal, Jóhann Hjálmarsson, Steinunni Sigurðar- dóttur, Vilborgu Dagbjartsdóttur, Jón úr Vör, Matthías Johannessen og Snorra Hjartarson. Við Ijóð hvers skálds fylgja síðan myndverk _ Ólafs. — Hvernig verður svona bók til? Hugmyndina hef ég lengi átt, en á þeim tveimur síðastliðnum árum hefur hún þróast og tekið hin furðulegustu heljarstökk. Um tíma kom til greina að gefa út stærra ritverk með fleiri höfund- um og í því sambandi tók ég mjög ítarlegt og nærgöngult viðtal við Jón úr Vör. Hafði ég hugsað mér að gera slíkt hið sama við hin skáldin. Eftir nokkra umhugsun varð þó raunin sú að sleppa við- tölunum og hafa bókina ekki hefðbundna listaverkabók að því leyti að löngum formála var sleppt. Þá kom upp sú hugmynd að gera þetta í formi dagatals, eins og tíðkast á meðal bandarískra skálda. En lokaniðurstaðan varð sú að gefa út vandaða og ekki ailt of dýra bók, þar sem menn gætu fengið á einum stað ljóð þekktra skálda og myndir sérstaklega gerðar út frá hugmynd hvers ljóðs.“ — Hvernig gekk að vinna eigin myndir út frá Ijóðum annarra? „Það gekk misjafnlega. Oftast nær sá ég myndir út úr ljóðunum um leið og þau komu mér fyrir sjónir í fyrsta sinn. Þannig hrip- aði ég til dæmis niður á blaðið með Ijóðinu, sem Matthías rétti mér á ritstjórnarskrifstofu Morg- unblaðsins, grunnhugmyndir að myndum við það. En þó að hug- myndirnar hafi oft komið fljótt þá tók útfærsla myndanna lang- an tíma, eða síðustu tvö ár. Við sum ljóðanna gerði ég fjölmörg uppköst og get nefnt sem dæmi Styrktarfélag Sogns: Útgáfustarfsemi og aukin fræðsla um alkóhólisma STYRKTARFÉLAG Sogns, sem starfar við meðferðarheimilið að Sogni í Ölfusi, var stofnað af velunn- urum meðferðarheimilisins og er það opið öllum sem vilja styðja þann tilgang félagsins að beita sér fyrir aukinni fræðslu og þekkingu á alkó- hólisma. Rekstur Sogns er fjárhags- lega sjálfstæður og styrktarfélagið styður stofnunina með beinum fram- lögum. Nú hefur Útgáfunefnd styrktar- félagsins gefið út bók Steinars Guðmundssonar „Furðuheimar alkóhólismans". Er á sama tíma önnur bók í undirbúningi sem væntanlega kemur út á vegum fé- lagsins á næsta ári. I bókinni „Furðuheimar alkó- hólismans" byggir Steinar frásögn sína og leiðbeiningar á aldarfjórð- drykkjumanna. Er bókin í senn og vilja bæta þar úr, svo og að- ungs afskiptum sínum af alkóhól- ætluð til hjálpar þeim sem eru að standendum og öðrum þeim sem isma og reynslu af vandamafum gera sér grein fyrir vandamálinu tengjast ofdrykkjumönnum. Hermann Ástvaldsson nýkjörinn formaður Styrktarfélags Sogns (t.v.), og höfundur bókarinnar Furðuheimar alkóhólismans, Stcinar Guðmundsson. LjÓHm. Mbl./ÓI.K.M. Ólafur M. Jóhannesson ásamt yngri syninum, Jóhannesi Stefáni. Fyrir aftan þá feðga sést frummynd þess myndverks sem skreytir kápu bókar- innar, en myndina gerði Ólafur við Ijóð Gunnars Dal. að ljóð Snorra Hjartarsonar var mér algerlega lokað þar til ég átti all ítarlegt samtal við skáldið í vinnustofu hans. Þá sá ég fjórar ósamrýmanlegar myndir í ljóð- inu, sem ég síðan reyndi að steypa saman í eina með ærinni fyrirhöfn. Ég sá hús skáldsins og fannst sem það flyti úti á rúmsjó og yfir það rigndi mislitum lauf- um. Þessu reyndi ég að ná fram í myndinni. Eins finnst í henni blóðrautt tré sem rís upp úr hús- inu og á því kann ég engin skil, en það er þarna. Þú spyrð hvað sé unnið með bók sem þessari. Höfuðmarkmið- ið er kannski í og með að vekja upp hjá fólki ýmis viðbrögð við ljóðunum og myndunum, þannig að það fari ef til vill að sjá út nýjar og nýjar myndir úr ljóðum sem það les. Með því að athuga samspilið á milli myndar og ljóðs, sem hægt er að skoða í einni and- rá á síðum bókarinnar, en þar stendur mynd með ljóði á hverri opnu. Að menn geti eignast ljóð- myndabók sem eflir hugmynda- flug þeirra rétt eins og menn geta leitað með skrokkinn til Jane Fonda. Ég vona að menn geti litið aft- ur og aftur til textans í leit að nýjum hugmyndum. Þar sem ég trúi því að allir menn séu gæddir skáldlegum hæfileikum, allavega á barnsaldri, að inni í okkur öll- um sé einhverskonar skynjun sem leitt getur til listrænnar tjáningar, sé rétt með farið. Og ef bók eins og þessi gæti ýtt við skynjuninni í hverjum og einum sem hana skoðar þá er til mikils að vinna, þótt ég viti að aðeins er fáum gefið að færa skáldlega sýn í umgjörð orða. En það má alltaf reyna og erum við ekki alltaf að rétta öðrum blóm við tækifæri til að vekja hjá þeim ýmsar tilfinn- ingar, jafnvel skáldlegar kenndir. Því ekki að rétta fram lista- verkabók með sama hugarfari. Eins og ég sagði áður þá hefur bókin verið í burðarrásinni í tvö ár og er útgáfusagan dálítið ævintýraleg og verður ekki með öllu upplýst. Þó má geta þess til gamans að bókin lenti nú í hrakn- ingum hjá ónefndri prentsmiðju, en endaði í prentsmiðjunni Viðey þar sem Haraldur nokkur lagði líf og sál í að ná fullkominni út- færslu á góðri litgreiningu Myndamóta hf. Þá var ekki horft í kostnað hjá útgáfunni Svart á hvítu, þannig að bókin gæti orðið til sóma ljóðunum og myndunum og það tel ég að hafi tekist," sagði Ólafur M. Jóhannesson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.