Morgunblaðið - 18.12.1983, Side 44

Morgunblaðið - 18.12.1983, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 Af hverju, afi? Sigurbjörn Einarsson biskup talar við börn í jólahug í nýrri bók AF hverju, afi! nefnist bók, sem útgáfan Skálholt gefur út. Höfundurinn er Sigurbjörn Einarsson, biskup. Teikningar eru eftir Ernst J. Backman. Morgunblaðið hefur fengið heimild til birtingar úr bókinni og urðu tveir fyrstu kaflanir fyrir valinu. Af hverju, afi? — Af hverju, af hverju, sagði afi, svolítið stríðinn í rómi og á svipinn. Af hverju er ég afi þinn? Af hverju ert þú eins og þú ert? Það var ekkert ergelsi í röddinni hjá afa gamla, þegar hann sagði þetta. Og litli stúfur fann vel, að hann var að gera að gamni sínu. Þeir gátu skemmt sér saman með ýmsu móti. Og höfðu margt að tala hvor við annan. Stubbur var oft búinn að spyrja: Af hverju? Og afa leiddist ekki að heyra það. Öðru nær. Einu sinni fyrir löngu var afinn lítill. Hann man það enn, að tvær gamlar konur voru að ræðast við, og önnur sagði: Hann ætlar að verða greindur, trúi ég, drengurinn sá arna. Af hverju markarðu það?, spurði hin. Hann er svo spurull. Þær tóku eftir ýmsu, gömlu konurnar. Og þótti gaman að spurulum börnum. Gáfu sér líka tima til að hlusta á börn og tala við börn. En þó að afinn væri búinn að lifa lengi og spyrja margs og heyra margt, gat hann ekki svarað öllu, sem stubbalingur spurði eða aðrir heimspekingar á hans reki. Það gerði ekkert til. Báðir voru sáttir við það. Þeim þótti gott að vera saman. Litlum vinum þykir vænst um að finna, að það sé hlustað á þá í alvöru og talað við þá í einlægni. Afi varð aldrei óþolinmóður. Því síður datt honum í hug að snupra lítinn málvin fyrir að spyrja barnalega eða hæðast að bernsk- um athugasemdum. Afi vissi, að gagnkvæm einlægni og trúnaður skipti mestu. Þess vegna vildi hann varast að blekkja vísvitandi. Hann vildi ekki, að barnið kæmist að því seinna, þegar það væri komið til meira vits, að afinn hefði skrökvað, þótt í smáu væri eða í gamni gert. Afi var ekkert hræddur við að láta ljúfling sinn vita það, að full- orðnir menn geta ekki svarað öllu eða skýrt allt út. Hann var þvert á móti glaður yfir því að styðjast við barnsins hug og hönd á vit hinna mörgu leyndardóma, sem lífið býr yfir. Og lifa með barninu þá helgi, sem það er svo næmt á. Oft fannst honum það vera barnið, sem leiddi hann, en ekki öfugt. Leiddi hann ósjálfrátt með sínum spyrjandi augum og tæra hug inn í þann helgidóm, þar sem Guðs hjarta heyrist slá. Þá skynjuðu þeir hvor með öðrum það, sem er hulið spek- ingum og hyggindamönnum en opinberað smælingjum og engin orð fá rúmað. Stundum sagði afi: Þetta skul- um við tala um seinna, þegar þú ert orðinn svolítið stærri. Ellegar þá: Þessu getur enginn maður svarað, við verðum að bíða með að skilja þetta, þangað til við erum báðir orðnir nægilega stórir til þess að Jesús geti skýrt það út fyrir okkur. Hann segir okkur, af hverju þetta er, þegar við erum búnir að hlusta á hann lengi og komin alveg heim til hans. Skrafstund í skammdegi. Snjótittlingar flögruðu fyrir gluggann og settust á svalirnar. Þar áttu þeir von á að finna korn í gogginn sinn eða brauðmylsnu. — Af hverju get ég ekki flogið, afi? — Þú hefur enga vængi. — Af hverju ekki? — Þú ert ekki fugl. — Af hverju mega ekki aðrir en fuglarnir hafa vængi? — Þeir þurfa að geta flogið, þeir eru svo litlir og þurfa svo oft að flýja. Sjáðu, nú flugu þeir allir upp og þutu út í buskann. — Af hverju? — Þeir urðu víst hræddir. Kannski héldu þeir að kötturinn væri að koma og ætlaði að taka þá og éta. — Af hverju er kötturinn vond- ur við fuglana? — Kisa vill ekki vera vond við neinn. Hún skilur ekki, að hún sé vond þó að hún stökkvi á fugl. En þú veist að það væri ljótt ef þú tækir fugl og meiddir hann. Menn- irnir vita meira en dýrin. Guð hef- ur gefið þeim meira. Þess vegna eiga þeir að vera betri en dýrin. Við gefum fuglunum, þegar þeir eru svangir. Og látum okkar kisu ekki komast út á svalir til þess að gera þá hrædda eða taka þá. — Það eru líka til vondir fugl- ar. Það var einn á Tjörninni í sumar, sem gleypti andarunga. Ég sá það og pabbi líka. — Ég sá líka andarunga í sumar. Þeir voru með mömmu sinni á læknum hér. Þeir voru fal- legir og mamma þeirra var fjarska glöð. En ég sá að það var eitthvað að þeim. Og þegar ég gætti betur að, sá ég að það var olía eða einhver annar óþverri í læknum. Þetta settist I fiðrið, það varð klístrað og þeir hættu að geta andað, vesalingar. Hvorki veiði- bjallan né kötturinn hefur látið þennan óþverra í lækinn, heldur einhverjir hugsunarlausir menn. Ég gat ekki bjargað ungunum. Aumingja mamman þeirra var hrædd við mig og ætlaði að ráðast á mig, þegar ég var að reyna að hreinsa litlu agnirnar hennar. Ég varð að gefast upp við það, þeir voru orðnir svo veikir. Og eftir skamma stund voru þeir allir dán- ir, allir fimm. Það er leitt og ljótt, þegar mennirnir skemma vatnið, moldina eða loftið, svo að dýrin verða veik og deyja. Kisi hafði sofið í horninu á sóf- anum. Nú reis hann upp, teygði úr sér og fór að sleikja sig. Litli vinur vildi fara að leika sér við köttinn en hann var ekki í skapi til þess núna, hann var saddur og latur og vildi hafa frið. Afi sagði: — Kisinn okkar þarf ekki að veiða. Hann fær mat hjá okkur. En ef hann týndist, yrði hann að bjarga sér sjálfur. Það þurfa flest dýr að gera. Kisinn okkar veit, að hann fær alltaf mat í skálina sína hjá okkur. En hann skilur það aldrei alveg, að mennirnir eru svo skrýtnir, að þeir veiði í matinn handa honum. Þegar hann verður var við mús eða fugl, gleymir hann því, að hann er húsköttur og finnst hann verða að nota klærnar sínar og tennurnar, finnst hann vera rándýr. Dýr, sem veiða önnur dýr sér til matar, köllum við rán- dýr. — Ég veit það, sagði snáði. Það eru voða stór rándýr í heitu lönd- unum. Þar eru ljón og tígrisdýr. Og höggormar líka. Ekki vildi ég vera þar. — Nei, ekki ég heldur. Það er gott að vera á íslandi. Það er besta landið. Af hverju eru rándýrin til? Og pöddurnar? Ég sá einu sinni voða ljóta fkíddu. Hún var ógeð. Hún var að skríða í kálinu hennar mömmu í garðinum. Hún étur kál- ið. — Já. Og það eru maðkar í trjánum mínum hér í garðinum á sumrin. Þeir éta laufið og skemma trén. — Skapar Guð ljótar og vondar pöddur? — Pöddurnar eru lifandi eins og við. Og það er Guð, sem gefur öllu líf. Enginn annar en hann getur gefið líf. — Af hverju lætur hann ljótar skepnur vera til? — Ég veit það ekki. En það er ekki víst, að honum finnist þær skepnur ljótar, sem okkur þykja ófríðar. Ég hef oft horft á maðk- inn í laufinu á trjánum mínum. Mér er ekkert vel við að hann sé þar. En hann er skrautlegur. Hann er í rauninni fjarska falleg- ur á litinn. Og afar mjúkur í hreyfingum. Og hann veit, greyið, alveg upp á hár, hvar hann á að vera og hvernig hann á að haga sér til þess að geta lifað. Og veistu það: Ef hann fær að lifa, verður hann að fallegu fiðrildi með vængjum eins og fuglarnir. Sum fiðrildi eru svo litfögur að engin blóm eru fallegri og engir fuglar. — Það er nú samt ljótt að skemma kálið hennar mömmu. — Já, það finnst okkur, og ég vil ekki að maðkurinn éti laufiö á trjánum. En þessi litlu grey vilja lifa eins og ég. Og svo hugsa ég um að bráðum er maðkurinn orðinn að fallegu fiðrildi. Þá finn ég, að ég veit svo Iítið um það, hvað Guð kann að ætla sér með það, sem hann skapar. Nema það er ég viss um, að hann ætlar sér að gera eitthvað fallegt og gott úr því öllu saman. — En mamma segir, að það sé fullt af pínulitlum pöddum, sem við sjáum ekki. Þær eru að bíta okkur, þegar við verðum veik. Já, bakteríurnar eða sýklarnir, Karíus og Baktus til dæmis, sem skemma tennurnar. Við þurfum að vara okkur á svoleiðis pöddum. Ekki að skemma líkamann okkar sjálf með því að borða óhollan mat eða mikið af gotti. Þá verða pödd- urnar eða sýklarnir kátir og margir og sterkir og við fáum sár í tennurnar eða annars staðar. Við þurfum að varast það, sem gerir okkur illt, hvort sem við sjáum það eða ekki. Ég veit ekki, af hverju svona pöddur eru til eða annað, sem gerir okkur illt. En við vitum, að við verðum duglegri, sterkari og vitrari af því að gæta okkar fyrir hættum og vara okkur á því, sem gerir okkur llt. Nú var orðið áliðið dags, mál fyrir snáða að fara heim. Þeir ætl- uðu að hittast bráðum aftur, afi og hann. Ný verslun með skinnvörur SAFALINN nefnist ný verslun, sem opnuö hefur verið að Laugavegi 25, annari hæð, í Reykjavík. Eigendur verslunarinnar eru Heiðar Sigurðsson, feldskeri og Bára Sigurgeirsdóttir, pelsasaum- ari. í fréttatilkynningu frá hinni nýju verslun segir að eigendurnir hafi báðir lokið prófi frá Hlaved- skólanum í Svíþjóð og hafi Heiðar víða starfað við feldskurð að loknu námi, sérsaum á loðfeldum og gæðaflokkun á skinnum. í sömu tilkynningu segir enn- fremur að verslunin leggi aðal- áherslu á framleiðslu vandaðra loðfelda, en einnig sé á boðstólum annar varningur úr völdum loð- skinnum, bæði innfluttum og sér- saumuðum hjá fyrirtækinu. í lok tilkynningarinnar segir svo: „Viðskiptavinir Safalans njóta margþættrar þjónustu, því auk þess að veita allar upplýs- ingar um meðferð og viðhald hinn- ar vönduðu vöru annast Safalinn hreinsun og eftirlit með loðfeldun- um og einnig breytingar eftir tísku og smekk. Það er markmið aðstandenda Safalans að við- skiptavinir þeirra geti komið með loðfeldi sína að vori til viðgerðar, hreinsunar og jafnvel til að láta breyta þeim. Að því loknu verði þeir settir í geymslu, við rétt hita- stig og að hausti sæki eigandinn sinn jjels, sem nýjan." Heiðar Sigurðsson og BAra Sigurgeirsdóttir í hinni nýju verslun við Laugaveg. Ljósm. Mbl. FrUþjófur. Söfnuðu handa „hungruðum heimi“ Þessi börn komu með sínar 100 krónurnar hvert í yfirstandandi söfnun kirkjunnar og Rauða krossins til hjálpar sveltandi fólki og þar að auki með 400 kr. sem eru frá frændsystkinum þeirra á Suðurnesum og norður í landi. Afi gaf okkur þessar krónur og bætti við öðru eins. Hann vill koma þeim skilaboðum til allra fslendinga að gleyma ekki þessari söfnun. Börnin eru frá vinstri: Steinunn Vala Helgadóttir, Níels Birgir Níelsson, Björgvin Rún- ar Helgason og Anna Björg Níelsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.