Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 Bókaútgáfan Þjóðsaga: Listaverkabók um Þorvald Skúlason BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hefur gefíð út bókina Þorvald- ur Skúlason — Brautryðjandi íslenzkrar samtímalistar eft- ir Björn Th. Björnsson með ljósmyndum Kristjáns Péturs Guðnasonar af listaverkum Þorvalds. Útgefandinn, Hafsteinn Guðmundsson, ritar formáls- orð og rekur tildrög bókar- innar aftur til þess tíma, er „hér í Reykjavík tók sig sam- an lítill hópur ungra manna, er fékk Þorvald til þess að leiðbeina sér í listmálun — meðferð efnisins, lita o.þ.h., sögu myndlistar, myndbygg- ingar og hinna ólíku lista- stefna. Á mig höfðu þessi tengsl við Þorvald svo var- anleg áhrif að ég tel þau mér jafnvel þýðingarmeiri í dag en er ég kynntist þeim." Á bókarkápu segir m.a.: „Þorvaldur Skúlason er óumdeilanlegur brautryðj- andi íslenzkrar samtíma- listar og einn mesti málari sem við nú eigum. Enginn ís- lenzkur málari tengir viðlíka saman sögu myndlistar okk- ar á þessari öld, sjálfur nem- andi hinna elztu, Þórarins, Ásgríms og Jóns Stefánsson- ar, en meistari þeirra sem nú eru í blóma starfs. Því stóra hlutverki hefur hann aðeins getað gegnt vegna þess, að Þorvaldur hefur sjálfur gengið alla þá leið og plægt fyrir sér, svo hver nýr morg- unn í list hans hefur haft annan blæ en dagurinn í gær. Því stendur hann nú, nær áttræður maður, enn í broddi þeirra sem hæst hefja hina hreinu myndlist í landi okkar. í þessari bók rekur Björn Th. Björnsson á sinn ljósa og læsilega hátt ævi hans og listasögu, frá uppvexti og æskumótun, um námsár og síðan öll hin merkilegu stig nýmótunar, sem gjörbreyttu myndlist okkar á síðast- liðinni hálfri öld. Sú saga hans er ekki síður rakin í teikningum, ljósmyndum og Bjórn 7h Bjornsson ÞORVALDUR SKÚLASON "ijandi íslenzkrar samtimalist l>orval(lur Skúlason Forsi'ða bókarinnar. 85 stórum litprentunum frá öllum ferli hans." Bókin um Þorvald Skúla- son er 207 blaðsíður í stóru broti. Aftast er kafli um málarann Þorvald Skúlason á ensku eftir Hilmar Foss og skrár um málverkin, ljós- myndirnar og teikningarnar í bókinni og heimildaskrá. Hönnun bókarinnar sá Hafsteinn Guðmundsson um, Prentmyndastofan hf. ann- aðist í litgreiningu og Prentsmiðjan Oddi hf. prent- un. í gæzlu vegna þjófnaðarins úr Hallgrímskirkju í GÆR VAR 25 ára gamall maöur úrskurðaður í gæzluvarðhald í Sakadómi Reykjavíkur að kröfu Rannsóknarlögreglu rikisins vegna rannsóknar á þjófnað- imim úr Hallgrímskirkju. Krafan var sett fram á fimmtudag, en maðurinn rar handtekinn begar lögreglumenn réðust til inngöngu í hús i Laugavegi. Tveir menn sitja þvi inni vegna þessa máls og hefur annar þeirra játað að hafa brotist inn í Hall- grímskirkju og unnio þar stórfelld skemmdarverk. Hann vísaði RLR á þýfið. Þá sitja tveir menn í gæzlu- varðhaldi að kröfu fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Annar þeirra var handtekinn á Laugaveg- inum, en hinn daginn eftir. Báðir höfðu þeir fíkniefni í fórum sínum. Engin viðurlög við broti á stafsetn- ingarreglum í gildi — segir Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra „ÉG ER ekkert hissa á þessu. Þetta er í stfl viö hans meiningar. Það eru hins vegar hvergi nein ákvæði um það hvernig á að bregðast við ef út af stafsetn- ingarreglum er brugðið og hvorki í lögum né reglum gilda nein viðurlög við því að brjóta stafsetningarreglur. Það hefur aldrei verið á fslandi og er ekki heldur nú," sagði menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, er Morgunblaðið bar undir hana ikvörðun iðnaðarráðherra, að rituð skuli z í opinberum plöggum ráðuneytis hans og að í nafni ráöuneytisins skuli ritaður stór stafur. „Ég skrifa z og nota aðrar þær kallandi í menntamálum á næst- stafsetningarreglur, sem Magnús Finnbogason kenndi mér í mennta- skóla og aðrir kennarar á undan honum, persónulega, en ekki í opinberum plöggum ráðuneytis míns. Hvorki hef ég reynt né hef trú á að ég gæti vanið mig af þeim þó ég reyndi. Hins vegar hef ég ekki trú á því, að það sé skynsam- legt að vera að umsteypa þessu kerfi á nokkurra ára fresti og tel nú, að aðrir hlutir séu meira að- unni. Ég hugsa mér ekki að fara að láta prenta upp á nýtt skjöl menntamálaráðuneytisins, enda er í því ráðuneyti stærsta skjalasafn- ið, sem í nokkru ráðuneyti er, að ég held. Ég er hrædd um að það yrði kostnaðarsamt nú á dögum og ég hef heldur ekki tíma til að standa í slíkum prófarkalestri," sagði Ragnhildur Helgadóttir ennfrem- ur. Tillögum BSRB um bráða- birgðasamkomulag hafnað Á FUNDI samninganefndar BSRB og samninganefndar ríkisins í gærmorgun höfnuðu fulltrúar fjármálaráðuneytisins tillögum BSRB um bráðabirgða sam- komulag til 1. maí næstkomandi, segir meðal annars i frétt, sem Morgunblað- inu hefur borizt frá BSRB. f frétt BSRB segir ennfremur, að tillögur bandalagsins hafi falið í sér að lægstu laun hækkuðu í 15.000 krónur á mánuði, að verðstöðvun yrði eða verðtrygging launa, ef verðlag hækkaði, að vaxtafrádrátt- ur fengist vegna húsnæðislána við útsvarsálagningu 1984 og húsa- leiguframlag ríkisins til leigjenda í íbúðarhúsnæði. Þar segir ennfremur, að fjár- málaráðherra telji ekki grundvöll fyrir nema 4% hækkun launa á næsta ári og að laun verði áfram óverðtryggð. Fundur í samninga- nefnd BSRB hefur verið boðaður þann 29. desember næstkomandi. jf 3# Víðir Finnbogason hf. lEPPfíLfíND Sérhæft og viöurkennt fyrirtæki í sölu gólfefna. Fagvinna — Full ábyrgö. Þökkum viöskiptin á árinu 1983. Gleðileg jól! Farsælt komandi ár!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.